Mánudagsblaðið - 26.09.1960, Page 5
Manudágur. 28 sept. 1960
MÁNUÐAGSBLAÐIÐ
Óska eftir fleiri bekkjum
Þegár ég gekk upp Banka
stræti, gekk ég fram á full-
orðinn mann, sem ég þekkti.
Eg sá, að hann átti fullerfitt
að ganga upp brekkuna, og
i spurði hann, hvort ég ætti
að leiða hann:
„Ekki held ég það rýjan
mín, ætli ég hafi það ekki. En
ósköp væri nú gott, ef bekk-
ur væri hér einhversstaðar
í skjóli við eitthvert húsið,
svo maður gæti tyllt sér.
Þessi brekka er nokkuð
þung, þegar maður fer að
eldast og brjóstið að gefa
<sig.“
Þegar ég fór að hugsa bet
ur um þetta, datt mér í hug,
að það væri eiginlega skrítið
hvað þessar brekkur upp frá
Frikirkjuveginum og Lækj-
artorgi, væru skildar útund
an, því víða um bæinn hafa
verið settir bekkir fyrir
gangancíi fólk, svo sem við
Hringbrautina hjá Kirkju-
garðinum gamla og á Lækj
• artorgi, en þar eru bekk
irnir allir á jafnsléttu, og
væri ekki síður þörf á að
fá bekki í erfiðustu brekk
unum.
Skólavörðustígurinn er
líka erfiður gangandi fólki,
því hann hefur mestan hall-
ann. Svo er Óðinstorgið,
þar er tilvalið stæði fyrir
bekk. Eg hef oft séð fólk
tylla sér á steypta upphækk
aða brún, seni er við hús,
sem stendur við hornið á
Óðinstorgi og Spítalastíg.
•
Eg kom við i Petersens-
verzlun við Bankastræti.
varð mér þá litið á mynd,
sem hékk þar á veggnum,
hún var af gömlu Skóla-
vörðunni, hvítkalkaðri ög
skellóttri, eins og hún var
rétt áður en hún var rifin.
Það var synd og skömm
að rífa niður slíkan söguleg
an minjagrip, því að þessa
Skólavörðu byggðu skólapilt
ar Menntaskólans upp með
eigin höndum. til að fá þar
útsýn yfir sjóinn og sjá, er
skip kæmi að landi.
Náttúrlega þurftum við
ekki' á slíkum útsýnisturni
að halda á þeim tíma, sem
varðan var rifin, en hún var
minjagripur og Reykvíking-
um þótti vænt um hana.
Fyrirmenn landsins dreymdi
þá um háborg íslenzkrar
menningar, sem átti að reisa
þar hátt og gnæfa yfir
Reykjavík, en háborgin var
annars staðar, . hún var
byggð á gömlum öskuhaug-
um bæjarins, en þá var
gamla skólavarðan farin.
Þar sam gamla varðan
stóð, stendur nú stytta
Leifs Eiríkssonar, gjöf frá
Vesur-íslendingum.
Styttan er mjög falleg og
reisuleg, en umhverfi henn-
ar er bæjarbúum til stórrar
vansæmdar.
Þarna væri þörf á að lag-
fært yrði hið fyrsta, og
ef það væri gert, væri þá
ekki tilhlýðilegt, að lítið
líkan af Skólavörðunni væri
sett þar með nöfnum þeirra,
sem byggðu hana upp á sín-
um tíma?
Og væri ekki tilvalið að
setja þar upp bekki, svo
fólk gæti hvílt sig þar eftir
Skólavörðustíginn ?
G. K.
GREINAR sem birtasl eiga í
Mánudagsblaðinu þurfa að berast
ritstjóra eigi síðar en á miðvikudegi
næstum á undan útkomudegi
blaðsins.
BlLASALAN
Klapparstig 37
Selur bílana.
Mesta úrvalið.
Hagk\ræmustu greiðsluskilmálarnir.
Öruggasta þjónustan.
BILASALAN
Klapparstig 37
Hausthattur.
Píanótónieikar Steinunnar Brien?
Frú Steinunn Briem hélt
píanótónleika í Þjóðleikhúsinu
þ. 18. þ. m. og lék verk ftir
Hayden, Schumann, Chopin,
franska tónskáldið Fauré og
Cyril Scott, enskt tónskáld.
Frúin hefur stundað framhalds-
nám í mörg ár á ítalíu, enda
var það greinilegt, að hún býr
yfir mikilli leikni og sýndi inn-
lifun í túlkun þeirra verka, er
bezt tókust. Bezt tókst að túlka
verk Faurés og Cyrils Scotts.
