Morgunblaðið - 01.06.2005, Page 33

Morgunblaðið - 01.06.2005, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 33 MINNINGAR annar gróður ætlaði að kæfa þennan legg en þegar ég leit eftir honum 22. maí s.l. sá ég að upp úr jarðarberja- plöntunum var kominn keikur vísir að runna. Hann hafði ekki látið kæfa sig. Næsta dag lést Sigga eftir langt sjúk- dómsstríð. Í starfi sínu plantaði Sigga kunnáttu sem orðið hefur að sprotum og fullvaxta trjám í starfi blóðmeina- fræðinnar á Íslandi. Hún átti sem kennslumeinatæknir drjúgan þátt í þjálfun meinatækna- og læknanema og viðhaldsmenntun starfsmanna. Á þjálfuninni byggir þekking og starf meinatækna og lækna um allt land. Þannig lifa afleggjarar hennar áfram í starfi hinna. Hennar verður sárt saknað sem samstarfsmanns og vinar af starfsmönnum blóðmeinafræði- deildar LSH. Ég sendi innilegustu samúðarkveðjur til eiginmanns og að- standenda. Páll Torfi Önundarson, yfirlækn- ir blóðmeinafræðideildar LSH. Í dag kveðjum við Sigríði Ingi- björgu Claessen kennslumeinatækni og félagskonu okkar í Svölunum, fé- lagi fyrrverandi og núverandi flug- freyja. Margar okkar kynntust henni og unnu með henni í fluginu, en hún var glæsilegur, duglegur og ósérhlífinn fulltrúi sinnar stéttar. Seinna er þeim starfsvettvangi lauk gekk hún til liðs við Svölurnar og var í því félagi í mörg ár. Hún tók virkan þátt í starfi félags- ins, fyrst sem ritari stjórnar og síðar í fjáröflunarnefnd og vann hún störf sín fyrir félagið af samviskusemi og dugnaði, ávallt ljúf og einlæg í við- móti. Við þökkum samfylgdina og vel unnin störf í þágu félagsins. Fjöl- skyldu Sigríðar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Svalanna, Þórhildur Sandholt, formaður. Það er hlutskipti sumra að vera hrifnir yfir móðuna miklu fyrir aldur fram. Þetta var hlutskipti Sigríðar, Siggu eins og hún hét í okkar hópi, einmitt þegar hún átti að geta verið með og notið samskipta við barna- börnin. Þetta tímabil, sem ömmum þykir svo mikilvægt. Hún Sigga var klettur. Á sinn hæg- láta hátt smitaði hún frá sér stöðug- leika og góðvild. Það var gott að hafa hana í hópnum, því hún kunni að gleðjast í hógværð. Okkar spila- og ferðahópur byggir á gömlum grunni, en þegar Sigga og Júlíus bættust í hópinn þá auðguðumst við, sem fyrir vorum. Að ekki sé minnst á góðgerð- irnar, sem við spilamenn fengum í Sæviðarsundinu. Við minnumst allra okkar skemmtilegu ferða, utanlands eða milli heimila. Ekki síst, er okkur fyrir tveim árum var boðið í nýjan sum- arbústað þeirra hjóna í Grímsnesi. Þar var, auk annars, farið í skógar- ferð um land þeirra undir leiðsögn gestgjafanna. Við, spilamenn og konur, vottum Júlíusi, Guðrúnu móður Sigríðar, dætrunum og þeirra fjölskyldum dýpstu samúð okkar og hluttekningu. En við skulum ekki gleyma að börn verða fullorðin og taka við okkar hlut- verki á lífsins leið. Spila- og ferðafélagar. Haustið 1981 hóf 14 manna hópur nám í meinatækni við Tækniskóla Ís- lands. Fæst höfðum við hist nokkurn tímann áður, komum víðsvegar að af landinu og vorum á ýmsum aldri jafn- vel svo að tvær þær elstu gátu verið mæður þeirra yngstu. Að loknu námi hurfum við til starfa á ýmsum stöðum, en flest þó á Landspítalann. Þessi hópur náði svo vel saman að alla tíð síðan höfum við haldið sambandi og hist reglulega yfir vetrartímann. Allt- af verið tilhlökkunarefni að komast í næsta klúbb, rabba um lífið og til- veruna og ekki síst fagið. Nú er ein okkar horfin yfir móðuna miklu og er hennar sárt saknað. Sig- ríður Claessen vakti strax athygli í okkar hópi. Há, grönn, ljóshærð og glæsileg. Við nánari kynni kom fram að þar fór vönduð, greind og hrein- skiptin kona – blátt áfram og með hárfínan húmor. Á hennar fallega heimili áttum við góðar stundir, og það leyndi sér ekki hversu mikil mamma og fjölskyldumanneskja hún var. Á vinnustað var hún vinsæl og naut virðingar. Hún sá um kennslu meinatæknanema og fórst það vel úr hendi. Eftir áratuga hlé tók sig upp erf- iður sjúkdómur og varð ekki við ráðið. Sigríður tókst á við veikindi sín með æðruleysi sem lýsir henni vel. Við vottum eiginmanni hennar, dætrum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Minning hennar lifir. Skólasystur úr T.