Morgunblaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT 22 drengjum frá Pakistan, sem sendir höfðu verið til Sameinuðu arabísku furstadæmanna til að starfa sem úlfaldaknapar, var í vikunni komið aftur til heimkynna sinna. Drengirnir, sem eru á aldrinum þriggja til fimm- tán ára, komust til síns heima á grundvelli samstarfs Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og stjórnvalda landanna tveggja. Sala á börnum er þekkt vandamál í Pakistan og er fá- tækum fjölskyldum borgað fyrir að senda börn sín til útlanda til að keppa í úlfaldakapphlaupi sem er vinsæl íþrótt við Persaflóa. Á fréttavef BBC er því lýst að börnin búi við hrikalegar aðstæður sem líkist helst fangelsum. Þeim sé gefið of lítið að borða til að þau haldist létt og séu þar með betri knapar. Einnig er því haldið fram að börn slasist illa og látist oft á tíðum þeg- ar þau detta af baki. Drengirnir 22 voru sendir í barna- hjálparmiðstöð í austurhluta Pakistan og þótti þeim sem þar tóku á móti þeim átakanlegt að sjá að engir foreldrar voru mættir til að sækja þá. Nú vinna stjórn- völd að því að finna fjölskyldur drengjanna og hafa heitið því að borga fyrir menntun þeirra hafi foreldr- arnir ekki tök á því. Nýlega var lagt bann við því að börn yngri en 16 ára og þau sem vega minna en 45 kíló séu úlfaldaknapar, og síðan hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin hafist handa við að uppræta þennan vanda. Talið er að 2.800 börn starfi sem úlfaldaknapar í landinu og að 70% þeirra séu frá Pakistan. Nú þegar bíða 270 þeirra þess að komast til heimkynna sinna í sérstökum búðum á vegum stjórnvalda þar í landi. AP Úlfaldaknöpum komið til síns heima kjósa Rafsanjani til að tryggja við- hald umbóta í landinu. „Hver er ástæða þess að fólk telur að það að hann komist aftur til valda breyti einhverju? Að fá Rafsanjani í for- setastól er framhald af gamla rík- inu.“ Hún sagði einnig óþarft fyrir fólk að hafa áhyggjur af því að hugsan- legur sigur Ahmadinejad yrði til þess að þær umbætur sem orðið hafa undir stjórn núverandi forseta, Mo- hammad Khatami, verði afturkallað- ar og sakar framboð Rafsanjani um að dreifa hræðsluáróðri þess efnis. „Þeir reyna að vinna sér atkvæði með því að segja að kjósir þú hann ekki þá komist talibanastjórn til valda. En staða samfélagsins í Íran er ekki þess eðlis að slík talibana- stjórn gæti komist á. 60% háskóla- nema eru konur. Femínistahreyfing- in er mjög öflug. Ég er sannfærð um að fólk hér mun verja það frelsi sem það hefur þegar öðlast. Sama hvað það kostar þá mun fólk verja frelsið,“ sagði Ebadi. Teheran. AFP. | Seinni umferð forseta- kosninganna í Íran fer fram í dag og stendur valið milli þeirra tveggja sem fengu flest atkvæði í fyrri um- ferðinni, harðlínumannsins Mahmo- ud Ahmadinejad og Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseta landsins, sem sagður er hófsamari. Margir hafa sniðgengið kosningarn- ar í mótmælaskyni við að frambjóð- endur þurftu samþykki klerkaráðs- ins til að fá að bjóða sig fram. Flestir umbótasinnar voru þar með útilok- aður frá framboði og allar konur. Shirin Ebadi, friðarverðlaunahafi Nóbels, er meðal þeirra sem snið- gengu kosningarnar og varði hún þá afstöðu sína í viðtali við AFP-frétta- stofuna í gær. Sagðist hún ekki kjósa vegna þess að kosningarnar í heild sinni væru ólögmætar að hennar mati. „Ég hef mótmælt kosningalög- unum frá upphafi. Eini möguleikinn sem ég sé í stöðunni er borgaraleg óhlýðni, það er það minnsta sem við getum gert. Kosningarnar eru ekki réttlátar því þær eru ekki frjálsar.