Morgunblaðið - 24.05.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 24.05.2005, Síða 39
Sýnd kl. 4 m. íslensku tali Sýnd kl. 4 m. íslensku talikl. 8 og 10.15 B.I 16 ÁRA T H E INTERPRETER www.laugarasbio.is   Nýr og betriMiðasala opnar kl. 17.00 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA ÓVÆNTASTA GRÍNMYND ÁRSINS 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktarmeð rauðu Sýnd í regnboganum kl. 5.30, 8.30 og 11.30 B.I 10 ÁRA Sýnd í kl. 4.30, 6 og 9 B.I 10 ÁRA   KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM  HL mbl l Sýnd kl. 6 og 9 B.I 16 ÁRA HL mbl EINSTÖK UPPLIFUN ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR Sýnd kl. 6, 8 og 10  SK.dv Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 6 og 9 Fréttablaðið  MORGUNBLAÐIÐ  Fréttablaðið  MORGUNBLAÐIÐ FRUMSÝND Á FÖSTUDAG 553 2075☎ - BARA LÚXUS-  JENNIFER LOPEZ JANE FONDA sína í Donington-garð þennan sumardag áttu ekki afturkvæmt. „Því miður krömdust tveir áhorfendur til bana í mannfjöldanum. Það var skelfilegt. Þeir höfðu meiðst illa meðan Guns N’ Roses var á sviðinu og þegar við komum fram var okkur ljóst að tvísýnt var um líf þeirra. Það var mjög skrýtið að spila undir þeim kring- umstæðum.“ Greinarhöfundur minnist þess að þegar Ís- lendingarnir, um fjörutíu manns, héldu á brott frá Donington um nóttina vantaði einn úr hópnum. Menn vissu að tveir tónleika- gestir hefðu látist og ferðin til baka á hótelið í Lundúnum var erfið. Hafði annar hinna látnu komið úr okkar röðum? Til allrar ham- ingju beið hann eftir okkur á hótelinu. Hafði ekki fundið rútuna og fengið far með öðrum hópi. En þetta er ekki í eina skiptið sem áhorf- endur hafa látist á tónleikum sem Megadeth hefur tekið þátt í. „Það dó einu sinni áhorfandi á tónleikum sem við spiluðum á í Brasilíu líka. Það var hræðileg lífsreynsla og maður gleymir aldrei svona hlutum. Það hefur svo sem gengið á ýmsu á mín- um ferli. Einu sinni lést ungmenni í Colo- rado þegar það var að sniffa hárlakk. Það reyndist vera með auglýsingu um Megadeth- tónleika í vasanum og lögreglan kom að máli við okkur fyrir vikið. En auðvitað hafði sú staðreynd að þetta ungmenni fann sig knúið til að anda að sér hárlakki ekkert með tón- list okkar að gera.“ Vissulega. En það breytir því ekki að vin- sælar rokkhljómsveitir eru mikið í sviðsljós- inu og þú hlýtur að finna til ábyrgðar stöðu þinnar vegna? „Í því sambandi verða menn að gera sér grein fyrir því að ímyndin sem fólk hefur oft og tíðum af rokkstjörnum er einfaldlega röng. Menn halda að þetta líf hljóti að vera dans á rósum, glamúr og gleði. Svo einfalt er það ekki. Þetta er erfitt líf. Það tekur á taugarnar að búa í ferðatösku, skríða dauð- uppgefinn inn á ókunnugt hótelherbergi um miðja nótt og halla sér í kannski 2–3 tíma áður en ferðinni er haldið áfram í rútu. Þar fyrir utan er áreitið mikið, fólk vill fá myndir og eiginhandaráritanir og þar fram eftir göt- unum og kannski er maður ekki alltaf nægi- lega vel upplagður. En ef maður brosir ekki stöðugt og gerir að gamni sínu er maður stimplaður fýlupoki. Þetta getur verið lýj- andi lífsstíll. Það er auðvitað líka misskiln- ingur að rokkstjörnur viti ekki aura sinna tal. Fæstar rokkstjörnur eru efnaðar. Sumir græða peninga og eyða þeim strax í vitleysu, t.d. í áfengi og eiturlyf. Margir þeirra enda svo sem starfsmenn á hamborgarabúllum eða hreinlega í grjótinu. Það er allur glam- úrinn.“ Taumlaus gleði á níunda áratugnum Talandi um þetta. Nú fer ýmsum sögum af líferni rokkstjarna, ekki síst á níunda ára- tugnum þegar þú varst að stíga þín fyrstu skref. Freistingarnar hljóta að hafa verið margar? „Mikil ósköp. Á níunda áratugnum ríkti taumlaus gleði. Það voru teiti á hverju horni. Þungarokkið var ákveðinn lífsstíll og gjálífið var bara partur af því. Það er samt misskiln- ingur að halda að líferni manna hafi verið villtara á níunda áratugnum en þekkst hefur á öðrum tímum. Áttundi áratugurinn lék menn býsna grátt líka, LSD og það dót, og menn voru heldur engir englar á þeim sjö- unda. Heróín og kókaín voru til þá líka.