Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.11.1963, Síða 3

Mánudagsblaðið - 25.11.1963, Síða 3
Mánudagur 25. nóvember 1963 Mánudagsblaðið 3 Ritstjóra og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Kemur út á máuudögum. Verð. kr 5.00 í lausasölu; áskriíenda- gjald kr. 260,00. Sími ritstjómar 13496 og 13975. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Stórmerkileg og vönduð nýíslenzk orðahók Jónas Jónsson frá Hriflu: H0RFT YFIR JERUSALEM Fyrir skömmu skýrðu for- stöðumenn Menningarsjóðs frá inni merkilegu íslenzku orðabók sem fyrirtækið hefur gefið út og er hér úrdráttur úr frásögn þeirra: Fram að þessu hafa allar ís- lenzkar orðabækur verið með skýringum á erlendu máli, nema strr :ngarorðabækur og sérorð. na og nýyrða- söfn, orðaso±.i við fræðirit o. s. frv., og íslenzk-íslenzk orða- bók hefur engin verið til. Þekktust orðabók um íslenzkt nútímamál er orðabók Sigfús ar Blöndals, en flestar skýring- ar hennar og allar þýðingar eru á dönsku. Sú bók er eina etóra orðabókin um íslenzkt nú tímamál til þessa. Af minni orðábókum um íslenzkt nútíma- mái má sem dæmi nefna ís- lenzk-sænsk orðabók og íslenzk rússneska orðabók. Um fommálið hafa verið til tvær stórar orðabækur frá síð- ustu öld og hafa báðar verið Ijósprentaðar á síðustu árum. Það eru Johan Fritzner: Ord- bog over Det gamle norske Sprog, Kristiania 1883—1896, þriggja binda verk með mörg- um tilvitnunum í fomíslenzkar og fomnorskar bókmenntir og skýringum á dönsku, og An Icelandic-English Dictionary eftir Guðbrand Vigfússon og Richard Cleasby, Oxford 1874. einnig er til mikil orðabðk um skáldamálið foma, Lexicon Poeticum eftir Sveinbjöm Eg- ilsson. Við samningu þessarar bókar hafa verið notaðar allar tiltæk- ar íslenzkar orðabækur og orðasöfn, bæði um fornmál og nýmál (sbr. m. kafla formál- ans). Orðabók Sigfúsar var lögð til grandvallar og byrjað á að taka efnið úr henni upp á seðla; siðan var safnað á seðla úr öðrum orðabókum og ýmsum öðram ritum, og að því loknu var tekið til við að floklca merkingar orða og skýra þær. Allt verkið hefur verið unnið í húsakynnum Orða bókar Háskólans, og hefur það verið ómetanlegur styrkur að geta leitað til seðlasafna stofn- unarinnar um heimildir. Til dæmis hefur ýmislegt verið tek ið úr seðlasafni Orðabókar Há skólans um mælt mál, einnig úr seðlasafni að viðbótarbindi við orðabók Sigfúsar Blöndals. Loks hafa starfsmenn Orða- bókar Háskólans lagt orðabók Menningarsjóðs ómetanlegt lið ' ráfSVp,a,irig‘nrn ocr ]oiftVvo;r»vngr_ nm Ámi Böðvarsson telur vandséð hvernig unnt hefði ver ið að komast af við samningu .. ðabókarinnar án aðgangs að heimildum og starfsmönnum Orðabókar Háskólans. Annars hefur verið leitað til fjölda fólks um upplýsingar um fjar- skyldustu efni, sérfræðinga ýmis konar, stofnana o. s. frv., og hafa undirtektir jafnan ver- ið góðar. Skortur á starfsliði og tíma hefur samt komið í veg fyrir að eins mikið væri gert að þessu og þurft hefði. í orðabók Menningarsjóðs eiga að vera flest eða öll ís- lenzk stofnorð, sem komizt hafa í íslenzkar orðabækur, fom og ný, svo og algengustu samsetningar. Þama eru skýrð heiti skáldamálsins, sýnd