Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.11.1962, Síða 6

Mánudagsblaðið - 12.11.1962, Síða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 12. nóvember 1962 \ sleppa sér, því það var svo ó- líkt henni. Helen hafði, sem bet ur fer, aldrei verið sykur-sæt, en hún hafði ekki heldur verið kaldhæðin. Hún er þreytt, hugsaði hann. Og það er ekki undarlegt eins og hún hefur þrælað undan- fama daga. Hún hafði meira sér til afsökunar en/ Lola, sem þurfti lítið tilefni til að rjúka upp. Þó voi-u áhyggjur Lolu vegna barnsins ekki nein upp- gerð — þetta var reyndar í fyrsta sinn, sem hún sýndi Car- ol nokkra umhyggju — og það skildi hann, sem góðs vita. Car- ol þurfti á móðurlegri um- hyggju að halda, og föðurlegri lika ___ Hannn sagði við Helen: ,,Hún var mjög ósvífin við þig, það verð ég að játa.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði Helen kuldalega. „Þú verður að taka nokkurt tillit til sálarástands hennar. Hún varð hrædd, þegar hún sá okkur standa með spraut- tma í hendinni yfir Carol.“ Svona var það, hugsaði Hel- en í reiði siná, hann ber í bæti fláka fyrir hana En hún svar- aði honum engu, og hann hélt áfram: „Sannleikurinn er sá, Helen, að Lola e'r í verunni mjög ó-. hamingjusöm" En þú átt eftir að gera hana hamingjusama! hugsaði Helen og lá við gráti. Davíð greip um hendurnar á henni. „Helen, hlustaðu á mig Eg er alveg klár á því, að Lola gerir ekekrt til að koma þér í klandur — þvi skyldi hún líka gera það ?“ Vegna þess að hún er á móti mér, hugsaði Helen, en hún þagði, og Davíð hélt áfram: „Og hvað sem því líður, þá myndi ég sjá um, að hún gerði það ekki.“ „Þú?“ spurði Helen og rétti úr sér „Hverndg þá? Með for- tölum eða beinnd skipun? Jú, ég ímynda mér, að hún mundi láta undan hvoru sem væri, ef það kæmi frá þér.“ Hann horfði undrandi á hana. „Eg þyrfti hvoruga leiðina að fara. Allir á þessu skipi, frá skipstjóra til messadrengs, vita, hve mjög þið Brent hafið lagt að ykkur til að stöðva þessa veiki. Heldur þú, að nokkur okkar mundi leyfa nokkra umkvörtun eða aðdrótt- anir? Eg get vel skilið, að þú sért gröm, en það er líka eitthvað annað, sem amar þig, þú ert ekki eins og þú átt að þér.“ „Jú, víst er ég það,“ svaraði hún með hita, „kannske er þetta í fyrsta skipti síðan þú kynntist mér, sem ég er eins og ég á að mér! Og það þýðir eld, en ekki vatn, hita, en ekki ís“ Hún strauk hendinni um enn- i ið og fór að hlæja. „Horfðu ekki svona á mig, Davíð. Vertu ekki svona óskap- lega undrandi!" Hún stóð á fætur og ýtti aft- ur stólnum svo hastarlega að kipptist í keðjuna, sem hann var festur með, og haren Ixrökk til baka á sinni stað, svo hún varð að setjast aftur. „Fínt,“ sagði Davíð rólega, „þetta heldur þér augnablik lengur.“ „En aðeins augnablik," sagði hún„ „ég þarf að fara að „Við þurfum bæði að fara vinna“. „Heldurðu, að það væri þá ekki vissara fyrir okkur að byrja, eða viltu halda áfram að tala máli Lolu ?“ „Til fjandans með Lolu!“ hrópaði haran upp óþolinmóður, og í eyrum Helenar létu þessi O0 orð sem unaðslegur söngur. „Ó, Helen, Helen — getum við ekki fundið hvort annað aftur?“ Hún sat hreyfingarlaus. Jafn vel hjartað í herani virtist hætta að slá. Reiði, afbrýði- semi, hugsýki, allt hvarf þetta fyrir óumræðilegri hamingjutil- finningu, sem gagntók hana. „Hvað sagðirðu, Davíð ?