“ En hvernig lífi lifir þú í dag? Menn hljóta að þurfa að vera í nokkuð góðu formi, and- lega og líkamlega, til að ferðast um heiminn og spila tónlist fyrir þúsundir manna ár eftir ár? „Það er laukrétt. Ég er kominn á fimm- tugsaldurinn og geri mér fulla grein fyrir því að ég þarf að hugsa vel um mig. Lykillinn að vellíðan er að mínu mati að taka mið af að- stæðum hverju sinni og hafa allt við höndina sem gerir manni kleift að stunda sína vinnu.“ Ísland í gegnum myndbönd Bjarkar Líturðu á þig sem fyrirmynd? „Ég lifi að hluta til fyrir opnum tjöldum. Ég verð því að gera það, hvort sem mér lík- ar betur eða verr. Ég hef hins vegar aldrei velt þessu svo mikið fyrir mér. Tónlistin er mínar ær og kýr. Lífsviðhorf mitt er í raun sáraeinfalt: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Ég þekki þig til dæmis ekki neitt. Samt kem ég fram við þig af virðingu, af því að þú átt það skilið. Lífið er alltof stutt til að vera með dónaskap og leiðindi. Kannski eigum við líka eftir að kynnast þegar ég kem til Íslands og þú sýnir mér landið. Hver veit?“ Já, hver veit. Til er ég. Þú hefur sumsé áhuga á því að skoða landið? „Já. Ég hef séð svipmyndir frá landinu í myndböndum Bjarkar og Hummer- auglýsingum og það virðist áhugavert.“ Megadeth heyrði til flokki brautryðjenda í „thrash-inu“ á sínum tíma. En allir eiga sér áhrifavalda. Einhvers staðar las ég að AC/ DC og Led Zeppelin væru í miklum metum hjá þér. „Það er rétt. Ég held líka mikið upp á Bítlana. Áhrifavaldar eru af tvennu tagi, annars vegar þeir sem hafa áhrif á mann sem tónlistarmann og hins vegar þeir sem hafa áhrif á lagasmíðar manns. Tónlistar- áhrifin komu frá Bítlunum, Led Zeppelin og sveitum sem heyrðu til „bresku innrásinni“ á sínum tíma. Það er hins vegar það sem var nefnt „breska nýbylgjan í þungarokki“ sem hafði mest áhrif á lagasmíðar mínar. Það er svo merkilegt að báðar þessar stefnur voru undir sterkum áhrifum frá bandarískum blúsgítarleikurum, eins og Muddy Waters, Bo Diddley og Robert Johnson. Helstu áhrifavaldar mínir eru með öðrum orðum Bretar sem sjálfir urðu fyrir áhrifum frá Bandaríkjamönnum. Merkilegur hringur.“ Hvernig líst þér á þungarokkið í dag? Er bylgjan sem reið yfir heiminn á níunda ára- tugnum að koma aftur? Iron Maiden virðist risin úr öskustónni og það er engan bilbug að finna á Metallica, svo dæmi séu tekin? „Ég skal ekki segja. Það fer eftir því við hvern þú ert að tala. Mér finnst þungarokkið hafa breyst mikið frá því ég byrjaði. Tónlist- armennirnir hafa breyst, þungarokk snýst um allt aðra hluti í dag en fyrir tuttugu ár- um.“ En hvers vegna á þá hljómsveit eins og Megadeth ennþá erindi? „Ég spyr mig sífellt þeirrar spurningar sjálfur. Ætli það sé ekki vegna þess að ég hef aldrei lagt árar í bát. Ég hef trú á sjálf- um mér, reyni ávallt að vera ærlegur, bæði gagnvart aðdáendum mínum og tónlistinni sjálfri. Stundum gengur þetta upp, stundum ekki. Þannig er það bara. Sum lög falla í kramið, önnur ekki. Það skiptir líka sköpum við hvaða aðstæður plötur eru gerðar. Er það vegna þess að þig langar til þess eða vegna þess að þú þarft að gera það? Sem betur fer hefur það fyrrnefnda oftar átt við mig.“ Fæstir þungarokkstextar verða flokkaðir sem bókmenntaleg þrekvirki. Ég leyfi mér þó að fullyrða að þú hafir risið upp úr með- almennskunni. Textar þínir eru á köflum persónulegir og jafnvel pólitískir. Þú kemur á tíðum við kvikuna. „Það er rétt. Margir af textum mínum eru persónulegir. Ég held að hjá því verði ekki komist. Ég yrki mikið um glímuna við lífið, orrustur sem ég hef háð og unnið sigra og áskoranir sem ég stend frammi fyrir á hverj- um degi. Ég yrki líka um hluti sem ég þekki kannski ekki af eigin raun en hef séð vini mína og vandamenn ganga í gegnum. Það getur verið átakanlegt að horfa upp á vin í neyð.