Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sveinn ÓmarElíasson fæddist í Reykjavík 27. maí 1955. Hann andað- ist á heimili sínu, að Miðtúni 48, 2. júlí síðastliðinn. Foreldrar Sveins voru Elías Krist- jánsson, f. 14. mars 1934, d. 27. júlí 1980 og Alda Ár- manna Sveinsdóttir myndlistarkona og kennari, f. 2. apríl 1936. Sveinn var elstur fjögurra systkina og eru systkini hans 1) Jón Júlíus garð- yrkjumeistari, f. 20.des. 1957, kona hans er Kristín Þóra Harð- ardóttir nemi, f. 15. jan. 1965 ; börn þeirra eru Alda, f. 1988, Hörður, f. 1992 og Arnaldur Ingi, f. 1997. 2) Margrét leik- skólastjóri, f. 7. júlí 1961, maki Ólafur Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri, f. 25. apríl 1955; börn þeirra eru Elías Kári, f. 1980, Andri Bergmann, f. 1985 og Sigtryggur Sveinn, f. 1988. 3) Sigurður Þór, f. 26. júlí 1964. Fyrsta sumarið sitt var Sveinn með móður sinni á æskuheimili hennar á Barðsnesi við Norð- fjörð. Foreldrar Öldu voru Sveinn Árnason, f. 29. júní 1889, d. 11. okt. 1947 og Sigríður Þórðar- dóttir, f. 11. nóv. 1899, d. 29. nóv. 1988. Sveinn var um tíma með for- eldrum sínum í Reykjavík og síðar í Borgarfirði en ár- ið 1957 fluttist fjöl- skyldan til Nes- kaupstaðar þar sem Sveinn ólst upp til 17 ára aldurs er foreldrar hans skildu. Þá fluttist hann til Reykjavíkur með móður sinni og systkinum og nam raf- virkjun við Iðnskólann í Reykja- vík. Að loknu námi tók Sveinn þátt í uppbyggingu Síldarbræðsl- unnar á Neskaupstað í kjölfar snjóflóðanna 1974. Lauk síðan meistaraprófi í rafvirkjun og starfaði sem rafvirkjameistari í Neskaupstað, lengst af með eigin rekstur, til ársins 1999. Það ár flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann bjó þar til hann lést. Sveinn var í sambúð með Rögnu Margréti Bergþórsdóttur, f. 24. mars 1959, frá 1976 til árs- ins 1993 er þau slitu samvistum. Útför Sveins verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Nú er komið að kveðjustund, elskulegur bróðir minn er látinn. Sveinn, eða Svenni eins og hann var alltaf kallaður af okkur sem betur þekktum hann, var uppalinn í Neskaupstað, þar sem hann bjó mestan hluta ævi sinnar. Hann var yndislegur stóri bróðir sem gat smíðað kassabíla, fleka og kofa af meiri natni en við hin, því hann var strax mjög handlaginn. Árið 1972 fluttum við suður til Reykjavíkur og hóf Svenni þá nám við Iðnskól- ann í Reykjavík í rafvirkjun. Eftir að hann fluttist aftur austur til Neskaupstaðar heimsótti ég hann oft á sumrin og var hjá honum og Margréti konu hans um lengri og skemmri tíma. Svenni var mjög tengdur sinni heimabyggð og fór margar ferðirnar með okkur yfir fjörðinn að Barðsnesi þar sem amma og afi ólu upp sín níu börn. Hann var í hópi þeirra sem unnu mikið að viðhaldi og endurupp- byggingu bæjarins ásamt fjölmörg- um ættingjum úr móðurfjölskyldu okkar. Þegar Svenni flutti suður til Reykjavíkur, þá skilinn við sam- býliskonu sína, var sjúkdómur hans kominn á það stig að erfitt var fyrir hann að dveljast austur á fjörðum fjarri nánustu fjölskyldu sinni. Svenni þurfti á því að halda að vera nærri okkur systkinunum og mömmu og við þurftum líka á því að halda að vera nærri honum og veita honum þann stuðning sem við gátum. Að lifa með geðhvörf er ekki einfalt líf og stöðugt þarf að vera vakandi yfir gangi sjúkdóms- ins og þeim andlegu sveiflum sem honum fylgja. En svo fór að hann lét undan þessum illvíga sjúkdómi og eftir stöndum við og minnumst allra góðu stundanna sem við átt- um saman. Guð geymi þig, elsku bróðir, ég kveð þig með ljóði Péturs Þór- arinssonar. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. Margrét. Það smáa er stórt í harmanna heim, – höpp og slys bera dularlíki, – og aldrei er sama sinnið hjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir flíki. – En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, varð auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. (Einar Benediktsson.) Þegar ég hitti Svenna mág minn fyrst fyrir um 18 árum þá rak hann öfluga rafvirkjaþjónustu austur á fjörðum. Svenni var ímynd hins sívinnandi manns, allt- af boðinn og búinn til þjónustu að nóttu sem degi fyrir viðskiptavini sína fyrir austan. Bjó í stóra flotta húsinu sínu sem hann byggði að miklu leyti sjálfur og var stoltur af sínu. En fljótlega fór sjúkdómurinn sem hrjáði hann að draga úr hon- um mátt. Þau voru erfið skrefin hjá honum þegar hann þurfti að hætta rekstri og selja húsið sitt. Áfram áttu æskuslóðirnar stóran sess í hjarta hans og á hverju sumri fór hann austur á Neskaup- stað og Barðsnes og undi sér hvergi betur. