Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is LEGSTEINAR Helluhrauni 10, 220 Hf. • sími 565 2566 Englasteinar ✝ Sigurjón Björns-son, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma í Kópavogi, fæddist á Hryggjum í Mýrdal í Vestur- Skaftafellssýslu 9. júní 1908. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði mið- vikudaginn 29. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Björn Björnsson, bóndi á Hryggjum, f. 2.10. 1844, d. 22.10. 1936, og Sigþrúður Dag- bjartsdóttir, f. 5.4. 1869, d. 7.3. 1922. Sigurjón var yngstur sinna systkina, hann átti tvær alsystur, Önnu Guðlaugu, f. 18.6. 1898, d. 20.5. 1930, og Sigurbjörgu, f. 3.12. 1902, d. 11.2. 1992. Sigurjón átti átta systkini samfeðra, af þeim komust til fullorðinsára; Guðfinna, f. 24.11. 1879, d. 11.2. 1939, Sæ- mundur, f. 24.11. 1879 (fór til Am- eríku), og Guðveig, f. 29.7. 1880, d. 25.8. 1926. Sigurjón kvæntist Þorbjörgu Pálsdóttur 1934, húsmóður og póstfulltrúa í Kópavogi, f. 1.1. 1915, d. 15.9. 1987. Börn þeirra eru: 1) Sigurrós Margrét Sigur- jónsdóttir, f. 1.10. 1934, maður hennar er Jónas Gunnar Guð- mundsson, f. 14.11. 1933, börn þeirra: a) Sigurbjörn Rúnar, f. 30.6. 1967, kona hans er Jórunn Ósk Frímannsdóttir, börn þeirra Daníel Björn, Matthías og Þórunn Sigurrós. b) Reynir, f. 14.11. 1971, sambýliskona hans er Hrafnhildur Valdimarsdóttir. 2) Erla Sigur- jónsdóttir, f. 3.4. 1936, sambýlis- maður hennar er Sigfús Þórðar- son, börn Erlu með Ingvari Guðnasyni: a) Guðni Sigurður, f. 27.5. 1954, kona hans er Soffía Kristinsdóttir, börn þeirra Þröstur og Ingvar Kristinn. b) Bryndís Laila, f. 3.8. 1957, maður hennar mundur Ármann Sigurjónsson, f. 3.1. 1944, kona hans er Hildur María Hansdóttir, f. 20.2. 1952, börn þeirra: a) Elsa María, f. 23.10. 1973, sambýlismaður hennar er Allan Mackey, börn hennar með Ármanni H. Guðmundssyni Hildur Þórbjörg og Kári. b) Björn, f. 5.12. 1974, kona hans er Dalrós Jóhanna Halldórsdóttir, börn þeirra Hall- dór Darri, Sigurjón Ármann og Gabríel Freyr. c) Pétur Már, f. 13.7. 1976, sambýliskona hans er Jóhanna Björk Gísladóttir, d) Ár- mann, f. 2.11. 1981, e) Þorbjörg, f. 9.12. 1982, sambýlismaður hennar er Jens Christian Lang. 6) Birna Sigurjónsdóttir, f. 17.9. 1946, mað- ur hennar er Jón Ólafsson, f. 29.4. 1938, börn hennar með Eyjólfi Melsted: a) Gunnar Björn, f. 25.6. 1970, kona hans er Ásta Þórisdótt- ir og börn þeirra Silja og Bára Ósk. b) Björg, f. 30.7. 1972, maður hennar er Heimir Örn Herberts- son, börn þeirra Orri, Arnar Már og Einar Björn. c) Páll, f. 5.1. 1980, sambýliskona hans er Jóhanna Jakobsdóttir. 7) Jón Páll Sigur- jónsson, f. 28.12. 1947, kona hans er Steinunn Gunnlaugsdóttir, f. 20.9. 1951, börn þeirra: a) Gunn- laugur Kári, f. 30.6. 1976, sam- býliskona hans er María Rós Magnúsdóttir. b) Björn Hákon, f. 15.5. 1981. c) Gísli Páll, f. 21.5. 1984. d) Sigþrúður Birta, f. 23.8. 1986. 8) Sigurður Sigurjónsson, f. 9.9. 1950. Sigurjón ólst upp á Hryggjum í Mýrdal hjá foreldrum sínum en fór til hálfsystur sinnar Guðfinnu og fjölskyldu hennar á Strönd í Með- allandi 15 ára gamall. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík árið 1934 og var eftir það búsettur í Reykjavík og síðar í Kópavogi. Hann hóf störf við póst- húsið í Reykjavík árið 1940 og starfaði hjá Pósi og síma í sam- fleytt 34 ár. Frá 1960 til 1974 gegndi hann starfi stöðvarstjóra Pósts og síma í Kópavogi. Hann var búsettur á Hrafnistu í Hafn- arfirði frá árinu 1988. Útför Sigurjóns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. er Víðir Jóhannsson, börn þeirra Benedikt Arnar, Elías, Hlynur, Erla og Víðir. c) Sig- urjón, f. 10.9. 