Verk hins fyrrnefnda voru
mjög fögur og vel leikin, en
þótt ljóðalög Scotts væru á-
ferðarfalleg í látleysi sínu,
ÍSLENDINGAR OG DANIR
Framhald af 1. síðu.
Gera íslendingar
Gagnráðstafanirl
Ef þessai*- þjóðir, sem eru
með okkur í Norðurlandaráði,
og við höfum alið hér heima á
fund|um, haldið þeim veizlur
þangað til fúlltrúar þeirra hafa
beðizt vægðar og hlaupið á náð
ir sendiráða hér til að sleppa
við frekari aðgerðir, ætla að
koma af stað einhverri sparn-
aðaröldu, þá er ekki víst hverj
ar gagnráðstafanir við gerum.
En það skulu þeir athuga, sem
fyrir þessum sendiráðafækkun-
um standa, að Rússar, sjálft
Sovét, er skipt í sextán sjálf-
stæð ríki, og ísland hefur ekki
sendiherra nema í einu þeirra.
Svo.gæti farið að okkur snerist
hugur, ef þessi devils sparnað-
arandi á eftir að grípa um sig.
(Sendill).
Auglýsið
voru þau tæplega nógu veiga-
mikil til þess að vera prógram-
liður á píanótónleikum. Fyrri
kaflar hinnar fögru e-moll - són
ötu Haydens voru einnig vel
leiknir; en í síðari hluta són-
ötunnar og einkanlega Chopin
etydunum tóks miður en skyldi,
hvort sem nú hefur valdið því
taugaóstyrkur eða ónóg æfing.
Það þarf engan að undra, þótt
taugaóstyrkur grípi þann, sem
situr við píanó fyrir framan
fullt hús áheyrenda, því slíkt
er gífurleg andleg áreynzla.
Frúin færðist í ásmegin við hin
ar hlýju móttökur áheyrenda
og lék að lokum fyrir þá þrjú
aukalög af leikandi tækni, sem
sýnir yfir hverju hún býr. Það
sem bezt var leikið á tónleikum
þessum er án efa góð list. Heill
andi framkoma frúarinnar jók
ánægju áheyrenda, se mfögnuðu
henni ágæta vel. Hún kvaddi þá
með fangið fullt af blómum.
ÆRK.
Pési litli er 6 ára og er
byrjaður í barnaskólanum.
Fyrsta daginn fer mamma
hans með hann til að sýna
honum, hvar stofan hans sé,
svo hann rati, og þá segir.
hann dálítið upp með sér:
,,Nú fer ég í alvöruskóla!“
Annan daginn fer hann
einn, og er hann kemui’
heim, Ijómar hann allur og
segir: ,,Nú kann ég álveg á
'skólann.“
Þriðja daginn kemur hann
heim og ljómar enn, þegar
hann segir:
„Eg var vigtaður og
veiztu: Eg er 200 kg.“
•
Ameríkumaður, sem var. á
leið’í gegnum sveitaþorp í
Englandi, stoppaði og gaf
sig gáf sig á tal við bónda,
sem hann hitti.
„Rignir hérna mikið?“
spurði hann bóndann.
Bóndinn hristi höfuðið.
„Svolítið," svaraði hann, ,,en
hann nábúi minn hinu megin
við götuna fær meiri rign-
ingu en ég.“
,Hvernig getur það ver- <
ið?“ spurði Ameríkumaður-
inn undrandi, ,,að hann fái
meiri rigningu, þar sem að-
eins nokkrir metrar eru á
milli ykkar.“"
„Jú,“ svaraði bóndinn,
„nábúi minn á miklu stærra
land.“
Ætlar þú ekki í klúbbinn
í kvöld? spyr eiginkonan.
,Nei,“ svarar eiginmaður
inn, „það er mitt kvöld að
vera fjarrverandi, svo hin
ir geti talað um mig.“
Krossgátan
Mánudagsblaðinu
SKÝRINGAR:
Lárétt: 1 Sýran 8 Fljótar ,10 Keyri 12 Fag 13
Tryggingarstofnun 14 Gata 16 Kvenmannsnafn 18 Hátíð
19 Sjór 20 Kunni við sig 22 Krakkar 23 Ósamstæðir 24
Ósamstæðir 26 Bindinisfélag 27 Beitan 29 Óhreinindin.
Lóðrétt: 2 Upphafsstafir 3 Rykið 4 Miskunn 5 Rann-
sóknarskip (Erl.) 6 Upphafsstafir 7 Kappann 9 Hræfugl-
ar 11 Peningur 13 Hengingaról 15 Ósamstæðir 21 Kven-
mannsnafn 22 Leggur 25 Ránfugl 27 Blaðaljósmyndari
28 Ósamstæðir. '