Morgunblaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helgi Geirmunds-son fæddist í Að- alvík á Hornströnd- um 17. nóvember 1934. Hann andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 14. júní síðastliðinn. Helgi var sonur hjónanna Geirmund- ar Júlíussonar, f. 4. mars 1908, d. 17. október 1996, og Guðmundu Regínu Sigurðardóttur, f. 5. maí 1904, d. 23. júní 1994. Systkini Helga eru Halldór, f. 29. janúar 1930, Gunnar, f. 15. apríl 1931, Sigur- líni, f. 25. maí 1932, Ásthildur, f. 19. júní 1936, Baldur, f. 15. októ- ber 1937, og Karl, f. 13. mars 1939. Árið 1959 kvæntist Helgi Ernu Magnúsdóttur ættaðri frá Ísafirði og varð þeim sex barna auðið. Börn þeirra eru: 1) Magnús Geir, f. 16. mars 1958, kvæntur Dagnýju Einarsdóttur og eiga þau þrjú börn. 2) Grétar, f. 5. október 1959, kvæntur Eddu Bangon og eiga þau tvö börn. 3) Helgi, f. 22. febrúar 1963, hann á þrjú börn. 4) Brynja, f. 6. mars 1965, gift Við- ari Erni Sveinbjörns- syni og eiga þau eitt barn, fyrir átti Brynja eina dóttur. 5) Ómar, f. 1. nóvem- ber 1969, kvæntur Karen Óladóttur og eiga þau þjú börn. 6) Jóhann Birkir, f. 16. júní 1971, kvæntur Gabríelu Aðalbjörns- dóttur og eiga þau þrjú börn. Helgi ólst upp í Aðalvík og Fljótavík á Hornströndum til 12 ára aldurs og fluttist þaðan til Hnífsdals. Fyrstu ár þeirra hjóna voru í Hnífsdal og fluttu síðan til Ísafjarðar og hafa búið þar síðan. Helgi vann ýmis störf þar til hann hóf útgerð. Síðastliðin ár starfaði hann hjá Trésmiðjunni í Hnífsdal. Útför Helga verður gerð frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku pabbi, það var erfitt að kveðja þig 14. júní sl. og það er ennþá erfitt, þar sem við trúum því varla enn að þú sért farinn. Þú varst og ert svo stór hluti af okkur, það er svo mikið tómarúm hjá okkur öllum. En þegar við settumst niður til að skrifa þessa minningargrein komu upp all- ar þær góðu minningar sem við átt- um um þig. Við munum ekki ein- göngu minnast þín sem pabba okkar heldur líka sem besta vinar okkar. Þú varst okkur alltaf til halds og trausts. Kenndir okkur á skíði, fyrstu sundtökin og sýndir okkur jafnvel hvernig átti að skauta. Það er svo gaman að hugsa til þess þegar við bræður vorum á skautum í Mið- túninu og þurftum að nota skíðastafi til að komast áfram, þá datt okkur í hug hvað það væri gaman að sjá þig detta á skautum og viti menn, þú skautaðir fram og aftur eftir Mið- túninu eins og ekkert væri og kall- aðir á okkur hvort við ætluðum ekki að halda áfram. Þú varst líka svo veikur fyrir öllum nýjungum, t.d. sjónvarpi, vídeó og þráðlausum síma svo eitthvað sé nefnt, þú varst alltaf á meðal þeirra fyrstu að kaupa. Þú lærðir aldrei á tölvu en á bygging- arsýningu í Þýskalandi sl. vetur þá skoðaðir þú bara nýjustu og flottustu tölvustýrðu tækin og vildir kaupa þau. Síðasta tækið sem þú keyptir var risasjónvarp rétt fyrir jólin. Við munum aldrei gleyma því þeg- ar þú skaust ísbjörninn í Fljótavík, þessa sögu höfum við sagt okkar börnum og munum segja hana barnabörnum okkar. Gamlárskvöld í Miðtúninu eru líka ógleymanleg þar sem þú lékst alltaf á als oddi og sást til þess að allir skemmtu sér vel. Svo ekki sé minnst á alla