Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 27
Morgunblaðið/Árni Sæberg Keflavíkurflugvöllur MANNVIRKJASVEITIR banda- ríska landhersins hófu flugvall- argerð á Suðurnesjum haustið 1941, voru þarna gerðir tveir flugvellir, sá fyrri (Patterson) var tekinn í notkun sumarið 1942 og sá seinni (Meeks) ári síðar. Bandaríkjamenn hafa stækkað og endurbætt Meeks- flugvöll mikið frá upphafi. Árið 1952 hófust þeir handa við að byggja helj- armikið flugskýli sem átti að hýsa eldsneytisflugvélar sem áttu að vera til taks til að fylla á sprengjuflug- vélar með áfangastað í Sovétríkj- unum. Þetta flugskýli var með flötu þaki sem sogaðist upp í rokinu þann- ig að sprungur mynduðust í tjöru- þéttingunni og allt fór að leka. Út- veggirnir voru nánast bara risastórar hurðir sem láku svo miklu lofti að hitakerfið réð ekki við sitt. Loksins þegar þessi stærsta bygg- ing Íslands var fullgerð var öll hern- aðartækni breytt og sýnt að framtíð- arstríð stórveldana yrði að miklu leyti háð neðansjávar. Þess vegna tók flotinn við yfirstjórn flugvall- arins árið 1961 og varð þarna mið- stöð kafbátaleitar við Norður- Atlantshaf. Kjarnorkukafbátar gengu 40 hnúta á þessum árum en hámarkshraði tundurskeyta var 28 hnútar, til að mæta þessu voru bún- ar til litlar kjarnorkusprengjur sem voru kallaðar „LULU“. Verkstæði til að hlaða þessar sprengjur var byggt þarna nálægt gömlu flugstöð- inni, ofan í stórri laut og bak við flug- skýli þannig að lítið fór fyrir þessu. Umbúðirnar utan af sprengjunum voru seldar í Sölu varnarliðseigna og þóttu hentugar sem brynningarker fyrir búfé. Kjarnahleðslurnar sjálfar komu aldrei til Íslands. Nú eru orðnir til mótorar sem geta knúið tundurskeyti áfram á 50 hnúta hraða svo ekki er lengur nein þörf á að sprengja heila kjarnorku- sprengju til að sökkva kafbát. Pat- terson-flugvöllur var notaður sem bækistöð orrustuflugvéla sem voru svo öflugar að flugmenn LUFT- WAFFE sáu fljótt að það væri betra að halda sig fjarri þessum grjót- hólma. Eftir að varnarlið kom til Ís- lands 1951 hafa orrustuflugvélarnar verið á Meeks-flugvelli og eru nú fjórar eftir. Eftir gjaldþrot komm- únismans hafa tilgangslaus stríð færst í aðra heimshluta og ekki þörf á öflugum vörnum hér lengur. Gestur Gunnarsson, Flókagötu 8, Rvík. Trommukjuði týndist TROMMUKJUÐI týndist á leið úr Salahverfi í Seljahverfi. Kjuðanna er sárt saknað af eiganda. Finnandi vinsamlega hringið í síma 692 1572 eða 699 3483. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 27 DAGBÓK ÁSögusetrinu er sýningin Á Njáluslóð,þar sem gestir eru leiddir um heim vík-ingaaldar og geta rakið sig eftir sögu-þræði Brennu-Njálssögu. Í sumar er boðið upp á fyrirlestraröðina „Njála með sunnu- dagskaffinu“. – Um hvað er að ræða? „Klukkan hálffjögur á sunnudögum getur fólk komið til okkar og hlýtt á fyrirlestra um Njálu. Við höfum fengið fræðimenn, stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn til að fjalla hver um sig um ein- hverja þætti í Njálu. Næsta sunnudag mun Njörð- ur P. Njarðvík til dæmis flytja fyrirlesturinn Sag- an hefst á einni lygi. Eftir fyrirlestrana hafa myndast skemmtilegar umræður. Það eru náttúrlega allir sérfræðingar í Njálu. Menn hafa svo ólíkar skoðanir á einu og öðru í þessari bók. Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum Íslendingasögum þá er Njála drottningin. Það er ekki að ástæðulausu. Þetta er lengsta sag- an og hún kemur inn á svo ótalmarga þætti; ástir, örlög, vígaferli, hefnd og sæmd. Hún er líka skemmtileg lýsing á samfélaginu eins og menn sáu það þegar hún var skrifuð. Ókeypis er inn á sunnudagsfyrirlestrana og gestir borga eingöngu inn á safnið. Á undan fyr- irlestrunum geta þeir sem vilja farið í reiðtúr um Njáluslóð. Þetta er tilvalið fyrir fólk í sumar- bústaðabyggðunum hér í kring og svo er kjörið að aka hingað á góðum degi eða skella sér ef mönn- um leiðist í bænum í rigningu. Það tekur í mesta lagi einn og hálfan tíma að aka úr Reykjavík. Þetta er fínn sunnudagsbíltúr og upplagt að fá sér kaffi og Njálu með – engar fitandi kökur, heldur Njálu.“ – Er Njála sem sé góð með kaffinu? „Hún er fín með kaffinu, alveg ljómandi góð. Njála er náttúrlega góð með öllu!“ – Hvað annað er á döfinni hjá ykkur? „Við erum að koma upp sex metra löngu líkani af Þingvöllum sem sýnir þingstörf á víkingatím- anum. Þar er Almannagjá, menn sem sitja að Lög- réttu og svo framvegis. Þetta verður mjög flott. Í galleríinu hjá okkur sýna þrír listamenn í sumar. Nú eru hér verk eftir Jón Kristjánsson, Jónda, sem býr í Fljótshlíð. Til viðbótar við sýninguna Á Njáluslóð er hér kaupfélagssýning þar sem rakin er verslunarsaga Suðurlands. Þarna er til dæmis gömul krambúð af Eyrarbakka og gamlir búðarkassar. Eftir að hafa skoðað sýningarnar getur fólk síð- an sest niður og fengið sér kaffi í víkingasalnum okkar. Hann lítur út eins og skálar hjá stór- bændum á víkingatímanum.