Morgunblaðið - 11.09.2005, Síða 12
12 | 11.9.2005
matseðlum.“ Saklaust að vissu leyti, getur auðveldlega vísað í orð Jacksons sjálfs um
að vilja aldrei verða fullorðinn, en hefur samt yfir sér óþægilegan blæ í ljósi ákær-
unnar.
Skemmtunum aflýst vegna harmleiks
En hvernig er hægt að bregðast við þegar farþegaflugvélum með almennum borg-
urum er flogið á skrifstofubyggingar í hjarta Bandaríkjanna og banar nær 2.800
manns? Hvað er hægt að gera annað en tárast þegar fótunum er kippt svo harkalega
undan tilverunni allri, hversdagsfrelsinu og lífi saklausra? Er hægt að byrja að hlæja
aftur, og þá hvenær? Kannski má byrja að brosa að lífinu, en er mögulegt að gera grín
að atburðinum sjálfum, harmleiknum?
Grínistar í Bandaríkjunum voru í einkennilegri stöðu dagana og vikurnar eftir 11.
september 2001. Alla jafna héldu þeir úti daglegum grínþáttum í sjónvarpi, störfuðu
við vikulegt uppistand eða höfðu að atvinnu að skrifa
brandara fyrir skemmtiþætti eða myndasögur fyrir prent-
miðla. Hvað átti nú að segja? Skyndilega var veröldin ekki
fyndin lengur, heldur vettvangur ótta og örvæntingar.
Nokkrum mánuðum síðar efndi handritshöfundurinn
L.P. Ferrante til umræðna um einmitt þetta meðal nokkurra
þaulreyndra grínpenna og spurði þá m.a: „Hugsaði einhver
ykkar: Ég mun aldrei framar geta skrifað skrýtlu?“
Jim Brogan: Nei.
L.P. Ferrante: Af hverju ekki?
Jim Brogan: Þetta er það sem ég vinn við.
En þeir voru sammála um að erfitt hefði verið að byrja aftur. Sumir brugðu á það
ráð að minnast ekki á atburðina, heldur skrifa hlutlausari skemmtidagskrá.
Jim Brogan, grínisti sem m.a. hefur skrifað handrit fyrir þætti Jay Leno, Tonight
Show, fór á svið laugardaginn 16. september, og ákvað að tala ekki um 11. september.
En uppistand hans er jafnan gagnvirkt og þannig hittist á að einn viðmælenda í saln-
um var ferðamálafræðingur. Brogan rifjar upp: „Þá sagði ég eitthvað á þessa leið:
Einmitt, frábær vika til að vera í ferðabransanum! Og ég uppskar hlátur sem var
margfaldlega sterkari en brandarinn kallaði á. Það sýndi mér fram á að fólk langaði
að hlæja.“
Taugaspenna hinnar erfiðu viku virtist þannig losna, stíflur brustu. Hið sama upp-
lifði Shazia Mirza, en hún kom að málinu úr annarri átt í kjölfar 11. september. Mirza
er ein örfárra múslimskra kvenna í Bretlandi sem hefur gert uppistand að atvinnu
sinni, fædd í Birmingham en af pakistönskum ættum. Eftir hryðjuverkaárásirnar í
New York óttaðist hún að enginn myndi framar vilja heyra í henni, líkt og fram kom
viðtali við hana í The Telegraph: „Ég aflýsti öllum skemmtunum næstu vikuna. Þegar
ég steig aftur á svið var loftið mjög þrúgandi, fólk var hrætt við að hlæja. Ég fann að
allir voru að hugsa: Ætlar hún að fjalla um þetta?“ Tveimur vikum síðar fannst Mirza
tími til þess kominn og sagði: „Ég heiti Shazia Mirza – eða það stendur í það minnsta
á flugmannsskírteininu mínu.“ Og að hennar sögn stóðu áhorfendur samstundis á
fætur og klöppuðu.
Með þessum hætti gerði Mirza að umtalsefni fordómana sem uxu og efldust í
kringum hryðjuverkaárásirnar: Að allir múslimar í flugvélum væru tortryggilegir. Að
allir hryðjuverkamenn væru múslimar. Að allir múslimar væru tilbúnir að verða písl-
arvottar. Með því að standa upp og klappa, sýndu áhorfendur að sínu leyti að þeir
deildu ekki slíkum fordómum, þeir klöppuðu fyrir hugrekki Mirza, þeir klöppuðu til
þess að sýna heiðvirðum múslimum stuðning. Og þeir hlógu, því kannski var heim-
urinn ekki eins alslæmur og hann virtist tveimur vikum fyrr.
Þetta er okkar hlutverk
Í fyrrnefndum hringborðsumræðum hjá L.P. Ferrante, sem birtar voru á prenti í
apríl 2002 í tímaritinu Written By, var spurt að hverju væri yfir höfuð hægt að gera
grín, í kjölfar hörmulegra atburða. Harry Shearer, af annarri kynslóð Saturday Night
Live-grínista og einn raddsetjara Simpson-teiknimyndanna, svaraði: „Ég held að lín-
an við svona aðstæður sé mjög skýr. Það er ekkert hlægilegt við fólkið sem týndi lífi,
en allt annað fellur meira eða minna undir heiðarlegar leikreglur.“ Sjálfur var hann
þó sakaður um virðingarleysi af hálfu dyggs hlustanda, þegar hann í útvarpsþætti sín-
um Le Show líkti skráningu látinna í Tvíburaturnunum við ruglingslega atkvæða-
talningu forsetakosninganna í Flórída. „Ég sagði að embættismenn í New York væru
svo þreyttir á óvissunni að þeir hefðu sent eftir Katharine Harris [embættismann á
bandi Bush] frá Flórída til þess að staðfesta samlagninguna.
