Morgunblaðið - 01.06.2005, Side 18

Morgunblaðið - 01.06.2005, Side 18
Verið umhverfisvæn og finnið 3 svansmerki umhverfismerki Norð- urlanda sem leynast í Morgunblaðinu og á mbl.is dagana 23. maí-3. júní. Sendu okkur blaðsíðunúmerin úr Morgunblaðinu eða síðuheitið af mbl.is ásamt nafni og símanúmeri á netfangið broturdegi@ruv.is eða bara beint frá mbl.is. 1. __________________ 2. __________________ 3. __________________ Dregið verður úr innsendum lausnum daglega í þættinum Brot úr degi á Rás 2. Heppnir þátttakend- ur geta unnið USB minnislykil. Föstudaginn 3. júní verður dregið úr öllum innsend- um lausnum í beinni á Rás 2 um stórglæsilega og umhverfisvæna Fujitsu Siemens tölvu frá Tæknival. Umhverfisstofnun, Morgunblaðið og Rás 2 með um- hverfið á hreinu. Vík | Nú hafa börnin í Vík tekið gleði sína. Búið er að hleypa vatninu á vatnsrennibrautina í nýju sundlauginni. Var það gert við formlega athöfn og var fagnað ógurlega, ekki síst af börnunum sem nýttu sér þessa nýju aðstöðu til hins ýtrasta frá byrjun. Mýrdælingar hafa verið að safna fyrir rennibrautinni frá því laugin var opnuð síðastliðið haust. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vatni hleypt á rennibrautina Leikir Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hjóla til Ísafjarðar | Tveir karlmenn, Sveinn Guðmundsson og Guðbjartur Sturluson, eru á leiðinni til Ísafjarðar, hjól- andi. Þeir skrifa ferðasöguna á netið, www.rekis.blogspot.com. Þeir félagar lögðu af stað á mánudagsmorg- unn og fara vestur sem leið liggur um Borg- arfjörð, Bröttubrekku, Dali, Þorskafjarð- arheiði og Ísafjarðardjúp. Ætla sér að stoppa á Ísafirði og Flateyri áður en þeir taka áætlunarflugið til baka til Reykjavík- ur. Þeir hafa átta daga til að ljúka ferðinni en segja að veður ráði hvað þeir verði lengi að hjóla vestur. Síðasta færslan á síðunni var þegar þeir voru að leggja af stað frá Laugum í Sæ- lingsdal og var næsti áfangastaður Bjarka- lundur. Þeir láta þess getið að mikil umferð hafi verið í upphafi ferðarinnar „og hefur maður það á tilfinningunni að ökumenn virði rollur meira en hjólareiðamenn. Akst- urslagið er þannig. Maður hendist til í frá- kastinu frá bílunum og sveiflast svo inn á veginn í soginu fyrir aftan bílinn. Við erum þess vegna eins og dauðadrukknir á hjól- unum þegar stórir bílar æða framhjá, stundum í innan við eins metra fjarlægð. Við höfum þess vegna langt bil á milli okkar svo það verði bara annar okkar sem verður keyrður niður,“ skrifar Sveinn á síðuna.    Úr bæjarlífinu Bætist við Fjarðarölduna | Athafna- maðurinn Sigurjón Sighvatsson hefur keypt Hótel Snæfell, einnig nefnt Hótel Seyðisfjörður. Var það áður í eigu bræðr- anna Alfreðs og Haraldar Sigmarssona. Bætist hótelið við húsahótel Fjarðaröld- unnar, sem stendur að Hótel Öldunni á Seyðisfirði. Nú eru að hefjast endurbætur á húsinu, sem var byggt árið 1908. Þá hefur Sigurjón nýlega keypt bókaverslun á Seyðisfirði, en ekki mun ákveðið hvort hún verður áfram í rekstri eða fellur undir húsahótelið.    Hættumat á Hólum | Skipulags- og bygg- ingarnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi 20. maí að fara þess á leit við Skipulagsstofnun að stofnunin óski eftir við Veðurstofu Íslands að framkvæmt verði bráðabirgðahættumat á íbúðarsvæði við Nátthaga á Hólum í Hjaltadal. Kemur þetta fram á Heimasíðu Skagfirðingsins, skaga- fjordur.com. Þá samþykkti nefndin að gang- ast fyrir íbúafundi á Hólum varðandi frekari kynningu á tillögu um deiliskipulag íbúða- svæðisins við Nátthaga. Nýr bátur, AþenaÞH 505, kom tilnýrrar heima- hafnar á Húsavík á dög- unum eftir siglingu frá Reykjavík. Aþena bætist þar með í flota húsvískra ferðaþjónustubáta en hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants gerir hann út ásamt eikarbátnum Faldi. Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóri fyr- irtækisins segir ætlunina að nota Aþenu í þær ferðir sem fyrirtækið býður upp á. Auk hvalaskoðunarferða eru það m.a. ferðir út í Flatey á Skjálfanda og í sjóst- angveiði. Báturinn hefur leyfi fyrir 24 farþega um borð og hefur hann þegar verið tekinn í notkun. Aþena ÞH sem nefnd er eftir dóttur Stefáns hét áður Sigurvon BA og var gerð út til fiskveiða frá Tálknafirði. Báturinn sem er af Cleopatragerð er smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2000, hann er 10 metra langur með 420 hestafla aðalvél sem gerir hann að hraðskreiðasta ferðaþjónustubátnum á Húsavík. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Nöfnur Stefán Guðmundsson við nýja bátinn ásamt dætrum sínum. Þær heita f.v. Aþena Lind sem báturinn er nefndur eftir, Sædís Helga og Sylvia Dís sem er í fangi föður síns. Aþena er viðbót í ferðaþjón- ustuflotann Gestur Guðfinnssonlas prófarkir á Al-þýðublaðinu og var skáldmæltur. Hann var Ferðafélagsmaður og og orti gjarnan um nátt- úruna. Esjan fékk sinn skammt í sígildum vísum: Mikið lifandis ósköp er Esjan ljót að aftan jafnt sem að framan; að skakklappast þar um skriður og grjót er skelfing leiðinlegt gaman. Um Esjuna margt hef ég ófagurt spurt enda er hún lýtum hlaðin. Það ætti að flytja fjallið burt og fá sér annað í staðinn. Einar Karl Sigvalda- son, bóndi á Fljótsbakka, yrkir einnig nátt- úrustemningu: Hér við eyðihraunið grátt hugann seiða myndir. Spegla heiðið hreint og blátt Herðubreiðarlindir. Einar Karl orti á ferð um Skagafjörð: Ljómar sól um lágreist býli lítinn hól og þúfnakrans Hér er Bóla, Hjálmarsskýli höfuðból í vitund manns. Á ferðalagi pebl@mbl.is Vopnafjörður | Minnismerki um drukkn- aða sjómenn verður vígt á Vopnafirði á sjó- mannadaginn, 5. júní næstkomandi. Merk- inu hefur verið fundinn staður í nálægð hafsins, skammt frá svonefndri Framtíð- arvík. Gefandi er fjölskylda Bjarka Björg- ólfssonar í minningu bróður hans, Þor- steins Jóns, er féll í greipar hafsins fyrir tæpum aldarfjórðungi. Bjarki, ásamt fjölskyldu sinni, kom fram með hugmynd að minnismerkinu. Smíðaði Bjarki sjálfur skútu þá er prýða mun stuðlabergssúluna er minnismerkið hvílir á en stuðlabergið fann hann á vopnfirsku heiðunum. Minnismerkinu hefur verið val- inn staður í litla miðbænum en umhverf- ishönnun gerir ráð fyrir að svæðið í heild sinni verði fegrað á næstu árum. Mun merkið nýreista mynda verðugan mið- punkt þar sem það stendur utarlega í rým- inu með fjallahring Vopnafjarðar í baksýn. Minnismerki vígt á Vopnafirði Ísafjörður | Fjórtán sóttu um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar en umsagnarfrestur rann út 25. maí. Að sögn Björns Helgasonar núverandi íþrótta- og tómstundafulltrúa verður byrjað að fara yfir umsóknir á morgun. Kemur þetta fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Þeir sem sóttu um eru Ásgeir Aðal- steinsson, Baldur Ingi Jónasson, Birgitta Baldursdóttir, Guðný Stefanía Stefáns- dóttir, Hrafn Franklin Friðbjörnsson, Jak- ob Þór Haraldsson, Jóhann Króknes Torfason, Jón Björnsson, Jón Hálfdán Pét- ursson, Leifur Halldórsson, Margrét Hall- dórsdóttir, Stefán Már Guðmundsson, Unnar Þór Reynisson og Örnólfur Odds- son. Fjórtán sóttu um stöðu íþróttafulltrúa ♦♦♦ HÉÐAN OG ÞAÐAN Starfsmenn orðnir 350 | Starfsmenn Fjarðaálsverkefnisins á Reyðarfirði eru nú alls um 350. Í tilkynningu frá Bechtel segir að starfsmannafjöldinn muni aukast hratt næstu mánuði og ná hámarki í ágúst 2006, en þá verði starfsmenn alls 1.600 talsins. Áætluð mannaflaþörf Fjarðaálsverkefn- isins fram í september er um 335 störf; 210 verkamenn, 45 kranamenn, 40 húsasmiðir, 20 bílstjórar og 20 lagermenn. Markmiðið er að ráða eins marga Íslendinga og mögu- legt er og meðan á framkvæmdum stendur verða starfræktar ráðningarstofur á Reyð- arfirði og í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.