1958, kona hans er Rósa Harðardóttir, börn þeirra Guðrún Selma og Styrmir. d) Magn- ea Þuríður, f. 10.9. 1960, maður hennar er Guðmundur Dýri Karlsson, börn þeirra Ragnhildur, Karl og Sunna, börn Erlu með Kristmundi A. Þorsteinssyni: e) Þorsteinn Grét- ar, f. 21.4. 1966, kona hans er Jennifer Ágústa Arnold, f) Jó- hanna Sigríður, f. 11.7. 1970, mað- ur hennar er Jón Björgvinsson, börn þeirra Sigrún, Ármann og Óskar. 3) Sigurbjörg Sigurjóns- dóttir, f. 19.6. 1937, maður Har- aldur Sumarliðason, f. 2.7. 1937, börn þeirra: a) Tryggvi Þór, f. 5.3. 1956, kona hans er Guðrún S. Jóns- dóttir, börn þeirra Hafdís María, Sigrún Hildur og Jóhanna Kol- brún. b) Jóninna Huld, f. 2.11. 1957, börn hennar með Sigurði Péturssyni Þóra Björg, Ingi Rafn, Hjördís Erna og Haraldur. c) Brynja Þorbjörg, f. 19.11. 1958, börn hennar með Joseph G. Adessa Eva María og Sunna Lind. d) Jóhann Friðgeir, f. 7.12. 1965, kona hans er Katrín Jónsdóttir, börn þeirra Arnar, Hildur og Helgi. e) Baldvin Björn, f. 19.7. 1968, kona hans er Guðrún Elva Tryggvadóttir, börn þeirra Sólon Baldvin, Dagur Baldvin og Eiður Baldvin. 4) Páll Sigurjónsson, f. 19.4. 1939, d. 25.11. 2001, sam- býliskona hans var Ágústa Hulda Pálsdóttir, f. 7.1. 1937, sonur hans með Sóleyju L. Jóhannsdóttur er Guðmundur Páll, f. 3.7. 1970, kona hans er Berglind Leifsdóttir, börn þeirra Yngvar Orri, Guðjón Smári, Leifur Páll og Móeiður. 5) Guð- Í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn Sigurjón Björns- son, fyrrum stöðvarstjóri Pósts og síma í Kópavogi. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði miðvikudaginn 29. júní sl., 97 ára að aldri. Hann hafði verið búsettur á Hrafnistu í 17 ár, eða frá árinu 1988. Sigurjón missti konu sína Þor- björgu Pálsdóttur árið 1987 og ákvað stuttu síðar að flytja alfarið á Hrafn- istu. Það er nú liðin rúmlega hálf öld síð- an ég fór að venja komur mínar á heimili þeirra hjóna, sem þá var við Langholtsveg í Reykjavík. Allt frá fyrstu kynnum tók hann mér vel, þótt bæði ég og dóttir hans, sem ég var að heimsækja, værum sennilega í augum fullorðins fólks alltof ung til að vera að undirbúa stofnun heimilis. Fljótlega fannst mér samt að hann liti á mig sem eitt af sínum börnum, en þau voru átta talsins og kannske ekki ástæða til fjölgunar, en þetta breyttist í einlæga vináttu sem haldist hefur allar götur síðan. Sigurjón var listfengur maður og hefði eflaust viljað helga sig myndlist meira en tök voru á. Heimilið var stórt og ekki hægt að sinna því mikið, sem ekkert gaf í aðra hönd. Þrátt fyrir fjárhagserfiðleika braust hann til náms og lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1934. En það var ekki auðvelt að fá vinnu á þessum ár- um. Hann vann því við margskonar tímabundin og stopul störf næstu ár- in. Til að framfleyta fjölskyldunni var hann þó óþreytandi við að leita leiða til tekjuöflunar, t.d. með útgáfu margskonar spilaleikja, jólabösurum o.fl. auk þess sem hann tók að sér bókhald fyrir ýmsa aðila. Árið 1939 hóf hann störf við póst- húsið í Reykjavík og starfaði síðan hjá Pósti og síma til 1974. Starfi stöðvarstjóra pósts og síma í Kópa- vogi gegndi hann frá 1961 til 1974. Eftir það starfaði hann um tíma fyrir byggingardeild Sambandsins og fleiri við bókhald, þar til hann lét end- anlega af störfum vegna aldurs. Sigurjón var