“ hvíslaði hún. Hann svaráði með því að koma til hennar, draga hana upp úr stólnum og kyssa hana, — löngum, dveljandi kossi — og eitt augnablik voru þau al- eira og alsæl í heiminum, en í kringum þau stóðu himinn og jörð kyrr. Svo að lokum losaði hann hana úr faðmi sér og lagði vanga sinn að henraar vanga. Hvorugt mælti orð frá vör- um. Helen lokaði augunum og lét alla hugsun frá sér fara til þess að njóta þess eins að finna til. Nálægð haras, styrk- leikur hans, já tilvera hans ein sömul, fyllti sál hennar nafn- lausum fögnuði. Hann kyssti hana aftur með vaxandi ástríðu, og hún svaraði í sömu mynt. Allar þrár og all- ar einverustundir aðskilnaðarár anna leystust upp í gleði þeirra og hamingju. Svo heyrðist eitthvert hljóð í gegnum vegginn, frá káetu Pauls. Hann hækkaði röddina, en það var ekki hægt að greina orðaskil. Það var eins og Helen hefði vaknað við vondan draum. Húra sleit sig lausa frá Davíð, ýtti honum frá sér allt að því harkalega og hljóp út úr her- berginu án þes að líta á hann. Paul! hugsaði hún. Paul! Hvað hef ég gert? 18, KAPlTULI Paul lá og velti höfðinu eirð- arlaust á ýmsar hliðar á kodd- anum. Augu hans voru opin, en samt varð hann þess ekki var , að Helen var hjá honum. Það greip hana snöggvast sam- blarad af samúð og samvizku- biti gagnvart honum, en svo varð hjúkrunarkonu-aginn öll- um tilfinningum yfirsterkari, og hún mældi í honum hitann og þuklaði á púlsinum. Hún var að færa tölumar iran á línuritið, þegar Davíð kom inn. ,Hvemig llður honum?“ spurði hann. Eins og hún, var hann aftur orðinn ópersónuleg- ur, röggsamur, læknirinn hafði tekið við af manninum. „Nokkurn veginn eins.“ „Eg skal taka við, Helen. Far þú, og hvíldu þig. Þú hefur ekki tekið þér hvíld frá því snemma í morgun.“ Hún vék burt án þess að segja orð, án þess að líta á hann, þótt hún vissi fullvel, að hann fylgdist með hennd, augna ráðið spyrjandi, krefjandi. Var hann að brjóta heilann um, hví hún hefði slitið sig frá honum í svo blindum ofsa ? Þó svo væri, þá fengi hann aldrei að vita orsökina. Aldrei. Aldrei. Þegar hún var orðin ein í káetunni sinni, hafði hún fata- skipti, fór úr einkennisbúnijign um og í baðmullarslopp og lagð ist fyrir í kojunni. Það var svo mikið rót á hugsunum hennar og tilfinningum. Ennþá fann hún kossa Davíðs á vörum sér. Þeir höfðu hleypt sælu-ólgu í blóð hennar — sælu, sem Paul hafði aldrei vakið með henni og gæti aldrei vakið hér eftir. Eg get ekki gifzt horaum, hugsaði hún. Það er alveg af og frá. Það væri ekki rétt gert gagnvart honum, og jafnskjótt sem hann er orðinn góður, verð ég að segja honum það Það er hið eina heiðarlega. Og út frá þessari hugsun sofnaði hún. Djúpur þreytu- svefn tó khana í faðm sér, og hún vakraaði ekki fyrr en barið var harkalega á dymar. Hún var forviða að sjá, að hún var búin að sofa í fjórar klukkustundir. „Doktor Henderson sagði, að ekki mætti ónáða yður,“ sagði skipsþeman og var mikið riðri fyrir,, „en það er litla stelpan — Carol — hún er að spyrja eftir yður, systir —“ „Spyrja eftir mér?“ tók Hel- en upp eftir henni og fleygði af sér sloppnum og snaraði sér í einkennisbúninginn og skvetti á andlitið á sér köldu vatni til þess að ná úr sér svefninum. „Hún er grátandi að spyrja um yður, systir.“ „Haldið þér að hún sé veik?