Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Aðalfundur
Búmanna
Aðalfundur Búmanna hsf. verður hald-
inn á Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38,
miðvikudaginn 15. júní kl. 17.00. Fundur-
inn verður í sal hótelsins er nefnist
Hvammur.
Dagskrá samkvæmt samþykktum
félagsins.
Breytingar á samþykktum félagsins.
Formaður Félags eldri borgara
í Reykjavík flytur stutt ávarp.
Stjórnin.
Tilboð/Útboð
ÚTBOÐ
Óskað er eftir tilboðum í verkið:
„Vatnsendaland -
flutningsæð“
Leggja skal stofnlagnir hitaveitu frá Ögurhvarfi að
brúarstólpa Elliðaárbrúar og Dimmuhvarfi.
Verklok eru 19. ágúst 2005.
Helstu magntölur eru:
Skurðlengd 200 m
Lengd hitaveitulagna 470 m
Lagning ídráttaröra 470 m
Útboðsgögn verða seld frá og með þriðjudeginum
31. maí kl. 13:00 hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð
í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1,
110 Reykjavík.
Verð útboðsgagna er kr. 3.000.
Tilboð verða opnuð á sama stað í fundarsal á 3. hæð,
vesturhúsi, þriðjudaginn 14. júní kl. 14:00 að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska .
OR 2005/27
Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
Sími 516 6000 • Fax 516 7000
www.or.is/utbod
Yfirföll við Sandgerðis-
bót og Hlíðarbraut
Tækni- og umhverfissvið Akureyrarbæjar, fyrir
hönd Bæjarsjóðs Akureyrar, óskar eftir tilboð-
um í byggingu yfirfalla við Sandgerðisbót og
Hlíðarbraut á Akureyri.
Tilboðið nær til uppsteypu og frágangs á
tveimur niðurgröfnum byggingum á einni
hæð, um 52 m² og 25 m² að grunnflatar-
máli. Tengingar þeirra við núverandi lagnir
eru ekki innifaldar í útboðinu.
Helstu magntölur eru áætlaðar:
Gröftur og fyllingar 1.200 m³
Mót 725 m²
Bendistál 6.200 kg
Steinsteypa 125 m³
Verkinu skal að fullu lokið 30. september
2005.
Útboðsgögnin verða seld í þjónustuanddyri
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, frá og
með þriðjudeginum 31. maí nk. kl. 13:00, á
kr. 5.000.
Tilboðum skal skila í þjónustuanddyri eigi síð-
ar en miðvikudaginn 15. júní 2005 kl. 13:30
og verða þau þá opnuð í fundarsal á 3. hæð
að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrú-
um þeirra, sem þess óska.
Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar
Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri
Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í kaup
eða leigu á húsnæði
á Raufarhöfn
13884 - Kaup eða leiga á húsnæði
fyrir sjúkrabifreið á Raufarhöfn
Óskað er eftir að kaupa eða taka á leigu húsnæði
á Raufarhöfn til geymslu á sjúkrabíl. Húsnæðið
þarf að vera allt að 100m² að stærð. Dyr fyrir
sjúkrabíl þurfa að vera um 3,5 m á hæð og 3,2
m á breidd lokaðar með rafdrifinni iðnaðarhurð.
Ef slík hurð er ekki á húsnæðinu skal vera hægt
að koma henni fyrir. Góð aðkoma þarf að vera
að húsnæðinu frá aðalumferðaræðum.
Tilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni
7, 105 Reykjavík eigi síðar en 8. júní 2005.
Útboð LIN-02
Hrútatungulína 1
Viðgerð á steyptum undirstöðum
Landsnet óskar eftir tilboðum í viðgerð á
steyptum undirstöðum stálmastra á Grjóthálsi
og Holtavörðuheiði í samræmi við útboðsgögn
LIN-02.
Verkið felst í broti og endursteypu, múrvið-
gerðum á flötum og köntum ásamt yfirborðs-
frágangi.
Helstu magntölur eru:
Endursteypa 18 m³
Járnbending 1000 kg.
