Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.06.1960, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 27.06.1960, Blaðsíða 6
6 JtANUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 27. júní 1960 II' - Ivor Bent var fyrst og fremst listamaður, og lista- menn má ekki trufla með heimiliserjum. Þetta vissi TJrsúla, og hann kenndi í brjósti um IJrsúlu. Hún hafði gert eins og 'hún gat til að varðveita frið í íbúðinni, en það var henni um megn. Hún var ráðleysingi. Það var allt- af eitthvað að annaðhvort henni sjálfri, börnunum eða honum. Hann var dauðleiður á þessu öllu saman. Ibúðin var á tveimur efri hæðum í húsi í Chelsea. Þau höfðu tekið hana á leigu, vegna þess að á herberginu uppi á lofti var þakgluggi og undursamlegt útsýni yfir ána og því tilvalinn vinnu- stofa handa Ivor. Ódýrt líka, þar sem engin lyfta var í húsinu, og þau urðu að ganga upp óteljandi tröppur til að komast að íbúðinni. Ivor virti fyrir sér léreftið fyrir framan hann. Hann var óánægður með það, sem hann hafði teiknað, og risti í vonzku yfir það með teikni krít, svo að hún hrökk í tvennt. Hann fleygði stubb- unum á gólfið og með hend- ur í vösum gekk hann út að glugganum og horfði þung- búinn út. Þetta var fallegur marz- morgunn. Sólin var að koma fram úr skýjunum og hann ■hafði gaman af að horfa á sótuga bátana, sem runnu hægt fram og aftur á Tempsá. Stundum hafði hann óskað sér, að hann hefði nógu mikla peninga, svo hann þyrfti ekki að teikna auglýsingar. Þá gæti hann byrjað að mála aftur. Hann hofði kynnzt Úr- súlu í London á einni blaða- skrifstofunni, þar sem hann hafði fengið fyrsta tilboð sitt. Hún vann þar við kvennablað. Hún 'hafði rit- höfundarhæfileika og var vel menntuð. Foreldrar hennar voru dánir og höfðu ekki lát ið henni eftir neina peninga, og hún bjó hjá föðursystur sinni, þegar Ivor hitti hana fyrst. Faðir hennar hafði einu sinni haft atvinnu á vegum stjórnarinnar, og Úr- súla leyfði Ivor ekki að gleyma því. Aðalgallinn á henni í hans augum var, hve snobbuð hún var. Auk þess var hún svo full af ensku föðurlandsstolti, að fárán- legt var. Þegar þau rifust, gleymdi 'hún aldrei að minna Ivor á, að hann væri hálf- franskur, og að hann hefði verstu galla beggja þjóð- anna, en að hennar faðir hefði umgengizt brezka stjómmálaleiðtoga, og að væri ekki einn einasti dropi af útlendu blóði í hennar fjölskyldu. Hún sagði, að hún elskaði hann ennþá, oð hann hallað- ist heldur að þeirri trú. Hann var hreykinn af því að að vissu marki, en það veitti lioniun enga unun. Hann var alveg áreiðanlega. ekki leng- 3. ur ástfanginn af Úrsúlu. Hann var fyrir löngu kom- inn yfir það — eða nánar til- tekið strax eftir að Ann- Louise fæddist. Því miður hafði vesalings Ann-Louise komið í heiminn, án þess að þau hefðu óskað eftir henni, hvoragt þeirra Ivor vissi, að hann hefði aldrei átt að eign ast börn. Hamr'vantaði alla föðurhæfileika;' og til allrar óhamingju voru þessi tvö börn honum- ekkert augna- yndi. Hvorugt þeirra virtist hafa tekið í arf hinn minnsta vott af fríðleik foreldranna. Hann var ekki ómyndarlegur maður, og Úrsúla hafði ver- ið falleg stúlka. Þegar hann stóð þennan morgun í vinnustofunni sinni, truflaður af orginu í yngra barninu, þá mundi hann allt í einu eftir konu, sem hann hafði hitt í boð- inu kvöldið áður. Hann hafði lent í samræðum við konu að nafni Julia Dount. 