Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.06.1960, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 27.06.1960, Blaðsíða 8
OR EINU I ANNAD Hyrnumjólk - V= Þ, G. gegn Þ. Ö. Sf. - Ufanríkis- þjónustan - Sund lögregluþjóna - „Frymlegf" - Leikhúshornið Mikil óánægja ríkir hjá almenningi vegna „hyrnu- mjólkurinnar" svonefndu. Ekki er það þó vegna inni- haldsins heldur þykja hyrnumar hvimleiðar og óþægi- legar bæði í meðferð og skápum. Hyrnur þessar, en fyrirmyndin er drá Svíþjóð, eru plássfrekar og all- mikið hefur borið á því í seinni tíð að þær vilja leka talsvert eða jafnvel springa með öllu. Finnar áttu við þessi ólánsílát að stríða um árabil, en um þessar mundir er almennt verið að taka upp amerísku gerð- ina af slíkum mjólkurílátum, sem viðurkennd er bæði hentug og þægileg, búnar lokum og ferhyrndar en há- ar vexti, hæðin sú sama og pottflösku. Það er á- stæðulaust að drattast með þessa sænsku gerð og sjálfsagt að taka upp notkun þeirrar amerísku. Menn þeir, sem greiddu útvarpsgjöld sín í leiguhúsi útvarpsins við Skúlagötu, urðu fyrir skömmu áheyr- endur að fágætum viðburði. Greiðslur fara fram á götuhæð byggingarinnar og er þar jafnan nokkur biðröð. Þegar minnst vonum varði hófst ofboðslegt rifrildi við lyftu hússins, sem þarna er og urðu orða- skipti hin hörðustu og brigslan á báða bóga. Þegar menn gættu að hverjir í hlut áttu voru það þeir 'Vil- hjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, og Þorsteinn Ö. Stephensen, leiklistarráðunautur, sem þarna slettu úr klaufunum og vægði hvorugur. Safnaðist þarna hóp- ur manna en það var ekki fyrr en talsverð þröng var orðin, að kempurnar skildu. Heim er nú kominn í sumarleyfi Stefán Hilmarsson, fulltrúi Thors Thors ambassadors í Washington, en Thor er jafnan hjá S.Þ. í New York, og mun dvelja hér í nokkrar vikur .... Þá er og dr. Kristinn Guð- mundsson ambassador í London hér heima um þessar mundir, en á förum eru þeir Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri, til sendiráðsins í Kaupmannahöfn og Sigurður Hafstað, deildarstjóri, sem nýlega lauk hér hæstaréttarlögmannsprófi, er á förum til sendiráðsins í Osló. Morgunblaðið birtir mikla frétt um afrek lögreglu- manna sem syntu yfir Skerjafjörð. Þetta er lofsverð- ur áhugi en til þess að allt sé rétt verður að geta þess að af fjórum, sem reyndu, syntu aðeins tveir yfir, annar með ágætum, en hinn með naumindum og hvíldi sig oft með því að halda í bátinn, sem var þeim samferða. Af þeim tveim, sem ekki komust átti annar eftir ca. 200 metra en hinn synti aðeins um 20 mín. Þetta er mjög lofsverður sundáhugi, enda hefur hann aukizt að mun síðan sundgarpurinn Eyjólfur Jónsson kom í lögregluna, en hann var einn af þeim, er syntu. Við uppsögn Menntaskólans í Reykjavík mætti einn nýstúdenta í duggarapeysu og vinnubuxum og tók þannig við prófskírteini sínu. Þetta mun hafa átt að vera frumlegt og ákaflega lýðræðislegt. Svona „frum- leg“ framkoma gekk úr tízku fyrir ca. 20 árum og jafnvel