dæmi um kenningar, skýrð hvers kon ar orð úr formrm ritum og nýj- um (um val orða í bókina er blaðamönnum annars bent á IV. kafla formálans), sérstök á- herzla lögð á að bókin yrði sem notadrýgst öllu skólafólki (t.d. nánari skýringar á orðum úr kennslubókum og sígildum rit- um en annars staðar að), og stöðugt reynt að miða við að bókin yrði sem aðgengilegust og notendur þyrftu helzt aldrei að leita þar án árangurs. Skýr ingar eru með ýmsu móti, bein- ar lýsingar á merkingum orða, dæmi um notkun þeirar eða samheiti (orð sömu eða svip- aðrar merkingar stundum eða alltaf, t.d. „vondur, illur, slæm- ur“ eða „vondur, reiður“, „slæm ur, veikur"). Bókin getur þó ekki komið í stað samheitabók- ar þvi að við samningu slikrar bókar em önnur sjónarmið höfð í huga, sem verða illa samræmd öðrum orðabókarsjón armiðum. Ritstjórn orðabókarinnar bendir sérstaklega á að skóla- orðabók af þessu tagi verður aldrei fullvel úr garði ger fyrr en komin er út miklu stærri orðabók (í mörgum bindum með nægu safni dæma um þró- un málsins og mismunandi notk un orða á ýmsum tímum), en slíkrar stórrar bókar um is- lenzkt mál er ekki að vænta fyrr en hin vísindalega og sögu lega orðabók Háskóla íslands kemur út. Nýjung er það að i þessari bók er allmikið af orðhlutum sem aðeins eru til sem síðari liðir samsetninga, svo sem -æri (góðæri, hallæri-, -heldinn (orðheldinn, fastheldinn, íheld- inn), -ild (aðild, heimild), -indis (snemmindis); einnig skammstafanir, bæði algengar og sjaldgæfar (t.d. = til dæm- i<3 1TP f kgl. = konunglegur, m. e. h. = með eigin her.di). AJlan tímann sem orðabók Menningarsjóðs hefur verið í Þegar ferðamaður kemur til Jerúsalem er Olíufjallið sá stað ur sem flestum mun þykja fýsi legur til yfirsýnar. Þetta fræga fjall er að vísu i augum nor- rænna fjallabúa ekki mikilsvert vegna hæðar. Skólavörðuholtið eða Öskjuhlíðin eru jafnokar hvað hæð snertir. Um þurrk- tímann er Olíufjallið gróður- vana líkt og þessar íslenzku hæðir. En Olíufjallið hefur fjölmarga kosti í augum að- komumanns, sem dvelur skamma stund í borg borganna. Frá þessu f jalli er mikil útsýn til frægra staða í borginni og sjálf er hæðin ofin inn í dýr- mætar minningar og atburði sem snerta innsta kjarna krist- indómsins. Neðan við fjallið er Getsemane með öllum sínum minningum. Skammt þar frá er sá staður þar sem Gyðingar byggðu tveim sinnum sitt þýð- ingarmikla musteri. Þar er Grát múrinn síðustu leifar þess musteris þar sem Jesús kenndi þjóð sinni og mannkyninu öllu. Á löngum útlegðardögum leit uðu Gyðingar til þess staðar til að úfchella þar tárum yfir giftu leysi ættstofnsins og ættjarðar- innar. Nú ráða Arabar yfir þessum borgarhluta, og þangað má enginn Gyðingur koma. I ferðaflokki Útsýnar varð hver þátttakandi að undirrita á ensku vottorð útgefið af presti í Reykjavík, um að ferðamað- urinn væri kristinn. Á þann hátt var talið útilokað að um Gyðing væri að ræða, sem hyggðist komast með sviksam- legum hætti inn að Grátmúm- um og öðrum helgistöðum í Austur-Jerúsalem. Þegar styrj- öld lauk £ Gyðingalandi 1948 milli Araba og Gyðinga var smiðum, hafa tveir og þrír menn unnið að staðaldri við