“ spurði Helen. Konan kinkaði kolli. „Og hugsa sér, hvernig móð- ir hennar getur látið Hótar að klaga til félagsins og guð veit hvað. Það mætti halda, að bam ið væri eirai sjúklingurinn um borð. _____ „Hvar er hún? Er hún á barnasjúkrastofunni.“ „Ekki aldeilis, systir — móð- ir hennar neitar að hreyfa hana. Hún heldur að hún sé að deyja.“ Helen skundaði framhjá henni og flýtti sér til herbergja Lolu. Þegar hún kom þangað, óð Lola að herani og hrópaði: „Loksins kemurðu! Af hverju komstu ekki fyrr?“ „Vegna þess að ég gaf fyrir- —æli um, að ekki mætti ónáða hana,“ sagði Davíð. Hann stóð við rúmstokkinn hjá Carol og athugaði litla ó- rólega líkamann. Svo bætti hann við: „Systir Cooper hefur ekki fengið almennilegan svefn í marga daga. Húra getur ekki haldið áfram í það óendanlega eins og vél.“ „Helen ....‘ muldraði Carol, „vil fá .... vil fá .... Helen.“ Helen tók um litlu, heitu höndina hennar. Hún mætti augnatilliti Davíðs yfir höfða- lagi Carolar. Hún sá vonbrigði í augum hans, mikil vonbrigði, og henná flaug í hug: Hann get ur þó ekki ásakað sig fyrir þetta? Hann skyldi þó ekki líta á þetta líka sem sín mistök? En henni létti, þegar hann brosti til hennar, því nú var bros hans ekki lengur biturt eins og það hafði verið það sem af var ferðarinnar. Bros hans nú var eins og í gamla daga þegar þau umnu hlið við hlið á spítalanum. Og þó skynjaði hún í því núna eitthvað persónulegra gildi, sem fylti hjarta hennar fögnuði. Við hlið hennar stóð Lola kjökrandi. „Þið sjáið, hve fáraýt tíma- eyðsia það var hjá ykkur að sprauta hana. Ó, Davíð, hvers vegna gerðirðu það. Þú meiddir hana, þú meiddir hana!“ Davíð sneri sér að henni og sagði til að sefa hana: „Það varð að gera það, Lola. Þáð var Varnaðarráðstöfun, sem brást, vegna þess að hún var gerð of seint.“ Augun í Lolu fylltus tárum. Þetta var í fyrsta sinn sem húra hafði séð barnið sitt veikt, nema þegar Carol fékk misl- inga, en þá hafði hún haft út- lærða hjúkrunarkonu til að stunda hana, og þá hafði hún auðvitað haft Steve til að styðja sig við. Hann hafði ver- ið sem klettur og fullviss- að haraa hvað eftir aranað um, að þetta væri bara barnasjúk- dómur — sem það og auðvitað var. Carol hafði fljótt komizt yfir það, en þetta hérna var allt annað. Nú var hún með óráði og þekkti ekki einu sinni móður sína, en hrópaði á Hel- en Ccoper, sem hún, Lola, nú hataði. Það, áð Carol, lét að- eins huggast af skipshjúkrun- arkonurani, kynti undir afbrýði- semina,, sem fyrir var. Hitinn í Carol var á stuttri stundu orðinn ískyggilega hár, og það friðaði Lolu ekki hót, þótt Davíð fullvissaði hana um, að hitinn í börnum væri fljótur oð stíga og lækka. Lola réðst á ný að Helen. „Ef þú hefðir ekki hleypt heimi inn til lækraisins, hefði þetta aldrei komið fyrir!“ Davíð sagði hvasst: „Þetta er ekki satt, Lola. Carol hefur vel getað fengið í sig þakteríuna, áður en hún fór inn til doktors Brents. Og það hlýtur svo að vera, því að öðrum kosti hefði hún ekki tek- ið veikina svona fljótt Og gleymdu því ekki, að hún var búin að vera í herbergi með ungfrú Armstrong, þangað til sú vesalings koraa var sjálf orð in veik.“ „Fjandinn hirði Agötu Arm- strong! Fjandinn hirði hana! Hún hefur verið mér einskis nýt allt frá þvi ég réð hana. Og ég skal losa mig við hana strax og við komum á land, það getið þið bókað.