Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 21 MINNINGAR ✝ Lilja Eiðsdóttirfæddist að Klungurbrekku í á Skógarströnd 9. ágúst 1913. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Skjóli 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurrós Jó- hannesdóttir, f. 23.6. 1886, að Garða- brekku í Staðar- sveit, d. 2.4. 1970, og Eiður Sigurðsson, f. 25.5. 1887, d. 15.11. 1929, bóndi að Klungurbrekku, sjómaður í Stykkishólmi og Hafn- arfirði. Hún var þriðja elst sjö systkina er upp komust. Bræður Lilju eru: Sigurður Eiðsson, f. 29.10. 1908, d. 15.11. 1989, Jóhann- es Valgeir Eiðsson, f. 31.12. 1911, d. 21.1. 1955, Skarphéðinn Gunnar Eiðsson, f. 28.5. 1916, d. 26.5. 6.12. 1986, Kjartan Eiður Eiðsson, f. 20.4. 1921, og Ágúst Líndal Eiðs- son, f. 7.6. 1924. Fyrri maður Lilju var Þorkell Þorleifsson, f. í Selárdal í Dala- sýslu 9. maí 1907, d. 14. maí 1991. Þau hófu búskap 1936 í Reykjavík. Árið 1941 fluttu þau að Læk, öðru nafni Bústaðabletti 9. Þau slitu samvistum 1964. Börn þeirra eru 1) Hreinn Eiður, f. 20. ágúst 1936. Fyrri kona Magnea Sigríður Sig- urðardóttir. Seinni kona Brynja Hrönn Axelsdóttir. Sonur Hreins með Sigfríði Lárusdóttur er Þor- kell Már, f. 21.3. 1971. 2) Edda, f. 27. nóvember 1937. Maður Jóhann Gunnarsson. Börn þeirra eru Lilja, Guðrún, Anna Hrönn og Jóhann Gunnar. 3) Jóhanna, f. 13. október 1941. Maður Magnús Bjarnason. Börn þeirra eru Sigríður, Þorkell og Gígja. 4) Kristján, f. 5. mars 1943. Kona Ragna Þórðardóttir. Börn þeirra eru Þórður, Sigurður og Lilja. 5) Þor- kell, f. 22. mars 1946. Kona Petra Magnúsdóttir. Synir þeirra eru Ás- mundur Eiður og Þröstur. 6) Þor- leifur, f. 30. júní 1947. Kona Guðný Bergstað. Dætur þeirra eru Sól- veig Steina, Ragnhildur Sara og Linda Ósk. 7) Kolbrún, f. 23. apríl 1949. Fyrri maður Larry Vade- boncoeur. Dóttir þeirra er Mic- helle. Seinni maður Guðjón Magn- ússon. Synir þeirra eru Haukur og Þröstur. Afkomendur Lilju og Þorkels eru orðnir um 60 talsins. Seinni maður Lilju var Guð- brandur Benediktsson, f. 20. maí 1920, d. 10. apríl 2003. Þau bjuggu lengst að Staðarbakka 28 í Reykja- vík. Síðustu árin dvaldist Lilja á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför Lilju verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 15. Látin er tengdamóðir mín, Lilja Eiðsdóttir. Óhjákvæmilega er staldr- að við og litið yfir farinn veg. Nú eru 45 ár frá því konuefnið kynnti mig fyr- ir henni. Vissulega var ég órólegur, en bar mig mannalega og hef eflaust reynt að sýnast meiri en ég var. En hin elskulega og glæsilega kona sem ég mætti var ekki lengi að sjá í gegn- um mig. Hún ræddi við mig af yfirveg- un hinna fullorðnu svo mér fannst strax eins og ég væri heima hjá mér. Upp frá því vorum við vinir og engin sýndarmennska. Athygli vakti hið snyrtilega heimili. Tengdamóðir mín reyndist vera víðlesin og menntuð. Hispurslaust ræddum við mál þjóð- félagsins, mál kunningja og þekktra manna og ekki sízt mál fjölskyldunn- ar. Lilja var af snæfellskum og breið- firzkum ættum. Hún var alin upp á því svæði til fermingaraldurs. Hún minnt- ist æskuslóðanna oft og ætta sinna og tengingar ætta og einstakra manna á svæðinu og út fyrir það. Þar hélt hún arfleið okkar Íslendinga á lofti, þar sem ættfræðin er. Eins og títt var um unglinga fór hún snemma að vinna fyrir sér og við missi föður síns, þegar hún var 16 ára, hefur hún þurft að standa á eigin fótum. Þegar við hitt- umst hafði hún svo sannarlega