flugeldana. Þú hafðir líka svo gaman af því að ferðast og skoða heiminn. Þó að tungumálakunnátta þín væri ekki þín besta hlið áttir þú sjaldan í erf- iðleikum vegna þess. Já, pabbi, í huga okkar ertu sá al- besti pabbi sem nokkur gæti hugsað sér og ert okkur fyrirmynd í einu og öllu. Þín elskandi börn. Tengdafaðir minn Helgi Geir- mundsson lést 14 júní sl. á Sjúkra- húsinu á Ísafirði eftir erfiða baráttu við sjúkdóm. Ég get varla með orð- um lýst hvað hans Helga verður sárt saknað, hann gaf mikið af sér. Það var alveg sama hvað það var, það var alltaf hægt að leita til hans um að- stoð. Það eru ófá smíðahandtökin sem Helgi er búinn að taka fyrir börnin sín. Þegar ég kom fyrst inn í fjölskylduna þá tók Helgi mér opn- um örmum, mér var strax tekið mjög vel og ég tala ekki um þegar hann komst að því að afi hans og langafi minn voru bræður. Ég var eini tengdasonur hans og kom hann alltaf fram við mig eins og einn af sínum sonum. Það eru margar minningar sem ég á um hann Helga minn. Þau eru ófá ferðalögin sem við hjónin er- um búin að fara með tengdaforeldr- unum. Það sem mér er minnisstæð- ast er ferðalagið sem við nefndum „langaferðalagið“, þegar við keyrð- um um Evrópu og allar pælingarnar okkar á landakortinu. Ferðirnar hefðu aldrei verið svona margar er- lendis ef Helgi hefði ekki alltaf komið til okkar með bæklinga til að æsa okkur upp í einhverja ferð og alltaf vorum við til í það að fara því að það var virkilega gaman að ferðast með þeim. Þegar ég byrjaði að smíða minn sumarbústað í Aðalvík þá var Helgi strax tilbúinn til að hjálpa, hann hvatti mig áfram og ef honum fannst verkið ganga full seint þá tók hann upp hamarinn og hætti ekki fyrr er verkið var búið, hangs var ekki til í hans orðaforða. Þar er Helga rétt lýst þegar hann sagði við mig eitt sinn: „Viðar, þú snertir ekki hamarinn fyrr en ég kem aftur.“ Hann vildi fá að klára sjálfur það sem hann var byrjaður á. Þær eru margar minningar sem við eigum saman úr Aðalvíkinni. Ein mín besta stund með honum tengda- föður mínum í Aðalvíkinni var þegar við tveir sátum saman um miðnætti í fjörunni, aleinir í víkinni. Kyrrðin var dásamleg og við horfðum á miðnæt- ursólina setjast og ég man á þeirri stund hvað mér fannst gott að hafa hann við hlið mér og hvað mér þótti vænt um hann. Ég kveð þig nú, elsku Helgi minn, með söknuði. Viðar Örn Sveinbjörnsson. Mig langar til að minnast tengda- föður míns í fáum orðum. Það var erfitt að þurfa að kveðja þig, elsku Helgi minn. Eftir er stórt skarð í fjölskyldunni sem verður aldrei fyllt. Það voru forréttindi sem ég verð ævinlega þakklát fyrir að fá að eiga eins dásamlegan tengdaföður eins og þú varst mér. Svo hlýr, traustur og alltaf stutt í húmorinn. Þú varst mikill afi. Gafst þér alltaf tíma til að ræða við börnin og sam- gleðjast þeim. Fyrir þér var aldur af- stæður. Þú áttir marga vini og það sem mér fannst einkenna þig var að þú varst ekki bara faðir barnanna þinna, heldur líka besti vinur þeirra. Því er söknuður þeirra og Ernu mik- ill. Þú tókst mikinn þátt í daglegu lífi þeirra og fylgdist vel með okkur öll- um. T.d. máttir þú aldrei vita af börn- unum þínum vera að framkvæma eitthvað, þá