1 fyrstu hét hann að hún væri mjög ung og ógift, en seinna uppgötvaði hann, að þrátt fyrir unglegt og drengjalegt útlit, þá var hún gift kona. Líkamlegt útlit hennar hafði ekki gengið í augun á Ivor í fyrstu, því honum geðjaðist betur að frekar feitlögnu og lostfengu kvenfólki, en eftir að hann hafði talað við hana í nokkrar mínútur, hafði hann orðið fyrir undarlegum áhrifum af hinum sérkenni- lega tóbakslit á hári hennar, og hvernig ’hún hafði horft beint á hann og hinum næma skilningi hennar. Hann hafði talað meira við hana en nokk urn annan, og eftir að hann kom heim, mundi hann ýmis- legt, sem hún hafði sagt, og hvernig hún hló lágt, þegar henni var skemmt, og hina einkennilegu grænu birtu í augum hennar. Hann ákvað með sjálfum sér, að hann hefði gaman af að mála hana. Nú var hann farinn að hugsa um hana aftur. Skyldi hann eiga eftir að sjá hana aftur? Hann braut heilann um, hvers konar maðúr mað- urinn hennar væri, og hvort hún elskaði hann. Ann-Louise var hætt að gráta. Loksins var friður í vinnuherberginu hans. Ivor andvarpaði og tók pakka af sígarettum úr vasa sínum, kveikti í einni og horfði óá- nægjulega í kringum sig í herberginu. Þar var allt á eftir Denise Robins tjá og tundri, hvorki hann né Úrsúla gátu nokkurn tíma haft nokkuð í röð og reglu. Þar var líka kalt. Það logaði á eimrni smágasofni í einu horninu, sem lítill hiti var af. En þegar Ivor var að vinna, tók hann venjulega ekki eft- ir kuldanum. Á hvítum veggj unum hengu málverk. Flest þeirra hafði Ivor málað, þeg- ar hann var ungur. Honum var ljóst, að þau komust nálægt því að mega kallast listaverk, en þó var eitthvað, sem á vantaði. Óunnar, lif- andi olíumyndir, æðandi haf, hrikaleg f jöll með spænskum blæbrigðum. Þau Úrsúla höfðu eytt hveitibrauðsdög- unum á Spáni. Og svo voru ein eða tvær höfuðmyndir af Úrsúlu. II. Dyrnar á vinnuherbergi 'hans voru opnaðar. Ivor sneri sér bálreiður við. Hver í andskotanum var að koma núna og trufla hann, einmitt þegar hann ætlaði að fara að byrja að vinna? Úrsúla stóð í dyrunum. Hún var klædd eins og hún ætlaði út. Hann leit kæru- leysislega á hana. Hún var í svartri kápu og með hatt aft-ur á hnakka, illa greidd. Hún hafði bersýnilega klætt sig í flýti, og það var hvít klessa af púðri öðrum megin á nefinu á henni og blettur af varalit í öðru munnvik- inu. Kvefið sem hún var með hressti ekki upp á útlitið. Hann var ekki nízkur í peningasökum við hana, þeg ar hann átti þá, svo hún hefði getað klætt sig betur, en hún hafði engan smekk fyrir fötum. Það vissi hann, því þegar 'hann stundum valdi á hana fallegan kjól, gat hún aldrei borið hann al- mennilega. Hún var alltaf hálf subbuleg. Hann sagði : ,,Eg er að vinna, Úrsúla. Hvað viltu?“ „Peninga,“ sagði hún þreytulega. Hún var alltaf þreytt nú- orðið. Einu sinni hafði hún haft glaðleg, blá augu og fallegt bros, þegar hún gift- ist Ivor Bent, en gleðin var ■horfin úr brosinu, og nú var það þreytulegt, og augnaráð ið var fullt af áhyggjum og gremju. Ennþá dýrkaði hún Ivor, en henni gramdist fram koma hans gagnvart henni sjálfri og bömunum, og allt lífsviðhorf hans. Eg hef ekki neina peninga 'handbæra, sagði Ivor og hélt áfram að teikna. „Þá verð ég að fá ávísun.“ „Ó, guð minn. Getur mað ur ekki fengið frið í fimm mínútur. Eg lét þig hafa fimm pund í fyrradag." „Já, en þú skuldaðir mér þau. Það eru húshaldspening ar, sem mig vantar núna.“ „Og hvað gerðirðu við fimm pundin?“ „Eg skemmti mér fyrir þá, elskan.