Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.10.1959, Page 2

Mánudagsblaðið - 05.10.1959, Page 2
2 MÁNUDAGSBLABIÐ Mánudagur 5. október 1959 I þúsundir ára hafa hræv- areldar komið við sögur í þjóðtrúnni, en lengi gáfu vís- .indamenn þeim lítinn gaum og oft neituðu þeir hreinlega ;að trúa á tilveru þeirra og 'töldu þá bábilju eina. En hér ,'hefur farið eins og oftar, að ■vísindin hafa orðið að viður- kenna, að stundum er nokkur ísannleikskjarni í alþýðu- trúnni. Hrævareldar eru til, svo mikill fjöldi fólks hefur séð þá, að þessu er ómögulegt að neita. Jafnvel hinir efa- gjörnustu vísindamenn viður- kenna nú, að þetta fyrirbæri sé til, en um skýringar á því eru þeir engan veginn á eitt sáttir. Þó munu flestir vera þeirrar skoðunar, að þeir standi oftast í einhverju sam- bandi við rotnun lífrænna efna. Af því tagi munu þeir hrævareldar vera, sem sjást í mýrum á haustin og stund- um í kirkjugörðum. Líklega eru þeir hrævareldar, sem stundum siást loga á skipum, annars eðlis. Margir ætla, að hér sé um einhverskonar raf- magnsfyrirbæri að ræða,. líkt og urðarmána, en ekki munu - slík fyrirbæri hafa. verið skýrð til fullrar hlítar. Hræv- areldurinn hefur reynzt vís- indunum talsvert harður und ir tönn, en þau eru hætt að neita því, að hann sé til. Hrærareldurinn í þjóðfrúnns I skoðunum manna á hræv- areldinum hefur frá því í forn eskju gætt tvískinnungs, hann er stundum talinn illur og hættulegur, en stundum heillamerki. Forn-Grikkir helguðu hrævareldinn tvíbura bræðrunum Kastor og Pollux, en þeir voru verndarvættir skipa og sjómanna í sjávar- háska. Ef hrævareldar log- uðu á skipum var það merki þess, að þessir hollvættir sjó- manna væru á næstu grösum. Þessi skoðun á hrævareldin- um barst frá Grikkjum til Rómverja, en samkvæmt forn rómverskri þjóðtrú var hann þó stundum talinn hættuleg- ur og líklegur til að ginna menn í. ógöngur, -,ef. þeir fylgdu honum. Þetta kemur líka fram í hinu latneska nafni ignis fatuus. I ýmsum öðrum tungumálum koma og fyrir nöfn á hrævareldinum, sem minna á hið hættulega eðli hans, svo sem Irrlicht í þýzku og villuljós í íslenzku. Enn í dag er til sú þjóðtrú víða í Evrqpu, að hrævareld- ar leiði menn út í kviksyndi eða aðrar hættur. Þó er einn- ig til sú skoðun, að þeir vísi mönnum á rétta leið, en hún er sjaldgæfari. Til er líka skoðun á þessu, sem fer bil beggja. Hún er sú, að hræv- areldar hætti við að villa menn og fari að vísa þeim á réttan veg, ef þeim er greidd smáborgun, t. d. nokkrir aur- ar. Margs er þó að gæta í um gengni við hrævarelda, þeir geta orðið stórhættulegir, ef þeir eru móðgaðir á einhvern hátt. Ekki má benda á þá og ekki blístra á þá, þá ráðast þedr á mann og kveikja í manni. Ef maður fer að berja hrævareldar loga á vopnum, slökkva hann, dettur maður niður dauður þegar í stað. Stundum getur hrævareld- urinn verið lieillatákn, og eim ir þar kannske eftir af hinum forngrísku skoðunum. Ef hrævareldar loga á voopnum veit það á sigur þess, er vopn- ið ber. Stundum er þetta þó aðeins talið vita á blóðsúthell ingar almennt. Á ítalíu er til sú þjóðtrú,. að hrævareldar viti á gott, ef maður sér þá vinstra megin við sig, en illt, ef: þeir eru hægra megin. Oft eru hrævareldar settir í samband við haugaelda og þeir taldir loga yfir gröfum, þar sem gull er fólgið. Stund- um loga þeir á leiðum, þó að Olafur Hansson, mennfaskólakennari: HrnvnreldAr ekkert gull eða fé sé þar. Þetta mun ekki vera eintóm hjátrú, það er talin stað- reynd, að hrævareldar sjáist mjög oft í kirkjugörðum, og mun rotnun líkanna valda þeim með einhverjum hætti. Það er ekki að furða, þótt þetta fyrirbæri í reit hinna dauðu hafi komið margvís- legri hjátrú af stað. Sú skoð- un er talsvert algeng, að eld- arnir séu sálir framliðinna. Einna almennust er sú skoð- un, að hér séu á ferðinni sálir sjálfsmorðingja, sem séu á sífelldu reiki og finni engan frið. Líka þekkist sú trú, að hér séu andar manna, sem hafi látizt af slysförum, og reiki æ síðan um í námunda við slysstaðinn. Sú trú, að slíkir andar séu á sveimi í námd við slysstaði er mjög al- geng á Islandi, en aldrei hef ég hevrt að hún hafi verið sett í samband við hrævar- elda hér á landi. Skemmtilegasta vikublaðið er Vikublaðið Ásinn Ástarsögur — Skamálasögur — Örn Elding — Roy Rogers — Mikki Mús — Skrýtlu- myndir og ótal margt fleira. Kemur á miðvikudögum. Vikubkðið Ásinn Efni fyrir alla. Auglýsið i Mánudagsblaðinu Sil að ná sem mestum viðbragðsflýti verð- ur íkveik jan að eiga sér stað á réttu augna- bliki, hvorki of seint né of snemma. — Vandkvæðin eru einkum þau, að útfelling- ar myndast í brunaholinu og trufla kveiki- taktinn. ICA breytir efnasamsetningu þessara útfellinga og gerir þær óskað- legar. ICA tryggir yður því fullkomna orkunýtni og öruggt viðbragð. Notið SHELL-benzín með ICA og njótið akstursins. AUKINN VIÐB RAGÐSFLÝTIR Eingöngn í SHELL-benzfni

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.