varst þú mættur fyrstur á svæðið með hamarinn og tommu- stokkinn. Hún er ómetanleg öll sú hjálp sem þú veittir okkur Jóhanni þegar við vorum að laga til í húsinu okkar. En þú vast dugnaðarforkur og hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni. Það var þér erfitt að greinast með ill- vígan sjúkdóm. Þú hafðir alltaf verið svo hraustur og líkamlega vel á þig kominn. Því var þetta mikið áfall fyr- ir þig og okkur. En dvöl þinni hér á jarðríki er lokið. Ég trúi því að það sé mikil þörf fyrir góða smiði í himna- ríki þar sem aðrir fái að njóta krafta þinna og dugnaðar. Eftir eigum við minningu um yndislegan mann sem mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku Helgi minn, ég vil þakka þér allar þær yndislegu stundir sem ég átti með þér. Þín verður sárt saknað. Þín tengdadóttir Gabríela Aðalbjörnsdóttir. Elsku afi minn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þú ert afi minn, vinur og hefur ver- ið mér sem „pabbi“. Heimilið þitt og ömmu er mér sem mitt annað heim- ili. Fyrstu ár ævi minnar bjuggum við mamma hjá þér og ömmu. Eftir að við fluttum var nú líka stutt fyrir mig að koma til ykkar. Þú sagðir líka oft: „Ég man þegar þú komst hlaup- andi, kinnarnar hristust og með tárin í augunum; þá þóttumst við amma þín alveg vita að þið mæðgur hefðuð orðið eitthvað ósammála.“ Þetta breyttist aldrei, þú vissir alltaf hvernig mér leið. Ég á svo ótal margar dýrmætar minningar um okkur saman. Fljóta- víkurferðirnar, þar sem þú sagðir mér sögur þaðan. Ferðalögin mín með ykkur ömmu um landið og einn- ig erlendis. Allar stundirnar sem ég átti heima hjá ykkur og var þá ósjald- an setið um helgar til 3-4 á nóttunni og spjallað saman, ég, amma og þú. Þú hefur alltaf sýnt mér svo mik- inn áhuga og fylgst vel með mér hvar sem ég var. Þú hefur átt svo mikinn þátt í að móta mig sem þá manneskju sem ég er í dag. Minn draumur er að finna mér mann sem ég veit að þú yrðir sáttur við og ekki myndi það skemma fyrir að hann líktist þér; lífs- ánægjuna og alla gleðina, danshæfi- leikana, ákveðnina, hlýjuna og drif- kraftinn og traustið. Síðustu ár hef ég verið búsett er- lendis, en alltaf er ég kom að utan, fannst mér ég ekki komin heim fyrr en ég steig inn fyrir þröskuldinn í Miðtúni 21. Elsku afi, ég veit að það er erfitt að fara frá okkur en ég mun gera mitt besta til að hjálpa ömmu í gegnum sorgina. Þú munt lifa áfram meðal okkar. Ég elska þig af öllu mínu hjarta. Þín „Drottning“, Helga Sigríður. Helgi Geirmundsson, svili minn og mikill vinur er allur. Kynni okkar Helga, sem hófust fyrir 40 árum, þróuðust upp í trausta vináttu. Stundum verður vinátta manna svo sterk að hún virðist órjúfanleg hvað sem á dynur. Þannig var okkar vinátta. Þegar ég lít til baka minnist ég margra skemmtilegra stunda er við áttum saman. Þú varst mikill gleðigjafi í öllum okkar samskiptum. Við ræddum málin oft á léttu nót- unum og fékk þá flest að flakka er kom upp í hugann. Í þjóðmálunum vorum við stundum ósammála og urðu þá umræðurnar á stundum kappsamar og háværar svo að nær- stöddum þótti nóg um. Traust, heið- arleiki og gleði voru meðal þinna vörumerkja. Og hvort sem það var nú á