félagslyndur maður og sat m.a. í stjórn Póstmannafélags Íslands. Hann var einnig félagi í Rót- arýklúbbi Kópavogs og var kjörinn Paul Harris-félagi þar fyrir vel unnin störf. Hann var einnig mikill áhuga- maður um framhaldslíf og má segja að það hafi verið það eina þar sem við gátum ekki skilið hvor annars sjón- armið. En það var ekki fyrr en á efri ár- um, sem hann fór að sinna myndlist- inni, sem hann hafði sem ungur mað- ur sýnt svo mikla hæfileika til. Hann hélt nokkrar myndlistarsýningar, oftast á Hrafnistu, og tók einnig þátt í samsýningum. Síðustu árin fékk hann mikinn áhuga á skriftum. Hann kom sér upp tölvu og prentara, sem að sjálfsögðu voru algerlega óþekkt meðan hann var enn á vinnumarkaðnum. Hann þreifaði sig bara áfram og var furðu- fljótur að tileinka sér þessa tækni. Hann skrifaði ýmsa pistla í frétta- bréf Hrafnistu og einnig greinar í tímaritið Heima er best. Þetta voru gjarnan frásagnir frá fyrri tíð, enda minnið gott. Sigurjón fékkst talsvert við ljóða- gerð alla tíð, þótt það færi lengst af mjög hljótt. Á síðari árum samdi hann mest trúarljóð og árið 2002 gaf hann út bók, fyrir áeggjan og með að- stoð barna sinna, þá 94 ára að aldri, með frumsömdum ljóðum, frásögn- um og einnig þýðingum, m.a. á leik- ritum. Þrátt fyrir félagsstörf og áhuga á því sviði var Sigurjón á ýmsan hátt dulur maður. En hann bjó yfir margs konar hæfileikum sem fólk kom oft illa auga á nema við náin kynni. Nú að leiðarlokum vil ég þakka honum fyrir langa samleið og alla þá vináttu sem hann lét mér í té. Megi þessi góði drengur hvíla í friði. Haraldur Sumarliðason. Ein af mínum fyrstu minningum um afa og ömmu var að þau voru að koma heim frá útlöndum. Sú minning átti eftir að verða síendurtekin því að afi og amma ferðuðust mikið. Sér- staklega þótti afa gott að komast í sólinu suður frá eins og hann orðaði það einhvern tímann við mig. Við systkinin nutum náttúrlega góðs af þessum utanlandsferðum. Tölvuspil, nammi, ný föt. Það var oft margt skemmtilegt sem leyndist í töskunum hjá afa og ömmu þegar þau komu aft- ur heim, kakóbrún frá sólarströnd- um. Seinna átti ég eftir að fara tvisv- ar með afa til sólarlanda og þá kynntist ég honum á nýjan hátt. Takk fyrir að biðja mig um að koma með þér, afi, ég hefði ekki viljað missa af því fyrir neitt í veröldinni. Þá kynntist ég merkilegum manni sem margt hafði reynt. Þau eru mörg minningabrotin sem flögra í gegnum huga minn þegar ég hugsa til allra stundanna sem við áttum bæði þarna úti og allra þeirra hér heima. Ég man eftir ritvélinni þinni sem var uppi á skrifstofu á Álfhólsvegin- um og eftir þér sitjandi í hæginda- stólnum þínum að reykja vindil á gamlárskvöld. Ég man eftir áklæðinu á sætunum í Datsuninum þínum, það var svo loðið að það var hægt að teikna myndir og skrifa í það, ef mað- ur strauk á móti áttinni sem það lá í. Ég man eftir heimsóknunum til þín á pósthúsið í Kópavogi og ég man eftir pínu-pínulitlu skrifstofunni þinni þar. Ég man eftir að ef maður hafði verið nógu þægur (... eða var það óþægur?) þá fengum við að skoða frímerkjaal- búmin þín. Seinna urðu árgangarnir hennar ömmu af Vikunni meira spennandi og leystu frímerkjaalbúmin af hólmi. Ég man eftir þér á nærbolnum að raka þig fyrir sunnudagsmatinn og eftir þér að lesa í hægindastólnum þínum, það var fátt sem gat raskað ró þinni jafnvel þó herskari af barnabörnum væri á svæðinu. Ég man eftir því þeg- ar við vorum úti á Mallorca og þú sagðir að þetta hvítvín væri alveg ágætt með „paell-unni“ sem við ætl- uðum að fá okkur. Ég man eftir því þegar ég kom í heimsókn í vetur. Þá var leiðindaveður í bænum og ég var eitthvað að segja að það hefði verið miklu betra fyrir norðan hjá okkur þegar ég var að fara af stað. Þá sagðir eitthvað á þessa leið: „Ekki klára allt góða veðrið, við þurfum líka á sólar- geislunum að halda hérna megin.