náð þroska sínum þó hún hafi snemma þurft að treysta á sjálfa sig og ekki notið formlegrar skólagöngu eftir barnaskóla. Lilja tók saman við tengdaföður minn Þorkel Þorleifsson um 23 ára aldur. Þau bjuggu fyrst um sinn í leiguíbúðum á vetrum í Reykjavík, en á sumrum í bústað, sem þau höfðu fest kaup á inni í Blesugróf, sem þá var sumarbústaðahverfi Reykvíkinga. En þegar þriðja barnið bættist við, það er að segja kona mín, festu þau kaup á húsinu Læk, sem var byggt í landi Bú- staða, skammt frá sumarbústaðnum. Þegar ég kynntist fjölskyldunni bjuggu þau þar. Umhverfið var skemmtilegt. Borgin í næsta ná- grenni, en að öðru leyti var þetta uppi í sveit. Hér var gósenland fyrir börn og unglinga að alast upp. Þegar þau bjuggu á Læk stækkaði fjölskyldan þar til börnin voru orðin sjö. Af því leiddi að húsið var stækkað um helm- ing. Til þess var vandað og stendur húsið enn og var í fyllingu tímans keypt af Reykjavíkurborg og nýtt til ýmissa þarfa, síðast sem leikskóli. Þarna bjó Lilja fjölskyldu sinni um- hverfi sem bezt getur hentað til barna- uppeldis. Tengdaforeldrar Lilju og mágar og mágkonur bjuggu skammt frá á jörðinni Breiðholti, sem nú hefur verið lögð undir eitt stærsta hverfi borgarinnar. Eins og nærri má geta var þar stöðugur og mikill samgangur, jafnt barna sem fullorðinna. Þorkell, sem var bólstrari, rak verk- stæði sitt í bænum, fór á milli daglega. Þegar ég kem til skjalanna hafði hann flutt verkstæðið að Læk og vann þar einn þar til hann hætti störfum. Þor- kell batt ekki bagga sína sömu hnút- um og samferðamennirnir. Hann hafði um margt aðra sýn á lífið og samfélag- ið en Lilja og stefndu þau hvort í sína átt, sem endaði með því að þau slitu samvistum eftir þriggja áratuga sam- veru. Síðar giftist hún Guðbrandi Bene- diktssyni. Þau bjuggu saman hátt í fjóra áratugi, lengst af að Staðarbakka 28 í Breiðholti. Þar naut Lilja þess að útbúa fallegt heimili. Þangað voru börn hennar og barnabörn ætíð vel- komin. Minnisstæð eru mér síðdegi á sunnudögum þegar afkomendur hennar hittust þar og nutu umönnun- ar hennar og rausnar í veitingum. Þau Guðbrandur ferðuðust víða saman á meðan heilsa beggja entist. Frá þeim ferðalögum voru ýmsir hlut- ir, sem skreyttu híbýlin og ferðasögur voru hinar athyglisverðustu. Alla tíð var samband Lilju við börn- in gott. Hún fylgdist með allri fjöl- skyldunni, þ.e. öllum börnum barna- börnum, barnabarnabörnum og öllum mökum afkomendanna, án uppá- þrengjandi ráða eða aðgerða. Það gerði hún alla tíð meðan heilsa entist. Ég stend í þakkarskuld við hana fyrir margvíslegan stuðning, þó sérstak- lega stuðninginn á árinu 1974 þegar kona mín dvaldi um þriggja mánaða skeið á sjúkrahúsi erlendis. Síðustu árum sínum eyddi hún á hjúkrunarheimilinu Skjóli, síðast mjög farin að heilsu. Fram í andlátið brá hún upp hinu glettnisþrungna brosi, sem fékk viðmælendur til þess að hugsa sig um. Að lokum vil ég þakka kynni mín af tengdamóður minni og þakka fyrir öll okkar samskipti, sem aldrei bar skugga á. Magnús Bjarnason. Tengdamóðir mín var glæsileg kona. Há og dökkhærð opnaði hún fyr- ir mér dyrnar þegar ég kom í fyrsta skipti að Læk að hitta elstu dóttur hennar. Lilja var lengi mjög ungleg og einhvern veginn fannst mér stundum að hún kynni mér litlar þakkir fyrir að hafa gert sig að ömmu 43 ára gamla. Trúlega var það ímyndun. Allavega kunni hún vel að meta litlu nöfnu sína. Lilja og Þorkell fyrri maður hennar bjuggu að Læk frá 1941 og ólu þar