Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.02.1963, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 18.02.1963, Blaðsíða 1
Bla.6 fyrir alla 16. árgangur Mánudagur 18. febrúar 1963 7. tölublað Skipulag Reykjavíkur: Ný miðborg—Flugvallarsvæðið Gerir Daninn grín að landanum? — Endurskoðun nauðsynleg — Undaníarið hefur verið hljótt um framtíðarskipulag Reykjavíkur. Eftir miklar umræður og bollalegg- ingar hlóðum og á fjölmennum fundum, kom lausnarorðið, sem varð þess valdandi að allir okkar ágætu skipulagsfræðingar drógu sig inn í skel: Danskur maður var fenginn til þess að kenna mör- landanum hvernig ætti að skipuleggja höfuðborg íslands og þar með punktur og basta. Áliti hins danska manns, sem sennilega hefur unnið verkið eftir beztu samvizku og með það í huga, að hér væri verið að byggja upp höfuðborg gamallar nýlendu. sem hefði stungið af úr ríkjasambandinu við Danmörku, gerði sem eagt svo rækilega grín að íslenzkum framfaramönnum að lengi mun í minnum haft og eiu þó ýmis samskipti danekra og íslenzkra harla brosleg frá sjónarhóli hlutlauss áhorfanda. Halelúja-samkoma skipulagsmannanna Það var mikið um dýrðir þegar sá danski skipulagsfræð- ingur kom með „hina endanlegu lausn á skipulagsmálum Reykjavíkur“ upp á vasann. Veizlur voru haldnar og ræður fluttar og bæjarsjóður varð af með sjóð digran, til handa hin- um erlenda sérfræðingi. Blöð og útvarp lofsungu snilli og frábært hugmyndaflug sem lýsti sér í tillögum hins erlenda skipulagsfræðings og meira að segja íslenzkir arkitektar og verkfræðingar, sem eru manna viðkvæmastir fyr'r réttmætri krítik, upphófu Halelúja- söng hástemmdan: Hér voru sem sagt öll vandræði varðandi skipulag úr sögunni, — Stór-Reykjavík skyldi blifa. Nýju fötin keisarans Varla var hirnn danski skipulagsmaður farinn úr landi með laun sin hin ágætu, er einstaka maður, sem skoðaði tillögumar fór að hafa orð á þvi, heimulega, að eitthvað væri bogið við skipulagsuppdráttinn. Hér fór eins og í sögunni um nýju fötin keisarans. að allir sem sáu, skildu í hvert óefni var komið, en enginn þorði að kveða upp úr með sannleikann, af ótta við að verða kallaður maður heimskur eða annað verra. I stórum dráttum hljóðuðu tillögur hins danska manns á þá lund, að Reykjavík skyldi byggja samfellt suður fyrir Hafn- arfjörð og upp að Esju, Reykjavikurflugvöllur mætti vera á sínum stað en bærinn þaninn út, til kostnaðarauka og erfiðleika fyrir þessa vesalings borg, sem ekki hefur getað annað götu- lögnum, samhliða byggingu íbúðarhverfa og er þó ástandið hátíð hér, borið saman við Kópavog og Hafnarfjörð og önnur þorp, sem hefðu lent innan hins nýja stórbæjar. Það sem fyrst opnaði augu manna fyrir vitleysunni, var að Dar.inn hafði af einhverjum ástæðum hagað skipulagningu sinni þannig. að t.d. heil verksmiðjuhverfi voru áætluð þar, sem bæjarbúar voru nýbúnir að byggja íbúðarhverfi. íbúðarhverfi voru áætluð þar sem nú er verksmiðjuhverfi, eins og t.d. við Suðurlandsbrautina o. fl. iélegur undirbúningur — ðnógur upplýsingar Þegar hér var komið og mönnum var ljóst allflestum, að nýju fötin keisarars voru líkt og í sögunni, algjört plat. þá var tillögunum hinum dönsku stungið niður í skúffu og hefur líti'ð verið á þær minnst síðan. Talið er, 'að ýmsar af villum tillagnanna, stafi frá ónógum undirbúningi og að skipulagsmanninum hafi ekki verið veittar nægar upplýsingar, eins og t.d. um það hvar þegar væri búið að byggja, en vitanlega hefði hverjum meðalmanni í star.-iu verið í lcfa lagið a’ð verð? sér úti um það. Fyira skipulag raunhæft Fyrir allmörgum árum, hafði þáverandi skipulagsstjóri Reykjavíkur gert skipulagsupdráttu af Reykjavík og umhverfi, og áætlun um þróun borgarinnar og vöxt næstu áratugi. 