Þetta er nálægt strikinu, en fer að mínu mati ekki yfir strik-
ið,“ sagði Shearer.
Billy Martin, úr skemmtiteyminu Politically Incorrect,
bætti við að hann hefði ásamt samstarfsmönnum sínum
skrifað marga brandara fyrir uppistandarann Bill Maher
strax eftir hryðjuverkaárásina 11. september, sem ekki hafi
verið notaðir. „Ég held að skotspænir níðskrifa okkar segi
mikið um það hver við erum á hverri stundu. Þetta veit Bill.
Það voru brandarar sem við skrifuðum strax eftir árásina
sem ég er viss um að Bill líkaði, en hann notaði þá ekki. Þeir
eru að skjóta upp kollinum núna [2002] í þættinum og í sviðsatriðum hans.“ Stund-
um verður þannig fleira leyfilegt með tímanum, fleira verður fyndið þegar frá líður.
Og þannig má takast á við heimssögulega viðburði eða harmleiki, með því að pakka
þeim saman í grínefni – sem virkar þá kannski eins og töfraþula til þess að halda öllu
illu frá:
„Ég veit ekki hvort við eigum nokkru sinni eftir að upplifa atburð af þessum toga
aftur. Ég vona ekki. En við hlógum í gegnum síðari heimsstyrjöldina. Við hlógum í
Víetnam. Við hlógum þegar Díana prinsessa dó – eða kannski var það bara heima hjá
mér. Sem grínistar reynum við að fá fólk til að hlæja. Það er okkar hlutverk. En ég er
líka að reyna að vera virkur sem borgari í New York,“ sagði Al Franken, einn af frum-
kvöðlum þáttarins Saturday Night Live, og vísaði til þess að hann, eins og annað fólk,
hefði að sjálfsögðu sýnt samhug í verki með samfélagsaðstoð í kjölfar hryðjuverka-
árásarinnar.
Gabe Abelson, fyrrum handritshöfundur hjá Dave Letterman, rakti þróunina: „Í
upphafi vissum við að ríkisstjórnin var stikkfrí í bili. Að grínast með Bush-stjórnina
hefði verið óviðeigandi og til sundurlyndis fallið, strax í kjölfar árásarinnar á Am-
eríku. Og fyrstu vikurnar var líka enn of snemmt að tala um terroristana. Fólk var
nýbúið að missa ástvini sína. En síðar, þegar ljóst var orðið að við myndum fella talíb-
ana-stjórnina [í Afganistan] og Osama væri á flótta, var okkar tími kominn.“
Og brandarar um Osama Bin Laden hafa einmitt vaðið uppi, líkt og ljóskubrand-
arar, í skemmtiþáttum vestan hafs og víðar í uppundir fjögur ár. „Hann hefur í það
minnsta reynst auðveldara skotmark grínista en bandarískra hersveita!“ hefur Abel-
son bent á.
Hér væri hægt að birta langan brandaralista, en það er athyglisvert að flokka fáein
dæmi í því skyni að greina hugsunina að baki. Í fyrsta lagi eru það brandarar sem gera
lítið úr Bin Laden, líta á hann sem villimann:
Stjórnmálamenn eru í hópi þeirra sem beita húmor gegn erf-
iðum aðstæðum – líkt og segir í myndatexta Reuters: „George
W. Bush Bandaríkjaforseti gerir að gamni sínu við lögmanninn
Alberto Gonzales í kjölfar ræðu um stríðið gegn hryðjuverkum
í FBI-akademíunni í Quantico.“
Þessir afgönsku hermenn hafa séð eitthvað verulega fyndið við
aðstæður sínar. Myndin er tekin 17. desember 2001 á heimleið frá
vígstöðvunum við Tora Bora. Á dreifiritinu eru boðnar 25 milljónir
dollara fyrir handtöku Osama bin Laden og ráðgjafa hans.
Japanski forsætisráðherrann Junichiro Koizumi er
sennilega ekki að segja breskum starfsbróður sínum
Tony Blair skrýtluna um helstu harmleiki liðinnar ald-
ar: „Hiroshima ’45, Tjernóbyl ’86, Windows ’95...“
Slíkt væri varla viðeigandi. Fleiri svartar skrýtlur hafa
komist á kreik um kjarnorkuárásina á Hiroshima. Sú
nýjasta: „Hvað eiga Hiroshima og Bagdad sameig-
inlegt? Ekkert, ennþá.“ Hér togast á fjarstæða og
raunsæi og hláturinn breiðir yfir óttann.
HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ
„Við hlógum í gegnum
síðari heimsstyrjöldina.
Við hlógum í Víetnam.
Við hlógum þegar Díana
prinsessa dó – eða kannski
var það bara heima hjá mér.“