Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.02.1963, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 18.02.1963, Blaðsíða 5
N Mánudagsblaðið Mánnclagur 18. febrúar 1963 aga, en hinn var búinn að fara um mörg lönd. „Það voni dýrlegir tímar, Denzil." sagði Verischenzko, sem gat sér til um hugsanir vin ar síns. „Við hugðumst sigra heiminn — og hver veit, nema við eigum eftir að gera það?“ „Já, hver veit? Mér finnst líf mitt eiginlega rétt vera að byrja. Hvað erum við gamlir, Stepan? Tuttugu og níu ára!“ Rétt á eftir stóðu þeir upp frá borðum, en á leiðinni út stöldruðu þeir við borð Bol- eskihjónanna, og Stepan kynniti þeim Ardayre höfuðsmann. Harietta var nú öll eitt bros og skjallið átti sér engin tak- mörk —-• svo buðu þeir góða nótt og gengu út. 1 skjóli við eina súlu í saln- um hafði setið maður, sem var falinn sýn þeirra, og þegar Stepan gekk framhjá, hallaði hann sér fram og horfði á Stpan, augun logandi af hatri og afbrýðisemi. „Ach, Gk>tt in Himmel!“ taut- aði hann fyrir munni sér. „Það er hann, sem hún elskar, en ekki fíflið, sem við giftum hana. Einhvern daginn mun ég drepa hann“. Hann lyfti glasinu sínu og bætti við: „Skál fyr- ir þeim degi!“ Þetta sama kvöld hafði Sir John Ardaýre farið út að borða með konu sinni, og nú sátu þau og hlustuðu á hljóm- eveit veitingahússins leika. Amaryllis var sér þess með- vitandi, að kvöldinu var að ein- hverju leyti áfátt. Héma sat hún tíu dögum eftir brúðkaup- ið sitt í yndislegu umhverfi — og þarna sat John og reykti dýran vindil og sagði ekki neitt! Henni var ekki mikið um mál- gefið fólk, og hún gat jafnvel hugsað sér þögiu, sem væri þrungin merkingu. En þessi þegjandi drumbsháttur og virðu leiki, meðan hljómsveitin spil- aði rómantísk lög og næturlíf Parisar í baksýn — vissulega krafðist slíkt umhverfi heitari tjáningar. Láklega elskaði John hana — auðvitað elskaði hann hana — ella hefði hann aldrei beðið hana að giftast sér, hann sem var svo ríkur og hún svo fá- tæk Hún gat ekki stillt sig um að renna huganum yfir við- kynningu þeirra, það voru ekki nema þrír mánuðir síðan hún hófst! Þau höfðu hitzt uppi í sveit og leikið saman golf, og svo höfðu þau hitzt í annað sinn á öðru sveitasetri mániuði siðar, í marz, en hana rak ekki minni til neinna ástamála. ekki neinna hlýrra augnatillita eða leyni- legra handtaka, sem Elsie Gold more hafði sagt, að karlmenn væru svo örlátir á. þegar þeir væru ástfangnir. Jú, að vísu þóttist hún hafa greint hrifningu í augum tveggja eða þriggja pilta, þrátt fyrir hlédrægni hennar og tak- mörkuð efni, síðan hún útskrif- a'ðist úr skólanum í Dresden, en þangað hafði fræn'ka hennar í fátækt sinni sent hana til náms. Þýzkir liðsforingjar höfðu horft á hana með þó nokkrum áhuga, og sömuleiðis synir prestsins þrir og báðir synir greifans, þegar hún kom heim. Já, meira að segja hafði Tom Clarke gengið nn lengra! Hanni hafði kysst hana á kinn- ina við dyrnar í myrkri eitt kvöldið og fengiö duglega ráðn ingu fyrir vikið. Hún hafði lesíð kynstrin öll af skáldsögum, gömlum og nýj um. Hún vissi, að ást var in- dæl; hún vissi lika, að nútíma- líf og nútímaástæður höfðu skapað miklu órómamtiskara viðhorf til ástarinnar heldur en tíðkaðist 5 gamla daga. Hún bjóst ekki við miklu. og hafði alls ekki sökkt sér 5 neina róm- antíska sæludrauma, eins og sagt var, að stúlkur hefðu þá gert, en hún bjóst við ein- ur, en ég skal reyna.