Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.09.1960, Page 8

Mánudagsblaðið - 26.09.1960, Page 8
OR EINU I ANNAB Skáld fil Ameríku — Ausfursfræti 2 akreinar — Kvarfað um úfvarpsþáff — Vildi farþegalisfann — Barnahljómsveif í Iðnó — Kaffi í Hafnarfirði — íþróffaforkólfar laumasf Agnar Þóröarson, leikritskáld, er nú á förum til ] Bandaríkjanna á næstunni. Ætlun Agnars er sú, að nema við School of Drama-deild Yale-háskólans nú í haust, en ferðast um eitthvað um miðjan veturínt m. a. til vesturstrandarinnar og dveljast í Kaliforníu. Það yrði þarfaverk ef umferðarnefnd léti fær? burt alla stöðumæla í Austurstræti og tæki þar upy tveggja akreina-akstur. Austurstræti er stutt gata en fjölfarin og bílastæði við næstu götur, stöðumæl< ar um allt nágrennið. Umferðin í Austurstræti el komin í öngþveiti, því þótt sjálfsagt og eðlilegt se, að umferðarþrengsli séu í hjarta borgarinnar er nauðsyn að draga úr því eftir mætti. Aðeins leig1;- bifreiðum yrði heimilt að stoppa augnablik meðar farþegar færu úr, og vöruflutningar í búðir og fyrir tæki aðeins eftir miðnætti til 7 að morgni. Kvartað er um, að þáttur Gunnars Eyjólfsson- ar, Klippt og skorið, sé mjög „skorinn við nögl“, hvað efni og flutning snertir. Það er vandasamt að halda svona þætti gangandi svo áhugi hlustenda haldist og ómögulegt ef kastað er höndum til þess. Frægustu skemmtikraftar heimsins, bæði í útvarpi og sjónvarpi vinna samskonar þætti með starfs- liði alla vikuna, en „Islendingurinn getur allt“ a. m. k. að sögn Færeyinga, en erfiðlega ætlar þó Gunn- ari að takast að sanna það. j, Gamansögur eru þegar á lofti um framámenn Kongo-„lýðveldisins“ og hið broslega valdabrölt } þeirra. Innbyrðis deilur og kynþáttahatur milli ein- stakra blökkumannaþjóðflokka myndu gera Adolf heitinn Hitler að einskonar Lincoln, og hinar margvís- legu yfirlýsingar forsprakkanna vekja vart annað en bros. Nýjasta sagan er um það að Lúmúmba hafi verið á ferð í flugvél. Bráðlega gerðist hann soltinn r og bað um matseðilinn. Ekki varð ícappinn sérlega hrifinn af matseðlinum og sneri sér þá að flugþern- unni og bað um farþegalistann. Það kárnaði gamanið í Iðnó kvöld eitt þegar kynna átti ,,junior“ hljómsveit þar. Þessar unglinga- hljómsveitir og kynning þeirra eru orðin alltíður við- burður í næturlífi bæjarins. Þegar börnin komu á | sviðið ásamt hljóðfærunum, birtist unglingaeftirlitið í dyrunum og sendi blessuð börnin beint heim til mömmu og pabba. Þetta var fallega gert. Næst ætti nefndin að mæta í Austurstræti og ganga við í leið- inni á ýmsum öðrum skemmtistöðu bæjarins og hreinsa til. •— j •---------------------------- Vegfarandi skrifar: „Það er leitt fyrir menn eins , og mig, sem oft eiga erindi til Hafnarfjarðar, að j ekki skuli vera þar sæmilegur kaffi- og matstaður, nema „sjoppumar" sem oft eru fullar af ungldng- um. Þetta er ákaflega bagalegt fyrir okkur, ekki að við gerum miklar kröfur, heldur viljum aðeins góðan kaffisopa og sæmilegan mat. Hafnarfjarðarkaupstað- ur nú orðinn svo stór, að vegur ætti að vera til að reka smáan en hreinlegan matsölustað.“ j •---------------------------- Einn af forustumönnum í íþróttamálum okkar, segir almannarómur, sniglaði sér með köppunum suð- ur til Rmar og hélt sig þar vel til hnífs og skeiðar. Það er ekki nýtt, að íþróttafrömuðir snigla sér í reis- t ur en gallinn er sá, að of margir þeirra koma allt- .1 af aftur. Væru ekki einhver ráð til þess, að leyfa þessum sniglurum að komast út, en meina þeim heim- K ferðina með öllu. Grein Jónasar Framhald af 4. síðu hyggju og kostgæfni. Hugur samborgarannia sannar honum að rétt hefir verið stefnt milli blindskerja yfirstandandi tíma. Mánudagur 26. september 1960. Sigfús Halldórsson er til- tölulega ungur maður, en Helgi Valtýsson er 83 ára. Vel ber hann aldurinn. Helgi hefur ára tugum saman verið