Morgunblaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 41
á steini, þá mun sú mynd vera föst í minni mínu að eilífu. Það sem ég dáðist að þessari fallegu konu: dökkt yfirbragð, þykkar varir, með þessa líka fullkomnu andlitsdrætti minnti hún helst á Sophiu Loren þegar hún var upp á sitt besta. Ég var heldur ekki feimin við að segja ömmu það að mér fyndist hún fallegasta kona sem ég hefði séð. Giftingarmynd þeirra Birgis afa er líka óendanlega falleg og mér hefur alltaf fundist þau ofboðslega heppin að hafa fundið hvort annað. Amma var mikill húmoristi og hrókur alls fagnaðar, hvar sem hún kom og sagði sögur á ótrúlega skemmtilegan hátt. Barnabörnin sín kallaði hún gullmolana sína og var alger ofur-amma og elskaði að vera nálægt þeim. Henni tókst líka að vera yndislegasta mamman og ól upp þrjár yndislegar verur sem hvert og eitt fékk kostina hennar og afa í fæðingargjöf. Ég finn fyrir gífurlegu þakklæti, amma og finnst ég svo mikið, mikið heppin að hafa fengið að vera fyrsta ömmustelpan þín, því inn í þessa fjölskyldu var ég ekki fædd. Ef ég hef „erft“ brotabrot af mannkostum þínum yrði ég mjög hamingjusöm. Ég hef hugsað mikið um það síðast- liðna daga og mig langar að bera þann boðskap áfram sem þú stóðst fyrir. Láta gott af mér leiða og koma fram við fólk af umhyggju og hlýju eins og var þér svo eðlislægt. Ég mun sakna þín mikið og finnst mjög óréttlátt að þú hafir verið rifin burt úr faðmi fjölskyldunnar þinnar svona snemma. Þú varst jú, höfuð familíunnar. Ég vil trúa því að þú sért á björtum, fallegum stað, um- vafin fólkinu þínu sem elskar þig líka. Það mun verða erfitt og tómlegt hérna án þín. Ég finn svo til í hjartanu mínu með ykkur, fjölskyldu og vinum Öllu ömmu, en ég veit líka að þið gerðuð hana stolta á hverjum einasta degi. Guð geymi þig, elsku amma mín. Ást frá okkur Júlíu Heiði að eilífu. Þín Helga. Þegar Alla var á öðru ári kom hún í fóstur til Guðrúnar ömmu minnar og Guðmundar afa sem bjuggu ásamt tveim dætrum sínum, Guð- nýju móður minni og Kristíne, á efri hæð í húsi bróður síns, Hjörleifs, á Grettisgötu 20a. Hún var þá lang- yngst og varð þar af leiðandi auga- steinninn í húsinu þar til hún varð níu ára. Sumardaginn fyrsta það ár, á meðan hún var að selja merki sum- ardagsins fyrsta í kalsarigningu og roki, fæddist ég í stofunni heima hjá ömmu. Alla varð fyrir miklum von- brigðum því henni fannst ég ekki fal- leg en það lagaðist sem betur fer með tímanum. Í stóru húsi fullu af ást var Alla miklu fremur stóra syst- ir mín en móðursystir. Við ólumst þarna upp innan um kýr, hesta og kindur ömmubróður míns í miðborg Reykjavíkur og lékum okkur við krakkana í götunni ýmist í kíló, parís eða boltaleik í portinu við húsið eða hlupum yfir alla bakgarða og skúra í fallinni spýtu. Eitt sumarið þegar Alla kom heim frá Auðsholti, þar sem við vorum í sveit öll sumur, hafði hún vaxið heil ósköp þannig að allar buxurnar hennar urðu að kvartbuxum. Eftir það neitaði hún að fara í sveitina því hún vildi ekki verða hærri. Þegar Alla var táningur heimsótti hún móður sína í fyrsta sinn sem þá bjó í Skotlandi. Sú heimsókn varð okkur minnisstæð, ekki síst vegna þess að Alla steikti niðurskornar kartöflur í olíu handa okkur þegar hún kom heim en þær eru kallaðar franskar kartöflur í dag. Eftir það hélt hún stöðugu sambandi við móð- ur sína og heimsótti hana oft. Alla hafði hins vegar verið í sambandi við