Morgunblaðið - 01.06.2005, Side 28

Morgunblaðið - 01.06.2005, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN S andkassinn var fer- hyrndur eins og flestir aðrir sandkassar. Lyktin var ekki svo góð, minnti svolítið á alla kettina sem honum var svo illa við. Kettir eru hundar. HUNDAR, öskraði hann að sjálfum sér. Hann sat í sandkassanum vegna þess að hann hafði fengið óstjórn- lega þrá. Allt í einu, þegar hann var í vinnunni í morgun, nýbúinn að fá sér fjórða kaffibollann á fjörutíu mínútum, fékk hann flass- bakk. Það var eins og eitt augna- blik úr fortíðinni hefði skotist fram í tíma, einhvern veginn skvest í nútímann, frá 23. janúar 1978 til 14. september 2005. Hann fann allt í einu lyktina af sandkassanum á leikskólanum, þar sem hann hafði mokað tilgangslitlar holur í gamla daga. Þessi óstjórnlega þrá var of sterk til að kæfa niður, eins og aðrar tilfinningar sem hann bældi á hverjum degi. Hann hreinlega varð að standa upp frá skrifborð- inu og læðast út, án þess að yf- irmaðurinn hann Georg sæi til, ganga framhjá Dúddu í mót- tökunni og segja henni að hann ætlaði að skreppa aðeins til tann- læknisins. „Það er endajaxlinn, skilurðu.“ Þegar hann var loksins kominn út undir beran himin, út úr grá- myglulegu skrifstofuhúsnæðinu í Síðumúlanum, leið honum eins og nýfrjálsum manni, fanga sem hefði misst af miðjum aldri, gráa fiðr- ingnum og öllu og hefði loksins sloppið níræður út í samfélagið. Nú mætti hann engan tíma missa, hann yrði að láta drauminn rætast áður en maðurinn með ljáinn bankaði á dyrnar. Og draumurinn, í hans tilfelli, var að endurupplifa æskuna, þótt ekki væri nema í hálftíma eða svo. Hann gekk ákveðnum skrefum að bílnum sínum, Mitsubishi Colt ár- gerð 1993, sem hann fyrirleit en þótti samt eilítið vænt um. Hlýleg- ur bíll og einn af sönnum vinum, ef aksturstæki er yfirleitt hægt að flokka sem vini. Hann var dálítið skringilegur í þessum efnum, vingaðist gjarnan við dauða hluti og spjallaði við þá stundunum saman. Ekki vel liðið í samfélagi mannanna. Það hafði hann reynt í vinnunni. Hann hafði til dæmis tekið miklu ástfóstri við kaffibollann sinn, hann Ásmund, og rætt við hann af miklum þrótti í matarhléinu. Þetta voru svotil einhliða samræður; Ás- mundur svaraði bara með eins eða einskis atkvæðis orðum og á end- anum var hann beðinn um að yf- irgefa mötuneytið. „Þetta gengur ekki lengur, Vilhjálmur,“ hafði Georg sagt dag einn, þegar hann hafði verið að ræða um viðskipta- lífið við Ásmund (nánar tiltekið velgengni Samúels L. Sveinssonar hjá Viðskiptabanka atvinnulífsins, sem hafði þrefaldast að veltu und- anfarin fjögur misseri). „Þú verð- ur annaðhvort að hætta að tala við kaffibollann þinn eða fara eitt- hvert annað í hádeginu.“ Þetta er forritun samfélagsins, hugsaði hann þá með sér. Sam- félagsmótun. Ólgan óx innra með honum. Hvað áttu þessir menn með því að meina honum að tala við Ásmund, jafnvel þótt hann væri kaffibolli og hugsanlega ekki mjög málgefinn sem slíkur? Máttu menn ekki vera mismunandi? En nú var hann semsagt kom- inn út í sandkassa á gamla leik- skólanum sínum. Það voru engir „aðrir“ krakkar á svæðinu (þetta var um mitt sumar og allir í fríi), þannig að hann hafði allan leikvöll- inn fyrir sjálfan sig. Yfir hann hvolfdust minningarnar; hvernig fóstran löðrungaði hann þegar hann hrækti á hana. Hann hafði gert það óvart, en hún brást svona harkalega við. Krakkarnir höfðu verið að leika sér að því að spýta munnvatni og hann hafði fylgst með. Hann var alltaf svolítið út- undan. Svo mannaði hann sig upp í að taka þátt, gekk tvö skref