“ Það var líka alltaf einhver skuggi í bláu augunum hans. Hann var ákaflega fálátur og dulur maður, og það var kannske ekkert á móti því, en til hvers að vera fálátur við konu, sem honum hafði geðjast svo vel, að hann vildi giftast henni ? Um þetta hafði hún oft hugs að og einsett sér að brjóta nið ur þennan vegg fálætisins. En John var alltaf samur og eins og hann var alltaf kurteis og hugulsamur og prúður í fram- komu. Hann talaði rólega og af heilbrigðri skynsemi við laus um einkamál sín núorðið, að það var erfitt að vera fá- kæn mær til lengdar. Það var satt, að John liafði kysst hana einu sinni eða tvisv ar, en það var enginn hiti í faðmlögum lians, og að aflok- inni ágætri kvöldmáltið þegar hjartað 5 henni byrjaði að slá örar í undrun og eftirvæntingu, hafði hún hugsað sér, hvað þetta mundi tákna? Svo varð hún vandræðaleg og hvislaði: „Góða nótt“, og gekk ein til hinna glæsilegu svefnherbergja sinna. Þegar hún var farin frá hon um, drakk John Ardayre fullt hvem, sem 1 hlut átti, en mjög glas af Benerictinelíkjör í botn framhaldssagaframhaldssagaframhaldssagaframhaldssagafrj £ Glyn: AMARYLLIS © FRAMHALDSSAGAFRAMHALDSSAGAFRAMHALDSSAGAFRAMHALDSSAGAFRl! hverju og hér var ekki neitt — hreint ekki neitt! Daginn sem John bað hennar, hafði hann ekki verið í mikilli geðshræringu. Hahn hafði ymprað á spurningunni rólega og blátt áfram, og hana hafði ekki dreymt um a'ð neita honum. Þetta var bersýnilega skylda hennar. og það hafði alltaf verið ætlun hennar að giftast vel, ef tækifæri byðist, og lcena þannig burt af heim- ili, sem var henni ekki mjög að skapi. Hún hafði komið á nokkra dansleiki í London með frænku sinni, sem aldrei hafði gifzt, en var í miklu áliti meðal heldra fólksins. En það rignir ekki heimboðum yfir auralausar stúlkur ofan úr sveit, og Am- aryllis, sem var ómanniblendin að eðlisfari, hafði svo marga auðmýkjandi stundina setið yf- ir í dansi, að hún var búin að fá óbeit á dansleikjum. Hún var ekki fyrir að láta mikið á sér bera og sein til vináttu, og þótt hún væri fríð stúlka, var heppnin ekki með henni. Þegar hún var búin að játa bónorði Sir John jafn blátt á- fram og hann hafði borið það upp, hafði hann sagt: „Þú ert indæl.“ og það hafði henni fundist ákaflega hversdagsleg athugasemd. Hanin hafði beygt sig fram — þau voru að klifra niður í djúpa laut í leit að golf- kúlu — og tekið um hönd henn ar með virðingu. og svo hafði hann kysst hana á ennið, eða eyrað, hún mundi ekki hvort — það skipti ekki máli, henni hafði ekki fundizt það mjög spenmandi. „Eg vona ég geti gert þið hamingjusama," hafði hann sjaidan brá fyrir glampa af áhuga í augum hans. Satt að segja hafði Amaryllis aldrei orðið vör við áhuga hjá hon- um, nema þegar hann talaði um Ardayre — þá breyttist rödd hans. Hanm talaði oft um heimili sitt við heitmey sína, og hún fann, að það var honum helgur' dómur, cg ættin, heiður hennar og hefðir, var honum dýrmæt- ari en nokkur einstök