Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.06.1960, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 27.06.1960, Blaðsíða 3
Mánudagur 27. júní 1960 mAiiudagsblaðið 3 Keflavíkurgangan Sjaldan eða aldrei hafa íslenzkir kommúnistar gert sig eins hlægilega og með Keflavíkurgöngunni, nú á sunnudaginn var. Feiknalegur áróður var fyrir þessari göngu, sem átti að vera táknræn og mótmæli gegn hervernd Is lendinga, og linnti ekki auglýsingum í blöðum og útvarpi. Gangan átti að hef jast snenima að morgni dags frá Keflavíkurflug- vallarhliðinu. 1 sóma og yfirlæti var keyrt suður, en það var aðeins lítill hóp ur, er fór í bílunum suður, og mest var þetta imgviði. Gangan hófst svo frá Keflavíkurhliðinu og var heldur ömurleg á að sjá. Mjög mikið bar á meðlim- um æskulýðsfylkingarinn- ar, og munu þeir næstum því hafa verið í meiri hluta. Lítið var um annað en til- tölulega unga menn og var langsamlega aldursforseti Sigurður gamli Guðnason í Dagsbrún, og sýnir það hið mikla þol þessarar gömlu kempu. Á eftir fóru svo bílar með fólki eins og Guðmundi jaka og Gunn- ari M. Magnúss., sem ekki nenntu að ganga, og prúð- búnir voru sumir í bílum eins og Alfreð Gíslason, sem fór um í bíl, en lagði ekki á sig að ota síniun gönguteinum. í göngunni, þegar bezt lét, nnm ekki hafa verið nema um 140— 150 manns, þegar merni skriðu út úr bílunum. Þegar svo komið var í Kópavog og Hafnarfjörð, var farið að koma á móti göngugörpunum úr Keykja vík, og varð nú göngudeild- in all mikið verulegri, þeg- ar kom á Iíópavogsháls- inn, þó varð aldrei vendegt fjölmenni í þessari göngu þrátt fyrir allan þann áróð- ur, sem fyrir henni var. Gengið var svo niður í bæ og haldinn fundur nálægt Miðbæjarskólanum. Þar voru haldnar hinar mestu æsingarræður. Nú ætti að láta skríða til skarar af hálfu hernámsandstæð- inga, eins og það var kall- að. „Alþingi götunnar“ átti nú að taka við, hrópaði Magnús Kjartansson Þjóð- vilja,riistjóri. Það var auð- séð á öllu, að atburðirnir í Japan voru hér teknir til fyrirmyndar, og er nú draumur konunúnista sýni Iega sá, að geta æst til svo mikilla götuuppþota hér í bænum að ríkisstjórninni verði ekki vært. Þetta er sjálfsagt mjög fjarlægur draumur, en engu að síður er hann mjög glæsilegur fyrir kommúnista. Þess má geta, að Framsóknar- menn lögðu göngunni það lið, sem þeir máttu, og sumir alþingismenn henn- ■! ar eins .og Sigurvia Ein- arsson tóku þátt í henni seinasta spölinn frá Kópa- vogi. Þetta „alþingi götunn ar“, sem Magnús Kjartans son ætlar að láta taka völd in hér á landi, verður því samsett af Framsóknar- mönnum og kommúnistmn ásamt með því, sem eftir er af þjóðvarnarskrlpinu, og er það ný vinstri sam- fylking, sem ætlar sér að komast til valda á þennan jjokkalega máta. Gils Guðmundsson kvart aði yfir þvi í ræðu sinni hjá barnaskólanum, að nokkurt slen og deifð hefði verið í hernámsand- stæðingum að imdanförnu. Það eru víst orð að sönnu, þar hefur ríkt slen og dej4ð. Þetta slen og deyfð kom líka frani í Keflavík- urgöngunni mjög áberandi, þar sem svo fáir treystu sér til þess að taka þátt í þessu mikla tiltæki hinnar nýju götuherfylkingar ís- lenzkra stjórnmála. Ekki er það mjög til þess að lappa upp á þetta slen, að þjóðvarnarmenn hafa nú algerlega lagzt undir komm únista óg afhent þeim blað sitt. Nú er orðin ein hjörð og einn liirðir. En sú spurn ing vaknar fljótlega í sam bandi við þessa broslegu Keflarikurgöngu, hvers vegna kommúnistar stóðu aldrei fyrir slíkri göngu, meðan þeir voru í stjórn. Á árunum 1956—1958 var engu síður hernám í þeirra skilningi hér á landi en nú. Þá hreyfði sig engin mann eskja úr þessum hópi. Þá lagðist þetta slen og deyfð yfir hina blessuðu her- námsandstæðinga, sem Gils Guðmundsson kvart- aði um. Þeir vöknuðu ekki úr því allan tímann, sem þeir voru í stjóm. Hvernig stóð á því? Svarið er ofur einfalk.