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur urðu samvistir við fjölskylduna meiri og tíðari. Greiðasemi hans var söm við sig og var hann alltaf fús til að aðstoða við verklegar framkvæmdir. Hann hafði yndi af verklegri vinnu og eftir var tekið hversu snyrtilega hann gekk um við vinnu sína. Heimili hans bar líka snyrti- mennsku hans vitni, þar var hver hlutur á sínum stað og allt hreint og strokið. Þrátt fyrir geðhvörfin átti Svenni margar góðar stundir eftir að hann fluttist suður. Oft- sinnis kom hann til okkar í mat og kaffi og þegar sá gállinn var á hon- um mætti hann snemma dags um helgar og dreif heimilisfólk fram úr og hafði lítinn skilning á því að fólk vildi sofa aðeins lengur á frí- dögum. Þegar vel lá á honum hafði hann yndi af að tuskast og leika við krakkana, enda var hann barn- góður og krakkarnir sjá nú eftir góðum frænda. Aðrar stundir voru myrkari og að leiðarlokum sá Svenni ekki til sólar lengur. Lífið var ekki lengur þess virði að lifa. Þakkir fyrir sam- veruna og alla greiðasemi fyrr og síðar, eru mér efst í huga á þessari stundu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hvíldu í friði, kæri Svenni. Kristín Þóra. Það er sumar. Bátarnir stefna einn af öðrum yfir fjörðinn. Barð- snesferjan er einn þeirra og skip- stjórinn er Svenni. Meðan aðrir sæta lagi og bíða eftir réttu öld- unni siglir Barðsnesferjan beint inn í Hundavoginn og leggur að. Hér virðist vanur maður á ferð. Rétt eins og með suma aðra í fjölskyldunni þá virtist Barðsnes toga í hann og þar þótti honum gott að vera. Þrátt fyrir skyldleik- ann þá hófust kynni okkar af Svenna ekki fyrr en seinni ár þeg- ar Barðsnesferðir urðu að árlegum viðburði við að sinna húsunum og halda staðnum við. Svenni var góður drengur. Hann var alltaf til í að rétta fram hjálp- arhönd og duglegur við sín verk. Ófáar eru ferðirnar sem Svenni hefur farið, þegar þurfti að skjót- ast eftir einhverju yfir í Neskaup- stað því á bátnum sínum, Barð- snesferjunni, fann hann hlutverk, sem hann sinnti vel. Svenni hafði góða nærveru, var skemmtilegur kall og góður félagi. Svenni var barngóður og Auði Önnu dóttur okkar þótti ekki leið- inlegt þegar Svenni brá á leik við hana. Dag einn þegar við vorum á Barðsnesi varð Auður Anna 10 mánaða og haft var orð á því. Síðar um daginn birtist Svenni með köku, hann hafði gert sér ferð yfir fjörðinn til að kaupa köku handa litlu dömunni. Svona kynntumst við Svenna, alltaf tilbúinn að gleðja aðra. Það er sumar, stefnt skal að Barðsnesför, en að þessu sinni er Barðsnesferjan ekki með. Hún hef- ur lagt úr höfn í hinsta sinn. Bless- uð sé minning Svenna. Lilja og Snorri. SVEINN ÓMAR ELÍASSON FRÉTTIR Okkur langar til að rifja upp smáminn- ingabrot af samvistum okkar við þig, Niels, að leiðarlokum. Æðruleysi og gleði voru þín sér- kenni. Þær voru skemmtilegar ferð- irnar sem við fórum saman og var alltaf mikið líf og fjör í kringum þig. Það er ógleymanlegt hversu val þitt á góðum veitingastöðum var óbrigðult. Þú varst mjög fróður um NIELS JACOB HANSEN ✝ Niels JacobHansen fæddist í Reykjavík 13. des- ember 1937. Hann lést á líknardeild Landspítala í Kópa- vogi 1. júlí síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 7. júlí. hvar hægt væri að fá ýmsa hluti sem vant- aði, og sparaði það mikinn tíma í leit og jafnvel bauðst þú til að nálgast hlutina fyrir mann. Í starfi þínu hér á Skálatúni sýndir þú íbúum staðarins sér- stakt umburðarlyndi og gæsku. Eftir að þú hættir að vinna vegna heilsubrests komstu oft við hér á staðnum og voru heimsóknirn- ar þínar öllum til mikillar