Morgunblaðið - 29.05.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 B 19
Snyrtifræðingur
óskast í 100% starf.
Upplýsingar í síma 866 7728.
Öskjuhlíðaskóli
osk@oskjuhlidarskoli.is
www.oskjuhlidarskoli.is
Kennarar -
þroskaþjálfar
Öskjuhlíðarskóli er sérskóli fyrir nemendur
með þroskahömlun. Nemendur, sem eru tæp-
lega 100, eru á aldrinum 6 - 16 ára. Í vetur hafa
40 kennarar, 10 þroskaþjálfar og tveir leikskóla-
kennarar ásamt stuðningsfulltrúum verið við
störf í skólanum. Skólastarfið byggir á mikilli
samvinnu allra sem að því koma. Ýmis þróun-
arstörf eru unnin í skólanum og skólinn gegnir
ráðgjafarhlutverki varðandi sérkennslu í al-
mennum grunnskólum. Í skólanum er góður
starfsandi og við leitum að áhugasömum kenn-
urum og þroskaþjálfum til liðs við okkur frá
upphafi næsta skólaárs. Nánari upplýsingar
í síma 568 9740 og í skólanum.
Skólastjóri.
Verkefnastjóri
á Tæknideild Ísafjarðarbæjar
Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra á
Tæknideild Ísafjarðarbæjar. Skriflegar umsókn-
ir skulu berast bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar
Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði fyrir 20. júní 2005.
Á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is
má finna nánari upplýsingar um starfið.
Bæjartæknifræðingur.
Lögfræðingur
Skrifstofa Alþingis auglýsir lausa til umsóknar
stöðu lögfræðings á nefndasviði.
Starfið er einkum fólgið í lögfræðilegri ráðgjöf
við fastanefndir Alþingis við yfirferð og af-
greiðslu þingmála auk þess að veita þing-
mönnum aðstoð við þingmálagerð. Starfið
er fjölbreytt, það krefst færni í mannlegum
samskiptum og því fylgir oft verulegt vinnu-
álag.
Umsækjendur skulu hafa lokið embættis- eða
meistaraprófi í lögfræði. Nauðsynlegt er að
umsækjendur hafi gott vald á íslensku, eigi
auðvelt með að tjá sig í rituðu máli og geti sýnt
frumkvæði og sjálfstæði í störfum. Góð tungu-
málakunnátta er jafnframt æskileg.
Til greina getur komið að ráða fleiri lögfræð-
inga til starfa tímabundið.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags
starfsmanna Alþingis.
Nánari upplýsingar veita Einar Farestveit, starf-
andi forstöðumaður nefndasviðs, og Sigrún
Brynja Einarsdóttir, aðstoðarforstöðumaður,
í síma 563-0400.
Umsóknir, ásamt greinargóðum upplýsingum
um menntun og fyrri störf, skulu sendar skrif-
stofu Alþingis, Kirkjustræti 8, 150 Reykjavík,
eigi síðar en 20. júní nk. Gert er ráð fyrir að
ráðið verði í starfið frá 1. september 2005.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda
í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Rútubílstjórar
Sumarstörf
Óskum eftir að ráða þjónustulundaða og sam-
viskusama bílstjóra í sumar.
Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf
við akstur á rútum um land allt.
Umsóknir sendist á box@mbl.is, merktar:
„R—4912“ fyrir 3. júní.
Starfsmaður
á skrifstofu
Lögmannafélag Íslands, sem er félag héraðs-
dóms-og hæstaréttarlögmanna, auglýsir eftir
skrifstofumanneskju til að sinna bókhaldi
félagsins og fjölþættri þjónustu við lögmenn
og almenning. Leitað er að þjónustulunduðum
einstaklingi með tölvu-og bókhaldsþekkingu
og sem unnið getur sjálfstætt.
Umsóknum ber að skila á skrifstofu Lögmanna-
félags Íslands í Álftamýri 9 fyrir kl. 17:00
fimmtudaginn 2. júní nk.
Nánari upplýsingar veitir Ingimar Ingason,
framkvæmdastjóri, í síma 568 5620.
á Grenivík.
Verður að hafa
bíl til umráða
Upplýsingar gefur
Ólöf Engilberts-
dóttir í síma
569 1376.
Í afleysingar á
Laugavegi
Blaðbera vantar
í Smáíbúðahverfi
Upplýsingar í
síma 569 1122
Járnsmiðir óskast
Starfsmaður óskast í framtíðarstarf sem er van-
ur járnsmíði, hann þarf að geta unnið sjálfstætt
eftir teikningum og vera vandvirkur.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið sam-
band við Björn í síma 553 5200.