1 þessum tillögum, sem era raunhæfar í flestu og hefðu betur kcmið til framkvæmda, er gert ráð fyrir að Reykjavíkur- flugvöllur verði á brott, liggur enda á einum verðmætasta stað í bænum og er til ama cg hættu fyrir íbúana. Þá gerir tilvera hans það að verkum, að bærixm þenst óeðlilega út, sem gerir allar framkvæmdir dýrari og leggur óeðlilega útsvarsbyrði á herðar bæjarbúa, Skipulagsstjóri sá, sem samdi þessar áætlanir, þekkti allar aðstæður og hafði velferð höfuðborgarinnar í huga. gagnstætt því sem virðist hafa verið um hinn danska manni, hvers álit er byggt á skýjaborgum. dSTýr miðbær skyldi byggður á flugvallarstæðinu og var svo ráð fyrir gert, að þriðjungur skyldi vera fyrir íbúðarhús og Franihald á 3. síðu. Hneyksli hjá Við- tækjaverzluninni! Það er alkunna, að á hafnar- bakkanum í Reykjavík hafa iegið hátt á annáð ár, 150 út- varpstæki, sem voru pöntuð hingað til lands af Viðtækja- verzlun ríkisins. Þau hafa ekki verið leyst út, og virðist enginn áhugi vera fyrir því, enida eru þetta gömul tæki, sem enginn myndi kaupa. En hver stendur fyrir því. að slíkir hlutir eru keyptir hingað ? Það hefur löngum viljað loða við rikisfyrirtæki, að rekstur þeirra væri heldur bágur, og mun Viðtækjaverzlun rikisins ekki vera nein undantekning. Forstjóri þeirrar stofnunar keypti fyrrnefnd tæki erlend- is, þrátt fyrir að þetta eru gömul rafhlöðutæki, sem tölu- vert voru notuð í sveitum fyrir 10—15 áram, en ekki myndi hvarfla að neinum að kaupa þau nú. Þá hermir sagani, að hann hafi fyrir nokkra keypt hingað 50 tæki frá verksmiðju í útlandinu. Þegar tæki þessi komu hingað, rejmdist engin langbylgja vera á þeim, og voru þau þvi ónothæf. Eftn* töluvert karp, fékkst forstjór- inn til að skila þeim aftur. Viðtækjaverzlun rikisinis á stóran vörulager, sem er met- inai á annan tug milljóna. Af þeim tækjum og hlutum, sem þar eru, mun aðeins nokkur hluti vera nothæfur í dag, og því matið á eignunum alls ekki raunhæft. Töluverður hluti af þessu, eru varahiutir í tæki, sem löngu eru komini úr notk- un. eða beiniínis tæki, sem alls ekki yrðu keypt, væru þau sett á hinn almenna markað. Viðtækjaverzlun ríkisins hef- ur hér algjöra einokunarað- aðstöðu á innflutningi og kaup um útvarpstækja, grammófóna og sjónvarpa. Fyrirtæki sem vilja kaupa inn eftir eigin smekk, verða að fá til þess leyfi Viðtækjaverzlunarinnar, Framhald á 6. síðu. Bæjarrekstur á Sauðárkróki Á Sauðárkróki eru tvö frysti hús, og er annað í eign bæj- arfélagsins að 4/5. hlutum. Hef ur reksturinm á því verið með miklum eindæmum undanfarin ár, og óstjórnin takarkalaus. Nú er svo komið, að frystihús þetta, sem nefnist Fiskiver, skuldar helmingi meira en eig ur þess eru metnar á. Er það á Sauðárkróki eins og annars staðar, að þegar póli tísk öfl eiga að ráða í sam- bandi við slík fyrirtæki. þá fer allt í handaskolum. 1 þessu til- felli hefur pólitískur flokkur troðið í störf gæðingum sínum, sem ekkert vit hafa á rekstrin- um, og tapið svo komið niður á bæjarfélaginu. Segja kunnugir menn, að frystihúsið skuldi yfir 20 millj- ónir króna, cg var ástandið orð ið svo slæmt, að ríkisstjórnin greip til sinna ráða og skipaði nefnd til að kanna málið og finna ráð til úrbóta. Nefnd þessi, eða menn úr henni, hafa verið á Sauðárkróki, og mun þeim hafa þótt aðkoman ljót. Hefur sú hugmynd komið fram, að reisa þarna síldar- bræðslu, en tilheyrandi frysti- húsinu er beinamjölsverk- smiðja. Hefur verið rætt 2000 mála verksmiðju, en slíkt fyrirtæki myndi ekki kosta und ir 20 milljónir. Ef þetta væri gert, eru þama komnar yfir 40 milljónir, sem emgum getur annað dottið í hug, en að rík- ið þyrfti að greiða. r Islenzkar flugfreyjur - No. 8 -<t> Á birgðastofu Loftleiða á flugvellinum Iiittum við ungfrú Ernu Haraldsdóttur. en þarna geym- ir félagið allar þær góðu vörur, sem tollaðar eru, nema um borð í flugvélunum, og þessa* glæsile.gu vörur bjóða flugfreyjumar farþegum upp á, meðan vélin er í loftinu. Erna er dóttir um Haralds Gíslasonar, framkvæmdastjóra og Magneu Þórarinsdóttur konu hans, er fædd í Vest- mannaeyjum, en orðin Reykvíkingur. Hún útskrifaðist úr Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en dvaldist bæði í Englandi og Danmörku um tíma, og heldur mest upp á London af öllum þeim borgum, sem Loftleiðir fljúga til. Erna, sem er rúmlega tvitug, ljóshærð og lagleg, eins og sjá má, hefur alltaf haft áhuga á íþróttum, var í Ármanni fyrir nokkrum árum, og stundaði útiíþróttir t d. skautalistina. Hún hefur einnig mikinn áhuga á leiklist, sér hverja leiksýningu, þegar annir leyfa, þótt enn liafi hún ekki fcngið leiksviðshakteríuna, eins og margar aðrar ungar stúlkur. Erna byrjaði flugfreyjustarfið í apríl s.I., en liafði unnið áður við símavörzln hjá félaginu. (l iósmynd: Birgir Thomsen, Ingólfsstræti 4, Reykjavílc). 4

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.