Flórida, Barbados, Spáni, í Þýskalandi eða í Miðtúninu á Ísa- firði, þá varst þú hrókur alls fagn- aðar. Stundum fór eitthvað úrskeiðis í því sem við brölluðum saman eins og gengur, en þegar frá leið urðu slíkir atburðir hið mesta skemmti- efni, sem við hlógum að, er við rifj- uðum þá upp. Ég hverf nokkur ár aftur í tímann, þegar þú tókst að þér að byggja sól- skála við húsið mitt í Stykkishólmi. Ég, eigandinn og verkkaupandinn, var að sjálfsögðu í hlutverki hand- langarans. Og þótt ég hefði varla sagað í sundur spýtu og kynni að sjálfsögðu ekki neitt til slíkra verka, var ég ákveðinn í því að standa mig vel í þessu hlutverki. Ég get vel hugsað mér að þú hafir stundum brosað í laumi, er þú varðst vitni að því hvernig aumur blýantsnagarinn bar sig að við verkin. Sú var venja í samskiptum okkar Helga, að við hældum hvor öðrum aldrei. Þvert á móti létum við óspart í ljós gallana sem við þóttumst sjá í fari hins. Þannig var þessu einnig háttað við smíðarnar í Hólminum. Smiðurinn Helgi skammaði handlangarann Þórð óspart, sem á móti lét smiðinn hafa það óþvegið, þótt innistæðan fyrir slíku hjá mér væri harla lítil. Svo var það kvöld eitt þar sem ég lá uppi í rúmi, allur af manni genginn eftir mjög erfiðan dag, en ég hafði verið að grafa fyrir staurum í harð- bala allan daginn, að ég heyrði á tal Helga við Lilju frammi í stofu. Þar fór Helgi einkar fögrum orðum um mína frammistöðu og sagði mig vera furðu seigan verkmann. Auðvitað var hann viss um að ég væri sofnaður enda algjört stílbrot að hann hefði um mig slíkt lof svo ég heyrði. Ég kleip mig í handlegginn til að vita hvort ég væri vakandi, sem svo reyndist vera. Já, þannig voru okkar samskipti og þannig vona ég að þau verði fram- vegis, Helgi. Nú gæti ég skrifað um þig langa lofræðu, en það ætla ég ekki að gera, því ég veit að slíkt er þér ekki að skapi. Auk heldur mundir þú ætla, að nú hefði ég endanlega tapað glórunni. Ég þakka þér, Helgi minn, fyrir allar skemmtilegu samverustundirn- ar fram til þessa og ég hlakka til að taka upp þráðinn næst þegar við hitt- umst. Ernu, börnum, barnabörnum og öðrum ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórður Sveinbjörnsson. Nú er góður maður fallinn frá í blóma lífsins. Hljómar kannski und- arlega að segja slíkt um mann sem náði sjötugsaldri. En Helgi var bara alltaf eins og unglingur, segjandi brandara eða jafnvel dansandi með bros á vör. Orkan var þvílík að þeir sem umgengust hann, máttu hafa sig alla við til að fylgja honum, hvort sem var við vinnu eða leik. Á heimili Helga og Ernu var oft mannmargt og okkur bræðrum ávallt vel tekið. Þar var sjaldan dreg- ið úr uppátækjasemi okkar og sona þeirra, hvort sem verið var að smíða fleka, risavaxna flugdreka, píluboga eða hvað sem okkur datt í hug. Eina sem skorti var meiri tími til að fram- kvæma allt sem okkur datt í hug. Það gat verið gaman að vera viðstaddur þegar Helgi kom heim úr sínum fjöl- mörgu ferðum til Spánar ásamt fjöl- skyldu sinni. Hann var svo nýjunga- gjarn að alltaf komu ný tæki á heimilið sem gaman var að leika sér að. Hann eignaðist fyrsta mynd- bandstækið í hverfinu, þráðlausan síma sem var uppspretta margra prakkarastrika