Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.02.1961, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 27.02.1961, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 27. febrúar 1961 NIÐUSLAG. ,,Það er ekkert við yður, l>að veit ég vel, en mér þykir þiægilegt að vera með yður, og ég er fegin, að ég sagði já, þegar þér báðuð mig að ;koma út með yður“. Var þetta sannleikur eða 'lygi? spurði hún sjálfa sig. Það var ekki mjög fram- ■orðið, þegar .þau höfðu lok- ið við að borða, rétt rúmlega átta, þegar þau fóru út úr matstofunni. ,,Mér finnst, að við ættum að fara eitthvað að dansa, æða finnst yður ekki“ sagði Bill. í bílnum á leiðinni til dans- staðarins var Bill elskuleg- ur, nærgætinn og kurteijs, hugsaði hún, ef það á að prófa dyggð mína, er það að minnsta kolsti sentilmaður, sem ég á í höggi við. Það bar þægilega hálf- birtu á dansstaðnum, og meðan þau dönsuðu, gleymdi Marcia Moore öllu öðru. Hann dansaði ágætlega, og hann var bersýnilega einn af þeim fáu karlmönnum, ■sem dansa vegna dansins •sjálfs. Klukkan var lítið eitt yfir ■ellefu, þegar þau komu út á 45. götu. ,,Eigum við að ganga svo- lítinn spotta af leiðinni?“ -spurði Bill. Hún kinkaði kolli. Hönd í hönd röltu þau niður á horn- ið á Madison Avenue. Hann skqtraði augunum lil hennar. „Hvar eigið þér heima?“ spurði hann, „og hjá hverj- um og hvernig búið þér? Eða með öðrum orðum: Haf- ið þér yðar eigin íbúð?“ ,,Já, það hef ég“, og gat ■ekki látið sér detta neitt í hug til að bæta við þetta afdráttarlausa svar. „Það hef ég líka“, sagði hann. „Hún er rétt hjá Bryant-garði, við 40. götu 'Vestur. Það bjó listmálari í íbúðinni áður en ég fékk hana. Komið þér með?“ „Getið þér eiginlega gefið mér nokkra ástæðu til þess, að ég skyldi gera það?“ „Já, og hún er sérstaklega þung á metunum — nefni- lega þriðjung af köldum, steiktum kalkún. Hann vó tólf pund, þegar öxin féll, og í honum er heimsins bezta kastanjufylling“. Hún sperrti upp augun. „Kunnið þér að matbúa?" „Eins og flestir karlmenn bý ég til betri mat en flest- ar konur“, sagði hann og brosti hlýlega til hennar. „Eg vildi óska, að þér vild- uð koma með. Eg er solt- inn, og mig langar svo til að fá tækifæri til að gorta af kalkúninum mínum. Hann er í vexti ekki ósvipaður hinum yndislega vinnuveit- enda yðar“. „Jæja, þá kem ég“, sagði hún, og hún hugsaði: Það er þá á þennan hátt, sem það byrjar. * í Eftir: IML Heimer * " Smásaga um ástir og ýmislegf Mdtcífl HJl raai»gs»!i^8ii!^s83si8»æg§i sœ íbúðin var mjög skemmti- leg, lítið eldhús og stór setu- stofa með dökkbláum veggj- um og ljósum nýtízku hús- gögnum. Einn veggurinn var þakinn bókahillum. Hann bauð henni að setjast, lagði kvöldkápuna hennar inn í svefnherbergið og fór svo inn í eldhúsið. Eftir tvær minútur kom hann aftur sigri hrósandi á svipinn. í annarri hendi hélt hann á fati með kalkúninum, og i hinni á disk með rúgbrauðs- sneiðum og tveim flöskum af öli. „Nú skulum við rétt strax fá heimsins beztu kalkún- samloku“, sagði hann. Hann setti matinn frá sér á borð og brosti ánægður til hennar. „Þér hafið mjög falleg- ar