“ Ebadi gerði lítið úr bollalegging- um þess efnis að mikill hugmynda- fræðilegur munur sé á frambjóðend- unum tveimur, Ahmadinejad og Rafsanjani, og að nauðsynlegt sé að Ebadi segir kosningarnar ólögmætar Shirin Ebadi Seinni umferð forsetakosninga í Íran í dag LJÓST er að í Evrópusambandinu (ESB) fer nú fram grundvallarum- ræða um framtíð sambandsins og það verður að laga sig að breyttum aðstæðum eigi almenningur að öðl- ast trú á það á nýju, að sögn Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands. Hann flutti ítarlega ræðu á þingi Evrópuþingsins í Brussel í gær og rakti þar skoðanir sínar á þeirri stöðu sem komin er upp eftir að kjós- endur í Frakklandi og Hollandi höfn- uðu stjórnarskránni og leiðtogunum aðildarríkjanna mistókst að ná sam- komulagi um fjárlög. Blair sagði að gera yrði félagslegt kerfi ESB nútímalegra og skilvirk- ara. „Enn og aftur hafa sumir gert því skóna að ég vilji leggja niður evr- ópska samfélagsmódelið. En segið mér, hvers konar samfélagsmódel er það sem lætur 20 milljónir manna vera án atvinnu í Evrópu, sem sættir sig við að framleiðni sé minni en í Bandaríkjunum, sem horfir upp á að fleiri ljúki háskólaprófi í náttúruvís- indum í Indlandi en í Evrópu, sem lætur allt þetta viðgangast og jafn- framt að allir mælikvarðar sem not- aðir eru á nútímalegan efnahag, al- menn starfshæfni, staða rannsókna og þróunar, fjöldi nýrri einkaleyfa, staða upplýsingatækni, allt sé þetta á niðurleið, ekki uppleið?“ spurði ráðherrann. Hann sagði að markmið sam- félagsmódelsins í álfunni ætti að vera að auka samkeppnishæfnina, gera fólki kleift að takast á við við- fangsefni hnattvæðingarinnar. Blair rifjaði upp að leiðtogar sambandsins hefðu á síðustu árum samþykkt skýrslur og fagrar yfirlýsingar um að fjárfesta í vísinda- og tækniþróun, umbótum á vinnumarkaði, mennta- málum og fleiri framfaramálum. En efndirnar hefði skort. Sagði ráð- herrann að almenningur í ESB hefði orðið fyrir vonbrigðum með pólitíska leiðtoga sína og óttaðist framtíðina í heimi þar sem breytingar væru óum- flýjanlegar. „Erum við að hlusta [á fólkið]? Höfum við pólitískan vilja til að fara og ræða við fólk svo að það fari að álíta að forysta okkar sé hluti af lausninni en ekki vandanum?“ spurði Blair. Misjöfn viðbrögð þingmanna Bretar taka við forystu í ESB 1. júlí og hefur Blair verið að kynna stefnumið sín þá sex mánuði sem Bretar fara með forystuna. Þegar ráðherrann sagði að hann hefði alltaf verið „eldheitur Evrópusinni“ og í upphafi stjórnmálaferils síns gengið í berhögg við þáverandi stefnu Verkamannaflokksins í þeim efnum gerðu sumir þingmenn hróp að hon- um. En margir klöppuðu og gerðist það oftar en einu sinni. Blair sagði að þrátt fyrir áföll yrði að standa við fyrirheit um að ræða aðild við ríki eins og Króatíu og Tyrkland. Efla yrði efnahag álfunn- ar til þess að hún gæti orðið öflugur og virkur þátttakandi að því að skapa heim framtíðarinnar, að sjálf- sögðu í góðu samstarfi við Bandarík- in en einnig með nægilega getu til að taka eigið frumkvæði. „Slík Evrópa – með efnahag sem verið væri að nútímavæða, þar sem öryggi væri treyst með markvissum aðgerðum jafnt innan landamær- anna sem utan – yrði sjálfsörugg Evrópa. Hún yrði nægilega sjálfs- örugg til að líta ekki á stækkun sem ógnun, eins og aðild sé ferli þar sem gömlu aðildarríkin tapa en þau nýju hagnast, heldur einstakt og sögulegt tækifæri til að skapa stærra og öfl- ugra samband.“ Ef stækkunarferlið stöðvaðist myndi að vísu vera hægt að bjarga í bili fáeinum störfum og fyrirtækjum, koma í veg fyrir einhverja brott- flutninga fyrirtækja til landa utan ESB. En ekki til lengdar. „Og á með- an yrði Evrópa þrengri í sniðum, innhverfari og þeim myndi vaxa fisk- ur um hrygg sem ekki hylla hefðir Evrópuhugsjónanna heldur sýn úr- eltrar þjóðernishyggju og útlend- ingahaturs.