Mánudagsblaðið - 12.11.1962, Side 7
Mánudagur 12, nóveniber 1962
Mánudagsblaðið
7
Merkilegt ryðvarnarefni
Eg sit I biðstofu heiinilislækn
isins, bíð eftir lyfseðli. Börnin
á heimilinu eru stifluð af kvefi.
Biðin er leiðigjörn svo ég fer
að blaða í gömlu blaðarusli,
sem lig,gur á borði í biðstof-
unni.
Skyndilega rek ég augun í
risafyrirsögn. Eg held á for-
síðu Dagens Nyheter frá 30.
júní, 1961. Þar stendur efst á
blaði, með risaletri: „Bílarnir
versna alltaf — Ryðið kostar
320 milljónir árlega“. (Það sam
svarar 2672 milljónum ísl. kr.).
Undirfyrirsögn í blaðinu er umj
fyrstu Atóm-geymflaug Banda-1
ríkjanna, og er í nærri helm-
ingi smærra letri.
Eg fór að velta því fyrir mér
hvað ylli því að blaðið teldi
þetta slíka risafrétt að jafnvel
frétt um fyrstu Atóm-eldflaug
Bandaríkjamanna félli alveg í
skuggann
Því miður vantaði meirihluta
blaðsins, enda hefur það legið
þarna í rúmt ár, en þó komst
ég að því að fréttin sem fylgdi
þessari risafyrirsögn var um
nýtt ryðvamarefni, sem nefndst
TECTYL, og er amerískt.
Eg er einn þeirra ógæfusömu
manna sem á mikið ryðgaðan
bíl, og þrátt fyrir endalausar
K A K A L I
Framhald af 4. síðu.
Meðal æðstu manna þess-
ara mála ætti hver maður,
sem þar situr í ábyrgðarstöðu,
að krefjast þess, að ljósmynd
uð verði fingraför allra lands
manna, eins og gert var á
Akranesi fyrir nokkrum ár-
um.
Við getum ekki látið þessar
bjánalegu viðbárur tröllríða
heildinni.
tilraunir, svo sem með kvoðun,
áburði þykkrar olíu, o. s. frv.,
hefur mér ekki tekizt að stöðva
stöðugt áframhaldandi ryðgun
bílsins. Eg fór því að reyna að
afla mér nánari upplýsinga um
þetta nýja undraefni TECTYL.
Að lokum rakst ég á grein í
gömlu eintaki af Politiken, frá
18, október 1961, sem fjallar
um þetta ryðvarnarefni, og fer
hún hér á eftir í lauslegri þýð-
ingu.
„Allir nýir bílar frá General
Motors eru nú ryðvarðir, bæði
að innan sem og undirvagn-
inn.“
Loksins, loksins. Við sendum
General Motors stóran blóm-
vönd fyrir myndarlegt framtak.
Þegjandi og hljóðalaust hafa
samsetningarverksmiðjurnar
General Motors í Aldersrogade,
Kaupmannahöfn hafið nýtt pró
gram, sem hver einasti bileig-
andi mun fagna. Hver einasti
nýr bíll verður héðan i frá ryð-
varinn m. tvennskonar ryðvarn
arefni, er einnig er mjög vatns
fráhrindandi (TECTYL).
Neðan í hvert holrúm grind-
ar og yfirbyggingar er borað
smá gat, sem ryðvarnarefninu
er sprautað inn um, með mjög
háum þrýstingi, þannig að ryð
varnarefnið smýgur út um
.'-f
hverja smá glufu í samsuðunni,
sem og út í hvert horn og
kima. (1 þessa innri ryðvörn
notast efnið TESTYL 89^).
Þegar þessu er lokið er allur
undirvagninn sprautaður mjög
vandlega (TECTYL 506). Ryð-
varnarefni þetta þornar á
skömmum tíma þannig að það
verður að hálfklístrugri húð,
sem bítur sig fasta við málm-
inn þrátt fyrir steinkast og
yatnsaga.
Reiknað er með að ryðvörn
þessi endist í 2—3 ár, en til
öryggis er ráðlagt að athuga
undirvagninn árlega, ef efnið
skyldi hafa rispast af. Af innri
ryðvörninni þarf ekki að hafa
frekari áhyggjur. Hún endist
svo lengi sem bíllinn sjálfur.
Þetta er stórkostleg framför.
Sérstaklega er það virðingar-
vert að ryðvörnin skuli fara
fram á alveg nýjum bílum, því
þá er ennþá betri trygging
fengin fyrir því að ryðvarnar-
efnið komist inn í hvern krók
og kima. Hitt er svo annað
mál að hver bíleigandi ætti að
láta ryðverja bíl sinn með
þessu efni, því það varnar ekki
aðeins ryðmyndun heidur stopp
ar alla frekari ryðmyndun á
gömlum bilum, ef það bara nær
til ryðsins og málmsins fyrir
skít.
