Mánudagsblaðið - 18.02.1963, Blaðsíða 2
2
AAánudagsblaðið
Mánudagur 18. febrúar 1963
Saga brúarinnar nær óra-
langt aftur í tímann, og ým-
islegt er á huldu um þróun
hennar framan af. Þó má
ráða í ýmislegt af þessu
með því að athuga bniasmíð
frumstæðra þjóða nú á dög-
um. Slíkar brýr eru oft
mjög frumstæðar. Stundum
eru trjástofnar felldir yfir
gil og gljúfur og notaöir
sem brýr.
í hitabeltislöndunum eru
giljabrýr stundum gerðar úr
vafningsjurtum eða tágum.
Á slíkum stöðum eru þó
sumstaðar eins konar kláf-
ar, sem stundum líkjast
hengirúmum, keppinautar
brúnna. Þar sem árbakkarn-
ir eru lágir er annar háttur
hafður á. Ef árnar eru lygn-
ar eru oft gerðar þar eins
konar flotbrýr úr trjástofn
um, en stundum eru á slík-
um stööum frumstæðar
dragferjur. —
Það var í Austurlöndum,
sem brúasmíð fór fyrst að
taka verulegum framförum.
Kínverjar, Indverjar og
Súmerar í Mesópótamíu
foi’u að byggja allstórar tré
brýr og síðar brýr úr steini.
Þama austurfrá hófst fyrst
gerð stórra hringbogabrúa,
bæði í Kína og Mesópóta-
míu. Hettitar, hin forna
menningarþjóð í Litlu-Asíu,
ÖUfur Hansson,
stóð mjög framarlega í brúa
gerð. Talið er, að Persax hafi
lært af þeim á þessu sviði.
Krítverjarnir gömlu smíð-
uðu ííka stórar brýr.
Hinir fyrstu, sem byggðu
stórar brýr á Vesturlöndum,
voru Etrúrar á ítalíu. Þeir
munu hafa veriö upprunnir
í Vestur-Asíu, og hafa að lík
indum lært mikið í brúa-
gerð bæði af Kríteyingum
og Hettitum. Af Etrúrum
lærðu Rómverjar brúasmíð
eins og svo margt annað á
verklega sviöinu, og þeir
komust að lokum langt
fram úr lærimeisturum sín-
um. Rómverjar urðu með
tímanum orðlagðir brúa-
smiðir, og ýmsar af brúm
þeirra standa enn.
Á Spáni eru til rómversk-
ar brýr frá því um tvö
hundruð fyrir Krist.
Bimmuborgir — Næsta frumsýning í
þjóðleikhúsinu
Cm næstu mánaðamót verdur trumsýnt nýtt íslenzkt leikrlt i
Þjóðleikhúsinu og er það leikritið „Dimmuborgir" eftir Sigurð Ró-
bertsson. Þetta er sjötta frumsýningin hjá Þjóðleikhúsinu á þessu
leikári. — Höfundur leiksins, Sigurður Róbertsson, er fæddur að
Hallgilsstöiffum í Fn.jóskadal í Suður Þingeyjarsýsiu árð 1909. Sig-
urður fluttist til Akureyrar og var búscttur þar í mörg ár og þar
hóf hann ritstörf sín. Árið 1945 fluttist hann til Reykjavíkur og
hefur dvalið hér síðan. Ungur að árum fór Sigurður að fást við
ritstörf og kom fyrsta bók hans út árið 1938 og var það smásagna-
safn er heitir „Lagt upp í langa ferð“. — Á næstu árum hafa
komið út eftir hann nokkrar bækur, bæði skáldsögur og smásögur
og einnig hefur hann gefið út tvö leikrit. „Maðurinn og húsið“
1952 og „Uppskera óttans" 1955 Dimmuborgir er fyrsta leikrit
Sigurðar, sem hefur verið sýnt á leiksviði. — Æfingar á leiknum
hafa nú staðið yfir í nokkurn tíma og er Gunnar Eyjólfsson leik-
stjóri, cn aðalhlutverkið er leikið af Ævari Kvaran .Auk hans
fara þessir leikarar með stór hlutverk í Ieiknum. Valur Gíslason,
Rúrik Haraldsson, Sigríður Hagalín, Kristbjörg Kjeld, Byndís Pét-
ursdóttir, Brynja Benediktsdóttir og Jón Sigurbjörnsson. — Dimmu-
borgir er nútímaleikrit í tíu atriðum og gerlst í Reykjavík. Leik-
tjöld eru gerð af Gunnari Bjamasyni.
menntaskélakennari
r
Á miðöldum hrakaði brúa
smíð víðast hvar í Evrópu.