upp barnahópinn. Þá var þar sveit í ná- grenni borgar, Elliðaárnar rétt við húshornið og Esjan tignarleg í norðri. Stór lóð var umhverfis húsið vaxin allskyns jurtum, bílaumferð svo til engin og mikið frelsi fyrir börnin. Nóg um skautasvell á vetrum og stutt í skíðabrekkurnar. Eldri krakkarnir sáu um aðdrætti til heimilisins, sóttu mjólk í fjósið á Bústöðum og aðrar nauðsynjar í Sogamýrina þar sem var smáverslun í kjallara. Fiskbíllinn kom í hlaðið með nýjan fisk. Sjaldan fór húsmóðirin sjálf að versla. En þá var líka vel til vandað. Húsmæður þessa tíma fóru ekki út af heimilinu nema vandlega snyrtar og klæddar, og þá var strætisvagninn tekinn í bæinn til að skoða vöruúrvalið. Þannig liðu árin. Eldri krakkarnir fóru í sveit á sumrin er þau stálpuðust. Lilja undi sér þá heima með þau yngri við blóma- og grænmetisrækt, sem hún hafði yndi af. Um 1964 lauk þessu tímabili. Flest börnin voru þá flutt að heiman eða orðin sjálfbjarga og Lilja leitaði að nýrri og annars konar tilveru. Þau Þorkell slitu samvistum og síðar hóf hún sambúð og giftist Guðbrandi Benediktssyni. Þau bjuggu lengst af í Breiðholtshverfi, fyrst á Blöndubakka og síðustu 20 árin að Staðarbakka 28. Hún var heilsugóð fram eftir ævi og naut þess að ferðast til útlanda og kanna nýjar slóðir. Frá árinu 1995 fór henni smáhrakandi uns hún gat ekki lengur verið heima og fluttist á hjúkr- unarheimilið Skjól árið 2001. Þar and- aðist hún södd lífdaga 30. júní sl. tæpra 93 ára að aldri. Með þessum orðum vil ég þakka tengdamóður minni samvistirnar í hartnær hálfa öld. Blessuð sé minning hennar. Jóhann Gunnarsson. LILJA EIÐSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDA EIRÍKSDÓTTIR frá Súðavík, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést þriðjudaginn 5. júlí. Jarðsungið verður frá Akraneskirkju þriðju- daginn 12. júlí kl. 14.00. Sólveig Hervarsdóttir, Leifur Ásgrímsson, Birna Hervarsdóttir, Guðmundur Maríasson, Svanhildur Hervarsdóttir, Auðunn Snæbjörnsson, Eiríkur Hervarsson, Sylvía Georgsdóttir, Dóra Hervarsdóttir, Helgi Leifsson, Jón Trausti Hervarsson, Júlíana Bjarnadóttir barnabörn og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, GUÐRÚN KJARTANSDÓTTIR, Ljósheimum 18a, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 5. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 12. júlí kl. 13.00. Hafdís Hannesdóttir, Þórey Hannesdóttir, Baldur Pálsson, Nína Guðrún Baldursdóttir, Hrafnhildur Baldursdóttir, Hannes Kjartan Baldursson, Erla Kjartansdóttir Poulsen. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og tengdasonur, JÓN ÖRN INGÓLFSSON, hæstaréttarlögmaður, Haukanesi 21, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 13. júlí kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Félag langveikra barna. Ástríður Jónsdóttir, Ingólfur Jónsson, Lára Rósinkranz, Magnús Jónsson, Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir, Telma Ingólfsdóttir, Guðlaug Ingólfsdóttir, Garðar Ólafsson, Dóra B. Guðmundsdóttir, Jón Magnússon. Þökkum auðsýnda samúð og samhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, barnabarns og barnabarnabarns, ÞÓRARINS SAMÚELS GUÐMUNDSSONAR. Bergþóra Harpa Þórarinsdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Viktor Guðmundsson, Jónborg J. Ragnarsdóttir, Þórarinn S. Guðbergsson, Ingunn Pálsdóttir, Hjaltlína Agnarsdóttir, Magnþóra J. Þórarinsdóttir og aðrir aðstandendur. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.