Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. SVEFNSKÁLINN við Landmannahelli stórskemmdist í eldi sem kom upp um miðj- an dag á laugardag. Ferðamenn voru þá ný- lega farnir úr skál- anum þannig að hann var mann- laus. Svefnskálinn er í eigu Veiði- félags Landmanna- afréttar en er leigður til Hellis- manna, sem reka þar eftirsótta gist- ingu og þjónustu við hestamenn og ferðafólk. „Þetta gerist á versta mögulega tíma, núna í upp- hafi ferðamanna- tímabilsins. Skál- inn er mikið notaður og margar pantanir lágu fyrir, en það er ljóst að hann mun ekki hýsa fleiri ferðamenn þetta sumarið,“ segir Helgi Hjörleifsson skálavörður, sem varð eldsins var er hann sá reyk koma undan þaki skálans. Eftir að hafa reynt sjálfur að slökkva eldinn kallaði hann á hjálp og kom lið frá Brunavörnum Rangárþings á staðinn um einum tíma síðar. Að sögn Guðna Krist- inssonar varðstjóra gekk slökkvistarfið vel en tveir reykkafarar skriðu inn í skálann til að forða þaðan gaskútum. Skáli við Landmannahelli stórskemmdist í eldi Skálinn er stór- skemmdur að innan. „Gerist á versta mögu- lega tíma“ TVÖ vopnuð rán voru framin í Reykjavík í gær. Hið fyrra átti sér stað í apótekinu í Austurveri. Tveir menn, vopnaðir skrúfjárni og sveðju, réðust inn og ógnuðu starfsfólki og höfðu eitthvað af lyfjum á brott með sér. Seinna ránið var framið í Domino’s í Spönginni kl. 14.30 og þaðan höfðu ræningj- arnir með sér peninga. Fljótlega vaknaði grunur um að sömu mennirnir stæðu á bak við ránin. Lögregl- unni barst svo tilkynning kl. 14.45 um und- arlegt aksturslag á bíl og þegar hann var stöðvaður reyndust ökumaðurinn og farþeg- inn vera hinir seku. Mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, voru færðir í fanga- geymslu lögreglunnar í Reykjavík. Þeir verða yfirheyrðir í dag en málið telst upplýst. Frömdu tvö vopnuð rán í Reykjavík VEFÚTGÁFA breska ríkisútvarpsins BBC fjallaði ítarlega um helgina um dr. Evu- Elviru Klonowski réttarmeinafræðing og störf hennar í Bosníu. Eva er íslenskur rík- isborgari en sem kunnugt er var hún nýverið tilnefnd meðal þúsund kvenna til frið- arverðlauna Nóbels fyrir störf sín, en Eva vinnur við að bera kennsl á beinagrindur fólks sem var drepið í Bosníustríðinu á ár- unum 1992–1995. Í grein BBC kemur fram að talið sé að uppgröfturinn gæti tekið allt að tíu ár til við- bótar og segist Eva ætla að fylgjast með verkinu allt til loka. Í dag munu tugþúsundir manna sækja minningarathöfn í Srebrenica, flestir þeirra ættingjar fórnarlamba, auk fjölda erlendra erindreka. Við athöfnina verða lík 610 fórnarlamba, sem fundust í fjöldagröfum umhverfis bæinn og borin hafa verið kennsl á, borin til grafar. | 4 | 12 Eva Klonowski í sviðsljósinu VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra ætlar að láta skoða hvort tilefni sé til að breyta hluta- félagalögum í þá veru að upplýs- ingar um eigendur hlutafélaga verði aðgengilegri en nú er. Sam- kvæmt lögunum hafa eingöngu hluthafar í viðkomandi félagi og stjórnvöld aðgang að hluthafaskrá og mega kynna sér efni hennar. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, segir að skoða þurfi breyt- ingar á hlutafélagalögum í þá veru að upplýst verði um eigendur hlutafjár. Þó þurfi að fara mjög varlega í slíkar breytingar vegna þess að það gæti hindrað erlend hlutafélög í því að fjárfesta í inn- lendum hlutafélögum. Hlutafélagalögin í endurskoðun „Við höfum álitið að okkar lög- gjöf sé í samræmi við það sem al- mennt gerist en hún byggist á dönsku lögunum,“ segir Valgerður og bætir við: „Engu að síður teljum við rétt að fara yfir [lögin], bæði með at- vinnulífinu og Kauphöllinni, til þess að átta okkur betur á því hvort það sé ástæða til þess að gera ákveðnar breytingar á,“ segir Valgerður. Hún segir að farið verði í þessa vinnu á næstu vikum. Hlutafélaga- lögin séu í endurskoðun í ráðu- neytinu og breytingar á þeim verði lagðar fyrir þingið í haust. Pétur segir það vandamál að smærri hluthafar í félagi geti ekki fengið upplýsingar um eigendur annarra hlutafélaga sem jafnframt eiga hlut í félaginu. Hann segir nauðsynlegt fyrir hluthafa, sér- staklega þá smærri, að vita hvort einhver aðili sé kominn með ráð- andi hlut í félagi, „en þá þarf líka að liggja fyrir hverjir eru raun- verulegir eigendur þess hlutafjár sem er í félögunum.