Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.09.1960, Side 3

Mánudagsblaðið - 26.09.1960, Side 3
Má$Q&tgar 26. áept. 1960 mAni liAÐIÐ Ungur listdansari fær boð um ókepis skólavist í .,$chool af flmeri- can Ballet“ Fyrir nokkru síðan mátti sjá í leikhúsþætti danska blaðsins B.T. greinarkorn undir yfir- skriftinni: ,,Danseeventyr“, og var þa'ð á þessa leið: „Einn yngsti dansari Panto- mirne leikhússins, Helgi Tóm- asson hefur fengið boð um ó- keypis skólavist á „School of American Ballett“ í New York, og hefur fengið meðmæli hjá sjálfum Jerome Robbins. Helgi var eini drengurinn á- samt 2—300 stúlkum sem komu þegar Erik Bidsted stofnaði þjóð lega ballettinn á íslandi. Þegar dansflokkur Robbins sýndi i Reykjavík, dansaði Helgi fyrir hinn fræga stjórn- anda. Nú liggur fyrir hinn glæsilegi árangur: Ókeypis skólavist allt skólaárið, á skóla sem stórir hópar mundu vilja borga fyrir að komast á.“ Þessi ungi maður sem blaðið talar um, er Helgi Tómasson sem flestir gestir Þjóðleikhúss ins hér munu kannast við, sem hafa séð hann dansa þar, allt frá 1953, þá 10 ára gamlan. Helgi hefur að mestu dvalið á dansskóla í Kaupmannahöfn síðustu misserin eða 3 sumur og 1 vetur. Nú er hann kominn hingað á leið sinni til þessa „dansævintýris" sem hið danska blað nefnir svo, og ferðinni held ur hann áfram innan fárra daga. Skóli þessi, eða The Scool of American Ballett, er mjög fræg ur skóli og einn af fremstu hallettskólum Bandaríkjanna. Að skóla þessum er mikið að- sókn og komast þar færri en vilja. Það er því mikil viðurkenn- ing fyrir Helga að fá boð um ókeypis skólavist, 1 skóla þess- um, og að hinn snjalli ball- ettstjórnandi Jerome Robbi'ns, skyldi gefa hoiium slík með- mæli, sem boðið var síðan byggt á. Aðalmaður skóla þessa heitir Georg Balanchine, fæddur í Rússlandi og er heimskunnur fyrir balletta sína og þekkingu á ballett. Eins og fyrr segir, hefur Helgi dvalið undanfarið í Kaupmanna höfn og meðfram náminu hefur hann dansað í Tívoli, en Erik Bidsted er þar ballettmeistari. Hann hefur fengið góða dóma í dönskum blöðum fyrir dans sinn, og einnig notið vinsælda fyrir látbragðsleik sinn, en hann hefur einnig komið fram í Látbragðsleikhúsinu í Tívoli (Pantomime-leikhúsinu). Eftir þennan skamma tíma hefur hann náð því sem alla unga dansara þar dreymir um: Að verða „Harakin", en það komast ekki nema þeir sem hafa náð mjög góðum árangri. Helgi var með í ballettflokkn um sem dansaði „My fair Lady“ sl. vetur og dansaði í þeirri sýningu 130 sinnum, en ballettinn í heild vakti geysi- mikla athygli, en það var Erik Bidsted sem stjórnaði. í sumar samdi Bidsted ballett sem sýndur var í Tivoli, — og fékk hann mjög góða dóma í blöðum. í þeim ballett dansaði Helgi eitt af aðalhlutverkunum og hlaut sérlega góða dóma blaðanna. Það segir líka nokkuð til um vinsældir Helga að hann hefur oft komið fram í danska sjón- varpinu. Helgi byrjaði dansferil sinn hjá Sif Þórs og Sigríði Ármanns, en þegar Erik Bidsted kom til Þjóðleikhússins fór Helgi til hans og hefur Bidsted allt frá- þeim tíma haft mikinn áhuga fyrir honum og verið honum hjálplegur á alla lund. í Þjóðleikhúsinu hefur hann komið fram og dansað í allmörg um ballettsýningum og vakið athygli. Hvernig honum gengur í þessu nýja „ævintýri“ sker tím- inn úr, en kunnáttumenn álíta að mikils megi af honum vænta, og munu margir hafa gaman að fylgjast með Helga á lista- mannsbrautinni. P nne ic-pillurnar bragSgóðu eru uppáhald ungra sem gamalla Innihalda viðurkennd efni, sem gefa mjúkt, ferskt og gott bragð í raunninn. P ic-pillurnar bragðgóðu íara sigurlör um landið Kaupmenn! — Kaupfélög! Pantanir afgreiddar: Nýja sælgætisgerðin h.f. Nýlendugötu 14 — Súni 12994. Aitglýsið í Máimdagslilaðiiia RATSJAS veita öryggi Ratsjáin eykur öryggið og tryggir þægilega hraðferð Nýju Cloudmasterflugvélamar eru búnar ratsjám, en þess vegna er auðvelt að sveigja frá óveðursskýjum og stormsveipum í tœka tíð til þess að tryggja fgrþeg- um þœgilega ferð. Ratsjár nýju Cfoudmasterflugvélanna er nýr áfangi á leiðinni tií þess að tryggja farþegunum aukið öryggi og meiri þœg- indi. ÖRYGGI ÞÆGINDI HRAÐI ®Í.I?Síí:: Við fljúgum út í sólskinið haust og vor og seljum far- seðla með öðrum flugfélögum um allan heim. Loftleiðaferðirnar tif Ameríku eru jafn öruggar allan ársins hring, en vetrarfargjöldin eru hagstœðari. d 0FTIEIÐIH

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.