hana, og Iangtímum saman fleiri. Auk Árna Böðvarssonar hafa þeir Bjami Benediktsson frá Hofteigi og Helgi Guð- mundsson lengst unnið að und- irbúningi handrits undir prent- un. Eftir meðaltali 35 blaðsíðna í bókinni munu vera um 65 þús. uppflettiorð feitletrað, sem öll era skýrð. Auk þess eru undir feitletruðu orðunum víða skýr ingar á samsettum orðum, sem þau eru liður í. Til dæmis eru orðin raforkumál, raforkumála- stjóri, raforkuver útskýrð undir orðinu raforka og skáletrað þar. Slík skáletruð orð munu vera hátt á 9. þúsund í allri bókinni og skýringar við meg- inþorra þeirra, þannig að í bók inni munu vera skýringar á rúmlega 70 þús. orðum. Að sjálfsögðu eru miklu fleiri orð í íslenzkri timgu en þetta, þ. e. samsett orð, en allar almennar ™ofr> voro auðskildar eftir þeim skýring- um sem fram koma í samsetn- ingarliðum þeirra í orðabók- inni. landinu skipt milli Gyðinga og Múhameðstrúarmanna. í hlut Gyðinga kom meginhluti hins byggilega lands og nýbyggðin I Jerúsalem. Arabar hafa feng- ið austurhluta höfuðborgarinn- ar með flestum kunnustu helgi- stöðum ritningarinnar. Enn- fremur fengu Arabar Betlehem, Jeríkó, ósa Jórdanar og nokk- uð af Dauðahafinu. Jerúsalem er tvískipt með múrveggjum og gaddavír. Það er annar Berlín- armúr og lífshætta búin hverj- um manni, sem fer í óleyfi varð anna yfir þessi ólánlegu landa- merki. Mjög hefur skipt um vask- leika þessara landsdrottna í Gyðingalandi. Arabar gæta helgistaðanna með gaumgæfni en ríkið Jórdanía er tekjuvana og lifir að veralegu leyti á framfærslustyrk Breta fremur en lífvænlegri framleiðslu. Mik ill ferðamannastraumur er á öllum tímum árs gegnum Jór daníu inn í gömlu Jerúsalem og er heimamönnum það tekjubót. AJlt öðru máli er að gegna um landnám Gyðinga, Vestur-Jer- úsalem og meginhluta hins forna Júðaveldis. Þangað flytj- ast landnámsmenn af Gyðinga- stofni úr öllum þeim löndum þar sem þrengt er að ættstofni þeirra. Er þetta landnám og öll stjórn Gyðinga í hinu nýja ríki frábær hversu sem á er litið. Stjórnarlög landsins eru mjög frjálsleg. Öryggi og jafn- rétti vel treyst. Landvö-’n ríkis- ins er eitthvert hin fullkomn- asta sem sögur fara af. Konur eru herskyldar eins og karlar og standa jafnfætis feðrum, bræðrum og eiginmönnum um allan vaskleika og kunnáttu, jafnt í landvömum og skyldu- störfum daglegs lífs. Ríkir Gyð ingar, einkum í Bandaríkjunum leggja ógrynni fjár í þetta landnám enda sjá þeir að verk- in tala í þróun Júðaveldisins. Misjöfn er menning hinna nýju borgara í landinu. Þar er fjöldi manna uppsprottinn við sára fátækt, vanrækslu og hungur í Iöndum þar sem Gyð- Framhald á 6. síðu. Af sjónarhóli Einars Guimundssonar Einar Guðmundsson PÖRUPILTAR Dyraverðir eru furðuleg náttúraundur. Mér hefur ver ið sagt, að sumir þessara manna séu í rauninni beztu menn, dagfarsprúðir og jafn vel sæmilegir heimilisfeður. En eftir klukkan 8 á kvöld- in umtumast þeir fullkom- lega og haga sér eins og magaveikir lögregluþjónar, — ef þeir eru það ekki fyrir. Dyravörðum samkomuhúsa eru gefin mikil völd. Þeir eru í raun og veru einhverj- ir valdamestu menn í land- inu, þar sem þeir eru í senn sækjendur, verjendur