Í. Þýtur í stráum þeyrinn hljótt, þagnar kliður dagsins. Guð er að bjóða góða nótt í geislum sólarlagsins. (Trausti Á. Reykdal.) Í dag kveðjum við Siggu, vinkonu okkar, Claessen. Fyrir fjörutíu árum kynnti Júlíus hana fyrir hópnum okk- ar sem unnustu sína. Hún var þá sem ávallt síðar óvenju glæsileg kona, há- vaxin, björt yfirlitum, traust og hrein- skiptin. Hún hafði einstaklega góða og hlýja nærveru. Áratuga kynni hafa fært okkur margar góðar minningarperlur, sem við þökkum af alhug. Við sendum Júlíusi, dætrum þeirra og fjölskyldum, Guðrúnu móður Siggu og ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur. Karenar og Skarphéðingar. Septembermánuður 1979 er geng- inn í garð. Ferðalag er hafið í fylgd Sigríðar Ingibjargar Claessen, Siggu. Á því ferðalagi er víða komið við, bæði á sérdeildum Landspítalans svo og New York-borgar. Áfangasigrar vinnast er gáfu góða heilsu og Siggu þrek og þor til marg- víslegra verka. Hvergi var slegið slöku við, fjölskyldunni sinnt, en jafn- framt hafið nám í meinatækni, er hún lauk á árinu 1983. Starfaði Sigga æ síðan á blóðmeinafræðideild Land- spítalans við Hringbraut, undanfarin ár sem kennslumeinatæknir. Sigga var glæsileg kona, fríð sýn- um, hávaxin, ljós yfirlitum og bar allt hennar fas merki um skapfestu. Var hún gædd góðum gáfum, öguð í hugs- un og verki, er skilaði sér í fullkomn- un þeirra verka er hún tók að sér. Metnaðarfull, bæði fyrir hönd sjálfrar sín og sinna, ákveðin í skoðunum, traustur vinur. Í áratugi höfum við notið vináttu þeirra Siggu og Júlíusar og fjölskyldu þeirra. Er þar margs að minnast, m.a. árlegar skoðunarferðir um landið í góðra vina hópi, fjölda sameiginlegra veiðiferða, þar sem kjölfestan hefur verið Laxárdalur í Suður-Þingeyjarsýslu, hvar sál og lík- ami endurnærast við náttúruskoðun og veiðar á þeim fagra stað. Á undanförnum árum hefur drjúg- um hluta frítíma þeirra Siggu og Júl- íusar verið varið til þess að bæta land- kosti að Fossi í Grímsnesi, þar sem þau hófu skógrækt í fjölskyldureit sínum. Hefur verið ánægjulegt að fylgjast með framkvæmdum þeirra þar og njóta með þeim ávaxta verk- anna bæði innan og utan dyra í Lang- holti, en svo er staðurinn nefndur. Hefur skógræktinni fleygt fram, enda hugað sérlega að hverju tré, þótt mörg séu. Líktist Sigga helst glögg- um og nærgætnum fjárbónda, er við gengum með þeim hjónum um land- areignina, þar sem hún þekkti hvert tré og hvern græðling nánast með nafni og að auki gróðursetningardag- inn. Bætti hún stöðugt við þekkingu sína á öllum þáttum skógræktar og var aðdáunarvert að sjá, hvernig hún nýtti þekkingaraukann til bættrar ræktunar. Unaðsreitur varð til, þar sem dæt- ur, tengdasynir, barnabörn og vinir nutu samveru þeirra hjóna. Fyrir rúmu ári dró ský fyrir sólu. Erfiður sjúkdómur greindist að nýju. Ferðalag til bættrar heilsu hafið, meðferðarleiðir reyndar. Árangur minni en vonir og vilji stóðu til en ánægjustundir nýttar til hins ýtrasta. Gifting dætra, skírn barnabarns, stundir í Langholti auk ánægjulegs ferðalags þeirra hjóna í marsmánuði síðastliðnum. En enginn má sköpum renna. Ferðin þyngdist, krafturinn minnkaði og andaðist Sigga á krabba- meinslækningadeild Landspítalans hinn 23. maí. Góð