Morgunblaðið - 24.05.2005, Side 38

Morgunblaðið - 24.05.2005, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ  HL mbl l HL mbl  SK.dv Miðasala opnar kl. 15.30 Skráðu þig á bíó.is Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5.20 og 10 B.I 16 ÁRA EINSTÖK UPPLIFUN ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM kl. 4, 7 og 10 Sýnd kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.I 10 ÁRA Sýnd kl. 4 m. ísl tali HL mbl EINSTÖK UPPLIFUN ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR Sýnd kl. 6 og 8 KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM  HL mbl l Sýnd kl. 5, 8 og 11 B.I 16 ÁRA  SK.dv Sýnd kl. 10 B.I 16 ÁRA   Sýnd í Borgarbíói kl. 5.20, 8, 10.45 B.I 10 ÁRA MORGUNBLAÐIÐ  Fréttablaðið  MORGUNBLAÐIÐ  FRUMSÝND Á FÖSTUDAG Fréttablaðið  FRUMSÝND Á FÖSTUDAG JENNIFER LOPEZ JANE FONDAJENNIFER LOPEZ JANE FONDA A merískt ungmenni situr heima í stofu. Af síðu hárinu og hörku- legu andlitinu má ráða að því stendur á sama um ríkjandi gildi í samfélaginu. Sjónvarpið er í gangi og ungmennið hefur ekki augun af skjánum. Þungarokkshljómsveitin Megadeth er að flytja eitt af sínum þekktustu lögum, Peace Sells. Sjónvarpið skýtur neistum. Skyndilega birtist faðirinn á heimilinu og skiptir með þjósti um rás. „Ég ætla að horfa á fréttirnar,“ segir hann hvefsinn. Það þyrm- ir yfir ungmennið sem rís á fætur og skiptir aftur yfir á Megadeth. Horfir um leið reiði- legum augum á föður sinn og segir djúpri röddu: „Þetta eru fréttirnar!“ Ég rifja þetta skondna myndband upp í huganum meðan ég bíð, tuttugu árum síðar, eftir að ná tali af leiðtoga téðrar hljóm- sveitar, Dave Mustaine. Maður á símstöð vestur í Bandaríkjunum er að tengja okkur saman. Í þessu stutta myndskeiði er þunga- rokkinu vel lýst. Menn kærðu sig kollótta. Þannig átti t.d. fyrsta plata Metallica, þar sem Mustaine var raunar áður, að heita Met- al Up Your Ass! Þegar húsbændur hjá Vert- igo-útgáfunni kinokuðu sér við því ónefni, muldraði Cliff heitinn Burton: „Let’s Kill ’em All.“ Þar með var nafnið komið. Þetta voru ósviknir töffarar. „Dave hérna,“ heyri ég allt í einu sagt lágri röddu á hinum enda línunnar. Dave Mustaine? „Já.“ Hinn eini sanni? „Það er víst.“ Það örlar ekki á áhuga í röddinni. Viðmæl- andi minn er fjarlægur og kaldur. Það er há- degi vestur í Los Angeles og Mustaine rétt risinn úr rekkju. Gefum honum því séns. Ég hendi mér bara út í djúpu laugina. Þú ert loksins á leið til Íslands. Hverju eiga rokkunnendur von á hérna á hjara ver- aldar? „Markmiðið er að halda góða tónleika, heilsa upp á aðdáendur okkar og sjá hvernig er umhorfs á Íslandi.“ Ljóst er að Dave Mustaine er ekki berg- numinn yfir þessu fyrsta verkefni dagsins – áhöld um það hvort hann sé yfir höfuð vakn- aður – og er ekki líklegur til að vaða á súð- um. Blanda af gömlu efni og nýju Ég spyr um hljómsveitina, eins og hún er skipuð núna. Aðrir en Mustaine eru nýkomn- ir til leiks en mannabreytingar hafa verið tíðar hjá Megadeth gegnum árin. „Ég er með fína spilara með mér. Bassa- leikarinn, James MacDonough, kemur úr Iced Earth, svo eru þarna bræðurnir Glen og Shawn Drover á gítar og trommur. Miklir hæfileikamenn. Glen var áður í King Dia- mond. Við höfum smollið vel saman.“ Hverjar eru áherslurnar á tónleikum Megadeth í seinni tíð? „Ég er satt best að segja ekki alveg klár á því hvort við erum einir að spila á Íslandi eða hvort þetta er einhver hátíð sem við tök- um þátt í.“ Þið verðið aðalnúmerið, það liggur fyrir, og ein upphitunarhljómsveit að því er ég best veit. „Fínt er. Þá býst ég við að við spilum í tvær klukkustundir. Ætli við tökum ekki 6–7 lög af nýju plötunni okkar, The System Has Failed, en þar fyrir utan verður þetta svona þverskurður af sögu hljómsveitarinnar. Það besta sem við höfum gert gegnum árin. Lík- lega tvær tylftir laga í það heila.