fram og hrækti. Ekki vildi betur til en svo að hrákinn lenti á fóstrunni, sem hafði setið í rólunni og fylgst með hrákaleik krakkanna, hlæjandi þeim til samlætis. Það var alveg óvart, í alvörunni. Hún sagði ekki neitt, en tók þéttingsfast í höndina á honum og hljóp með hann inn í hús, þannig að hann átti fullt í fangi með að fylgja henni eftir og var hálfpartinn í lausu lofti alla leiðina. Þegar þau komu inn í hús fór hún með hann rakleiðis niður stig- ann, inn í þvottaherbergi, og löðr- ungaði hann. „Svona gerir þú ekki, krakkaskratti!“ sagði hún og and- litið var afmyndað af reiði. Svo náði hún í sápustykki sem lá á málmvaski þarna rétt hjá og skip- aði honum að bíta í sápuna. Hann trúði fyrst ekki að hún væri að meina það. Hélt hún væri að grín- ast. Geta fullorðnir verið svona vondir? Þegar hann hikaði opnaði hún munninn á honum með fingr- unum, stakk sápunni upp í hann og ýtti undir hökuna á honum, þannig að viðbjóðslegt sápubragð- ið fyllti vit hans. Hann þorði ekki að segja mömmu sinni frá þessu, af ein- hverjum ástæðum. Hann skamm- aðist sín eiginlega fyrir þetta, því hann vissi að það var ekki rétt að hrækja á fólk. Jafnvel þótt það hefði verið óvart. Þetta atvik lagð- ist svolítið þungt á sálina, þótt hann væri bara fjögurra ára, og þótt minningin dofnaði eilítið með árunum; þótt hann hugsaði ekki um þetta á hverjum degi næstu ár- in, eða jafnvel bara einu sinni á ári, hafði það haft mótandi áhrif á hann. Fóstran, sem enginn man lengur hvað heitir, hafði grafið undan sjálfstrausti hans og haft áhrif á hegðun hans í lífinu alla tíð síðan. Og nú var hann kominn í sand- kassann við hliðina á rólunni sem fóstran hafði setið í þennan dag fyrir rúmum 27 árum. Hann hafði yfirgefið vinnustaðinn til að end- urupplifa æskuna, en sér til sárra vonbrigða hafði hann komist að því að minningarnar voru ekki eins góðar og hann hafði vonast eftir. Nokkrir dropar af söltum tárum sameinuðust kattahlandinu í sandkassanum, nærri staðnum sem hann hafði misst trúna á mannkynið árið 1978. Kettir eru hundar Þetta er forritun samfélagsins, hugsaði hann þá með sér. Samfélags- mótun. Ólgan óx innra með honum. VIÐHORF Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is UNGU fólki sýnist gjarnan að að- stæður nú séu aðrar en áður hafa þekkst. Það á erfitt með að læra af reynslu annarra og því verður varla breytt. En hagfræðin lítur til reynsl- unnar og leitar að hliðstæðum. Sápu- kúlur á markaði tengjast venjulega langvarandi góðæri og þær springa oftast af því að sam- dráttar gætir. Eigna- verð er bæði orsök og afleiðing hagþróunar, en aðgerðir í peninga- málum hafa hér líka áhrif. Nú hefur sig- urganga Vesturlanda í efnahagsmálum varað í heilan áratug, þó dálítið hik hafi verið á henni árin 2001-2. Áratugur er nær fjórðungur af starfsævi manns. Kyn- slóðaskipti stjórnenda eiga sér stað og fjöldinn man sólskinið betur en rigninguna. Spyrja má hvort árin fyrir Kreppuna miklu séu ekki svo löngu liðin að hæp- ið sé að enn megi af þeim læra? Að- stæður hafi breyst og hagstjórn sé nú öll betri. Ef við getum þekkt hlið- stæður þess nú sem þá voru ráðandi þættir getur þetta enn gert gagn. Áratugurinn fyrir Kreppuna miklu er um margt líkur síðasta áratug. Verð- hækkun á hlutabréfum og fasteignum var langvarandi í báðum tilvikum, án samsvarandi hækkunar á neyslu- vöruverði. Áhugi var fyrir fjárfest- ingu í nýrri tækni samtímans og fólk hafði traust á stöðugleika og hag- stjórn. Ólíkt er þó að á fyrra tíma- bilinu hækkaði fasteignaverð víða strax ört. Á því seinna, framan af síð- asta áratug, hækkaði