herðar“, sagði hann, „það get ég aðeins sagt um þrjár konur af þeim, sem ég þekki“. Þessi orð komu illa við hana, en hún reyndi að láta sem sér þætti vænt um þau, og hún rétti út höndina eft- ir kalkúnsamloku og ölglasi. Hann istóð og beygði sig jdir hana og horfði á hana. Svo gekk hann að grammó- fóninum og sellti nokkrar plötur á. Síðan kom hann aftur til hennar, settist á gólfið fyrir framan hana og hallaði sér upp að stólnum, svo hún neyddist til að færa fæturna, svo hann hefði pláss. „Eg sé hnakkann á yður“, sagði hún og hugsaði: „Þetta er fallegur hnakki, kvenna- bósinn þinn — hvers vegna ertu ekki maður, sem hægt er að treysta?" „En ég þarf alls ekki að horfa á yður. Eg man ná- kvæmlega, hvernig þér lítið út“. Þau sátu þannig þegjandi nokkrar mínútur. Hann rétti höndina aftur fyrir sig eftir hendinni á henni, og hún lof- aði honum að taka utan um liana. I'íann hafÖi, fallcga hönd, og hann hélt þétt en mjúkt um hennar. Allt í einu fann hún stfeyma um sig þögula, brennheita ósk: Bara, að þetta augnablik, eins og ég finn til þess núna, mætti vara að eilífu. Bara, að þetta gangi ekki lengra, svo það endi ekki með tár- um á koddanum mínum. En láttu það ekki heldur líða hjá svo fljótt, að ég ofur- seljist sömu tómleika tilfinn- ingunni og áður. Áhrif augnabliksins náðu Hann sleppti henni og færði sig frá henni, tók blíð- lega um herðar hennar og horfði í augu hennar. Augna- ráð hans særði hana og truflaði. Hún hélt, að hún sæi ást og einlæga blíðu í augum hans — og þó vissi hún, að það var óhugsandi. Hann var aðeins rödd i síma, valdi á Marciu, með snöggri fallegur imgur maður, sem hreyfingu beygði hún höfuð- ið niður og lagði vangann að hárinu á honum. „Fyrirgefið", sagði hún, ,,en það er eitthvað óumræði- legt yfir þessu augnabliki — útsýnið yfir garðinn — og minningar fortíðarinnar — draumar framtíðarinnar —• kannski það hafi verið ópíum eða eitthvað þvilíkt í kalkúninum — það lagast bráðlega“. „Hreyfið yður ekki“, sagði hann og þrýsti hönd henn- ar enn fastar. Hann rétti fram fótinn, svo að raf- magnssnúran vafðist um hann, og kippti úr sambandi. Ljósið slokknaði og þau sátu í hálfmyrkri, tunglið skein inn um gluggann. Hún færði ekki vangann frá höfði hans, en hvort sem heldur var af hralðslu eða feimni', hafði hún víst hreyft sig lítið eitt, því hann sagði og leit ekki upp: „Hvort sem stúlka er sið- lát eða ekki, þá getur það ekki 'haft úrslitaþýðingu, hvort ljósin eru tendruð eða slökkt. Eða haldið þér það?“ ,.Nei“. Rödd hennar kom eins og úr fjarska. Og þarna sátu þau núna. Gluggatjöldin blöktu fyrir vorgolunni, og tunglið varp- aði sinni mildu birtu yfir þau. Bill Vogt stóð upp, sneri sér við og dró hana að sér. Eitt augnablik horfði hann á hana, svo þrýsti hann henni að sér og kyssti hana. Hún endurgalt honum koss- inn.