systkini sín sem einnig ólust upp á Íslandi. Mér þótti Alla alltaf fallegust. Hún klæddist kjólum með víðum pilsum og þrengdi breitt beltið svo mittið varð ekki neitt. Pilsin lyftust og fylltu tröppuganginn milli hand- riðs og veggjar þegar hún hljóp nið- ur tröppurnar. Ég leit upp til Öllu og fannst allt merkilegt sem hún gerði. Þegar Alla tók þátt í fegurðarsamkeppni gat ég ekki skilið af hverju hún vann ekki keppnina. Hún kom einu sinni heim með bírópenna, einn rauðan og ann- an bláan en þannig penna hafði ég aldrei fyrr séð. Hún fór á námskeið til að læra hraðskrift, einhver óskilj- anleg tákn. Við gerðum saman músastiga fyrir jólin sem hún skreytti stofuna með. Hún pakkaði gjöfunum svo flott inn og notaði við það ótrúlega lítið límband. Síðan kynntist Alla Birgi sínum. Hann var rosalega sætur og stund- aði körfubolta. Mér fannst þau glæsilegt par. Þau trúlofuðust og fluttu heim til foreldra hans á Lindargötuna þegar við fluttum í Kópavoginn. Þau eignuðust þrjú börn og ég var barnapía hjá þeim eitt sumar. Ávallt var hátíð í Kópa- voginum þegar þau komu með börn- in sín í heimsókn. Öllu fylgdi hlátur og gleði. Hún sagði alltaf svo skemmtilega frá. Alla var með stórt hjarta og var alltaf boðin og búin að aðstoða alla. Hún sinnti þeim sem þurftu á henni að halda. Síðustu ár hafa verið fjölskyldunni afar erfið. Það er hræðilegt að missa barn með þeim hætti sem Alla og Birgir gerðu. Að nokkur skuli fremja slíkan verknað er ómögulegt að skilja eða ræða með vitrænum hætti. Við slíka upplifun brestur þrek og kraftur. Það stendur enginn heill undir svona harmi, sama hve stofninn er stór og traustur. Ég er þakklát fyrir að hafa eign- ast Öllu sem stóru systur og þær stundir sem við áttum saman. Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir (Hadda). Við finnum svo vel hversu mikið vægi hver og einn einstaklingur í fjölskyldu manns hefur, þegar hann er skyndilega hrifinn burt. Nú þegar Alla mágkona okkar hefur kvatt, er fjölskyldan orðin svo miklu, miklu minni. Alla varð strax eins og ein okkar systra, þegar hún tvítug flutti til okkar á Lindó, kærastan hans Birgis Arnar bróður okkar. Hávaxin, dökk- hærð, glæsileg ung stúlka með tindrandi augu og ómótstæðilegt bros. Bros sem spratt frá hjartarótum og hún var óspör á alla ævina. Hún var alla tíð gefandi. Hún var huggari og græðari, jafnvel á þeim stundum sem hún átti bágast sjálf. Hún var auðmjúk og sterk til síð- asta dags. Það er okkur efst í minni þegar við kveðjum Öllu í dag og þökkum henni samfylgdina. Þegar sorgin rís í hjarta þínu víkja heift þín og reiði og þú lamast af langri þreytu Ef þú reynir að ráðast gegn henni brýtur hún bugaðan vilja þinn Eina svarið er auðmýkt Ekkert veitir eins mikinn styrk og auðmýktin (Njörður P. Njarðvík) Við vottum Birgi Erni bróður okk- ar, börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Aldísar G. Einarsdóttur. Systur Birgis Arnar og fjölskyldur þeirra. Aldís Einarsdóttir varð „tengda- systir“ mín fyrir 44 árum. Við vorum „tengdasystkinin“ á Lindargötu, eins og svilkona mín hún Alla nefndi það. Hún kunni þá list að láta öðrum líða vel í návist sinni, enda laðaðist fólk að henni. Glæsileg, glettin og skemmtileg og leiftrandi mælsk með afar næma frásagnargáfu. Minningar fyrri ára hrannast upp. Alla var jafnan hrókur alls fagnaðar og sýndi fjölskyldu og vinum mikla ræktarsemi. Hún hafði gaman af að skrifa sendibréf og