“ Nálgist þið tónleika á stöðum eins og Ís- landi, þar sem þið hafið ekki verið áður, öðruvísi en tónleika heima fyrir? Er t.d. meiri pressa á ykkur að spila gamla smelli? „Alls ekki. Við nálgumst alla tónleika eins – umgöngumst gesti alltaf eins og okkar nánustu vini. Það gildir einu hvar við erum, allir eiga það besta skilið. Það myndi aldrei hvarfla að okkur að koma til Íslands og segja: Hei, þið eruð búin að missa af svo miklu að við verðum að byrja á byrjuninni.“ Þú varðst fyrir slæmum meiðslum á hendi fyrir þremur árum, þegar taug skaddaðist, og lagðir hljómsveitina niður í kjölfarið. Gerðirðu þá ráð fyrir að ferli þínum væri lokið? „Þetta er skrýtin spurning. Ef þú fylgist með fréttum ættirðu að vita að ég settist í helgan stein, þannig að það blasir við að ég gerði ráð fyrir að ferli mínum væri lokið.“ Og ég sem hélt að Eyjólfur væri að hress- ast. Mustaine náði sér þrátt fyrir allt af meiðslunum og endurvakti Megadeth í fyrra. „Sem betur fer. Það var mér þvert um geð að leggja gítarinn á hilluna á sínum tíma. Ég átti bara engra kosta völ. En þegar mér varð ljóst að ég myndi ná bata blasti við að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.“ En hvað heldur þér við efnið eftir 25 ár í rokkinu? „Það er einfalt: Tónlistin. Það er ekkert sem jafnast á við það að ferðast um og spila á tónleikum. Það þarf þó að vera einhver meining á bak við það. Það er fullt af fólki sem er eingöngu í tónlist til að græða pen- inga. Það fólk verður fljótt lúið. Eitt verð ég þó að leiðrétta. Ég hef ekki staðið í þessu í 25 ár, þau eru bara tuttugu.“ Hrellti Steve Vai ásamt W. Axl Rose og Slash Ég finn að ég mara í miðju kafi í lauginni. Hefur Mustaine farið öfugur fram úr eða heldur hann kannski að ég sé einhver diskó- bolti sem ekki er orði á eyðandi? Ég sem hef málm í æðum. Það er bersýnilega tímabært að spila út trompinu. Annaðhvort drukkna ég alveg eða syndi keikur að bakkanum. Svo skemmtilega vill til að ég sá þig einu sinni á tónleikum. Það var á frægri hátíð í Donington-garði á Englandi sumarið 1988, fyrir heilum sautján árum. „Guð minn góður,“ stynur Mustaine og ég finn hvernig vatnið fyllir vit. En bíðum nú við … „Það voru ógleymanlegir tónleikar.“ Skyndilega er eins og nýr maður sé kom- inn í símann. Það birtir yfir röddinni og við- mælandi minn færist allur í aukana. Dave Mustaine er vaknaður. „1988. Það er óralangt síðan. Mér er þessi dagur minnisstæður. Guns N’ Roses voru þarna líka og ég var að slæpast með Axl og Slash. Steve Vai gítarleikari var þarna með David Lee Roth og ég man að við vorum að hrella hann að tjaldabaki. Þetta var skemmtilegur dagur,“ segir Mustaine og læt- ur hugann reika. Hlær. Þvílík stökkbreyting. Iron Maiden var aðalnúmerið og svo var Kiss líka á svæðinu. „Mikið rétt. Mig dauðlangaði að sjá Kiss, þá frægu sveit. Það var hins vegar byrjað að rigna þegar þeir stigu á svið og ég man hvað Paul Stanley var undarlegur þar sem hann dansaði þarna um sviðið rennandi blautur. Hvað er maðurinn að gera? hugsaði ég með mér. Á þetta ekki að vera sjálfur Þrumuguð- inn? Elskhuginn ómótstæðilegi? Öðru nær. Heldur var hann að minnsta kosti kvenlegur fyrir minn smekk þarna í rigningunni. Og Ace Frehley var hvurgi. Bara nýi gæinn. Hver í dauðanum er hann?“ Nú skellihlær Mustaine. Tveir áhorfendur tróðust undir En þessi dagur átti líka sína dökku hlið. Tveir af 107 þúsund gestum sem lögðu leið Nú verða sagðar fréttir Dave Mustaine er goðsögn í rokkheimum. Í tvo áratugi hef- ur hann farið fyrir hljómsveit sinni, Megadeth, sem ruddi á sínum tíma brautina í svokölluðu „thrash“-rokki, ásamt sveitum á borð við Metallica, Slayer og Anthrax. Nú stefnir Mustaine skónum hingað upp á skerið og mun Megadeth leika á tónleikum í Kaplakrika 27. júní næstkomandi. Orri Páll Ormarsson átti sveiflukennt samtal við kappann í síma. Dave Mustaine, söngvari og gítarleikari Megadeth: Tónlistin er mínar ær og kýr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.