Hin fullkomna verktækni
Rómverja gleymdist. Helzt
voru það kirkjunnar menn,
sem gengust fyrir brúasmíð
um á þeim tímum. Geröu
sumar munkareglur samtök
með sér um að byggja brýr
og stofnuðu sérstök félög
brúabræðra, sem byggðu
brýr og héldu þeim við.
Annars náðu aðalsmenn
víöa yfirráðum yfir brúm á
miðöldum. Heimtuðu þeir
þá oft brúartolla af öllum
þeim, sem yfir brýrnar fóru.
Framan af var sá tollur oft
goldinn í fríöu, það gat t.d.
kostað eitt egg eða dálítinn
ullarlagð að fara yfir brúna.
í Frakklandi héldust sums
staðar brúartollar fram að
stjórnarbyltingunni miklu.
í sumum sveitum Ung-
verjalands og Austur-Pól-
lands héldust þeir fram á
20. öld.
Á síöari hluta 18. aldar
var farið að smíða brýrnar
úr járni, og á 19. og 20. öld
hefur brúarsmíðum fleygt
fram. Einna mest brú nú á
dögum mun vera brúin yfir
Gullna hornið við San Fran
sisco.
Auðsætt er, að nokkrar ár
á íslandi hafa verið brúað-
ar þegar á þjóðveldisöld.
Hvítá í Borgarfirði er brúuð
á 13. öld, og 1 Þórðar sögu
kakala er getið um brú á
Álftá á Mýrum. Frá fornu
fari virðist og hafa verið brú
á Jökulsá á Dal, þó aö sum
ir haldi, aö hún hafi fram-
an af verið steinbogi frá
náttúrunnar hendi. Heimild
ir eru um brúarbyggingu á
Jökulsá á 17. öld, og þá get-
ið eldri brúar. Eins og víöa
í útlöndum annaðist kirkj-
an á íslandi stundum við-
hald brúa á miðöldum.
Þrátt fyrir nokkrar fornar
brýr var þó meginþorri allra
ísl. vatnsfalla óbrúaður
fram undir síðustu aldamót.
Um 1890 hefst hin nýja
brúasmíöaöld á íslandi, og
var Tryggvi Gunnarsson þar
einn helzti forgöngumaður,
svo sem kunnugt er.
Talsvert bar á því í fyrstu
hér á landi, að íhaldssöm-
um mönnum og sparsömum
þætti brýrnar of dýrar, og
að samgöngubætur væru of
dýru verði keyptar. íhalds-
manni af þessu tagi lýsir
Einar H. Kvaran í ,,Brúnni“.
Btúin 09
þjóðtrúin
Þegar í fornöld má sjá
þess dæmi, að ýmiss konar
trúarhugmyndir eru til í
sambandi við brýr. Fomar
eru hugmyndirnar um það,
að regnboginn og vetrar-
brautin séu stórkostlegar
brýr byggðar af guðunum.
En einnig varð til alls kon-
ar þjóðtrú í sambandi viö
hinar venjulegu brýr. Þessi
þjóötrú er stundum í tengsl
um við enn eldri trú á fljóta
guöi. Hinir fornu fljótaguðir
verða stundum verndarvætt
ir brúnna, en vilja líka
stundum fá eitthvaö fyrir
snúð sinni, t. d. fórnir. í
fornöld var verndarvættum
brúnna oft fórnað einhverju
lítilræði, er menn fóru yfir
brýrnar. Var þá stundum
kornöxum, blómum eða ull-
arlögðum varpað í ána af
brúnni. Af svipuöum toga
mun þaö spunnið að hrækja
Rekið burt
Þunglyndið
Framhald af 4. síðu.
næmari fyrir „sefjun“ og
ætti aö sefa sig til já-
kvæðra hugsana. Leggstu
flatur upp í rúm og láttu
mjúkan púöa undir höfuð-
ið. Slökktu svo á útvarpinu,
svo kringum þig sé fullkom
in kyrrð. Mundu að hafa
hendurnar ekki krepptar,
lokaöu augunum og hugs-
aðu þér, að hver einasti
vöðvi skuli slaka á sér og
hvílast. Slepptu öllum á-
hyggjum og andaðu reglu-
lega (en ekki djúpt) og
teldu upp að fjórum meðan
þú andar að þér og svo aft-
ur upp að fjórum meðan þú
andar frá þér og svo koll af
kolli.
