Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Allir bolir á útsölu Mikið úrval af baðkörum, bæði með nuddi og án Fosshálsi 1 • Sími 525 0800 ARUBA CORSICA LANZAROTE RHODOS KORFU hægra & vinstra TVEIR fyrir EINN Dæmi um verð: Áður Nú: Enn meiri verðlækkun Þú borgar fyrir eina flík og færð aðra fría Hettupeysa ..................... 6.500 2.900 + ein frí Jakkapeysa..................... 6.100 2.900 + ein frí Peysusett ........................ 8.600 2.900 + eitt frítt Peysa m. v-hálsmáli ........ 6.900 2.900 + ein frí Vafinn toppur.................. 2.500 1.200 + einn frír Siffonbolur m. perlum ..... 6.600 1.900 + einn frír Röndóttur bolur............... 3.300 1.700 + einn frír Stutterma skyrta ............. 3.300 1.500 + ein frí Síð skyrta ....................... 6.200 2.900 + ein frí Teinóttur jakki ................ 6.200 1.900 + einn frír Kjóll m. blúndu ............... 7.100 2.900 + einn frír Pils ................................. 3.500 1.500 + eitt frítt Sítt pils ........................... 3.900 990 + eitt frítt Dömubuxur .................... 5.200 1.900 + einar fríar Gallabuxur...................... 6.000 2.900 + einar fríar Kvartbuxur ..................... 5.700 1.900 + einar fríar og margt, margt fleira Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið 10:00 – 18:00 www.friendtex.is tískuvöruverslun, Laugavegi 82. 20% afsl. af útsöluvörum Lagersala af eldri vörum, verð frá 500 kr. Komið og gerið góð kaup. ÍSLANDSDEILD Explorers Club hefur verið stofnuð og sitja fimm manns í stjórn. Þau eru Haraldur Örn Ólafsson formað- ur, Rannveig Rist, Unnur Jökulsdóttir, Sturla Friðriksson og Ari Trausti Guð- mundsson. Explorers Club var stofnaður í Bandaríkj- unum árið 1904 í kringum pólferðir þess tíma og var Ro- bert Peary, sem fyrstur fór á Norð- urpólinn, formaður klúbbsins um skeið. Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður var einnig formaður klúbbsins og hafa fé- lagsmenn í gegnum tíðina verið mestu leiðangursmenn og landkönnuðir á hverjum tíma. Meðal þekktustu félaga í dag eru Steve Fosset flugkappi, Edmund Hillary Everestfari og Buzz Aldrin geimfari. Explorers Club hefur deildir út um víða veröld og segir Haraldur Örn Ólafs- son að þegar hafi Íslandsdeild klúbbsins ákveðið að taka sér fyr- ir hendur jöklamælingar á Eyja- fjallajökli og Mýrdalsjökli í haust. Í tengslum við verkefnið er áhugi fyrir að brydda upp á almennri ferð upp á jöklana sem nánar verður útfærð síðar. Þá verður fenginn erlendur fyrirlesari til landsins, haldin árshátíð og fleira. Haraldur segir klúbbinn hent- ugan vettvang þeirra sem hafa áhuga á leiðöngrum og könnun af ýmsu tagi og ekki síst skapi fé- lagið góðan vettvang fyrir áhuga- fólk til að eiga í samskiptum sín á milli. Íslenskir stofnfélagar eru um 20 talsins. Höfuðstöðvar klúbbsins eru í New York og heldur hann úti heimasíðunni explorers.org. Íslandsdeild Explorers Club stofnuð Haraldur Örn Ólafsson Jöklamælingar fyrsta verkefnið ÍSLAND hefur sent inn útreikn- inga á útstreymi gróðurhúsaloft- tegunda og bindingu kolefnis í gróðri á tímabilinu 1990–2003 til skrifstofu Loftslagssamnings Sam- einuðu þjóðanna. Samkvæmt fyr- irliggjandi útreikningum minnkaði heildarútstreymi gróðurhúsaloft- tegunda, ef ekki er litið til bind- ingar kolefnis í gróðri, um 1,2% frá árinu 2002 til 2003, að því er segir í tilkynningu umhverfisráðu- neytisins. Þar segir að helsta ástæða lækk- unar milli ára sé minna útstreymi frá sjávarútvegi og landbúnaði. Útstreymi frá samgöngum, iðnaði og byggingarstarfsemi hafi hins vegar aukist milli ára. Árið 2003 var heildarútstreymi gróðurhúsa- lofttegunda á Íslandi rúmlega 3,5 milljónir tonna. Þá segir að sé staðan metin í ljósi ákvæða Kýótó-bókunarinnar komi í ljós að útstreymi gróður- húsalofttegunda miðað við almenn- ar losunarheimildir Íslands, en án kolefnisbindingar, hafi dregist saman um 6% frá 1990 til 2003. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda Minnkar á milli ára HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Austurlands yfir tveimur Lit- háum, sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla miklu magni af am- fetamíni til landsins með Norrænu. Hæstiréttur stytti þó varðhaldstím- ann til 12. ágúst í stað 1. september. Mennirnir voru handteknir um mánaðamótin eftir að 4 kg af fíkni- efnum fannst í bíl þeirra í Norrænu við komuna til Seyðisfjarðar. Menn- irnir tveir eru á þrítugs- og sextugs- aldri en eru ekki skyldir. Talið er að þeir hafi komið í ferjuna annaðhvort í Noregi eða Danmörku. Gæsluvarðhald Litháa stytt Á AÐALFUNDI Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suð- ur á laugardag var samþykkt álykt- un þar sem skorað er á fulltrúa Framsóknarflokksins í viðræðu- nefnd um framtíð R-listans að hvika hvergi frá þeim kröfum sem settar hafa verið fram af þeirra hálfu. Jafnframt er þeim tilmælum beint til fulltrúa Samfylkingarinnar að þeir láti þegar af óraunhæfum kröfum um ægivald eigin flokks yfir því sterka kosningabandalagi byggðu á jafnræði þátttakenda sem R-listinn hafi verið frá upphafi. Treysti þeir sér ekki til þess að sýna samstarfsflokkunum þá virð- ingu að tala fyrir sanngjörnu vægi innan bandalagsins er þeim ráðlagt að slíta viðræðunum þá þegar. Fundurinn lítur svo á að framboð undir merkjum R-listans sé góður kostur fyrir framsóknarmenn í næstu borgarstjórnarkosningum en fagnar jafnframt þeirri áskorun sem felst í að bjóða fram undir eig- in merkjum á nýjan leik. Ungir framsóknarmenn álykta Samfylkingin láti af óraunhæfum kröfum Fréttir á SMS Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.