rennusteinslýðurinn á „Vestari bakkanum“ gerir gys að þessum „frumlegheitum". Það er orðið harla bágborið þegar unglingar, undir yfirskini þess, að þeir séu „listamenn" gera skólsystkynum sínum raun og skomm með því að mæta eins og ræflar við þau tækifæri, sem eru hátíðleg í þeirra augum. Þetta er ekki fyndið né frumlegt — bara ósköp líkt þeim, sem þjást af minnimáttarkennd og „gera allt“ til að eftir þeim sé tekið. Uppsagnir í Þjóðleikhúsinu munu ekki vera al- mennar heldur þvert á móti. Þó hefur nú Helgi Skúla- son sagt upp starfi þar og vinnur sjálfstætt og sama máli mun gegna um Bryndísi Pétursdóttur, sem eru nú saman í leikferð í leikflokki Þorsteins Ö. Stephen- sen .... Sex eða sjö leikflokkar ferðast nú um landið og sýna í þorpum og kaupstööum. Er hér um að ræða mikla grósku og eflaust fá leikarar dálítið í aðra hönd fyrir fyrirhöfnina. Ferðahandbókin 1960 - Nýjung í íerðamálum Hótel Bifi'öst í Borgarfirði hef ur sent á markaðinn fyrstu ísl. ferðahandbókina. Bókin hefur að geyma allar helztu nauðsyn- legar upplýsingar fyrir ferða- fólk. Ferðaskrifstofur, ferðafélög in, flugfélögin, skipafélög og sér leyfishafar koma þar á framfæri sumaráætlunum sínum, Þ'á er og skrá yfir'öll gisti og véitingahús, sæluhús, byggðasöfn, sundstaði, leiguflugvéla-, hestaútlán o. fli Einnig er í bókinni yfirlit yfir öll kauptún og kaupstaðir á land inu, og í því er að finna upplýs- ingar um yfirvöld viðkomandi staða, lækna, lyfjaverzlanir, sundstaði, snyrtistofur, gisti- og veitingahús, kvikmyndahús, fata hreinsanir, sérleyfisstöðvar, skipaafgreiðslur, afgreiðslur flug félaganna, bankaútibú, söfn, lystigarða, bifreiðaverkstæði, og um leið getið, hvort þau smyrja bifreiðir, hlaða rafgeyma eða bæta hjólbarða. Auk þessa fylgir ferðahandbókinni nýtt íslands- kort með vegakerfinu og bensín afgreiðslustöðvum. Sigurjón Rist, vatnamælinga- maður, ritar um bifreiðaslóðir á miðhálendinu og fylgir því ná- kvæmur uppdráttur með full- komnum skýringum á hverri ein stakri leið. Jón Eyþórsson, veð- urfræðingur, forseti Ferðafélags íslands, ritar forystugrein í bók ina, sem hann nefnir „Heiman ég fór“. Þór Guðjónsson, veiði- málastjóri, ritar um lax- og silungsveiði og Gísli Guðmunds- son, fulltrúi, ritar ferðalýsingu um Mýrar- og Snæfellsnes. Á- bendingar eru í bókinni frá lög- reglunni til allra ökumanna og skrá yfir lyfjaskrin í bifreiðir og margt fleira. Hjörtur Hjartar, framkvæmda stjóri Hótels Bifrastar, ritar for má3sorð að Ferðahandbókinni, þar sem hann segir að það hafi lengi verið mikil þörf fyrir slíka bók hérlendis. Ritstjóri Ferðahandbókarinnar er Örlygur Hálfdánarson, full- trúi Myndskreytingar eru eftir Atla Má og Svend Erik Jenssen. Bókin er í þægilegu vasabroti og hin vandaðasta í öllum frá- gangi. Hvaða blöo iesið þið? Fyrirsögn vikunnar: „Sjöundi hver barnakenn- ari skortir kennara mennt- un.