“ Útilokað að bíða með að taka á landbúnaðarstyrkjunum Hann sagði að ESB snerist um gildi, um samstöðu milli ríkja og þjóða, ekki einvörðungu um sameig- inlegan markað þar sem menn stunduðu viðskipti heldur sameigin- legt, pólitískt svæði þar sem menn ættu samskipti sem borgarar. „Ég myndi aldrei sætta mig við Evrópu- samband sem væri eingöngu efna- hagsbandalag,“ sagði breski for- sætisráðherrann. En ekki ætti að saka þá sem hvettu til breytinga á sambandinu um að hafa svikið Evr- ópuhugsjónina. Ekki væri hægt að fresta umbótum, ekki hægt að bíða til 2014 eftir því að taka á þeim vanda að 40% af öllum sameiginlegum út- gjöldum ESB færu til að styrkja inn- lendan landbúnað. „Umræðan um Evrópu ætti ekki að byggjast á því að menn skiptist á móðgunum og ekki vera á persónu- legum nótum,“ sagði Blair. „Hún ætti að vera opin og hreinskilnisleg skoðanaskipti … Málið snýst ekki um val milli „Evrópu hins frjálsa markaðar“ andspænis Evrópu fé- lagslegrar samhjálpar, milli annars vegar þeirra sem vilja snúa aftur til gamla efnahagsbandalagsins og ann- arra sem trúa á pólitíska sameiningu Evrópu. Það er ekki aðeins röng framsetn- ing. Hún er sett fram til að hræða þá sem vilja breytingar í Evrópu og sett fram til að láta þrá eftir breytingum líta út eins og svik við Evrópuhug- sjónina. Þannig er reynt að loka á raun- verulegar umræður um framtíð Evr- ópu með því að segja að þeir sem krefjist umræðna séu með því að vinna gegn Evrópuhugsjóninni … Hugsjónir lifa af með því að taka breytingum. Þær deyja ef tregðulög- málið er látið hafa yfirhöndina þegar takast þarf á við breytingar,“ sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands. Ekki svik við Evrópuhug- sjón að ræða breytingar Reuters Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, ávarpar Evrópuþingið í gær. ’Höfum við pólitískanvilja til að fara og ræða við fólk svo að það fari að álíta að forysta okkar sé hluti af lausninni en ekki vandanum?‘ Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fíladelfíu í Mississippi. AFP. | Edgar Ray Killen, fyrrum liðsmaður sam- takanna Ku Klux Klan í Bandaríkj- unum, var dæmdur til 60 ára fang- elsisvistar í gær, en hann var fundinn sekur um það fyrr í vik- unni að hafa lagt á ráðin um morð á þremur baráttumönnum fyrir réttindum blökkumanna í Mississippi árið 1964. Killen var dæmdur til tutt- ugu ára fang- elsisvistar fyrir hvert morðanna og skal hann af- plána hvern dóminn á fætur öðrum. Killen er áttræður og við slæma heilsu og sagði dómarinn, er hann kvað upp dóminn, að það væri honum síður en svo ánægju- efni en lögin gerðu ekki ráð fyrir að tekið væri tillit til aldurs sak- felldra manna við ákvörðun refs- ingar yfir þeim. Þá sagðist hann verða að taka tillit til þess að þrír menn hefðu týnt lífi í umræddu máli. Bíómynd með Gene Hackman Athygli vekur að Killen skuli dæmdur fyrir glæp sem framinn var fyrir 41 ári. Eftirmál morð- anna á þremur ungum mönnum, sem höfðu beitt sér fyrir auknum réttindum bandarískra blökku- manna, urðu efni í kvikmynd árið 1988 með þeim Gene Hackman og Willem Dafoe í aðalhlutverkum. Myndin hét Mississippi Burning og var í leikstjórn Bretans Alans Parker. Morðin á ungu mönnunum þremur – Michael Schwerner, Andy Goodman og James Chaney – höfðu í för með sér sérstaka lagasetningu um mannréttindi blökkumanna árið 1964. Fékk sextíu ára fangels- isdóm Edgar Ray Killen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.