vinkona er kvödd, þökkum við samfylgdina. Megi Guð og góðar vættir styrkja góðan vin, Júlíus, dæt- urnar þrjár og fjölskyldur þeirra, systkini og móður þeirra, Guðrúnu. Hildur og Þórarinn. Við andlát Sigríðar Claessen 23. maí hvarf ein af bestu vinkonum okk- ar hjóna úr lífi okkar. Við Sigga erum fædd á sama ári og uppalin á ættar- heimili mæðra okkar í jaðri Skugga- hverfis. Hún fluttist ung að aldri með foreldrum sínum að Langholtsvegi í Reykjavík og bjó þar til þess tíma að hún giftist skólabróður mínum úr Menntaskólanum í Reykjavík og Há- skóla Íslands, Júlíusi Sæberg. Þar með endurnýjuðust kynni okkar Siggu og rifjaði hún stundum upp að hún myndi enn eftir hvað hún vor- kenndi stráknum sem var bundinn í band í porti við Hverfisgötu. Með okkur hjónum þróaðist fljótt góður vinskapur sem hefur fylgt okk- ur alla tíð síðan. Við höfum því orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fylgj- ast með þróun og þroska sambands þeirra og dætra. Af kynnum okkar sannast að maður og kona í góðu hjónabandi eru eitt og því erfitt að minnast eins án þess að minnast beggja. Hægt er að minnast ýmissa atburða af samvistum okkar en ég kýs að nota þessar fáu línur til að draga fram persónulýsingu frá bæj- ardyrum okkar Sigrúnar. Eftir góða grunnmenntun frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stofnun hjúskapar ákvað Sigga að taka stúdentspróf og mennta sig sem meinatæknir. Hún sýndi þar þraut- seigju, staðfestu og samviskusemi sem endurspeglaðist síðar í dætrum hennar. Heimilið, uppeldi, menntun og velferð dætranna, Guðrúnar, Guð- laugar og Elísabetar, var þeim hjón- um ætíð efst í huga og voru það loka- verk Siggu að taka þátt í skírn dótturdóttur og skömmu síðar brúð- kaupi yngstu dótturinnar. Sigga naut þess að hlúa að heimili sínu fyrst í Hlíðunum, síðan í Heimunum og síð- ast í Sæviðarsundi. Mátti þar glöggt sjá að hún var myndarleg húsmóðir og afbragðs hannyrðakona. Um- hyggja fyrir móður sinni, sem misst hafði mann sinn á miðjum aldri, var henni ætíð ofarlega í huga. Þeim hjónum var annt um vini sína sem ávallt voru þátttakendur við há- tíðleg tækifæri, s.s. við lokapróf og brúðkaup dætranna. Sigga var glæsileg kona, vel að sér í þjóðfélagslegri umræðu, glaðlynd og félagslynd. Eitt aðaláhugamál þeirra hjóna á síðari árum var að reisa myndarlegt sumarhús í Grímsnesinu, í landi Hauks heitins föður hennar. Þar stunduðu þau gróðursetningu af kunnáttu og elju og undu vel hag sín- um í faðmi fjölskyldunnar. Með söknuð í hjarta kveðjum við nú góða vinkonu og vottum Júlíusi, dætr- um og fjölskyldum, móður hennar og systkinum dýpstu samúð okkar. Siggu þökkum við fyrir öll árin sem við höfum átt samleið. Guð blessi minningu hennar. Kristján og Sigrún. Í amstri daganna er okkur mann- fólkinu gjarnt að taka lífinu sem sjálf- sögðum hlut. Hugurinn er oftast bundinn við þá veraldlegu hluti sem við erum að fást við en síður við fall- valtleika lífsins. Við ákveðna atburði í lífinu er hins vegar eins og tíminn stöðvist og þannig varð okkar innan- brjósts þegar við fréttum andlát góðs vinar okkar, Sigríðar Claessen. Liðin ár rifjast upp, minningarnar streyma fram og við fyllumst þakk- læti fyrir að hafa átt allar þær ánægjustundir sem tengjast henni og koma upp í hugann. Þær verma og ylja og skilja eftir gleði í hjarta vegna þess að þær hafa gert lífið bjartara og innihaldsríkara. Samverustundir heima og heiman um langt árabil, sem eru svo ótal margar og ánægjulegar, er við hjónin höfum átt með Júlíusi og Siggu. Þar eru ofarlega minningar frá árlegum ferðalögum um landið, veiði- ferðum og heimboðum en ekki síður frá merkisviðburðum í fjölskyldunni eins og afmælum, útskriftum og brúð- kaupum dætra