Mánudagsblaðið - 12.11.1962, Síða 1
j‘BIslS fyrir alla
15. árgangur
Mánudagur 12. nóvember 1962
Launaiöfnunin á Islandi
er ranglát og hættuleg
Furðuleg viðbrögð stjórnarvaldanna við sjálfsögðum kröfum lækna. Öþol-
andi að hámenntaðir sérfræðingar séu settir við sama borð og skussar
Framkoma stjórnarvaldanna gagn.vart sjúkrahúslæknum er bæði
furðuleg og hneykslanleg, ekki sízt fyrir þá sök að hún bitnar
ekki fyrst og fremst á læknunum sjálfum, heldur þeim sem
sízt skyldi, nefnilega sjúklingum þeirra, sem engan hlut eiga
að málinu. Nú er svo komið að varla er öðrum sjúklingum sinnt
en þeim sem sannanlega eru dauðans matur, ef ekkert er að
gert.
Farnir út með
frúrnar!
Olafur Thors og
þjóðin borgar
Enn einu sinni sendir rík-
isstjórnin nokkra af „fulltrú
um“ sínum til að sitja fundi.
I þetta sinn fer hópurinn til
Parísar, og auðvitað fara
„þvottakonumar“ þeirra
með til þess að halda nær-
brókunum þeirra hreinum.
Það þóttu nokkur tíðindi,
þegar einu eiginkonurnar,
sem viðstaddar voru setn-
ingu þings Sameinuðu þjóð-
anna, voru eiginkonur ís-
lenzku fulltrúanna m. a.
sjálfs utanríkisráðherrans,
enda varð ýmsum starsýnt
á þær, blessaðar, með spek-
ingssvipinn sinn, meðan
skyrtur og annað dót lá í
bleyti heima á hóteli
Nú fóru þær enn með
mönnum sínum til Parísar
og þykjast heldur en ekki
inerkilegar að sitja þar al-
þjóðafyndi.* Það er ekki Iítil
upphefð fyrir konugamiana
að þvælast svona um heim-
inn, en almenningur er ekk-
ert hrifinn af þessu flandri
o.g hann borgar víst brús-
ann að venju. Ef þessir
menn, sem era svona margir
til að passa hver annan,
treysta ekki konum sínum
til að sitja heima meðan þeir
eru að bjar.ga heiminum, þá
væri eins vel, að þeir sætu
bara sjálfir heima og létu
fasta fulltrúa þjóðarinnar
ytra, sem era eins og mý á
mykjuskán um alla Evrópu,
koma fram fyrir hönd þess-
ara 180 þúsunda Ríkisstjórn
Ólafs Thors virðist vera í
nógum vandræðum, þótt hún
standi ekki í óþarfa útgjöl'’
um eins og þessum
Þptta er þó aðeins önnur hlið
málsins, alvarleg að vísu, en
hin er engu síður ískyggileg
Heilbrigðismálaráðherra hefur
lýst því yfir, að hann telji, að
læknar hafi yfrið nóg kaup, og
hefur sent blöðunum skýrslu
um launagreiðslur þeirra. Enda
þótt læknar hafi vefengt þá
skýrslu, er hún þó einmitt sönn
un þess, að þeim er síður en
svo of vel borgað.
HAFA HELMING
A VIÐ ÞJÓNA
Skýrslan bar nefnilega með
sér, að hinir „hálaunuðu“ lækn
ar að mati ráðuneytisins höfðu
að jafnaði 12—14.000 króna
mánaðarlaun, og læknar h;ifa
sýnt fram á, að sú greiðsla kem
ur fyrir hvorki meira né minna
en um og yfir 400 klukkust.
vinnu, þannig að tímakaup
þeirra er sem næst 40 krónur.
Vínskenkjarar höfuðborgar-
innar myndu fúlsa við slí'kum
launum og hefur enda eitt af
blöðum stjórnarinnar skýrt frá
því, að þeir séu sáróánægðir,
ef þeir hafa ekki 7.000 krónur
á viku fyrir að hella í glös
þann takmarkaða tíma á degi
hverjum sem slíkt er leyfilegt.
Eftir 15 ára strangt nám, sem
raunar tekur aldrei enda, eru
læknar þannig taldir ofaldir,
þótt þeir séu aðeins hálfdrætt-
ingar á við kokkteilhristara
HÆTTULEG
MEINSEMD
Læknadeilan vekur athygli á
mjög séríslenzku fyrirbæri, sem
hefur stöðugt verið að ágerast.
Hvergi í víðri veröld er búið
jafnilla að sérmenntuðum hæfi
leikamönnium og á Islandi, og
þess ber að gæta, að þótt lækn
ar séu illa launaðir miðað við
þá þekkingu og vinnu, sem af
þeim er krafizt, eru aðrir sér-
menntaðir menn á Islandi miklu
verr settir.
Hvers konar langskólagengn
ir, lærðir og þjálfaðir sérfræð-
ingar eru hér settir við sama
bekk eða skör lægra en aðrar
stéttir, sem hvorki krefjast sér
menntunar né '^érstakra hæfi-
leika. Er þó góður aðbúnaður
þessara manna sérhverju menn
ingarþjóðfél. nauðsyn Sýnt hef
ur verið fram á það með rök-
um, að laun slíkra manna eru
hér allt niður í fjórðung þess,
sem sambærilega menntaðir
menn fá í nágrannalöndum.