það hóflega víð- ast hvar en verðhækkanir hafa svo magnast allra síðustu árin. Sápukúlur hafa nú blásið út á fasteignamörk- uðum um alla Vestur-Evrópu og bæði á austur- og vesturströnd Bandaríkj- anna. Endir Fyrri heimsstyrjaldarinnar olli snöggum samdrætti meðan hag- kerfið aðlagaði sig. En árin 1922-9 varð hagvöxtur afar mikill og atvinnu- leysi brátt lítið. Tækifærin lágu í nýrri tækni: Rafmagnstæki, símar og bifreiðar, sem höfðu verið fundnar upp löngu fyrr, urðu nú almennings- eign. Fjárfestingar í samgöngu- tækjum og eldsneytisframleiðslu og uppbygging úthverfa stórborganna keyrðu hagvöxtinn áfram. Hlið- stæðan nú væri t.d. upplýsingatæknin sem fyrir löngu hafði verið fundin upp en hefur síðasta áratuginn og vel það orðið almenningseign og skipt sköp- um í framþróuninni. Mikill áhugi og ótímabær var á glæ- nýrri tækni, útvarpinu, og Radio Company of America (RCA) varð snemma eftirlæti fjár- festa og náði hluta- bréfaverðið að vera 73- faldur hagnaðurinn. Hliðstæða þessa seinni árin gæti verið int- ernetið og „dot-com“ ævintýrið sem ótíma- bær ljómi varð í kring- um. Í báðum tilvikum átti hin nýja tækni þó eftir að skila árangri nokkru seinna, þegar margir höfðu brennt sig. Með litlu atvinnuleysi, auknu vöruframboði og vaxandi hagnaði jókst algleymið. Hlutabréf hækkuðu bærilega fram til ársins 1926 en þá fóru hækkanirnar að magnast. Verðið meira en tvöfald- aðist 1926-9 í ljósi afkomu, stöð- ugleika og bjartsýni. Meðalhækkun áratugarins alls var 18% á ári í Am- eríku. Svipað gerðist á síðasta áratug þegar verð hækkaði bærilega frá 1990 en þrefaldaðist svo 1995-2000. Með- alhækkun áratugarins var 15,5% á ári. Húsnæðislán í Bandaríkjunum þrefölduðust 1920-9. Ný neyslulán komu fram, afborgunarlán, sem gerðu almenningi kleift að kaupa strax og borga seinna. Fólk fór að tala um „nýja tíma“. Tilkoma seðlabanka, aukið frelsi í heimsviðskiptum og full- vissan um varanlegan frið í veröldinni skapaði traust. Svipuð sálræn áhrif urðu á síðasta áratug með falli Berl- ínarmúrsins og hruni kommúnism- ans, og ekki skortir hliðstæður um aukið framboð lána. Stjórnun varð „vísindi“ og framleiðslustýring vakti vonir um að minnkandi sveiflur í birgðahaldi og þar með minni slæm áhrif á hagsveiflur. Seinni tíma hlið- stæða gæti verið „Just-in-time“ birgðastýringin, byggð á tölvutækni, sem menn sögðu eyða birgðasveiflum, en þó varð meiri birgðasöfnun í al- þjóðlegri iðnframleiðslu árið 2001 en nokkru sinni fyrr. Eins og jafnan var sápukúlan blásin út af bjartsýni og ekki skorti rökin. Framleiðniaukning hafði verið mikil eða meiri en 50% yfir áratuginn. Seðlabankinn skyldi vera „lender of last resort“ og jafnan koma í veg fyrir bankakreppu, ef hætta skapaðist. Þessi nýjung í hagstjórn skapaði traust, en átti þó eftir að bregðast illilega. Samdráttur verður alltaf öðru hvoru í heimsbúskapnum og hefur strax áhrif á okkar smáa, opna hag- kerfi. Stórframkvæmdir innanlands á sama tíma mundu deyfa þau áhrif, en ekki eyða. Sem betur fer virðast góð- ar horfur um framhald þeirra. Ofmat eigna hefur hins vegar ekki verið sambærilegt á Vesturlöndum síðan fyrir Kreppuna miklu og virðist þetta fara framhjá mörgum. Í Japan varð ofmat 1980-90, sápukúlan sprakk og hagkerfið hefur hökt síðan. Vegna samtengingar markaða veraldarinnar er hugsanlegt að þessar sápukúlur springi í næstu niðursveiflu, jafnvel í keðjuverkun, með afleiðingum sem erfitt er að sjá fyrir. Því stærri sem þær ná að verða, því verra. Ef þær springa eftir að stórframkvæmdum lýkur verðum við býsna berskjölduð. Síðustu fjörutíu árin hafa