Morgunblaðið - 11.09.2005, Síða 3

Morgunblaðið - 11.09.2005, Síða 3
11.9.2005 | 3 4 Flugan fór í veislu í Borgarleikhúsinu áður en hún flaug á Strákana okkar og aftur til fortíðar í Listasafni Íslands þar sem hún virti fyrir sér íslenska myndlist 1945–1960. 6 Ólæknandi baktería Læknavísindunum fleygir ört fram en þau mega sín lítils gagn- vart tónlistarbakteríunni hjá fjór- um starfandi læknum sem allir eru virkir tónlistarmenn í hjáverk- um. 10 Hláturinn lengir lífið Brandarar eru gott tæki til samfélagsskoð- unar, þeir geta tjáð fordóma, kvíða, reiði, pólitíska afstöðu, aðdáun og flest annað. 20 Sex vegvísar fyrir augu og varir Augnháralitur hefur gengið í endurnýjun líf- daga og áberandi löng augnhár flökta fram- an í viðhlæjendur sem aldrei fyrr. 22 Sessunautn í listaverkum Coffee Design-kaffihúsið í Mílanó er óður til stólsins. 24 Matur og vín Oliver er milli- klassastaður í nú- tímalegum stíl fyr- ir yngri kynslóðina og þar tekur tón- listin völdin um helgar. 26 Lofar góðu Arnmundur Ernst Björnsson hefur aldrei brugðist leikaranum í sér. 26 Saga hlutanna Edward Lowe uppgötvaði að nota mætti sérstakan rakadrægan leir til að fanga afurð- ir heimiliskatta. 28 Krossgátan Hvert er tungumál lettnesks skákmanns og fjöldamargra annarra? Skilafrestur úrlausna krossgátunnar rennur út næsta föstudag. 30 Pistill Auði Jónsdóttur finnst synd og skömm hve margar eldri manneskjur sitja einar á öllum sínum ágætum. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ISSN 1670-4428 Forsíðumyndin er samsett úr fréttamyndum frá Reuters. 20Augun eru þunga-miðja förðunartísk-unnar í augnablikinu. L jó sm yn d: Á sd ís Á sg ei rs dó tt ir „Ég hef svolítið gaman af því að í þessum snaga mætast tvö af heitustu málum und- anfarin ár, hvalveiðar og álframleiðsla,“ segir Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður um sköpun sína, snagann Starkað. „Í raun er þetta hugmynd frá 1996 en þá rak ég galleríið Greip og stóð fyrir sýningu á snögum í tengslum við Listahátíð. Á sýningunni voru sýndir snagar eftir 50 myndlistarmenn og hönnuði, þar á meðal mig. Ég var eitthvað að vappa um í vinnustofunni minni og rak augun í hvaltönn sem systir mín hafði gefið mér þremur árum áður. Þar sem ég var með þennan snaga í huganum sá ég að tönnin gæti allt eins verið hönnuð af Philip Stark. Á þessum tíma var hann mjög áberandi og hönnun hans ein- kenndist af hornum og lífrænum formum. Nafn- ið Starkaður kemur til af því.“ Tinna lét taka járnafsteypu af hvaltönninni en í dag er efnið í henni ál. „Það er léttara og álið sem ég nota er meðhöndlað þannig að það smitar ekki í fatnað. Málmsteypan Hella gerir þetta fyrir mig. Aðferðin sem þeir nota er gömul en þeir steypa þetta í sand þannig að í raun er um handverk að ræða. Álið er svo keypt hér á landi þannig að þetta er alíslensk framleiðsla.“ Starkað er m.a. að finna á Þjóð- minjasafninu. Snaginn | Tinna Gunnarsdóttir Ís le ns k hö nn un „Bandaríkjamenn fagna nú sínum fyrsta sigri í Afganistan. Rauði krossinn hefur gefist upp.“ „Hversu margir Eþíóp- íumenn komast í símaklefa?“ Svar: „Allir.“ Þessir brandarar og fleiri koma fyrir í smekklegri umfjöllun Sigurbjargar Þrastardóttur í Tímaritinu í dag um húmor, brandara og hlátur, einkum í kjölfar harmleikja, t.d. hryðjuverkaárásarinnar 11. september 2001. Ekki er víst að öllum þyki brandarar af þessu tagi fyndn- ir. Smekklegir eru þeir ekki og þaðan af síður í anda pólitískrar rétthugsunar. Hörmungar og harm- leikir verða brandarasmiðum eigi að síður að yrkisefni rétt eins og hvað annað, svo lengi sem fólkið hlær. Í greininni er því velt upp hvort og hvenær megi byrja að hlæja aftur eftir hörmungar, að hverju megi gera grín og að hverju ekki . M.a. er vitnað í bandarískan grínista, sem segir að því nær sem við séum einhverju háskalegu, því meiri þörf höfum við fyrir að gera grín að því. „Það er ekkert hlægilegt við fólkið sem týndi lífi, en allt annað fellur meira eða minna undir heiðarlegar leikreglur,“ sagði koll- egi hans í hringborðsumræðu grínista um hvað þeir gætu leyft sér að segja í veröld sem skyndilega var ekki fyndin lengur, heldur vettvangur ótta og örvæntingar. Síðan hefur veröldin orðið æ ófyndnari. Fleiri hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar, flóðbylgjur hafa riðið yfir og grandað þúsundum mannslífa rétt eins og fellibylurinn Katrín í New Orleans þar sem eymdin er nú meiri en tárum taki Sjónvarps- þáttastjórnandinn David Letterman er einn þeirra, sem eru farnir að reyna fyrir sér í brandarasmíð- inni, aðallega um aulagang stjórnvalda við hjálparstarfið. Húmor og brandarar eru oft á skjön við við- tekin viðmið um smekkvísi, en það kann einmitt að vera ástæðan fyrir því að fólk hlær og þraukar lengur en ella. | vjon@mbl.is 11.09.05

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.