“ (Vísir 2. júní 1960). og annarhver blaðamaður lika. Fréttir eru ekki alltaf ná- kvæmar, þótt .innlendar séu, og alveg ópólitískar. Þegar flugvél rakst á rafmagnsvír þriðjudag- inn 14. þ.m. birtu morgunblöðin í Reykjavík öll fréttina svona, þann 15.: Þjóðviljinn: „Flugvélin var ekki mikið skemmd.“ Morgunblaðið: Flugvélin var „mikið skemmd." Alþýðublaðið: „Mun hún (flug vélin) vera mikið skemmd, ef ekki eyðilögð með öllu.“ Tíminn: ,Vélin er talin með öllu ónýt“. Einnig sögðu öll blöðin frá Bl&Sfynr alla. Mánudagur 27. júní 1960 r;í Skájholli" — sýnl einu sinni enn Hið vinsæla leikrit Kambans ,,í Skálholti" verður sýnt í dag (sunnudag) í Þjóðleikhúsinu. Sýningin er á vegum „Félags íslenzkra leikara“ og rennur allur ágóði af sýning- unni í Styrktarsjóði félagsins. — Þetta er síðasta sýningin í Þjóðleikhúsinu á þessu starfsári. Aðsókn að „I Skálholti“ hefur verið ágæt og sýnir það bezt hve djúp ítök' verk Kambans eiga í huga fólksins. Myndin er af Ævari Kvaran og Helga Skúlasyni í hlutverkum sínum. (Frá Þjóðleikh.). Ferstikla í nýjum búningi - Opin all- an sólarhringinn - Heitur matur, kaffi o. s. frv. nótt og dag Veitingahúsið Ferstikla, sem mörgum ferðamanninum hefur veitt greiða undanfarna áratugi hefur nú tekið mikl- um stakkaskiptum. Ferstikla var í hálfgerðri niðurníðslu síðustu árin, fáir ferðamenn höfðu þar viðdvöl, en nú hafa verið gerðar miklar umbætur á veitingaskála eldhúsi og öllum ytri aðbúnaði. Er skálinn sjálfur nú einna vistlegast ur sinna líkra á þessari fjölfömu leið. Blaðamenn kætast S.l. miðvikudag buðu for- ráðamenn Ferstiklu blaða- mönnum og gestum í stutta ferð að Ferstiklu. Voru trakt eringar svo stórkostlegar, að sögn, að vart getur annarra eins í langri og of viðburðaríkri „utanbæjar“ viðtalasögu þessarar fyrir- myndarstéttar. Forráðamenn hófu þegar í stað, áður en lagt var af stað úr Reykja- vik, að ks^ta blaðamenn Qg er upp eftir kom voru fram reiddar hinar beztu kræsing- ar og hvergi neitt til sparað í drykk og öðru góðgæti. Á þaki — í eldhúsi Eftir að hafa snögglega lit ið yfir sali og dáð hinar miklu framfarir og útsjónar semi eigandanna, var mat- ; vælum snarað fram á borð í aðalsalnum og fvlgdu þeim | ------------------------:— því, að vélin hefði rek:zt á raf- magnslinu, sem var rétt, nenria Tíminn, sem taldi hana hafa rekizt á símalínu. ýmsir konstugir drykkir, sem vel rannu niður. Rak þá ýms um blaðamönnum blóðið til skyldunnar og skoðuðu enn- þá betur staðinn og umhverfi jafnvel svo að sumir sátu á þökum uppi og dáðust að út- sýni meðan aðrir gengu til eldhúss og skeggræddu við soðséffana þar. Miklar umbætur Veitingastjórinn tjáði blaða mönnum að nú væri sú ný- breytni upp tekin, að opið yrði allt árið og veitingar framreiddar, en áður var þar aðeins opið yfir sumar- mánuðina, og verður hægt að fá heitt kaffi og mat, smurt brauð og kökur á öllum tím- um sólarhringsins. Ber ekki að efa að aðsókn að Fer- stiklu verður nú öllu meiri en áður, því allt mun vera gert sem mannlegum mætti er mögulegt til að hygla að gestum og gangandi, sem þar vilja hvíla lúin bein og hressa sig.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.