gleði. Við minnumst þín sem góðs vinar og kveðjum þig með söknuði. Við biðjum góðan guð að styrkja eiginkonu þína og fjölskyldu. Íbúar og starfsfólk Skálatúni. KEPPNI á 36. Ólympíuleikunum í eðlisfræði er lokið og 350 ung- menni í Salamanca á Spáni varpa öndinni léttar. Leikunum lýkur formlega í dag, mánudag, með verðlaunaafhendingu við hátíðlega athöfn. Íslensku keppendurnir, fjórir drengir og ein stúlka, koma heim á morgun frá erfiðustu verk- efnum sem þeir hafa glímt við í eðlisfræði á ævinni, segja far- arstjórarnir í bréfi til Morgun- blaðsins. Fræðilega keppnin var fimm klukkustunda glíma við þrjú erfið verkefni úr eðlisfræði framhalds- skólanna. Hið fyrsta var um sístæð- an samskiptahnött sem óvart ræsir eldflaugarhreyfilinn og fer út af hringlaga braut sinni. Annað verk- efnið var um ákvörðun á stærð raf- fræðilegra eininga á 19. öld og hið þriðja var um nifteindir sem skoppuðu á skammtafræðilegan hátt í þyngdarsviði jarðar. Síðastliðinn fimmtudag fram- kvæmdu keppendur tilraun til að ákvarða fasta Plancks með gló- þráðarperu og ljósnema. Vinnuseð- illinn var ítarlegri en á fyrri Ól- ympíuleikum og gerði miklar kröfur um skipuleg vinnubrögð og einbeitingu. Sumir keppendanna lentu í tímahraki og náðu ekki að ljúka reikningum á fasta Plancks; 6,67*10^-34 Js. Að sögn fararstjóra voru kepp- endur þreyttir eftir þessi erfiðu verkefni en ánægðir með að keppninni væri lokið og skemmtun ein væri framundan. Margir hinna 150 fararstjóra hafa komið til íslensku fararstjór- anna og rifjað upp minningar frá 29. Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem haldnir voru á Íslandi 1998. Þar vega jafnþungt ánægja þeirra með erfið en vönduð verkefni úr eðlisfræðinni, kvöldmatur í heima- húsum og ferðir í náttúru Íslands. Sumir þeirra hafa jafnvel komið síðar með fjölskyldu í Íslandsferð en aðrir hafa slíka ferð á dagskrá næstu ára. Ólympíuleikunum í eðlisfræði lýkur með verðlaunaafhendingu á Spáni í dag Íslenska keppnisliðið við upphaf Ólympíuleikanna á Spáni, frá vinstri Við- ar Ágústsson fararstjóri, keppendurnir Jón Emil Guðmundsson, Wing Kit Yu, Einar Búi Magnússon, Þórey María Maríusdóttir, Elvar Steinn Kjart- ansson og Guðlaugur Jóhannesson fararstjóri. Erfiðustu verkefni sem Íslendingarnir hafa glímt við MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing Alþjóðasambands húman- ista í tilefni hryðjuverkaárásarinnar í London fimmtudaginn 7. júlí., þar sem sambandið harmar dauða meira en 40 manns og slys á meira en 300 manns. „Við fordæmum þetta grófa ofbeldi eins og við höfum áður for- dæmt stríðið gegn fólkinu í Írak og Afganistan. Það fyrirfinnst engin réttlæting á því að eyða mannslífum,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að ef George W. Bush, Tony Blair og aðrir leiðtogar hinna ríku landa fordæmi hryðju- verkin nú á hræsnisfullan hátt og lát- ist vera kyndilberar mikilvægra gilda, þá megi ekki gleyma þeim stað- reyndum að hátt í tvö þúsund her- menn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri þjóðum hafi verið drepnir í Írak frá upphafi þess stríðs. Að auki hafi 2.526 íraskir lögreglumenn og varðmenn látið lífið á sama tíma og 13.336 bandarískir hermenn hafi særst. Þá hafi margar rannsóknir leitt í ljós að meira en 100 þúsund al- mennir borgarar hafi látið lífið í Írak. Húmanistar fordæma hryðjuverkin í London UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfs- samningur á milli Landmælinga Íslands og Námsgagnastofnun- ar um að Landmæling- ar leggi Námsgagna- stofnun til kortagögn vegna þróunar korta- vefsjár um Ísland. Vefsjáin, sem unnin verður af margmiðlun- arfyrirtækinu Gagarín ehf., verður einkum ætluð til notkunar og kennslu landafræði Íslands í skól- um landsins. Gert er ráð fyrir að vefsjáin verði sett upp á vef Náms- gagnastofnunar, www.nams.is, í haust. Á myndinni eru þeir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmæl- inga Íslands, og Tryggvi Jakobs- son, forstjóri Námsgagnastofnun- ar, að undirrita samkomulagið. Samið um kortagögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.