Brátt kemur að því, að
þér veitist auðvelt að hafa
hugann við öndunina, sem
veröur þér áreynslulaus.
Ef þú hefur tök á að gera
þessa æfingu í tíu mínútur
í hvert skipti, tvisvar á dag,
á sama tilsettum tíma, mun
þig furða á árangrinum,
bæði hvað heilsu og jákvætt
lífsviöhorf snertir.
Þegar þú ert búinn að
slaka á öllum taugum og
vöövum, þá segöu meö festu
við sjálfan þig: „Eg skal
horfast í augu við lífið meö
léttari huga .... Eg skal
hafa kjark og sjálfstraust
Og þá mun mér líða miklu
betur.“
Bústu ekki við mikilli
breytingu þegar í stað. En
eftir nokkrar vikur ferðu að
finna til hennar svo um
munar.
M. Wilson.
þrisvar í ána, er menn fara
yfir brúna, hrákinn mun
hér vera einhvers konar
táknfórn.
Með sigri kristninnar fær-
ist þessi þjóðtrú í nýjan
búning. Stundum verða þá
hinir fornu fljótaguðir og
verndarvættir brúa að ill-
vættum, er gera vegfarend-
mu skráveifur á brúnni. Til
varnar gegn þessu báru
menn á sér verndargripi eða
höfðu yfir sérstakar
brúarbænir. Stundum blönd
uðust hinar fornheiðnu brú-
arvættir saman við dýrlinga
kristinnar kirkju. í sumum
löndum átti hver brú sinn
sérstaka verndardýrling, hin
forna trú var komin í krist
ið gervi.
Pontiíex
maximus
Hinir heiðnu prestar Róm
verja voru nefndir pontific-
es og æðsti presturinn ponti
fex maximus. Orðið ponti-
fex þýðir brúarsmiöur, en
ekki eru menn á eitt sáttir
um það, hvernig á því stend
ur, að orðið hefur breytt
svo mjög um merkingu. Ein
skýringin er sú, aö prestur
inn sé brúarsmiöur að því
leyti, að hann byggi brú
milli guða og manna. Aðrir
halda því fram, að prestam
ir hafi hlotið þetta nafn af
því, aö þeir hafi átt að gæta
hinnar helgu brúar yfir Tíb
er. Nafnið pontifex maxi-
mus færðist síðar yfir á
hina fyrstu kristnu keisara
í Róm og enn síðar yfir á
páfann. í þessum sambönd-
um hefur brúarsmiðurinn
heldur betur hækkað í tign-
inni.
Ólafur Hansson.
Jöklar íá nýit
frystiskip
H.f. Jöklar hafa gengið frá
samningum við skozku skipa-
smíðastöðina. THE GRANGE-
MOUTH DOCKYARD COMP-
ANY, LTD. um smíði nýs
frystiskips. Voru samningar
undirritaðir í Reykjavík af for
stjóra hins skozka fyrirtækis,
Mr. A. Aikman, O. B. E. og
forstjóra h.f. Jökla, Ólafi Þórð
arsyni.
Frystiskipið ver'ður 2500 tonn
(dead weight) með diesel-vél-
um og verður aðalvélin 2600
ihestöfl. Djúprista 17 fet fullhlað
ið.
Undirbúningur er nú hafinn
að smiði skipsins, sem mun
verða hið stærsta, sem byggt
hefur verið á Bretlandi fyrir
Islendinga.
(Fréttatilkynning frá
h.f. Jöklum),
„Á undanhaldi44
Franski lcikurinn „Á undanhaldi", heíur aö undanförnu verið sýnd-
ur í Þjóðleikhúsinu og heíur hlotið frábæra dóma einkum leikur
Guðbjargar og Róberts í hinum erfiðu aðalhlutverkum. Nú cru að-
eins eftir örfáar sýningar á leiknum og verður sú næsta á mið-
vikudag. Myndin er af Guðbjörgu og Róbert í hlutverkum sínum.
^f********.***.*-**.*.*****.*****.****.*.*.*. ***.,<.*****.*****.*.
Bezt ai auglýsa í Máuuöagsblaðinu
■)4-)4.)4->f)f)4-)f)f>f)f)f)f)4-)f)fJ4-)f)4->f)f)f)f5(-)f)f)f)I-)f)f)f)Of)e)f)4-)nf <- f)f)f)f)f)f)f)f