“ Já, þú hafðir lúmskan húmor. Ég man eftir því að einhvern tímann sýndi ég þér ljóðin sem ég hafði verið að semja. Þú last þau yfir, steinþegjandi og án nokkurra svipbrigða, þagðir í dágóða stund og sagðir síðan. „Þetta er ágætt hjá þér, þú ættir að halda þessu áfram.“ Síðan bættirðu við eftir nokkra stund: „Þú ættir að prófa að hafa meira rím í þessu, ég held að það saki ekki.“ Ég man síðustu heimsókninni minni, það var núna í byrjun júní. Ég var að segja þér að ég væri á leiðinni til Edinborgar í Skotlandi. Þú sagðir: „Já, ég man eftir Princes Street… reyndu endilega að komast í kastalann.“ Það var svo sem ekki margt sem þú hafðir ekki reynt eða þú hafðir ekki farið því við þetta sama tækifæri þá sagði ég þér að Ásta kona mín væri á Ítalíu. Þá sagðir þú: „Já, það er fallegt þar, ég hefði viljað koma oftar þangað.“ Ég man líka eft- ir síðustu dögunum þínum á Hrafn- istu, þú áttir ekki auðvelda daga þá. Ég er feginn að ég hafði tækifæri til að koma og segja bless við þig þá. Við sjáumst þó síðar verði, afi. Gunnar Björn Melsted. Afi Sigurjón hefur kvatt þennan heim, saddur lífdaga, 97 ára að aldri. Við systkinin minnumst hans með miklum hlýhug og minningar frá heimsóknum í Kópavoginn koma upp í hugann. Afi Sigurjón og amma Þor- björg áttu þá heima á Álfhólsvegi 124 og ferðirnar suður voru mikið ævin- týri í þá daga. Stórfjölskyldan hans pabba heimsótt og margt brallað með frændsystkinum. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn á Álfhóls- veginn, mikil hlýja og einhvern veg- inn leið manni eins og heima hjá sér, en ekki eins og við værum gestir. Garðurinn freistandi og alltaf grænn í minningunni, alveg frábært að velta sér í stöllunum. Afi að grúska í frí- merkjasafninu, á skrifstofunni sinni, innan um bókastafla, fallegar myndir (bæði hans verk og annarra) og hann var alltaf svo rólegur og hlýr. Röddin rám og góðleg, broshrukkur báru vott um skapgerð hans og léttleika. Amma að freista okkar með kræsing- um úr eldhúsinu. Afi og amma voru okkur systkinunum alltaf einstaklega góð, mikið óskaplega hlökkuðum við til afmælisdaga því gjafirnar frá þeim voru alltaf svo höfðinglegar. Hann hafði næmt auga, hann afi. Málaði myndir allt fram á síðustu ár, skrifaði falleg ljóð, sögur og endur- minningar. Atorkusamur með ein- dæmum, vann á tölvu og vildi ólmur læra á netið og nýta sér það, rúmlega 90 ára að aldri! Ljóðin hans bera vott um næmi og trú, vekja von um betri heim og góðar manneskjur. Árið 2002 gaf afi út bók sem heitir Ljóð og minningar. Í henni birtast endur- minningar frá æsku hans sem barns og ungs manns í Vestur-Skaftafells- sýslu, mikilvæg og dýrmæt frásögn. Ljóðin hans afa eru skemmtilega lýs- andi og næm, í bókinni er líka að finna myndir af nokkrum málverkun- um hans. Einnig gerði hann leikrit upp úr skáldsögu Jóns Trausta, Anna frá Stóru-Borg. Þessi bók sýnir svo greinilega að honum afa var margt til lista lagt og fjölbreytileikinn hvað skemmtilegastur. Eitt ljóða hans,Sól- arupprás í ágúst, er á þennan veg: Ég geng út að glugganum heima. Það er glampandi morgunsól, yndislegt veður og allt er svo hljótt, afliðin