Það er aðeins tryggð þessara
manna við átthaga og ættjörð,
sem hingað til hefur komið 5
veg fyrir, að þeir flykktust af
landi burt, og hafa þó allmikil
og sívaxandi brögð verið að því
á síðustu tímum.
LAUNAKERFI HINS
OPINBERA
Helzta röksemd stjórnarvald-
anna fyrir því, að ekki sé hægt
að ganga að kröfum lækna, hef
ur verið sú, að ef það yrði
gert, myndi allt launakerfi
ríkisins fara úr skorðum. En
það væri satt að segja hið þarf
asta ver*k að ryðja því kerfi
burt, sem hafur það í för með
sér, að frímerkjasleikjarar
Framhald á 7.
Laglega ljóshærða stúlkan liér á myndinnl heitir Eva Eden, gott imfn, og er líklega mest ljós-
myndaða stúlka Bretlands enda ákaflega vel vaxir Nýlega hætti hún að vera fyrirsæta en
starfar n»' við br<wk» sjónvarpW ið miklai insæí'1''-
„Agalega var gaman — og ég sem hélt að ég myndi ekki Ienda
í svona spennandi geimi fyrr en ég yrði að nnnnsta kosti lð
ára.“ —
Birgir sjálfstœðismaður og
ceskan óstýriláta
Kommar sannorðir — Smjaður að ó-
þörfu — Borgaryfivöldin sek
Borgarstjórnin okkar ræðir
alltæf við og við mál, sem efst
eru á baugi, en heldur er það
þó sjaldan. Nokkra athygli
vakti það laust fyrir síðustu
helgi, að borgarstjórnin tók
skemmtanalíf æskunnar til um
ræðu, og það, sem vakti enn/
meiri furöu, var, að þá ratað-
ist kommúnista satt orð á
munn. Sá góði fulltrúi Krus-
joffs í borgarstjórn okkar full-
yrti, að „meirihluti reykviskrar
æsku stundaði skemmtanir,
sem leiddu til skrílmennsku.“
þessi réttu orð eru meira að
segja höfð eftir varafulltrúa
komma, sem er iðnaðarmaður.
Ekki stóð á mótmælum. Birg
ir Isl. Gunnarsson, sjálfstæðis-
maður auSvitað, reis þegar upp
á afturlappirnar og, að venju,
óð mjög villu og svima í jafn
augljósu máli og þessu. Til
þess að smjaðra fyrir einhverj-
um, þurfti þessi góði maður að
telja ummæli kommans „móðg
un við reykvíska æsku,“ eins og
hann í alvöru tryði því, að
þessi svokallaða æska okkar
kynni að móðgast, eða yfirleitt
firrtast af nokkru, nema ef tek
ið er af henini brennivin eða
lögreglan reynir að láta hana
fylgja almennum umgengnissið
um, en þeir eru eitur í æskunn-
ar beinum.
Það er ekki ónýtt fyrir borg
ina að hafa jafn skarpskyggna
menm og Birgi, sem svo langt
ganga að leggjast flatir fyrir
æskufólk það, sem er og hefur
verið höfuðstaðnum til skamm-
ar vegna framkomu sinnar á
götum og inni í samkomustöð-
um undanfarinn áratug. Þetta
skjali, þessi skinhelgi og slepju
háttur í fulltrúum eins og Birgi
er jafnhættulegt og það er
heimskulegt. Þess verður að
krefjast af borgarfulltrúum
flokkanna, svo ekki sé talað
um hinn ráðandi flokk, að þeir
viti eitthvað meira og betur
um ástandið hjá æskunni í
Framhald á 7.
Er klerkurinn snar.
Á Sturlungaöldinni, og íeyndar
oftar í sögu landsins, var það
alltítt, að klerkar báru klæði á
vopnin, þegar höfðingjar börð-
ust, og oft með góðum árangri.
Síðari árin hafa afskipti klerka
af veraldlegum deilum verið
heldur fáfengileg og oftast til
vafasams gagns.
Það þóttu því heldur undur,
þegar einn af þjónum kirkjunn-
ar bauðst, að sögn dagblaða,
til þess að sætta lækna og rík-
ið í deilunni frægu. Sr. Jakob
hyggur, að hann geti á ein-
hvern yfirnáttúrlegan hátt sam
ið þar, sem alt er komið í
strand og lífsafkoma heillar
stéttar er í veði.
Almenningur er undrandi yf-
ir slíkri framhleypni af klerks
hálfu, og efalítið verður að
telja, að biskupinn láti rann-
saka þennan sálnahirði, sem
gerir sig berani að barnalegri
glópsku eins og þessi prestur
hefur þegar gert. Prestar eru
enn í heiðri hafðir a. m. k. hjá
öllum þorra alþýðu, en einmitt
svona framhleypni er aðéinis til
þess fallin, að rýra virðingu
stéttarinnar í heild.
Það er einmitt vegna þessa
atviks, auk hinna mörgu, sem
sögð eru um þennan æruverð-
uga prest, að maður spyr, eins
og alþýða: Er klerkurinni orð-
inn snar?