einhver lífs glaðasti og fjörmesti aldamóta- maðurinn. Hann hefur verið for göngumaður í íþróttamálum þjóðarinnar, einn af þýðingar- meistu vakningarmönnfum ung mennafélaganna. Rithöfundur og skáld á flestum vegum ljóðmáls ins. Enn er Helgi brennandi á- hugamaður um öll íslenzk mál efni, sem horfa til viðreisnar landi og þjóð. Enn ann hann æskustöðvum sinum milli austfirzku blágrýtisfjallanna með hrifningu og tilfinningu æskumannsins. Samtíðin ann með öðrum hætti. Hver kynslóð hefur sínar lífsvenjur. En hið ósvikna æskufjör Helga Val- týssonar getur gefið ungum samferðamönnum glögga hug- mynd um hve heitt sá eldur brann sem gerði aldamótakyn- slóðinni fært að lyfta grettistök um á öllum sviðum þjóðlífsins. LYGAFRÉTT UM SLAGSMÁL Sögusagnir um niikil og afdrifarík slagsmál frjás- íþróttamanna í Þýzkalandi eru ýkjur einar og álygar, að því blaðið hefur bezt frétt. I ráði er að birta liér í blaðinu reglulegan íþrótta- þátt — Iþróttir í stuttu máli — og í dag birtist fyrsta greinin, sem fjallar um knattspyrnu. Greinin er á 7. síðu, reglulegt stað. en fær framvegis pláss á öðrum „AImennar“ í glæsil. húsakynnum Flesf slys og óhöpp á leið í hádegismatinn - borð- ið á vinnusfað, ósk tryggingafélaga Almennar tryggingar fluttu um s.l. helgi í hin nýju og glæsi- legu húsakynni sín við Pósthússtræti, þar sem áður stóð Nora- Magasin. Öll afgreiðsl hússins fer fram á götuhæð, en á næstu tveim hæðum eru skrifstofur forstjóra, deildarstjóranna, bók- hald og ýmsar skrifstofur, sem anna dagiegum rekstri. Eorstjóri ..Almennc1* Baldvin Einarsson skýrði blaðamönnum stutt’ega frá starfi félagsins síð an það var stofnað fyrir 17 árum. Heíur verk þess dafnað Nýtt klæðskeraverkstæði að Bankastræti 6 Nýfízkulegf — fljóf og góð afgreiðsla S.l. föstudag bauð Haraldur Örn Sigurðsson blaðamönnum í klæðskeraverkstæði sitt, Bankastræti 6, uppi. Þennan dag opnaði Haraldur verkstæði sitt, en hann hefur sjá'lfur starfað hjá Vigfúsi Guðbrandssyni og Co. undanfarin ár, sem sniða- meistari. Góð vinnuskilyrði Afgreiðsla verkstæðis Har- aldar er mjög smekklega úr garði gerð, nýtízkuleg í búnaði og öll vinnuskilyrði hin ákjós- anlegustu. Kvaðst Haraldur mundi kappkosta að veita við- skiptamönnum sínum hina beztu, og fullkomnustu þjónustu í hvívetna, sem að klæðskera- starfinu lyti, hafa jafnan á boð stólum mikið úrval efnis, fyrsta flokks vinnu og i öllu vandaða. Þá lagði Haraldur áherzlu á, að viðskiptamenn sínir fengju sem skjótasta og áreiðanlegasta af- greiðslu. Nýmaeli Haraldur skýrði svo frá, að verkstæði hans myndi auk venjulegrar verkstæðisvinnu jafnan hafa á boðstólum allt það, sem tiiheyrir samkvæmis- fatnaði t. d. skyrtur, vesti og annað, sem mönnum mun þykja heppilegt að geta fengið á ein- um og sama stað. Verkstæið er allt hið bezta úr garði gert. vel, félagið er nú með stærstu tryggingarfélögum landsins með útbúum í Hafnarfirði og Akur- eyri en umboðsmenn í öllum kaupstöðum og hreppum lands- ins; en iðgjöldin hafa aukizt frá byrjun upp í kr. 30 millj. Hin nýja bygging, sem er hin glæsi'egasta og fyllir í skarðið milli Reykjavíkurapóteks og Hótel Borgar, er björt og rúm- góð, en mesta athygli vekur gríðarhár hitamælir, sem byggð ur er utan á húsið, Austurvall- armegin, og kynnir vegfarend- um hita eða kuldastig höfuð- staðarins. Hefur mælir þessi þegar náð vinsældum, því jafn- an viil almenningur vita unr veðrið. Rekstur Almennra verð ur með sama hætti og áður„ nema að afgreiðslan verur opin. í hádeginu, en i því sambandi sagði framkvæmdastjórinn,. vilja tryggingarfélög, að skrif- stofufólk og þeir sem úti vinna fari ekki heim í mat, því flest slys og óhöpp í umferð ske ein- mitt er kapphlaupið um að ná ,,í matinn“ stendur sem hæst. Fólk á að snæða á vinnustað í hádeginu en með fjölskyld- unni að kvöldi.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.