sumarnótt. Það er órofa kyrrð yfir öllu, fjöllin þau móka í morgunsins móðu, mildu og góðu. Það er friður og ró, logn yfir landi og sjó. Ljósgeislar hækkandi sólar, brjóta sér leið yfir bláfjöllin breið hina beinustu leið. Það bærist ei fáni á stöng, en beint hangir niður. Ég man ekki eftir magnaðri ró. Og þó! (Sigurjón Björnsson.) Afi hafði næma kímnigáfu og smit- andi hlátur, þó svo að á stundum væri hann ekkert að flíka því um of, hann var vandur að virðingu sinni og hæg- látur. Amma Þorbjörg lést árið 1987 og stuttu seinna flutti afi á Hrafnistu í Hafnarfirði og lét hann vel af sér þar. Var mjög virkur í félagslífi og marg- oft minígolf-meistari. Hann hélt góðu sambandi við okkur systkinin, sendi okkur jólakort og bréf þegar við vor- um erlendis. Alltaf traustur og hlýr. Það var gaman að koma og heim- sækja hann á Hrafnistu og sjá hvað hann var alltaf duglegur að vinna að hugðarefnum sínum. Afi var mjög heilsuhraustur nema sl. 2–3 ár þegar honum fór nokkuð að hraka og ald- urinn að segja til sín. Langri og gifturíkri ævi lauk hann 97 ára að aldri. Við afabörnin fyrir norðan munum alltaf minnast hans með mikilli væntumþykju og þakk- læti fyrir örlæti hans til okkar og samferðamanna. Verkin hans og orð- spor lifa. Minningar okkar um hæg- látan og ljúfan afa, ylja okkur um ókomin ár. Systkinum pabba og fjöl- skyldum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Elsa, Björn, Pétur, Ármann og Þorbjörg, Akureyri. Mig langar í fáum orðum að minn- ast afa míns Sigurjóns Björnssonar, sem lést hinn 29. júní síðastliðinn, þá orðinn 97 ára gamall. Afi var hæglát- ur maður, hafði mikinn áhuga á and- legum málefnum, en eitt helsta áhugamál hans lengi vel var frí- merkjasöfnun. Hann átti mikið frí- merkjasafn og stundaði viðskipti með frímerki um árabil. Fyrstu minningar mínar um afa tengjast einmitt áhuga hans á því sviði. Ég minnist þess að fyrstu frímerkjabókina og fyrstu merkin sem ég eignaðist færði hann mér. Þá hafði hann það sem fastan sið um nokkurra ára bil að senda mér 1. dags umslög, sem ég geymi enn þann dag í dag. Okkur krökkunum þótti mikið til þess koma þegar hann sýndi okkur safnið sitt og reyndi að vekja áhuga okkar með því að sýna okkur sjaldgæf og verðmæt frímerki og segja okkur uppruna þeirra. Á meðan hann og amma bjuggu á Álfhólsveginum var fastur liður innan fjölskyldunnar að hittast þar um helgar og var iðulega fjölmennt, enda hópurinn stór. Þá sat afi gjarnan og tók þátt í bridgespilamennsku, en mikið var spilað á heimilinu og hann mikill áhugamaður um spilamennsk- una. Eftir að afi komst á eftirlaun helgaði hann sig áhugamálunum enn frekar. Hann fór að leggja meiri rækt við myndlist og ljóðagerð, en hvort tveggja lá sérlega vel fyrir honum. Mörg af ljóðum hans eru einstakar perlur sem sjá má í ljóðabók hans, Ljóð og minningar. Eftir að amma féll frá fluttist afi á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar eignaðist hann marga vini, enda bjó hann þar í nær 18 ár. En vinirnir hurfu einn af öðrum, svo seinustu ár mátti skilja á honum að sér þætti nóg um og tími væri kominn til að fá að fylgja þeim eftir. Margs er að minnast, en þó er fyrst og fremst í huga mínum þakklæti fyr- ir allar góðar stundir, góðvild og hlýju sem alltaf einkenndi afa. Ég kveð kæran vin með söknuði, en einn- ig með þakklæti fyrir að fá að verða honum samferða um tíma. Blessuð sé minning hans. Tryggvi Þ. Haraldsson. SIGURJÓN BJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.