Á þeim,tím]»áCT, stjómarmenn stórar fjár- veitingar frá Bandaríkja- stjórn, og líf ríkisstjórnar- innar var undir því komið, að þessi f járstraumur liéld ist. Líf kommúnista í ís- íenzkri ríkisstjóm byggð- ist á fjárúrie'giuium frá Bandarikjamönnum. Með- an þetta ástand hélzt, hreyfðu kommúnistar sig ekki til eins eða neins. Þá veittu Bandaríkjamenn, eins og kimnugt er, fé úr sérstökum sjóðum til þess að styrkja Islendinga. Þessir sérstöku sjóðirvom svipaðs eðlis og þeir, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna grípur til til þess að borga fyrir njósnir og annað þess háttar, sem ekki má koma opinberlega fram á f járlög um. Þessir peningar voru ekld of slæmir til þess að lenda í f járhirzlu kommún- ista, framsóknarmanna og fylgifiska þeirra þá. En nú er annað hljóð í strokkn- um. Nú má hafa göngur til þess að mótmæla vam- arliði. Nú má halda fundi niðri í Lækjargötu. Nú má fylla Þjóðviljann dag eftir dag og útvarpið af áróðri fyrir göngu til þess að mót mæla varnarsamningi Is- lands og Bandaríkja- manna. Nú má krefjast þess, að íslendingar fari úr Norður-Atlantshafs- bandalaginu. Nú má bera spjöld, og nú má gera alls konar samþjkktir. En með an kommúnistar voru í stjórn, lagðist slen og deyfð yfir. Og það er von, að menn spyrji, hvers slags „lína“ þetta er. Það má taka við ’gjöf'um og styrkjum og öllu mögulegu fé frá Banda ríkjamönnum, meðan konunúnistar sitja í stjórn, og þá má herinn vera. Þá er beinlínis samið um að hafa varnarlið áfram gegn því, að fé sé greitt. Á móti því hafa kommúnistar ekk ert. Þá þegja þeir Magnús Kjartansson og Jóhannes úr Kötlum. Þá gengur Gunnar M. Magnúss ekki neitt, heldur fær bílastyrk út á læknisvottorð um það, að hann sé orðinn svo fót- fúinn, að hann geti ekki lireyft sig um þröskuld þveran. Þá situr kona Sig- urðar Thorlacíusar heima, og þá lireyfiif æskulýðsfylk ingin ekki legg né lið. o ^JioIíku^auþað enhlát slíkt og annað eins verð- skuldar? 1 Flófti frá veruieikanum Enn heldur áfram rann sóknin á liinu margþætta svindilmáli Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. Enn hrúgast upp skjöl og bók- anir. Þetta mál er ekki ein göngu háð á íslenzkri grund, ef svo má segja, heldur ná angar þess til Amcríku og jafnvel til Svisslands. Það er uppvíst, að forstjóra Ilins íslenzka steinolíuhlutafélags hafa ekki þótt geymslur Banda ríkjamanna nógu öruggar og þess vegna flutt nokk- um hluta hins undan- dregna f jár alla leið suð- ur til Svisslands, því þar hefur lionum þótt örugg- ast að geyma peningana milli hinna háu lilíða Alpa fjallanna. Það þurfti þó aðstoð Bandaríkjamanna til ]>ess að leiða það í ljós, að peningamir væru komn ir til Svisslands, og var það með tilstyrk banda- rísltrar leynijijónustu, sem uppvíst varð um það til- tæki. Það er undarlegt að sjá viðbrögð Framsóknar- manna út af Jiessu máli. Forstjóri