og dóm arar í þeim málum, sem koma upp meðal gestanna. Minnir réttarfar þeirra á ný lendustefnu Portúgala í An- góla, þar sem helztu refsing ar voru útlegðardómar, tíma bundnir eða helzt endanlegir. Þessum vesalingsmönnum hefur tekizt að gera stétt sína fræga með endemura. Slík eru afrek stéttarinnar, að þeir eru jafnvel settir á bekk með atvinnu-verkfalls vörðum, mútuþægum embætt ismönnum, hljóðfæraleikur- um, málóðum leigubílstjóram og drykkfelldum hárgreiðslu „dömum“. Mér brá í brún, þegar ég kom í heimsókn til mágkonu minnar um daginn. Þegar ég kom að garðshliðinu, sá ég, að fyrir utan stóð hópur af krökkum. 1 hliðinu stóð átta ára bróðursonur minn og al- nafni, vopnaður Ijótri nagla spýtu og lét höggin dynja á hverjum þeim, sem hugði á inngöngu. Tautaði hann í sífellu: „Það er fullt. Það þýðir ekkert að bíða hérna. Pr irmi ** Eg hinkraði ögn við til að virða fyrir mér leikinn, sem ég ekki kannaðist yið frá mínum æskuárum. Sá ég þá koma unga dömu, sennilega á níunda árinu, í bleikum kjól með slaufu í hárinu. Hún ruddist í gegnum hóp- inn og horfði með fyrirlitn- ingu á krambúleruð andlit leiksystkina sinna. Skipti nafni minn og frændi nú skyndilega um fas. Hann opn aði rifu á hliðið, svo að stúlkan gat rétt smogið inn fyrir. Setti stráksi nú slá fyrir hliðið að innanverðu og var hinn hróðugasti. Eg fór að renna í grun, hver leikurinn væri, þegar hann fór að hliði á bak við húsið. Þar hleypti hann inn nokkrum af stærri strákun- um gegn greiðslu í kara- mellum. Einn lítil snolli ætl aði að stelast inn með þeim stóra, en hann átti enga karamellu. Gerði hann nafni minn sér þá lítið fyrir og naglaspýtunni góðu, og henti honum síðan út. Þótti mér nú ljóst, að leikurinn yæri nýr af nálinni, eitthvað sem hægt væri að kalla dyra- varðarleik. Eg fór að tala um leikinn við mágkonu mína, sem sagðist hafa miklar áhyggj- ur af þessu. Alltaf síðan strákur fékk nýja rólu í garðinn, hefur haxm leikið þennan leik. Hann segist ætla að verða dyravörður, þegar hann er orðinn stór. Aðsóknin að rólunni hefur verið mikil. En í stað þess að vera vinsælasti piltur í hverfinu, hefur stráksa tek- izt að skapa sér óvild flestra barna og foreldra í Austur- bænum, ekki sízt eftir að hann slasaði þrjá bekkjar- bræður sína svo illilega, að það þurfti að fara með þá á Slysavarðstofuna. Fortölur og flengingar hafa ekkert haft að segja við strákinn, sem aðeins versnar við ávítur. Bregður hann þá gjaman fyrir sig dólgslegmn orðatiltækjum, sem hann álítur hæfa dyra- verði á veitingastað. Foreldr ar hans eru nú komin í svo mikla örvæntingu, að þau hafa rætt um það alvarlega að fá viðtal við Ólaf4-Vík-í- lóni. Það er ljótt til þess að vita, að fullorðið fólk skuli geta haft svona lagað fyrir blessuðum óvitunum. Þjóð- kirkjan hefur að undanfömu haft í þvi tvo burðarmikla ungpresta, að hafa gott fyr ir æskulýðnum með bastvefn aði og frímerkjasöfnun. Væri ekki heillaráð að senda dyra- verði veitingastaða okkar í útsaums eða skellinöðra- klúbb þar, sem eitthvað gott IfVTITIl n A haft- Þetta ráð hefur gefizt vel við aðra óknyttaungl- inga.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.