þeirra. Það sem ber þó hæst er vináttan sem hefur myndast og það góða og hlýja viðmót sem ávallt mætti okkur. Hún var ákveðin og sterkur persónu- leiki, hreinskiptin, réttsýn, greind og víðlesin. Það einkenndi fas hennar allt hvað hún bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti og hafði metnað fyrir þeirra hönd. Hún var stolt af dætrum sínum og barnabörnum sem eru miklir sólargeislar í lífi þeirra hjóna. Það er aðdáunarvert hvernig Sigga tókst á við örlög sín þegar sýnt var að veikindin voru komin á ný á al- varlegt stig. Hún lét það ekki buga sig heldur gerði flest það sem hugur hennar stóð til og reyndi að njóta dag- anna eftir mætti þótt kraftur færi þverrandi. Það er ekki fjarri að hugur manns fylltist helgi að verða vitni að slíkum hugarstyrk. Í minningunni munum við sjá hana fyrir okkur í sumarbústaðnum, glaða og reifa, ræða málefni líðandi stundar af áhuga, bera fram góðan mat og gleðjast með glöðum, helst með alla fjölskylduna í kringum sig. Þeir sem skilja eftir góðar minningar og hafa lagt rækt við sinn garð hafa lifað lífinu vel því það eflir og styrkir þá sem eftir lifa. Sigga var góður vinur sem verður sárt saknað. Mestur er söknuðurinn hjá eiginmanni, dætrunum og fjöl- skyldum þeirra, aldraðri móður og systkinum. Við biðjum algóðan Guð að styrkja þau og vernda. Blessuð sé minning Sigríðar Claes- sen. Áslaug og Karl F. Garðarsson. Elskuleg vinkona okkar, Sigríður Claessen, er látin langt um aldur fram. Í veikindum sínum sýndi hún mikið æðruleysi og baráttuþrek. Sigga var sterk kona, greind, ákveðin, dugleg með afbrigðum, skemmtileg og vinmörg. Við unnum með henni á Rann- sóknastofu Landspítalans og var það samstarf mjög ánægjulegt. Hún var frábær í starfi sínu sem kennslu- meinatæknir, en hún var ekki aðeins með fræðin á hreinu heldur kunni hún svo vel að miðla þeim til annarra. Fyrir nokkrum árum stofnuðum við bútasaumsklúbbinn okkar og hitt- umst reglulega. Efldi þetta enn frek- ar vináttuna. Sigga var afkastamest okkar við saumaskapinn og komu list- rænir hæfileikar hennar þar mjög vel í ljós. Hún saumaði mörg falleg teppi og flest þeirra gaf hún vinum og vandamönnum. Við eigum oft eftir að minnast skemmtilegrar ferðar okkar í sumarbústað s.l. haust, þar sem Sigga naut sín svo vel. Við erum mjög þakklátar fyrir allar góðu og skemmtilegu samverustundirnar. Skarð hennar í klúbbnum okkar verð- ur aldrei fyllt og mun hennar verða sárt saknað. Í einkalífi sínu var hún gæfusöm. Hún talaði með mikilli væntumþykju um fjölskyldu sína og var mjög stolt af dætrum sínum og barnabörnum, sem mikið hafa misst því betri amma er vart finnanleg. Megi minningin um umhyggjusama og hjartahlýja eiginkonu, móður, ömmu og dóttur, milda sorgina og gefa þeim styrk, sem eftir lifa. Anna Lovísa, Hafdís, Hjördís, Kristín G. og Þórunn. Sigríður Claessen elskuleg vinkona mín er látin langt fyrir aldur fram. Við kynntumst þegar við unnum sam- an á skrifstofu Loftleiða árin 1965 og 1966 og hefur ætíð síðan verið vin- skapur okkar á milli. Það var skemmtilegur tími, bæði í vinnu og frítíma. Sigga var ákaflega traust og tryggur vinur vina sinna. Hún var mjög skemmtileg og hafði skemmti- lega kímnigáfu og tilsvör. Einnig var hún minnug og vitnaði oft í gömul at- vik á sinn sérstaka hátt. Ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið að hitta Siggu fyrir mánuði síðan. Þá var hún sæmi- lega hress og leið vel miðað við að- stæður. Ekki hvarflaði að mér þá að þetta yrði okkar síðasta stund. Ég mun sakna hennar sárt. Fjölskyldu Siggu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau í sorginni. Nanna Sigurðardóttir. Kær vinkona er kvödd í dag, langt fyrir aldur fram. Hennar mun ég sakna sárt. Að henni stóðu góðir for- eldrar sem með sinni framgöngu komu börnum sínum vel til manns, eins og þau bera merki. Sigga var heilsteypt og samvisku- söm og trygglynd svo af bar. Vinum sínum var hún sannur vinur bæði í gleði og í þraut. Dætrum sínum var hún góð móðir og allar bera þær vitni umhyggju og góðs uppeldis úr for- eldrahúsum. Mikið jafnræði var með þeim hjónum Siggu og Júlla og á heimili þeirra var gott að koma, gest- risni og gleði í fyrirrúmi. Sigga bar veikindi sín af ótrúlegum viljastyrk og æðruleysi. Elsku Gunna mín, stundirnar góðu á Langholtsveginum hafa staðið mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum und- anfarna daga, þær eru meðal minna bestu minninga. Júlli, Gunna, Guð- laug , Bettý, tengdasynir og barna- börn, ykkar harmur er mikill en minningarnar um góða konu og móð- ur er huggunin. Gulli og Helga þið kveðjið kæra systur sem vildi ykkar hag og fjölskyldna ykkar sem bestan. Blessuð sé minning vinkonu minn- ar. Lilja. Kæra Sigga mín, nú ert þú horfin yfir móðuna mikla. Þú barðist við ill- vígan sjúkdóm með æðruleysi eins og þín var von og vísa. Ég leit til þín morguninn 23. maí og þú sagðir þá við mig: „Nú er minn tími kominn.“ Ég var mjög þakklát fyrir að fá þá tæki- færi til að þakka þér fyrir allar góðu og ógleymanlegu samverustundirnar, sem við höfum átt bæði í starfi og frí- tíma. Ómetanleg vinátta okkar hófst fyrir 15 árum þegar við unnum saman að BS-verkefni í meinatækni. Þá kynntist ég hversu heilsteypt, trygg og einstök manneskja þú varst. Þegar við vorum að skrifa ritgerðina kom í ljós hve næmt auga þú hafðir fyrir móðurmálinu og hvað þér var það kært. Við samstarfskonur þínar sem störfuðum við smásjárskoðun á blóð- mynd gátum alltaf leitað til þín og komum þá ætíð að hafsjó fróðleiks sem þú hafðir aflað þér og varst alltaf tilbúin að miðla af. Við áttum margar góðar samveru- stundir og gátum talað endalaust saman. Þau voru ófá leyndarmálin, sem ég sagði þér og ég bætti alltaf við: Ég treysti þér, þú ert eins og klettur. Þannig varstu, þú varðveittir það sem þér var treyst fyrir. Fjölskylda þín var þér allt. Það var þín mesta ánægja í lífinu að veita henni þá ástúð og hlýju sem prýddi þig. Ég man þegar þú varst orðin veik, þá bað ég þig um að fara vel með þig og hvíla þig, en þú sagðir að það væri ekki þess virði að lifa, ef þú gætir ekki gert það sem þú hefðir gert hing- að til. Þú varst mikil hagleikskona og ég þakka þér sérstaklega fyrir búta- saumsteppið sem þú saumaðir og gafst okkur Geir í sumarbústaðinn. Eitt skiptið þegar við Geir komum í bústaðinn til ykkar Júlla þá var Guð- laug dóttir þín þar. Stoltið ljómaði af henni þegar hún sýndi okkur allt það sem þú hafðir saumað og málað. Kæra Sigga, við Geir þökkum ykk- ur Júlla fyrir allar ánægjulegu sam- verustundir liðinna ára. Kæri Júlli, þér og fjölskyldu þinni vottum við okkar dýpstu samúð. Við vitum að söknuður ykkar er mikill, en við trú- um því að minningin um einstaka konu og móður muni lifa með ykkur og létta söknuðinn. Blessuð sé minning þín, kæra Sigga. Þín vinkona, Kristín. Eg minnist þín í vorsins bláa veldi, er vonir okkar stefndu að sama marki, þær týndust ei í heimsins glaum og harki, og hugann glöddu á björtu sumarkveldi. Þín sál var öll hjá fögrum lit og línum, og ljóðsins töfraglæsta dularheimi. Þú leiðst í burt frá lágum jarðarseimi, í ljóssins dýrð, á hugarvængjum þínum. Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægurglys. Á horfna tímans horfi ég endurskin ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (S. Steinarr.) Við vottum öllum sem syrgja okkar dýpstu samúð. Jarþrúður, María, Sigurlaug og Svava.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.