“ Sagnfræði | Á Sögusetrinu á Hvolsvelli er Njála borin fram með kaffinu í sumar Njála er góð með öllu  Sigrún Ragnheiður Ragnarsdóttir er fram- kvæmdastjóri Söguset- ursins á Hvolsvelli. Hún er fædd í Hafnarfirði ár- ið 1955 og hefur lengst af starfað sem fram- haldsskólakennari. Sig- rún lauk BA-prófi í bók- menntafræði og sögu en fór aftur í Háskólann fyrir þremur árum. Hún er í þann veginn að ljúka BS-prófi í ferða- málafræði. Í vetur stundaði Sigrún einnig nám í Leiðsöguskóla Íslands og lærði leiðsögu- mennsku. Hún tók við starfi framkvæmda- stjóra Sögusetursins í febrúar. Sumarbrids. Norður ♠– ♥ÁK74 ♦D932 ♣ÁD643 Vestur Austur ♠102 ♠97653 ♥DG106 ♥532 ♦65 ♦1084 ♣KG952 ♣108 Suður ♠ÁKDG84 ♥98 ♦ÁKG7 ♣7 Spilið að ofan er að hálfu leyti frá sumarbrids BSÍ fyrir viku – hendur NS eru réttar, en spilum AV hefur verið hagrætt í nafni vís- indanna. Sjö tíglar er glæsilegur samn- ingur, en ekkert par fann þann áfangastað og yfirleitt létu menn hálfslemmu duga. Eitt par fór þó í sjö spaða, en spaðinn lá illa og vörnin fékk þar slag. En segjum nú að suður spili sjö spaða og legan sé eins og að ofan er sýnt. Látum vestur spila út hjarta- drottningu. Sagnhafi tekur með ás, fer heim á tígulás, leggur niður ÁKD í spaða og sér leguna. Nú verður að beita trompbragði til að ráða við 97 aust- urs í spaða. Fyrst eru þrír slagir teknir á tígul. Þegar austur fylgir lit er laufdrottningu svínað og lauf trompað með fjarka. Blindum er loks spilað inn á hjartakóng og laufás spilað. Og við því á austur ekkert svar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist alla mánudaga kl. 14, Boccia kl. 10. Vinnustofan opin alla daga. Ath. bókabíllinn kl. 13.30–14.00. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Fé- lagsvist kl. 13.30. Púttvöllur 10– 16.30. Grillveisla fimmtudaginn 14. júlí kl. 12. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, fótaaðgerð, samverustund kl. 13:30. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13– 16 brids, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gullsmára. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Örfá sæti laus í ferð FEBK á Strandir 15.–17. júlí. Brott- för frá Gullsmára kl. 08.30 og Gjá- bakka kl. 08.45. Leið m.a: Brú, Hólmavík, Drangsnes, Klúka, Djúpa- vík, Gjögur, Norðurfjörður, Ingólfs- fjörður o.fl. Gist á Laugarbóli og Hólmavík. Ekin Tröllatunguheiði í Króksfjarðarnes, Dalir, Bratta- brekka. Skráning Gjábakka s: 554 3400 eða Þráinn 554 0999 / Bogi 560 4255. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað í dag kl. 13. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin. Kl. 10 fótaaðgerð, bæna- stund. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Jóga kl. 9–10. Böðun virka daga fyrir hádegi. Há- degisverður. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Listasmiðja og Betri stofa kl. 9–16. Púttvöllur alla daga. Félagsvist 13.30 í dag. Glæsilegt kaffibrauð. Banki 18. júlí. Fótaað- gerðarstofa 897–9801. Skráningu á haustnámskeið lýkur 1. ágúst. Hug- myndir vel þegnar í Hugmynda- banka Hæðargarðs. Kíktu við! Sími 568 3132. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11–12 leikfimi (júní–júlí). Kl. 11.45–12.45 há- degisverður. Kl. 14.30–15.45 kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin, hárgreiðsla og fótaaðgerðir, frjáls spil. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos ÞÝSKA leik- og söngkonan Andrea Jonasson tekur hér við árnaðaróskum áheyrenda eftir tónleika hennar og tríósins Jess-Trio-Wien á Spoleto-hátíðinni á Ítalíu um helgina. Hátíðin, sem ber yfirskriftina Hátíð tveggja heima, sameinar hin ýmsu listform, svo sem dans, óp- eru, tónlist, leiklist og kvikmyndir. Reuters Listahátíð tveggja heima Brúðkaup | Gefin voru saman 18. júní sl. í Garðakirkju af sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni þau Katrín S. Einars- dóttir og Haukur Garðarsson. Þau eru til heimilis í Garðabæ. Mynd, ljósmyndastofa ARGENTÍNSKA skáldið Juan Gelman tók á dögunum við Pablo Neruda-bókmenntaverðlaununum úr hendi Ricardo Lagos, forseta Chile, í La Moneda-forsetahöllinni í Santiago. Yfirvöld í Chile settu verðlaunin á fót í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá fæðingu þjóðskáldsins. Á myndinni þakkar Gelman fyrir sig með ávarpi. Reuters Gelman hlýt- ur Neruda- verðlaunin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.