stíll hennar var mynd- rænn. Ljóst var að hún átti auðvelt með að beita hinum ýmsu blæbrigð- um íslenskunnar og hlýtur það að hafa komið sér vel í áratuga starfi hennar á Ritsímanum. Á árunum 1966-69 skrifaði hún okkur Önnu mörg afar skemmtileg bréf til Bandaríkjanna og í þeim urðu ætt- ingjar og viðburðir heima á Fróni ljóslifandi. Börnum fjölgaði og mikil samvera var því fylgjandi. Minnisstæð er heimsókn Öllu og Birgis með Bidda og Einar Örn til okkar í Brussel. Börnin og barnabörnin voru Öllu dýrmætari en allt annað. Samheldni þeirra allra og jákvætt viðhorf til lífsins, í gleði og sorg, bera ættmóð- urinni fagurt vitni. Enginn sem tók þátt í leitinni að Einari Erni fyrir tæpum fimm árum getur gleymt þeim styrk sem Alla sýndi. Hún var þá hin styrka stoð. Líkami og sál eru ein heild. Hið andlega atgervi Öllu á erfiðum tím- um var aðdáunarvert, en hver voru áhrifin af sonarmissinum á líkama hennar? Það vitum við ekki, en fyrir einu og hálfu ári gekkst hún undir mjög erfiða aðgerð. Fyrir hálfu ári sá ég hana í síðasta skiptið. Þá var glettnisglampinn kominn í augun aftur og gáskafulla brosið á sínum stað. En fullur bati lét á sér standa og kallið kom snöggt. „Tengdasystur“ mína kveð ég héðan frá New York, en geymi minninguna um glaðlynda og fallega konu með einstakt bros, traustan vin, sem við áttum ótal gleðistundir með. Ég bið Guð að styrkja Birgi Örn, mág minn, Gúddý, Bidda og fjöl- skyldur þeirra og aðra ættingja og vini Öllu. Guð blessi minningu Aldísar Ein- arsdóttur. Hjálmar W. Hannesson. Þessar örfáu línur eru hinsta kveðja mín til Aldísar Einarsdóttur, Öllu, sem verður jarðsett í dag. Þessi stórglæsilega kona varð tengdamóðir sonar míns, Kristjáns, árið 1985. Börn þeirra Birgis Arnar og okkar urðu að einni stórri fjöl- skyldu sem hittust oft á ári af alls konar tilefnum. Ég minnist þeirra glaðværu stunda með söknuði en jafnframt gleði. Við höfðum gaman af að vera með unga fólkinu og kepptumst við að bjóða þeim í mat um helgar. Við Alla stríddum þeim stundum, þegar þau hófu búskap, með að þau kláruðu sig ekki við elda- mennskuna og yrðu að koma til okk- ar að borða. En við eins og aðrir upplifðum breytta tíma þegar fram liðu stundir, ungu mennirnir komnir með svuntu, grilluðu og skenktu og við nutum dekursins eins og hefð- arkonur. Barnabörnunum fjölgaði og voru sérlega hænd að ömmu sinni. Og ekki bara þau heldur öll börn. Hún hafði áhuga á öllu sem þau sögðu og gerðu og var alltaf þolinmóð. Því hún Alla var með hlýtt hjarta og breiðan faðm. Eitt atvik líður mér seint úr minni. Það tengist voðaatburðinum frá árinu 2000, er syni hennar Einari og góðum vini okkar var banað. Sá at- burður skildi eftir svo djúp sár í sál Öllu, eins og nærri má geta, að hún var aldrei söm eftir. Eigi að síður hélt hún sínum persónulegu ein- kennum, góðmennsku og hlýju. En glaðværðin var með öðrum blæ. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir Öllu, er komið var að máli við hana um að hún tæki á móti dóttur banamanns Einars, barni að aldri, á heimili sínu, því til sáluhjálpar. Sú ósk var upp- fyllt, hún sýndi henni englamyndir og rabbaði við hana og var henni góð. Alla hélt alla tíð upp á engla- myndir úr hvers konar efni, gifsi, tré og pappír. Sjálf var hún engill í mannsmynd. Er ég sendi bæn í huga mínum til barna hennar, barna- barna, tengdabarna og eiginmanns, trúi ég að hún hlusti með hinum englum guðs í