Morgunblaðið - 29.05.2005, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 B 13
Félags- og skólaþjónusta Þingeyinga,
Ketilsbraut 22, 640 Húsavík,
sími 464 1430, fax 464 2430.
Félagsráðgjafi
Hjá Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga á
Húsavík er laus staða félagsráðgjafa.
Á Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga er
samþætt starfsemi félagsþjónustu, skólaþjón-
ustu og málefna fatlaðra, ásamt barnavernd
sem býður upp á þverfaglegt starf.
Um er að ræða spennandi starf í félagsþjón-
ustu og barnavernd með samhentum hópi
fagfólks.
Spennandi þróunarverkefni eru í gangi hjá
stofnuninni.
Nánari upplýsingar gefur Soffíu Gísladóttir,
félagsmálastjóra, í síma 464 1430.
Umsóknarfrestur er til 13. júní nk.
Alcoa Fjarðaál og Tækniháskólinn í Þrándheimi hafa stofnað til samstarfs sem
veitir tveimur einstaklingum á vegum Alcoa Fjarðaáls tækifæri til meistaranáms
í verkfræði léttmálmframleiðslu. Um er að ræða tveggja ára nám sem hefst
haustið 2005 og lýkur með MSc gráðu vorið 2007. Viðkomandi einstaklingar
hljóta námsstuðning frá Alcoa Fjarðaáli og koma að loknu námi til starfa hjá
fyrirtækinu.
Tækniháskólinn í Þrándheimi (Norges teknisk- naturvitenskapelige universitet)
hefur um árabil unnið að uppbyggingu náms á þessu sviði og skapað sér
sérstöðu með haldgóðri þekkingu á léttmálmframleiðslu. Skólinn nýtur góðs af
nábýli við öflug málmframleiðslufyrirtæki og góðum alþjóðlegum tengslum.
Námið er krefjandi og skapar margvísleg tækifæri.
Við leitum að hæfum einstaklingum sem hafa metnað til að sérhæfa sig í og
takast á við krefjandi störf í þessari ört vaxandi atvinnugrein. Áhugasamir
umsækjendur skulu hafa lokið BS-prófi með framúrskarandi árangri í einni af
eftirtöldum greinum: verkfræði, málmfræði, efnisfræði, eðlisfræði eða efna-
fræði. Umsækjendur verða jafnframt metnir samkvæmt almennum
hæfniskröfum Alcoa Fjarðaáls til starfsmanna.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Alcoa Fjarðaáls, www.alcoa.is.
Fyrirspurnum má beina til Steinþórs Þórðarsonar í síma 470 7700 eða netfang
Steinthor.Thordarson@alcoa.com. Umsóknir skulu vera á sérstökum eyðu-
blöðum sem panta má með tölvupósti á netfangið fjardaal@alcoa.com og
ber að skila þeim á sama stað eða á skrifstofu fyrirtækisins að Búðareyri 3,
730 Reyðarfirði. Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2005.
Búðareyri 3
730 Reyðarfjörður
Sími 470 7700
www.alcoa.is
Styrkur til meistaranáms
í verkfræði léttmálmframleiðslu
Leyndarmál
léttmálmsins
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
A
LC
28
46
4
05
/2
00
5
LAGERMENN!
Rúmfatalagerinn starfar í alþjóðlegu umhverfi og er með starfsemi í 6 löndum.
Við óskum eftir að ráða til okkar lagermenn, metnaðarfullt fólk sem hefur áhuga á að takast á við spennandi
verkefni og eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar.
Lagerstjóri þarf að geta tekið á sig mikla vinnu í líflegu og fjörugu umhverfi.
Ör vöxtur fyrirtækisins gefur góða möguleika á starfsþróun.
• Almenn lager vinna
• Afgreiðsla
• Vörumóttaka
• Önnur tilfallandi verkefni
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að ná árangri í starfi
• Nákvæmni og öguð vinnubrögð
• Hressleiki og opin fyrir nýjungum
• Dugnaður
LAGERMENN
STARFSLÝSING:
HÆFNISKRÖFUR:
Umsókn sendist á rumfatalagerinn@rumfatalagerinn.is eða Smáratorg 1 201 Kópavogur, merkt „Lagerstjóri“
Magnús K. Sigurðsson veitir allar nánari upplýsingar á skrifstofu Rúmfatalagersins milli 14:00 og 16:00 í Smáratorgi 1 201 Kópavogi
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 2 Júní 2004.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið
af jafnréttisáætlun skólans.
Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000
HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD
Lektor í hjúkrun fullorðinna
Laust er til umsóknar 100% starf lektors í
hjúkrun fullorðinna til fimm ára, með mögu-
leika á framlengingu. Við ráðningu verður
miðað við, að sá er starfið hlýtur falli sem best
að aðstæðum og þörfum deildarinnar. Ætlast
er til að lektorinn hafi umsjón með klínískri
kennslu innan hjúkrun fullorðinna í samvinnu
við umsjónarkennara viðkomandi námskeiða,
kenni í grunnnámi innan hjúkrun fullorðinna
og eftir atvikum í framhaldsnámi við deildina.
Lektor í heilsugæsluhjúkrun
Laust er til umsóknar 50% starf lektors í heilsu-
gæsluhjúkrun til tveggja ára, með möguleika
á framlengingu. Við ráðningu verður miðað
við, að sá er starfið hlýtur falli sem best að
aðstæðum og þörfum deildarinnar. Ætlast er
til að lektorinn kenni í BS-námi í heilsugæslu-
hjúkrun með sérstakri áherslu á klíníska
kennslu í grunnnámi.
Umsóknarfrestur um bæði störfin er til 27.
júní 2005
Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið
doktorsprófi og hafi reynslu af rannsóknum
og kennslu á háskólastigi. Stefnt er að því að
ráða í störfin frá og með 1. ágúst 2005, eða
samkvæmt samkomulagi.
Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna
fer eftir ákvæðum laga um Háskóla Íslands
nr. 41/1999 og reglugerðar um Háskóla Íslands
nr. 458/2000.
Nánari upplýsingar veitir Erla Kolbrún Svavars-
dóttir, deildarforseti, netfang eks@hi.is
Sjá nánar á www.hi.is/page/storf og
www.starfatorg.is