félagsins er Haukur Hvannberg, í stjórninni em að meiri hluta eftir ]>ví, sem Tím- inn telur Sjálfstæðismenn. Tíminn segir sem svo, að það sé* svo sem augljóst, í hvaða ógöngur samvinnu hreyfingin komist, þegar hún drýgir það glapræði að fela mönnum úr gróða hyggjuhópi Sjálfstæðis- flokksins störf og stöður, sem við komi samvinnu- hreyfingunni. Svindilmál- ið hjá Hinu íslenzka stein olíuhlutafélagi sé af því sprottið, að Haukur Hvannberg hafi verið ná- kominn Sjálfstæðisherbúð iimim, eins og það er orð- að, og að meiri hluti stjórnarinnar hafi verið Sjálfstæðismeun. Þetta er athyglisverður flótti frá staðreyndunum. Vitaskuld var félaginu stjómað af Framsóknarmönnum, enda þótt stjórnin væri til mála mynda að meiri hluta til úr öðrrnn flokki og Hauk- ur Hvannberg var fyrst og fremst ráðinn af Fram-v sóknarmönnum, en ekki öðrum. Það voru þeir, sem öllu réðu í félaginu, hvað, sem samsetningu stjórnar- innar leið. En úr því Fram sóknarmenn leggja svona mikla stund á að koma á- byrgðinni yfir á stjórn Hins íslenzka steinolíufé- lags, ættu þeir að gá að því, að um leið höggva þeir mjög nálægt einum af sínum helztu mönnum, sem er Vilhjálmur Þór. Hann var formaður stjórn ar Hins íslenzka steinolíu nrjr félags svo árum skipti og einmitt á því timabiíi, sem | einna mest bar á svindli félagsins. Ef Tíminn vill koma ábyrgðinni yfir á stjórnina, er glöggt, að ekki er liægt að koma Vil- hjáhni undan henni. Það er líka mála sannast, að illt mun vera að koma for manni félagsins undan nolckurri ábyrgð í sam- bandi við þetta mál. Það verður vitaskuld að ætl- ast til þess, að stjórnir félags og þá sérstaklega fonnaður félagsstjómar hafi uokkurt eftirlit með þri, hvemig rekstur fé- Iagsins er. Að minnsta kosti ætti að vera þannig um Imútana búið, að ekki væri hægt að geyma fé félagsins í tveimur heims- álfum og það á laun, þannig að ekki komi frant í reikningum félags. Svo mikla yfirsýn ætti félags- stjórn og þá einkiun for- rnaður að hafa um rekstur félags. Það hefur líka ver ið sagt og er sannleikur, að ef Vilhjálmur Þó r hef- ur haft svo lítil afskipti af þessu stóra félagi, seni hann var formaður í, að hann fylgist ekki einu sinni í stórum dráttum með rekstri þess og gerð- um* íramkvæmdastjóra, þá er hann heldur ekki hæfur til þess að gegna þýðingar miklum störfum, eins og bankastjóraembætti við Seðlabankann. Framsóknarmcnn geta snúið þessu máli, hvernig sem þeir vilja, en sína, menn firra þeir ekki á- byrgð. Meðan vel gekk, þökkuðu Framsóknar- menn líka sér og engum öðrimt hvað íslenzka stein olíufélaginu og Olíufélag- inu h.f. vegnaði vel. Þá var ekki verið að þakka einum eða neinum mönn- um úr öðrum flokkum fyr ir það. Þann heiður áttu Framsóknarmenn einir. Þeim heiðri vildu þeir eltki deila með einum eða öðr- um. Svo þegar snýst á ó- gæfuhlið og töp og svindl fara að steðja að, þá er gripið til þess að reyna að kenna öðrum um. Þetta er leiðinlegur flótti frá stað reyndunum, en því miður er hann sízt af öllu neitt einsdæmi í þessum her- búðum. Sumarkjóll. Frúin (við blíndan betl- ara): „Vesalings maður, og' eigið þér engan að, nákom- inn ?“ Betlarinn: „Jú, ég á reynd ar bróður,’ en hann er. líka blindur, og við sjáumst sjald an.“ HÁNUDAGSÞANKAR Jóns Reykvíkings konunúnistar eins og aðrir ur.. Pg fyrirlitning, sem

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.