paradís. Helga Kristjánsdóttir. Látin er, langt um aldur fram, góð vinkona mín, samstarfsmaður og vinnufélagi til margra ára, Aldís Einarsdóttir, oftast kölluð Alla. Ég kynntist Öllu fyrst þegar ég hóf störf á ritsímanum 1967. Líf Öllu var að mörgu leyti samofið ritsímanum því þar starfaði hún í hartnær 40 ár. Fyrst var hún sem unglingur á skeytaútsendingunni og síðar á rit- símanum sem talsímavörður og seinna meir sem símritari. Alla var ákaflega góður vinnufélagi, glaðlynd og glettin og tókst engum að vera lengi með súran svip í hennar návist. Margt var nú brallað á þessum ár- um, bæði í leik og starfi og ég á margar ánægjulegar endurminning- ar frá „gömlu, góðu árunum“ þegar allt iðaði af lífi enda var ritsíminn þá 30–40 manna vinnustaður. Alla var ekki bara glaðlynd og full af lífi, hún hafði líka ákaflega sterka réttlætiskennd og bar hag lítilmagn- ans mjög fyrir brjósti. Á yngri árum stundaði Alla íþróttir og spilaði með- al annars handbolta með KR og var alla tíð mjög tengd íþróttum og fylgdist vel með öllu sem þar var að gerast. Á þessum árum tengdist Alla vináttuböndum við handboltakon- urnar í KR og héldu þær hópinn alla tíð og ég veit að Alla hafði mikla ánægju af þeim óformlegu samtök- um sem þarna urðu til. En Alla kynnist fleirum í gegnum íþróttirn- ar, því þar kynntist hún lífsförunaut sínum, Birgi Erni Birgis og með honum átti hún þrjú börn, Guðrúnu Huldu, Birgi Svan og Einar Örn. Alla var ákaflega mikil fjölskyldu- manneskja og ég hef sjaldan kynnst eins samheldinni og sterkri fjöl- skyldu og fjölskyldunni hennar Öllu. Alla var vakin og sofin yfir velferð barna og barnabarna með um- hyggjusemi og væntumþykju. Í líf- inu skiptast oft á skin og skúrir eða él og yfir fjölskylduna hennar Öllu gekk afar dimmt og langvarandi él, þegar Einar Örn lést með hörmuleg- um hætti fyrir fáum árum. Það er erfitt að sætta sig við að missa son sinn í blóma lífsins og árin eftir lát Einars voru Öllu ákaflega þungbær, einhver lífsstrengur hafði slitnað. En lífið heldur áfram og minn- ingabrotin spretta fram – Alla að segja okkur græskulausar sögur á sinn einstaka glaðlynda hátt, Alla að koma á vaktina á laugardagsmorgni með rjúkandi vínarbrauð og rúnn- stykki, grillpartí í garðinum hjá dóttur Öllu þar sem rausnarskapur þeirra hjóna var einstakur og svo mætti lengi telja. Nú er komið að kveðjustund. Ég veit að ég tala fyrir munn félaga minna á ritsímanum þegar við minn- umst einstakrar konu, félaga og vin- ar en yljum okkur við eld endur- minninganna. Við hjónum getum af óviðráðan- legum ástæðum ekki verið viðstödd útför Öllu en sendum þér, elsku Birgir, Gúddý og Birgir Svanur og fjölskyldum ykkar innilegar samúð- arkveðjur og biðjum Guð og góðar vættir að varðveita minningu Öllu. Óli Gunnarsson. Aldís, kæra vinkona. Þessu stríði er lokið, þegar við vorum farin að trúa „að nú færi þetta allt að koma“ eins og þú sagðir stundum. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólalagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandes.) Alla mín, við viljum þakka þér 40 ára gamla vináttu, sem aldrei bar skugga á. Við Steini og þið Birgir að ferðast saman og skemmta okkur. Í útileg- um og sumarbústöðum með börnin okkar, í veislum og boðum hvort hjá öðru. Og ekki vantaði ræktarsemina þegar börnin voru farin að búa sjálf. En eins og segir einhvers staðar: „Sorgin gleymir engum.