því miður orðið fjögur alvarleg samdráttarskeið á Íslandi með hastarlegri rýrnun kaupmáttar, 15-20%. Fjöldi Íslend- inga missti eigur sínar á nauðung- aruppboðum og varð gjaldþrota. Aðr- ir, sem höfðu farið varlega, stóðu áföllin af sér, aðþrengdir. Við skulum því fara varlega í lántökum. Þann kost eiga allir. Enn er nægur tími til stefnu. Árin 1920–1929 Ragnar Önundarson fjallar um sögu efnahagsmála ’Samdráttur verðuralltaf öðru hvoru erlend- is og hefur strax áhrif á okkar smáa, opna hagkerfi. ‘ Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og bankamaður. Í MORGUNBLAÐINU 17. maí síðastliðinn fer Þórólfur Matthíasson prófessor við Háskóla Íslands mikinn um arð- semi Héðinsfjarð- arganga og nefnir aðra kosti sem sér þyki væn- legri, eins og bættan veg um Lágheiði eða einbreið göng í stað tví- breiðra. Í sjónvarps- fréttum 18. maí er tekið viðtal við hann í kjölfar greinarinnar og kemur þá í ljós vanþekking hans á umtalsefninu þegar hann dregur í efa að 350 bílar fari um Héðinsfjarðargöng dag hvern þar sem Siglfirðingar séu ekki nógu margir til að sú spá Vegagerð- arinnar rætist. Ég veit að hagfræðingar nota oft- ast einn útgangspunkt í hag- fræðiútreikningum sínum, en að ætla að Siglfirðingar séu einu notendur Héðinsfjarðarganga er náttúrulega fráleit þröngsýni. Það er nefnilega svo að Héðinsfjarðargöng munu stytta vegalengdir milli Ólafsfjarðar og Reykjavíkur umtalsvert og einnig milli Dalvíkur og Reykjavíkur. Þá gætu Akureyringar einnig nýtt sér leiðina þegar Öxnadalsheiði er ófær, en leiðin gegnum Héðinsfjarðargöng og um Þverárfjall er litlu lengri en leiðin um Öxnadalsheiði hvað vegalengd milli Ak- ureyrar og Reykjavík- ur varðar. Það er því töluverður sparnaður falinn í spörun elds- neytis við akstur um göngin, auk þess að ekki þyrfti að halda Öxnadalsheiði opinni við erfiðar aðstæður á illviðrisdögum. Vegur um Lágheiði er algjörlega afleitur kostur þar sem viðhald og snjómokstur myndu kosta tugi milljóna ár hvert. Þá eru einbreið göng einnig slæmur kostur þar sem mikið umferðaröngþveiti myndast í slíkum göngum á álagstímum auk þeirrar hættu sem skapast þegar tvær bifreiðar koma úr gagnstæðri átt á sömu akrein. Í þessu sambandi býð ég Þórólf Matthíasson velkom- inn að keyra Ólafsfjarðargöng nokkrum sinnum fram og aftur, helst um verslunarmannahelgina. Héðinsfjarðargöng munu gera Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Hofsósi og Sauðárkróki kleift að tengjast með reglulegum rútusamgöngum þar sem rútur geta gengið daglega frá Akureyri til Reykjavíkur um þessi bæjarfélög, en hingað til hafa slíkar rútuferðir farið frá Akureyri um Öxnadalsheiði, Varmahlíð, Blönduós, Borgarnes og endað í Reykjavík og ekki nýst Dalvík, Ólafs- firði, Siglufirði, Hofsósi og Sauð- árkróki nema að íbúum sé keyrt á núverandi stoppistöðvar með tilheyr- andi ómaki. Sauðárkrókur, Hofsós, Siglu- fjörður, Ólafsfjörður og Dalvík munu öll njóta verulegs ábata með tilkomu Héðinsfjarðarganga. Það er í mínum huga ekkert sjálfsagðara en að þessi bæjarfélög fái notið bættra vega- samgangna eins og önnur bæjarfélög í landinu og tel ég að aðför að þeim úrbótum sé beinlínis móðgandi við íbúa þessara byggðarlaga sem leggja til samfélagsins til jafns við aðra. Illa rökfærð aðför Kristján Ragnar Ásgeirsson fjallar um samgöngur á vegum ’Það er í mínum hugaekkert sjálfsagðara en að þessi bæjarfélög fái notið bættra vega- samgangna eins og önnur bæjarfélög í landinu …‘ Kristján Ragnar Ásgeirsson Höfundur er fjármálastjóri.Fagmennska í fyrirrúmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.