Mót 150 m²
Múrviðgerðir á flötum 40 m²
Múrviðgerðir á köntum 60 m²
Kústun 230 m²
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands-
nets, Krókhálsi 5c, 110 Reykjavík frá og með
þriðjudeginum 31. maí 2005.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsnets,
Krókhálsi 5c, 110 Reykjavík fyrir kl. 11:00 mánu-
daginn 13. júní 2005, þar sem þau verða opnuð
og lesin upp að viðstöddum fulltrúum þeirra
bjóðenda sem þess óska.
ÚU T B O Ð
Útboð nr. 13844
Reykjanesbær – Mötuneyti grunn-
skóla og máltíðir fyrir aldraða
Ríkiskaup, fyrir hönd Reykjanesbæjar, óska eftir
tilboðum í rekstur mötuneyta við fimm grunn-
skóla í Reykjanesbæ og í máltíðir fyrir aldraða
í heimsendingarþjónustu.
Hægt er að bjóða í einstaka skóla eða fleiri og
sérstaklega í máltíðir fyrir aldraða.
Nemendur við skólana eru um 1700. Boðið verð-
ur upp á heita máltíð í hádeginu daglega.
Fjöldi aldraðra og öryrkja sem nota heimsend-
ingarþjónustuna er u.þ.b 72. Keyrðar eru út há-
degismáltíðir til viðkomandi aðila daglega, alla
daga ársins.
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 frá
og með þriðjudeginum 31. maí hjá Ríkiskaup-
um, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík.
Vettvangsskoðun verður í skólunum miðviku-
daginn 8. júní 2005 klukkan 13.00.
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiskaupum 23. júní
2005 kl.11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum,
sem þess óska.
ÚTBOÐ
Orkuveita Reykjavíkur hyggur á ljósleiðaravæðingu höfuðborgarsvæð-
isins og nágrannasveitarfélaganna á næstu misserum, alls til um 75
þúsund heimila. Á ljósleiðarakerfinu mun verða boðið upp á fjölbreytta
þjónustu eins og sjónvarp með betri gæðum, internet með meiri hraða
og síma með minni kostnaði. Um er að ræða stórt og krefjandi verkefni
og mun jarðvinna og strengjalagnir verða boðin út í áföngum á næstu
mánuðum og árum. Orkuveita Reykjavíkur leitar að öflugum samstarfs-
aðilum sem hafa eiginleika til að byggja upp verklega og faglega getu
til að takast á við sambærileg verkefni í framtíðinni. Aðilar eru hvattir
til að bjóða nýjar leiðir, tæki og áherslur sem leitt getur til víðtæks sam-
starfs um ljósleiðaravæðinguna.
Óskað er eftir tilboðum í verkið:
GAGNAVEITA
Akranes - 1. verkáfangi
Verkið felst í að grafa niður jarðvegsrör fyrir ljós-
leiðaranet á Akranesi, leggja ljósleiðarastrengi um
svæðið og tengja aðliggjandi byggingar. Útboðið er
tveggja umslaga þar sem bjóðandi leggur fram bæði
hæfnistilboð og verðtilboð.
Verklok 31. október 2005.
Helstu magntölur í verkinu eru:
Skurðir 16.000 m
Steypt yfirborð 650 m²
Ljósleiðaralagnir 61.000 m
Ljósleiðaratengingar 1.500 stk.
Tengd hús 450 stk.
Útboðsgögn verða seld frá og með miðvikudeginum
1. júní hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi
Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík.
Verð útboðsgagna kr. 5.000.
Tilboð verða móttekin á sama stað, í fundarsal á
3. hæð, vesturhúsi, þriðjudaginn 14. júní 2005,
kl. 11:00.
Þar verða þau skráð en ekki opnuð.
Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 16. júní 2005
kl. 14:00.
OR 2005/24
Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
Sími 516 6000 • Fax 516 7000
www.or.is/utbod
Útboð
Siglingastofnun óskar eftir tilboðum í:
Heitgalvaniseraða bolta, snittteina, rær og skíf-
ur, fyrir nokkra hafnarsjóði.
Helstu magntölur:
Snittteinar, rær og skífur: 15.000 kg
Borðaboltar: 2600 kg
Franskar skrúfur: 500 kg
Efnið skal afhenda í tveimur áföngum, annars
vegar 15. júlí 2005 og hins vegar 1. september
2005.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Siglinga-
stofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi, frá miðviku-
deginum 1. júní, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð
verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn
15. júní 2005, kl. 11:00.
Raðauglýsingar
augl@mbl.is