Morgunblaðið - 24.06.2005, Side 49

Morgunblaðið - 24.06.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2005 49 DAGBÓK Fræðileg og skapandi skrif eru viðfangs-efni doktorsnema sem nú sitja nám-skeið í Háskóla Íslands á vegum Nor-ræna rannsóknarskólans í kvenna- og kynjafræðum og RIKK, rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. 23 norrænir doktorsnemar sitja námskeiðið sem hófst í gær og lýkur á laugardag. Að sögn Dagnýjar Kristjánsdóttur, prófessors í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, á efni námskeiðsins þó ekki bara við skrif í kynja- fræði heldur öll fræðileg skrif. „Á okkar póstmód- ernísku tímum hafa menn efast um mörkin milli hlutlægrar og huglægrar nálgunar fræðimanns að viðfangsefninu. Spurt er hver sé staða rannsak- andans sjálfs og hvort staða hans liti val á við- fangsefni og afstöðu til þess. Menn hafa líka spurt hvort fræðileg framsetning þurfi að vera leiðinleg og ópersónuleg. Formið breytir innihaldinu, er sagt, og þetta er alþekkt í öðrum greinum. T.d. hljóta blaðamenn oft að upplifa að áhrifin af frétt- inni breytast eftir því hvernig þeir skrifa hana.“ Þannig að þetta er spurning um sjónarhorn? „Já, sjónarhorn, stíl og framsetningu.“ Hefur fólk verið hrætt við að vera listrænt og persónulegt í fræðilegum skrifum hingað til? „Þetta var einfaldlega harðbannað. Þess hefur verið krafist að þeir taki sér stöðu fyrir utan og of- an viðfangsefnið eins og Guð almáttugur. En fræðimenn eru hluti af sínu umhverfi og tíma. Þeir eru ekki guðir. Í námskeiðinu er farið í saum- ana á því hvernig við mótum hugsun okkar og fræðilegt innsæi um leið og við skrifum. Við erum að reyna að skoða þetta í nýju ljósi. Hins vegar er hlutleysiskrafan ein af grundvallarreglum háskól- ans og krafan um að leita sannleikans. Fólk verð- ur að sýna að það kunni leikreglurnar áður það fer að kasta þeim upp í loftið – það verður að geta gripið þær aftur. Þetta er eins og á öllum sviðum, þú verður að vita nákvæmlega hvað þú átt og gera og hvernig áður en þú gerir uppreisn gegn því.“ Fyrirlesarar á námskeiðinu eru Laurel Rich- ardson, Anne Brewster, Nina Lykke og Sissel Lie sem allar eru velþekktir fræðimenn á sínu sviði. „Okkur sem erum við HÍ fannst svolítil synd að vera búin að fá heimsfræga fyrirlesara og kenn- ara til landsins og fá ekki að senda nema fjóra ís- lenska doktorsnema á námskeið þeirra. Því báð- um við þessa sömu kennara um að koma nokkrum dögum fyrr og keyra annað námskeið fyrir Íslend- inga eingöngu. Það stóð frá 20. til 22. júní og um 20 íslenskir doktorsnemar tóku þátt í því. Það var ákaflega vel heppnað og við erum mjög glaðar yfir að hafa getað boðið upp á það.“ Námskeið | Norrænir doktorsnemar sitja námskeið um fræðileg og skapandi skrif Fræðilegt en ekki leiðinlegt  Dagný Kristjáns- dóttir er prófessor í ís- lenskum bókmenntum við Háskóla Íslands og situr í stjórn Norræna rannsóknarskólans. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1970 og lauk cand mag.-prófi í íslenskum bókmennt- um árið 1979. Dagný lauk doktorsprófi árið 1997 en doktorsritgerð hennar fjallaði um Ragnheiði Jónsdóttur og kvennabókmenntir á eftirstríðsárunum. Dagný er gift og á tvo syni. Vantar íþróttasíðu á sunnudögum ÉG er nýorðinn áskrifandi að Morgunblaðinu, til reynslu, og er mjög ánægður með blaðið að flest- öllu leyti. Finnst það bera af öðrum blöðum í fréttaflutningi og fróðleik, þ. á m. er íþróttasíðan mjög greinargóð og oft ítarlegri en í öðrum blöðum. Ég hef mikinn áhuga á handbolta og knatt- spyrnu og vonbrigði mín felast í því að það er aldrei íþróttasíða um helg- ar í Morgunblaðinu, mest lesna blaði landsins. Hvar er samkeppnin núna? Þetta er ótrúlegt því Fréttablaðið er alltaf með íþróttasíðu á sunnudögum, sem og aðra daga, en Morgunblaðið telur sig geta sleppt íþróttum á sunnudög- um, þegar flestir lesa blaðið og eiga frí. Vona ég að úr þessu verði bætt. Svar óskast. Ólafur Þór Friðriksson. Frábær þjónusta ÉG var að versla í Og Vodafone og lenti í framhaldi af því í tækniörðug- leikum. Ég leitaði mér aðstoðar og fékk samband við Þórunni Björk Jóns- dóttir, sem vinnur sem þjónustu- fulltrúi, og veitti hún frábæra þjón- ustu. Vil ég þakka henni og öllu því starfsfólki sem hefur aðstoðað mig, það var hvert öðru liprara. Helga Lára. Kettlingar fást gefins FJÓRIR gullfallegir kettlingar, kassavanir, fást gefins. Upplýsingar í síma 565 4210. Gulur dísarpáfagaukur týndist frá Engjaseli GULUR dísarpáfagaukur týndist frá Engjaseli sl. miðvikudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 660 3542. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 24. júní, erErling Garðar Jónasson, fyrr- um rafveitustjóri, sjötugur. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 26.júní er fimmtug Kristín Helga- dóttir, Kristnibraut 79, Reykjavík. Maður hennar er Marteinn Sigurbjörn Björnsson. Þau taka á móti gestum á afmælisdaginn milli kl. 16.00 og 19.00 í Lionsheimilinu, Sóltúni 20. lifun tímarit um heimili og lífsstíl – 05 2005 h á s u m a r a l l t t i l a ð v e r a g l æ s i l e g u r g r i l l a r i p l a s t s v o a ð e k k e r t b ro t n i s t e i n s t e y p a í n á t t ú r u n n i h a n a r á h á b o r ð i ð v e i s l u m á l t í ð á J ó n s m e s s u g a m a l d a g s k a f f i b r a u ð Tímaritið Lifun fylgir laugardagsblaði Morgunblaðsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.