persóna gat nokkurn tíma orðið. Það munaði minnstu, að hún yrði afbrýðisöm. Brúðarkjóllinn hennar hafði verið mjög falleg- ur — frænka hennar hafði séð um þaö. Allir höfðu verið mjög ánægðir með brúðkaupið. Ein af Adayreættinni húsmóðir á Ardayre! Gott blóð á báðar hlið ar og rikidæmi, það var alveg eins og það átti að vera! Og þarna stóð brúðguminn, fríður, traustur, rólegur í fasi, og svo öll hvítu blómin og biskupinn cg silfurbrokaðe slóðinn og brúðarsveinarnir og brúðarmeyj arnar. Já, já, brúðkaup voru mjög ánægjulegir viðburðir! Ef hún hefði getað lesið í hug Johns Ardayre á þeirri stundu, þegar hann kraup með henni við grátumar, hefði hún heyrt þessa bæn: ,,ö, guð, láttu ekki öxina falla strax, gefðu mér son.“ Og nú, þegar hún var orðin konan hans, nú hlyti hann að byrja að votta henni ást sína? — raunverulega ást, kossar, faðmlög, og hver veit hvað. Því að Elsie Goldmore hafði notað sér vinátturéttinn frá skólaár- unum og gerzt allberorð upp á síðkastið, enda var nú Amar- yllis engin tepra frá dögum Viktcríu drottningar. Kven- bætt við. „Eg er mesti drumb- þjóðin var orðin svo hispurs- cg gekk svo upp stigann a eftir henni, en í augum hans var ekki hin háleita hrifning elsk- hugans, heldur ángist, sem nálgaðist örvæntingu. Amaryllis hugsaði um þessa nótt — og aðrar nætur — þeg ar húm sat þarna þetta glitr- andi, örvandi Parísarkvöld. Svo þetta var að vera giftl Það var ekkert gléðilíf — og hvers vegna sat John þarna svo þegjandlegur? Hvers vegna? Vissulega hefði Rússinn ekki verið svo þögull! Þessi undar- legi Rússi! 3. ’W 1 garðinum fyrir neðan Troc- aderohöllina beið hávaxinm þýzkur liðsforingi óþolinmóður. Kvöldsett var, og hann hafði tekið sér stöðu á afviknum stað í skjóli trjánna. Litlu síðar kom kona í Ijós, hún var með slæðu fyrir and- litimu og í ósköp hversdagslegri kápu. „Hans!“ hrópaði hún glað- lega, og hélt svo áfram að tala á reiprennandi þýzku en með sterkum amerískur hrein. Hann skimaði í kringum sig til þess að ganga úr skugga um, að þau væru ein, svo greip hann hana í faðm sinn Hann þrýsti henni svo fast að sér, að hún greip andanm á lofti; hann kyssti hana þangað til varirn- ar á henni voru aumar, og hann hvíslaði ástarorð í eyru henni með kokhljóði sem minntí. á urrið í dýri Konan svaraði honium í sömu mynt. Það var eins og tvö villi dýr hefðu liitzt. Svo fengu þau sér sæti cg töl uðu saman í hálfum hljóðum. Konan andæpti og mögíaði. en karlmaðurinn heimtaði. Þau skiptust á umslögum, svo byrj- uðu hin gróífu ástaratlot á ný, og áður en þau skildu, þrýsti hann henni enn einu sinni fast að sér og beit hana í eyma- snepilinn, þangað til hún rak upp óp. , „Já — ef tími væri til,“ hvísl aði hún hásri röddu, „þá væri ég til í það — en hér í garðinum .... Ö, passaðu hattinn minn! Svo sleppti hann lienni, þau höfðu mælt sér mót seinna. Og þegar hann var orðinn einn, settist hann aftur á bekkiim og hló dátt. Konan hljóp við fót upp á götuna og stökk upp í leigubíl, sem beið hennar. og þegar hún var komin upp í b'ílinn, dró hún upp gulldós með spegli og púð urkvasti og rauðum varalit. „Hamingjan góða! Eg get ekki kennt mýflugunum um þetta!