og að ógleymdum skemmtara sem enginn kunni að spila á. Hann leit bara svo vel út í stofunni. Helgi var gleðimaður og leiddist ekki í góðra vina hópi á góðum degi. Einn slíkur eftirminnilegur dagur var nú í nóvember síðastliðnum þeg- ar kempan hélt upp á sjötugsafmæli sitt. Þar lá nú aldeilis vel á kalli. Ótrúlegt að nú nokkrum mánuðum síðar er Helgi allur og aðeins minn- ingarnar eftir. Í orðabók Helga voru ekki til orð eins og verkkvíði, leti og þreyta. Það virtist einna helst eins og hann þekkti merkingu þeirra aðeins af af- spurn. Engum verkum mátti ljúka á morgun ef hægt var að framkvæma í dag. Ekki laust við að örlaði á óþol- inmæði þegar kom að gangi verk- legra framkvæmda. Það er ljóst í okkar huga að tími endurbóta og framkvæmda er runninn upp hinum megin. Við sendum Ernu, strákunum og Brynju samúðarkveðjur og biðjum Guð að geyma hann Helga, okkar kæra vin og frænda. Hjalti, Rúnar Óli og Smári Karlssynir. Hinn 14. júní síðastliðinn fékk ég hringingu frá Ísafirði um það að frændi minn Helgi Geirmundsson væri látinn. Hann hafði verið veikur um hríð af krabbameini. Ég heim- sótti hann á Landspítalann fyrir rúmum mánuði. Þá sá ég hvað hon- um leið illa en bar sig vel. Hann lét okkur Lína smakka matinn og spurði hvort maturinn sem ég framleiddi væri svona vondur. Ég sagði nei og að ég skyldi senda honum smakk vestur á Ísafjörð sem ég og gerði og fékk miklar þakkir fyrir. Við Helgi vorum miklir frændur, ólumst upp á sömu torfunni í Hnífs- dal. Hann frá 11 ára aldri og ég frá eins árs aldri. Mamma mín og pabbi hans voru systkini og mamma hans og pabbi minn voru bræðrabörn. Mamma mín og pabbi hans voru alin upp á Atlastöðum í Fljótavík. Þar lágu leiðir okkar saman í mörg ár. Helgi vann þar mikið verk við bú- staðinn sem við eigum þar. Við fórum nokkrum sinnum saman til Fljóta- HELGI GEIRMUNDSSON Elsku Svava frænka. Okkur systk- inabörnin þín langar til að minnast þín með örfáum orðum og þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem þú áttir með okkur, fyrir alla hlýjuna sem við fundum frá þér þegar þú passaðir okkur og fyrir allar góðu stundirnar sem þú gast gefið okkur þegar sjúkdómurinn var ekki að buga þig. Þú hvarfst þér sjálfum og okkur hvarfst inn í höfuð þitt dyr eftir dyr luktust SVAVA EGGERTSDÓTTIR ✝ Svava Eggerts-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 12. mars 1952. Hún lést á Víðivöllum á Kjalarnesi hinn 9. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 20. júní. og gátu ei opnast á ný þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr bústaður sálarinnar er hér enn en stendur auður sál þín er frjáls líkami þinn hlekkjaður við líf sem ekki er hægt að lifa þú horfir framhjá mér tómum augum engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast. (Þýð. Reynir Gunnlaugsson.) Elsku Svava frænka, megi sál þín vera frjáls og öllum heimsins áhyggjum og erfiðleikum létt af þér. Við vitum að afi, Elín og Óskar sem og allir aðrir ættingjar sem hafa yfirgefið þetta tilverustig eiga eftir að taka vel og innilega á móti þér. Þín systkinabörn Aldís, Guðni, Jóna, Eggert og Kristján Bjarki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.