“ Ráðherra hyggst skoða aðgengi að hlutaskrá ÍSLENSKI safnadag- urinn var haldinn há- tíðlegur í gær. Af því tilefni var fjölbreytt dagskrá á söfnum og setrum víða um land fyrir alla fjölskylduna. Þegar ljós- myndari Morgunblaðsins kom við á Árbæjarsafninu í gær var margt í gangi, prúðbúnar konur jafnt að baka kökur sem spinna á rokk og teyma undir börnum. Að sögn Rakelar Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra safnaráðs, gekk dagurinn vel. Víða var mjög líflegt og aðsókn með ágætum. Morgunblaðið/Jim Smart Góð aðsókn á safnadegi ÉG var vel tækjum búinn og hefði getað verið á jöklinum í viku. Á fimmtudaginn var ég búinn að liggja hreyfingarlaus í tjaldinu of lengi þannig að ég fór út til að moka frá því og fékk þá í bak- ið,“ segir Dieter Graser, landfræðingur og fjall- göngumaður frá Þýskalandi, í samtali við Morg- unblaðið en honum var bjargað af Langjökli á laugardagskvöld eftir að hafa verið þar veð- urtepptur í þrjá daga. Hann lagði á jökulinn á þriðjudag á skíðum og með 55 kíló af búnaði. Á miðvikudagskvöld versnaði hins vegar veðrið og hann sá sér ekki fært að halda ferð sinni áfram. Bakverkurinn var það slæmur, að sögn Diet- ers, að hann gat ekki staðið í fæturna. „Ég varð að vera á hnjánum að moka og allar hreyfingar voru mjög erfiðar. Ég skreið þannig og mokaði hring í kringum tjaldið til að bægja skafrenn- ingnum frá. Það var ekki nema dagsferð til baka og ég hélt í vonina um að verkurinn gengi til baka og kallaði því ekki strax á hjálp,“ segir Dieter. Frekar að fara á elliheimili Á laugardaginn var veðrið orðið eitthvað betra og þá ákvað Dieter loks að kalla eftir hjálp. „Ég vissi ekki hvort veðrið myndi versna aftur eða ekki og ákvað því að kalla á hjálp til að nýta góða veðrið. Ég var líka búinn með báðar bækurnar sem ég tók með mér og farið að leið- ast, þannig að andlega hliðin hefur eflaust haft sitt að segja,“ segir Dieter, sem kveikti á neyð- arsendinum skömmu eftir hádegi. Um þrjúleyt- ið heyrði hann þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, sveima yfir sér og vissi þá að búið væri að staðsetja sig. Björgunarsveitarmenn af Suður- og Vest- urlandi höfðu verið kallaðir út og komu þeir á vélsleðum um kvöldið og fluttu Dieter til byggða. Hann kann björgunarmönnum sínum bestu þakkir. „Þeir hlógu mikið að mér þegar ég var að rembast við að koma mér af vélsleðanum. Sögðu að ég ætti frekar að fara á elliheimili en að vera að príla upp á jökla í bandbrjáluðu veðri. Það fór vel á með okkur og ég vil koma á framfæri þakk- læti til þeirra og allra annarra sem komu að björguninni,“ segir Dieter, sem er ekki ókunnugur íslensku hálendi. Þetta er nítjánda Íslandsheimsóknin frá árinu 1987 og hefur hann gengið meira en þrjú þúsund kílómetra um hálendið og jöklana. Hann heldur úti heimasíðu, www.isafold.de, þar sem hann segir frá ferðum sínum um Ísland. Fékk í bakið og var veðurtepptur á Langjökli í þrjá sólarhringa Á hnjánum að moka frá tjaldinu Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Dieter Graser var veðurtepptur á Langjökli í þrjá daga. Á öðrum degi fékk hann þursabit og gat varla hreyft sig. Nú er hann hressari og kominn með tjaldið í Laugardalinn. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.