Já, nú geta bíleigendur jafn
vel verið áhyggjulausir fyrir
saltflaumnum á götunum, því
þetta er bezta saltvörn sem
þekkist.
Bileigendur sjá nú fram á
stór-bætta endingu bíla sinna
og þar með hækkandi endur-
söluverð.
Teoretiskt getur nýr bíll nú
enst endalaust, bara ef ryð-
vörn er viðhöfð. General Mot-
ors vinna’ byrjunai-verkið og ef
bileigendur sjálfir gæta þess að
viðhalda ryðvörninni á undir-
vagninum getur svo farið að
að einn góðan veðurdag geti
hið danska umboð General
Motors ekki selt fleiri bíla —
þeim gömlu verði ekki fleigt“!
Svo mörg voru þau orð.
Það er von mín, að ekki
þurfi að líða langur tími þar
til einhver framtakssamur Is
lendingur getur tekið að sér að
ryðverja bíla með þessu niýja
efni, því ryðskemmdir hér á
landi munu vera margfalt meiri
en á hinum Norðurlöndunum.
og er sérstaklega seltunni um
að kenma.
LÆKNADEILAN
Framhald af 1. síðu.
stjórnarráðsins og annarra op-
inberra stofnana eru settir í
sama launaflokk og þeir, sem
vaka yfir lífi og heilsu þjóðar-
inmar, og hinir, sem bera á
herðum sér það, sem til er af
verklegri og andlegri menningu
á þessu landi.
B I R G I R
Framhald af 1. síðu.
borginni en það, sem flokks-
stjórnin segir þeim hverju
sinni.
Æskan er í dag vandræða-
fólk, nógu stórt og stæðilo^t,
en hins vegar algjörlega aga-
laust, allt of vel peningað, og
eftirlitsleysi af hálfu borgar-
yfirvaldanna er farið að gefa
Reykjavík ,,Klondyke“-nafn
meðal erl. sjóara og venjulgs
ferðafólks, sem skoðar ungu
stelpurnar hér á götunum, og
á veitingastöðunum, eins og
hverjar aðrar vændiskoniir úr
skuggahverfum stórborganna.
Þótt margar undantekningar
finnist, sem betur fer, þá set-
ur þessi rumpulýður orðið slík
an blæ á skemtanalíf borgar-
innar og götulíf hennar á kvöld
in, að það er yfirvöldunum,
sem kallast eiga ábyrg, til stór-
skammar.
Birgir ísl. Gunnarsson, full-
trúi Sjálfstæðisfíbkksins, 'ætti
að skoða sig betur um í „kjör-
dæmi“ sínu, áður en hann fer
að smjaðra fyrir æskunni á al-
gjörlega <% -’fan og óviðeig-
ar.di hátt — máske í einhverju
misskildu pólitísku skyni.
Hér þarf umbætur og eftirlit
— ekki smjaður meðalmennsku
og hreint út sagt, undirlægju-
hátt.
GLÆPSAMLEG FRAMKOMA
Framhald af 8. síðu
lítil von um, að hann geti starf
að sem yfirþjónn. Þjónar hvers
veitingnstaðar eiga að hafa
þjónakaptein og hjálpa til að
greiða honum sameiginlega.
Þetta verður að fylgja allri
þeirri óskaplegu menntun, sem
hér er að skapast að sögn
beggja aðila.
Þjónar ættu að vita það, að
eitt af hlutverkum þeirra i lif-
inu er að ala upp gesti — eða
vice versa.
Nýkomið mikið úrval aí amerískum hljómplötum
Hljóðfæraverzlun
Sigríðar Helgadóttur
Vesturveri — Sími 11315
VINARKVEÐIA W
★
Sungið af Hauk Morthens
Sungið af
Elly Vilhjálms
REYKVlKINGAR: — Sjálfstæðishúsið er opið aftur
eftir gagngerar breytingar — Húsið er opið. fyrst
um sinn á föstudögum, laugardögum og sunnudög-
um frá kl. 7 e. h.
Fjölbreytfur matur borinn fram — Veitingar einnig
í vínstúkunni —
Hljómsveit: Kaprltríóið undir stjórn Baldurs Krist-
jánssonar. Söngvarar: Colin Porter og Þórunn
ÚlafsdóUir.
Sjálfstæðishúsið býður aðeins upp á það bezta i
mat og þjónustu. — Gerið ykkur dagamun. —
!V Skemmtið ykkur í Sjálfstæðishúsinu.
i __________________________
!
!