Norræna húsið í Reykjavík var vígt 1968. Það er hannað af hinum
heimsfræga finnska arkitekt Alvar Aalto. Húsið er nálægt mið-
borg Reykjavíkur og í næsta nágrenni við Háskóla Íslands. Norr-
æna húsið er norræn menningarstofnun og er aðalmarkmið þess
er að styrkja tengsl innan Norðurlandanna, efla og styrkja áhuga
á norrænum málefnum á Íslandi og koma upplýsingum um
Ísland á framfæri á hinum Norðurlöndunum. Í húsinu fer fram
margs konar dagskrá, þar er rekið öflugt bókasafn og sýningar af
ýmsu tagi eru í sýningarsölum hússins. Stjórn hússins er skipuð
af Menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna. Kostnaður við
rekstur Norræna hússins er greiddur sameiginlega af Norður-
löndunum undir umsjón Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaup-
mannahöfn.
Laus staða bókara
(75% starf)
í Norræna húsinu
Norræna húsið leitar eftir öflugum einstakl-
ingi í sjötíu og fimm prósent starf í bókhald
fyrirtækisins. Ráðið er í starf bókara frá
1. ágúst 2005.
Laus staða starfskrafts
i Kaffistofu Norræna
hússins (60% starf)
Starfskraftur óskast í u.þ.b. 60% stöðu í kaffi-
stofu Norræna hússins. Ráðið er í starfið frá
1. ágúst 2005
Umsóknum, með persónuupplýsingum
(CV) og meðmælum, sendist til Norræna
hússins, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík, eða
rafrænt til nh@nordice.is fyrir 10. júní 2005.
Nánari upplýsingar um störfin er að finna á
www.nordice.is.
Iðjuþjálfun
Laust er til umsóknar starf stjórnanda iðjuþjálf-
unar á Droplaugarstöðum, hjúkrunarheimili,
frá 1. júlí 2005 eða eftir samkomulagi. Á Drop-
laugarstöðum eru 68 íbúar. Verið er að stækka
heimilið og mikil áhersla lögð á þjálfun, útiveru
og virkni íbúa í heimilislegu umhverfi.
Ábyrgðarsvið: Skipuleggur iðjuþjálfun heim-
ilismanna og ber ábyrgð á henni samkvæmt
hugmyndafræði, markmiðum og gæðastefnu
heimilisins. Skipuleggur og ber ábyrgð á starfi
starfsmanna iðjuþjálfunar. Ber ábyrgð á að
rekstur og áætlanir séu ávallt í samræmi við
starfsáætlun.
Hæfniskröfur: Íslenskt starfsleyfi iðjuþjálfa.
Reynsla af starfi með öldruðum og stjórnun
æskileg: Þáttaka í virkri símenntun. Frumkvæði
í starfi, metnaður og sveigjanleiki.
Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur-
borgar og Iðjuþjálfafélags Íslands.
Nánari upplýsingar veita:
Ingibjörg Þórisdóttir, deildarstjóri starfsmanna
og gæðamála, sími 414 9503, netfang ingibj-
org.halla.thorisdottir@reykjavík.is. Jóhanna
Rósa Kolbeins yfirmaður iðjuþjálfunar, sími
414 9509, netfang johanna.kolbeins@reykjavik.is
Einnig á heimasíðu heimilisins,
www.droplaugarstadir.is
Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf
og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á
vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is
HEILSUSTOFNUNIN NLFÍ
HEILSUSTOFNUN
Í HÁLFA ÖLD,
Grænumörk 10,
810 Hveragerði.
Heilsustofnun NLFÍ óskar eftir að ráða
hjúkrunarforstjóra
Heilsustofnun óskar eftir að ráða hjúkrunarfor-
stjóra í eitt ár frá 1. september nk. Hjúkrunar-
forstjóri hefur yfirumsjón með allri hjúkrun
á stofnuninni og situr jafnframt í framkvæmda-
stjórn HNLFÍ.
Nauðsynlegt er að umsækjandi sé með hald-
góða reynslu af stjórnun heilbrigðisstofnana.
Einnig er óskað eftir
næringarfræðingi
Um er að ræða 70% stöðu, sem felst í næring-
arráðgjöf og fræðslu til dvalargesta, ráðgjöf
varðandi sérfæði og þátttöku í meðferðarteym-
um, ásamt stjórnun í næringarráði stofnunar-
innar.
Umsóknarfrestur er til 20. júní 2005.
Umsóknir, ásamt ferilskrá, sendist til Ingibjarg-
ar Kjartansdóttur, starfsmannastjóra.
Upplýsingar gefa Kristján G. Guðmundsson,
yfirlæknir, kristgud@hnlfi.is og Ingibjörg Kjart-
ansdóttir, starfsmannastjóri, inga@hnlfi.is .
Sími 483 0300 (www.hnlfi.is)
HNLFÍ er annars vegar almenn og sérhæfð
endurhæfingarstofnun og hins vegar veitir hún
hvíldar- og hressingardvöl. Stofnunin fylgir
kenningum náttúrulækningamanna, að auka
og efla þátt hugtakanna heilbrigði og heilsu-
vernd í umræðu og verkum, en forðast kenni-
setningar sem ekki standast vísindalega
gagnrýni.