“ Carol var nú orðira rólegri, og Davfð gaf Helen merki, svo hún fór að hughreysta Lolu, sem nú var búin að fá móður- sýkiskast. „Við munum annast Carol svo vel sem unnt er,“ sagði hún þýðlega. Henni tókst að fá Lolu til að taka inn róandi lyf. „Ef þú vilt samþykkja, að við flytjum hana imn á barna- sjúkrastofuna, þá væri allt miklu hægara fyrir okkur, því sjúkrastofan er stutt frá lækna stofunni .. . . “ „Nei og aftur nei! Hún verð- ur að vera hér hjá mér! Ó, guð, láttu hana ekki deyja! Hún er allt, sem ég á!“ Djúp meðaumkvun fyllti hjarta Helenar. Kannske hafði Davíð haft rétt fyrir sér, þegar haran sagði, að Lola Montgo- mery væri mjög óhamingjusöm kona, og meira en óhamingju- söm, hún væri einmana eins og sú kona er, sem leitar að ást- inni, en finnur ekki. Þegar Helen var búin að fá Lolu til að leggjast fyrir, sraeii hún sér að Carol. Barnið var alveg rólegt núna og virtist sofa, var það góðs viti, og gat bent til, að veikin legðist vægt á hana. Davíð sagði: „Eg ætla inn á læknastofuna, og þar verð ég, ef þig vantar mig, Helen.“ Hann leit snöggvast þangað, sem Lola lá. kjökraradi og fór út. Helen gerði allt, sem í henn- ar valdi stóð, fyrir Carol, og þegar hún hafði gengið úr skugga um, að þær mæðgurnar sváfu, fór hún út og lokaði dyrunum hægt á eftir sér. „Eg vildi óska, að Lola vildi samþykkja, að Carol væri flutt til,“ sagði hún við Davíð, þegar hún kom aftur inra í læknastof- una, „en sem stendur er hún ekki með sjálfri sér af hræðslu, og allar fortölur eru þýðingar- lausar." Hann leit upp og kinkaði kolli til samþykkis. Hann var þreytulegur, en þó bar jafnvei meira á vonbrigðum í svipraum heldur en þreytu. Það hafði þá bara verið orðin tóm, þegar hann var að hughreysta Lolu, hugsaði Helen. Hún sagði umbúðalaust: „Davíð, þú kennir þó ekki sjálfum þér um, að Carol var of seint sprautuð ? Það var full komlega satt eins og þú sagðir Lolu, að barnið hefur getað snjitazt fyrr. Og það hlýtur að hafa verið miklu fyrr, því ann- ars væri ekki veikin komira á þetta stig núna.“ „Eg veit, en engu að síður er ég vonsvikinn." Hann glotti. „Það er allt að því kaldhæðnis- legt, finnst þér ekki? Að ég skyldi bregðast aftur, meina ég.“ „Era þú hefur ekki brugðizt! Þó ég hefði sjálf gefið Carol sprautuna, hefði útkoman orðið sú hin sama!“ sagði Helen. „Llklega er þetta rétt hjá þér,“ sagði hann þreytulega, en það var eins og svipur Christine litlu Derwent hefði komizt milli þeirra, svo Helen gat ekki stillt sig um að segja: „Davíð — Davíð!“ Geturðu ekki gleymt?“ „Aldrei,“ svaraði hann stutt- ur í spuna, „ég get aldrei gleymt þvi.“ Ósjálfrátt hafði hún rétt út hendurnar til hans, en nú féllu þær máttvana að síðum hennar. Mundi undin í hjarta hans aldrei gróa? hugsaði hún vora- leysislega. Var ekkert, sem hún gat gert til þess að græ'ða þetta sár? Ömurleikatilfinnig kom yfír hana. Stutt var síðan hún hafði hvílt i örmum hans; hann hafði kysst hana ástríðuþrungnum og löngunarfullum kossum; þessa dýrlegu stund höfðu þau hömdl að meiri sælu en þau hafði dreymt um áður, og nú náði hún ekki til hans lengur — hann var orðinn fjarlægur aft- ur. Hún snerist á braut. Rödd hans fylgdi hemni eftir: „Eg ætti víst að biðja þig fyrirgefningar, sagði hann eins og hann styndi upp orðunum. „Á hverju?‘!‘ Rona Randall: HELEN Framhaldssaga <

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.