-Þáð var yndislegt og fag urt. Þetta kom eins og af sjálfu sér og eðlilega, og Marcia Moore hugsaði á þessu augnabliki: Eg held raunverulega að ég elski hann. hafði dansað við hana, mað- ur, sem kunni að steikja kalkún, en hann var kvenna- bósi. Hún horfði upp til hans með hálfopinn munninn og stórum spyrjandi augum — en svo sleppti hann ’henni allt í einu og gekk þvert jfir gólfið að dyrunum inn í svefnherbergið, opnaði þær og gekk inn. Hjartað stóð kyrrt í brjósti hennar, með- an hún fylgdi honum með augunum. Svo þrýsti hún hendinni á brjóstið og stundi. „Nei, ég get það ekki“, sagði hún við sjálfa sig. „Það er vor, og ég er tuttugu og sex ára — en ég get ekki útatað sjálfa mig og þær tilfinningar, sem ég hef nú fundið — ekki einu sinni vegn a hans“. Fljótt og hljóðlega greip hún handtöskuna sína, sem stóð á reykborðinu við hæg- indastólinn, og flýði út úr stofunni, út um dyrnar á forstofunni, niður tröppurn- ar og framhjá 'húsverðinum, I hlaupast og þegar hún kom út á göt- kvöld? una, grét hún. Og þess vegna vissi hún ekki hvað Bill Vogt sagði, þegar hann kom út úr svefn- herberginu með kvöidkápuna hennar. niður tröppurnar og út á götuna. Án þess eiginlega að vita, hvað hún gerði, fór hún fótgangandi heim. Og þar, fyrir framan hús- ið, sem hún átfi heima í, sá hún hann aftur. „Hvers vegna eruð þér kominn?“ spurði hún. „Þér kærið yður víst ekki um að sjá mig aftur“. Hann brosti og sagði: „Nei, auðvitað ekki. En ég kom hingað til að sjá hund- inn yðar. Sérhver kona ætti að eiga hund. Einn hund og einn mann — einmitt í þess- ari röð“. „Eg get hvenær sem helzt fengið mér hund“. Hann stðð og horfði á hana. „Þér getið, hvenær sem helzt fengið þennan mann hérna. Hvenær sem þér vilj- ið, að miðvikudögum undan- teknum, því þá spila ég pók- er.“ Hún leit á hann, og svo sneri hún sér frá honum. „Eg get ekki skilið, að þér skulið yfirleitt vilja tala við mig eftir kvöldið í gær“, sagði hún, „en jafnvel þó þér, þrátt fyrir það, vilduð gera það, verðið þér að skilja, að ég er ekki nokkur Bill-Vogt-týpa. Eg vildi óska, að ég væri það. En ég er það ekki, og við því er ekkert hægt að gera“. Hann dró andann djúpt. — „ef þér eigið við með því að þér séuð ekki sú týpa, sem ég kunni að meta, og sem taka þátt í mínum stjórnlausu veizlum og „villtu giemum“, þá hafið þér alveg rétt fyrir yður, því það eruð þér ekki“. Hann sneri henni hægt að sér. „En samt ert það þú, sem ég hef verið að leita að allan tím- ann. Allir menn leita — stundum lengi og stundum skemur — að þeirri réttu“. Marcia horfði á hann: Oo-?“ „Og kannski hef ég fund- ið hana núna, og kannski fæ ég að eiga 'hana“. ,,Og ertu þá ekki reiður og vonsvikinn, að ég skyldi á brott í gær- „Þvert á móti hefði ég urðið fyrir vonbrigðum, ef þú hefðir Verið kyrr“. I Hún hallaði sér upp að I honum, og hann þrýsti henni upp að sér — til ósegjan- „Þú átt að fara heir, i núna, hegrar ánægju fyrir hina Marcia“, sagði hann l jlíðlega sjötíu og tveggja ára gömlu og stillilega. En þá u{ jpgötiV-.jfrú Babbie White , sem eyddi aði hann, að hán vai favin. ihverri vakandi i stund í. lífi Marcia gat lítið ur.rr ið dag-1 sínu með því að gægjast út inn eftir, og um lokun lartíma j um gluggann í lit -ia kjallara- gekk hún eins og í leiðslu j herberginu sínu. 1 Anglýsið Mámi dsagslilaðiim

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.