“ Þið fenguð ykkar skammt. Og hann stóran, þegar hann Einar Örn var tekinn frá ykkur í nóvember árið 2000, aðeins 27 ára gamall. Þessi elska, sem var hvers manns hugljúfi. Að lokum viljum við kveðja þig með þessari bæn, sem þú fórst með yfir börnunum þínum áður en þau fóru að sofa á kvöldin: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð styrki og styðji Birgi Örn, eiginmann þinn, og börnin ykkar Gúddý og Bidda, maka þeirra og ömmubörnin. Kveðja. Kristín Tryggvadóttir og Þorsteinn V. Þórðarson. Árið 1960 var komin alvöru feg- urðardrottning í fjölskylduna þegar Birgir Örn, frændi minn, eignaðist kærustu. Ég sé fyrir mér Aldísi, há- vaxna, dökkhærða og broshýra með einstaklega falleg augu, í eldhúsinu á Lindargötunni hjá Huldu frænku og Birgi Einarssyni, móðurbróður mín- um af Skarðsætt. Þessi glæsilega stúlka varð síðar eiginkona Birgis Arnar og móðir barnanna þeirra, Guðrúnar Huldu, Birgis Svans og Einars Arnar. Var hún á frænkumáli alltaf kölluð „Alla hans Birgis“. Persónutöfra Aldísar, hlýjuna og útgeislunina, sem fylgdi henni alla tíð, hafa börnin hennar tekið í arf. Þannig lifir hún áfram í börnunum sínum og þeirra niðjum. Fyrir rúmum fjórum árum voru Aldís og Birgir Örn slegin þungu höggi við lát Einars Arnar, yngsta sonarins. Harmleikurinn tók völdin og fólkið þeirra stórt og smátt var yfirbugað af sorg. Saman deildu þau sorginni með börnunum sínum, barnabörnum, tengdabörnum, vin- um og vandamönnum. Í blíðu og stríðu stóðust þau álagið sem hafði heltekið líf þeirra. Nú hefur sorgin aftur knúið dyra. Fjölskyldan er harmi slegin við fráfall Aldísar. Á kveðjustund sem þessari brest- ur strengur innra með manni og kökkurinn situr í hálsinum. Þegar orða er vant er gott að leita á vit ljóðsins: Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Minningin um Aldísi verður svo sannarlega eins og „bjart vor“ í hug- um vina og ástvina hennar. Við, sem á eftir henni horfum, erum þess full- viss að Einar Örn hefur tekið á móti mömmu sinni með fangið fullt af blómum. Birgir Örn, Gúddý, Birgir Svanur og elskulega frændfólk. Einlægar samúðarkveðjur. Guðrún Sverrisdóttir. Ég finn til í hjartanu því nú er hún Alla farin. Að geta ekki aftur fundið hlýja faðminn hennar og heyrt gutl- andi hláturinn hennar vekur söknuð. Það eru forréttindi að hafa þekkt manneskju eins og Öllu og fengið að hafa hana í sinni nánustu fjölskyldu. Það er ekki að ástæðulausu að Mika- el sonur minn, þá sex ára gamall, spurði hvort hann mætti kalla Öllu ömmu sína af því hún væri svo ofsa- lega góð við hann. Hún Alla hélt að það væri nú í lagi. Hún átti nóga hlýju fyrir alla. Mér er það minnisstætt á afmæl- isdegi mínum þegar ég var barn að dyrabjöllunni var hringt og úti stóð maður með skeyti í hendinni og spurði hvort Ásdís Mikaelsdóttir byggi hér. Þetta var mitt allra fyrsta heillaskeyti og þvílíka lukku sem það gerði. Það var jú bara fullorðið fólk sem fékk skeyti á þessum tíma. Ekki þurfti að spyrja frá hverri það var. Eftir þetta kom alltaf skeyti frá Öllu á afmælisdeginum mínum. Gleðistundirnar með Öllu voru margar. Eftirminnilegust er sú stund sem við áttum saman fyrir tæpum þremur árum, við fæðingu Kristjáns yngri sonar okkar Jóa. Ég hafði beðið Öllu nokkru áður að vera viðstödd fæðinguna. Hún gladdist yfir því og fór strax að gera ráðstaf- SJÁ SÍÐU 42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2005 41 MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.