“ „Vertu ekki með neina kaldhæðni." „Jæja, hvað heldur þú að ég hafi gert við þá? Eg borg aði auðvitað gasreikninginn. Eg sagði þér, að ég ætlaði að gera það. Við höf ðum feng ig viðvörunamótu, og þú vilt líklega ekki, að það verði lokað fyrir það, eða hvað?“ „Mér er andskotans sama.“ Hún brosti þreytulega. „Mér líka. En ég býst við, að við þurfum að hafa það til að elda matinn.“ „Þá það. Þú eyðir alltof miklu,“ sagði Ivor. „Það er sama hvað mikið ég læt þig hafa, þá vantar þig alltaf meira. Þér helzt illa á fé.“ „Það er rétt af þér að kenna mér um hlutina, hvað svo sem þú gerir, elskan, en gleymdu ekki, að þú ert sá eini af okkur, sem hefur lif- andi á gasinu allan morgun- inn, og skilur það svo oft eftir lifandi, nema þegar ég man eftir að hlaupa upp til að skrúfa fyrir það. Og þú ert kannske búinn að gleyma að þú hafði ekki peninga fyr ir bílnum, sem þú tókst um kvöldið, og ég varð að láta þig hafa tíu shillinga af hús haldspeningunum og .... “ Hann greip fram í stuttur í spuna: „I hamingju bænum hættu að nöldra.“ Hún yppti öxlum. „Þú þarft ekki að vera kvik indislegur við mig, þó ég þurfi að fá húshaldspen- inga.“ „Eg er ekki að sjá eftir peningunum,“ hrópaði hann, „ég er ekki nízkur við þig, en ég verð að hafa næði, þeg ar ég ætla að fára að vinna. Eg hef ekkert getað gert allan morguninn fyrir öskr- inu í krakkanum.“ „Mér þykir það leiðinlegt. Hún var í einu af óþekktar- köstunum. Það hefur verið erfitt fyrir mig að ráða við hana. Eg vil helzt ekki þurfa að standa í sama stappinu við þig núna.“ Hún klökknaði svolítið eins og hún ætlaði að fara að gráta. Ivor rann reiðin. Hann gerði ráð fyrir að morgun- inn hefði ekki verið skemmti legri fyrir hana en hann, og hún leit þreytulega út. Hann tók nokkra punds- seðla upp úr vasanum. „Taktu við þessu. Eg skrifa ávísun eftir hádegi. Hún tók við peningunum og stakk þeim í töskuna sína. „Þakka þér fyrir, elskan. Mér þótti leiðinlegt, að ég skyldi trufla þig.“ Hann kinkaði kolli. Það voru alltaf þau vand- ræði við Úrsúlu, að hún var full af góðum áformum, ætl- að að gera ótal hluti, en kom þeim aldrei í verk. Hann sneri sér aftur að teikning- unni og byrjaði að vinna af ákafa. Úrsúla reyndi að rækja skyldur þær, sem hún hafði tekið á sig, þegar hún gift- ist. Hún var löngu hætt að láta sig dreyma um að verða rithöfundur. Hana hafði allt af langað til að skrifa sögu eða leikrit. En hún mundi aldrei gera það héðan af, því það var aldrei tími til þess. Þar að auki var Ivor svo gáf aður og vinsæll. Hún mundi alltaf hverfa í skuggann af honum. Hann var ekki illa inn- rættur og strax og hann hafði sagt eitthvað særandi við Úrsúlu, iðraðist hann þess, því hann vissi, að hún tók sér það nærri. Hann sneri sér að henni og sagði: „Kauptu þér nýjan hatt'. Eg lofaði þér hatti um dag- inn.“ „Þakka þér fyrir. En ég held ég borgi fyrst reikning- ana áður en ég eyði pening- um í hatta,“ sagði hún og brosti til hans. Þurfa böm og ungmenni að Iæra leiffinlegar bækur? Framhald af 4. síðu. spurt um ásjónu sandmaöksins. Um jurtir er kennd einkenni ættanna eftir bókum með léleg- um myndum. í tölvísi er kennt úr bókstafareikningi. Síðan er byrjað á tveim erlendum tungu- málum og mikil stund lögð á málfræði og stílagerð. Æskan kemur leið og þjökuð úr þessari viðureign við lögskip uð leiðinlegheit. Hvernig væri að gefa æskunni 20 ára tíma á endurfæddum ömmuleiðum? AuglýsiS , ú t; Mánudagsblaðinu ,

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.