Morgunblaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2005 49 DAGBÓK Fræðileg og skapandi skrif eru viðfangs-efni doktorsnema sem nú sitja nám-skeið í Háskóla Íslands á vegum Nor-ræna rannsóknarskólans í kvenna- og kynjafræðum og RIKK, rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. 23 norrænir doktorsnemar sitja námskeiðið sem hófst í gær og lýkur á laugardag. Að sögn Dagnýjar Kristjánsdóttur, prófessors í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, á efni námskeiðsins þó ekki bara við skrif í kynja- fræði heldur öll fræðileg skrif. „Á okkar póstmód- ernísku tímum hafa menn efast um mörkin milli hlutlægrar og huglægrar nálgunar fræðimanns að viðfangsefninu. Spurt er hver sé staða rannsak- andans sjálfs og hvort staða hans liti val á við- fangsefni og afstöðu til þess. Menn hafa líka spurt hvort fræðileg framsetning þurfi að vera leiðinleg og ópersónuleg. Formið breytir innihaldinu, er sagt, og þetta er alþekkt í öðrum greinum. T.d. hljóta blaðamenn oft að upplifa að áhrifin af frétt- inni breytast eftir því hvernig þeir skrifa hana.“ Þannig að þetta er spurning um sjónarhorn? „Já, sjónarhorn, stíl og framsetningu.“ Hefur fólk verið hrætt við að vera listrænt og persónulegt í fræðilegum skrifum hingað til? „Þetta var einfaldlega harðbannað. Þess hefur verið krafist að þeir taki sér stöðu fyrir utan og of- an viðfangsefnið eins og Guð almáttugur. En fræðimenn eru hluti af sínu umhverfi og tíma. Þeir eru ekki guðir. Í námskeiðinu er farið í saum- ana á því hvernig við mótum hugsun okkar og fræðilegt innsæi um leið og við skrifum. Við erum að reyna að skoða þetta í nýju ljósi. Hins vegar er hlutleysiskrafan ein af grundvallarreglum háskól- ans og krafan um að leita sannleikans. Fólk verð- ur að sýna að það kunni leikreglurnar áður það fer að kasta þeim upp í loftið – það verður að geta gripið þær aftur. Þetta er eins og á öllum sviðum, þú verður að vita nákvæmlega hvað þú átt og gera og hvernig áður en þú gerir uppreisn gegn því.“ Fyrirlesarar á námskeiðinu eru Laurel Rich- ardson, Anne Brewster, Nina Lykke og Sissel Lie sem allar eru velþekktir fræðimenn á sínu sviði. „Okkur sem erum við HÍ fannst svolítil synd að vera búin að fá heimsfræga fyrirlesara og kenn- ara til landsins og fá ekki að senda nema fjóra ís- lenska doktorsnema á námskeið þeirra. Því báð- um við þessa sömu kennara um að koma nokkrum dögum fyrr og keyra annað námskeið fyrir Íslend- inga eingöngu. Það stóð frá 20. til 22. júní og um 20 íslenskir doktorsnemar tóku þátt í því. Það var ákaflega vel heppnað og við erum mjög glaðar yfir að hafa getað boðið upp á það.“ Námskeið | Norrænir doktorsnemar sitja námskeið um fræðileg og skapandi skrif Fræðilegt en ekki leiðinlegt  Dagný Kristjáns- dóttir er prófessor í ís- lenskum bókmenntum við Háskóla Íslands og situr í stjórn Norræna rannsóknarskólans. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1970 og lauk cand mag.-prófi í íslenskum bókmennt- um árið 1979. Dagný lauk doktorsprófi árið 1997 en doktorsritgerð hennar fjallaði um Ragnheiði Jónsdóttur og kvennabókmenntir á eftirstríðsárunum. Dagný er gift og á tvo syni. Vantar íþróttasíðu á sunnudögum ÉG er nýorðinn áskrifandi að Morgunblaðinu, til reynslu, og er mjög ánægður með blaðið að flest- öllu leyti. Finnst það bera af öðrum blöðum í fréttaflutningi og fróðleik, þ. á m. er íþróttasíðan mjög greinargóð og oft ítarlegri en í öðrum blöðum. Ég hef mikinn áhuga á handbolta og knatt- spyrnu og vonbrigði mín felast í því að það er aldrei íþróttasíða um helg- ar í Morgunblaðinu, mest lesna blaði landsins. Hvar er samkeppnin núna? Þetta er ótrúlegt því Fréttablaðið er alltaf með íþróttasíðu á sunnudögum, sem og aðra daga, en Morgunblaðið telur sig geta sleppt íþróttum á sunnudög- um, þegar flestir lesa blaðið og eiga frí. Vona ég að úr þessu verði bætt. Svar óskast. Ólafur Þór Friðriksson. Frábær þjónusta ÉG var að versla í Og Vodafone og lenti í framhaldi af því í tækniörðug- leikum. Ég leitaði mér aðstoðar og fékk samband við Þórunni Björk Jóns- dóttir, sem vinnur sem þjónustu- fulltrúi, og veitti hún frábæra þjón- ustu. Vil ég þakka henni og öllu því starfsfólki sem hefur aðstoðað mig, það var hvert öðru liprara. Helga Lára. Kettlingar fást gefins FJÓRIR gullfallegir kettlingar, kassavanir, fást gefins. Upplýsingar í síma 565 4210. Gulur dísarpáfagaukur týndist frá Engjaseli GULUR dísarpáfagaukur týndist frá Engjaseli sl. miðvikudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 660 3542. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 24. júní, erErling Garðar Jónasson, fyrr- um rafveitustjóri, sjötugur. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 26.júní er fimmtug Kristín Helga- dóttir, Kristnibraut 79, Reykjavík. Maður hennar er Marteinn Sigurbjörn Björnsson. Þau taka á móti gestum á afmælisdaginn milli kl. 16.00 og 19.00 í Lionsheimilinu, Sóltúni 20. lifun tímarit um heimili og lífsstíl – 05 2005 h á s u m a r a l l t t i l a ð v e r a g l æ s i l e g u r g r i l l a r i p l a s t s v o a ð e k k e r t b ro t n i s t e i n s t e y p a í n á t t ú r u n n i h a n a r á h á b o r ð i ð v e i s l u m á l t í ð á J ó n s m e s s u g a m a l d a g s k a f f i b r a u ð Tímaritið Lifun fylgir laugardagsblaði Morgunblaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.