“ Þú ert líka pólitískur? „Já, örlítið.“ Hvar stendurðu í pólitík? „Það hefur ekkert með tónlist að gera og við erum að tala um tónlist, er það ekki? Ég held ég fari ekki að þreyta íslensku þjóðina með blaðri um bandarísk stjórnmál.“ Og þó. Hann getur ekki setið á sér. „Það er mikil ólga í Bandaríkjunum um þessar mundir vegna stríðsins í Írak. Það er engum blöðum um það að fletta. Margir eru ósáttir við yfirvöld. Um langt skeið höfum við Bandaríkjamenn verið áhrifamiklir í heiminum. Við áttum líka marga vini. Þegar við teljum óhjákvæmilegt að fara í stríð af þessu tagi styggjum við marga. Það eru dap- urleg örlög.“ Ekki orð um Metallica Það er alkunna að Dave Mustaine var rek- inn úr Metallica skömmu áður en fyrsta plata þessarar stærstu og áhrifamestu hljómsveitar þungarokkssögunnar kom út 1983. Í heimildarmyndinni Some Kind of Monster sem Metallica gerði og frumsýnd var fyrir um ári er undarleg sena – eiginlega súrrealísk – þar sem Mustaine, Lars Ulrich, trommuleikari Metallica, og sérskipaður sál- fræðingur hljómsveitarinnar gera þennan ör- lagaríka atburð upp. Eða reyna það. Mus- taine er gráti næst og ekki er hægt að skilja það á annan veg, nú tveimur áratugum síðar, en hann hafi aldrei sætt sig við þessi mála- lok. Mér er til efs að hann vilji ræða þetta en verð samt að spyrja. „Ég er þreyttur á þessari umræðu. Það er búið að ræða Dave Mustaine og Metallica fram og til baka í gegnum árin, í blöðum og á Netinu. Það er engu við það að bæta. Þú hlýtur að vilja spyrja mig um eitthvað ann- að.“ Ég mátti samt til með að spyrja. Kannski hafa aðdáendur þínir hér á landi áhuga á að heyra þig ræða þetta? „Ef menn eru á annað borð aðdáendur mínir vita þeir allt um þetta mál nú þegar, hvort sem þeir búa á Íslandi eða annars staðar.“ En ertu í einhverju sambandi við Lars Ul- rich eða James Hetfield í dag? „Hvurslags eiginlega er þetta? Tala ég ekki nægilega skýrt? Fyrr má nú rota en dauðrota, lagsi.“ Ég gefst upp. Burtséð frá þessu. Þú átt langan feril að baki. Myndirðu gera eitthvað öðruvísi ef þú fengir annað tækifæri? „Ég veit það ekki. Ekki hvað varðar feril minn, ef þú ert að spyrja um það. Hann hef- ur gengið mjög vel. Ég myndi engu breyta þar. Ég væri líklegri til að breyta einhverju í einkalífinu. Sumir af vinum mínum hafa fall- ið frá í blóma lífsins, má þar nefna Gar Samuelson, fyrsta trommuleikara Megadeth. Ef ég hefði vitað að hann myndi deyja svona ungur hefði ég örugglega reynt að umgang- ast hann meira eftir að hann hætti í hljóm- sveitinni. Fráfall hans var mjög sorglegt, því Gar var ekki bara frábær trommuleikari heldur líka vænsti piltur. Það sem ég á við er að maður á að vera vinur vina sinna með- an tækifæri gefst til. Við vitum aldrei hve- nær öllu er lokið.“ Það var og. Á þeim nótum kveð ég Dave Mustaine vestur í Kaliforníu. Nú er bara að búa sig undir komu kappans, taka góðan Hummer á leigu og sýna honum landið. orri@mbl.is ’Margir af textum mínumeru persónulegir. Ég held að hjá því verði ekki komist. Ég yrki mikið um glímuna við lífið, orrustur sem ég hef háð og unnið sigra og áskoranir sem ég stend frammi fyrir á hverj- um degi. ‘ Dave Mustaine: Lífsviðhorf mitt er í raun sáraeinfalt: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Miðasala fer fram í Íslandsbanka, Smáranum og Kringlunni, Dagsljósi Akureyri, Pennanum Selfossi og Vestmannaeyjum, Tónaspili Nes- kaupstað, Hljóðhúsinu Selfossi og Hljómavali Keflavík. Einnig á midi.is, en skv. uppl. Mbl. eru miðar þar að klárast. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2005 39

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.