“ Hún skoðaði á sér eyr- að. „En hvað Hans getur verið grófur og óvarkár! En, æ, hvað það var unaðslegt! Ef það hefði bara verið tími til“— Svo hló hún lí'ka og púðraði á sér andlitið, og þegar hún steig út úr bílnum fyrir fram- an Hótel du Rhin, vom engin merki eftir, sem sagt gátu frá viðureign þeirra, nema tanna- förin á eyranu. En þegar hún hitti herbergis þernuna sína, var hún með litla kjölturakkann sin í fanginu og var að lúskra á honum. „Sko, Marie! Litla kvikindið beit mig í eyrað!“ „Hvað er að heyra!“ sagði Marie móðguð, því hún tilbað Fou-Shou. „Og elsku litli hund urinn frúarinnar er svo blíður í sér!“ Stanislass Boleski var að blaða í stórum skjalabúnka, þegar konan hans, klædd í gagn sæani kvöldslopp, kom inn í setu stcfuna. Þau höfðu glæsilega lega íbúð á leigu í Rhin hótel- inu. Málefni Póllands stóðu ekki með slíkum blóma sem hann hafði vænzt til, og þessi skjöl kröfðust óskiptrar athygli hans Alstaðar var þýzkur und- irróður 1 gangi. Hann þráði þá samúð sem Harietta hafði ver- ið svo örlát á, áður en> hún tryggði sér skilnaðinn frá Þjóð verjadýrinu, sem hún var gift, og sem hún hataði svo mjög. Nú mátti hún varla nokkum tíma vera að því að hlusta á hann, og hún geispaði upp í opið geðið á honum, þegar hann talaði um Pólland og sín háu markmið. En hann mátti ekki misvirða það við hana. hún var svo mikið bam, svo hrif- næm, svo yndisleg. svo töfrandi! Og hér í Paris, þar sem hún naut svo mikillar aðdáunar — var það nokkur furða þótt hun væri með liugann við ann- að? „Stanislass, gamli minn,“ hvíslaði hún undurblíðlega í eyrað á honum, „í hverju á ég að vera á dansleiknum hjá her togafrúnni af Montivacchini í kvöld? Þú vilt, að ég njótí mím sem bezt, það veit ég, og ég vil umfram allt geðjast þér.“ Meira þurfti hún ekki til að handsama athygli hans, og hann ýtti frá sér skjölunum. um leið og hún lagði hendum- ar um háls honum og togaði í skeggið á honum svo kyssti hún hann á skallann, þar sem hárið var gisnast — en hafði ekki augun af skjölunum á með an. „Vertu nú ekki lengur með áhyggjur af þessum leiðinda- skjölum. Farðu og klæddu þig í sloppinn þinn og komdu svo inn til mín og spjallaðu við mig meðan ég pússa á mér neglumar; við getum átt hálf- tíma saman, áður en ég fer að búa mig. Eg bíð þín héma — þú verður að vera góður við mig í kvöld. Eg er þreytt og í afleitu skapi.“ Stanislass Boleski spratt á fætur. Það vom margir dagar síðan hún hafði verið góð við hann, hún hafði verið önuglynd upp á síðkastið og kenjótt og ómögulegt að gera henni til geðs. Hann mátti ei láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga — verst að það skyldi koma, þegar hann var svona önnum kafinn, en — „Hlauptu nú, fljótur!“ skip- aði hún og stappaði í gólfið. Hann flýtti sér að stinga skjöl unum niður í skúffu, sem hann læsti, og hraðaði sér hæstá- mægöur út úr herberginu. — Hún gjörbreyttist, kveikti sér í sigarettu og hummaði lagstúf, meðan hún fitlaði við lykil, sem hékk í hálsfestinni hennar. Auglýsendur athugið 4uglýsingar sem birtast eiga í Mánudagsblaðinu þurfa að berast rítstjorn eigi síðar en á miðvikudögum næstum á undan utkomudegi hlaðsins.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.