Morgunblaðið - 11.09.2005, Síða 14

Morgunblaðið - 11.09.2005, Síða 14
14 | 11.9.2005 þannig að vissu leyti leið til þess að koma lagi á rugl- ingslegar hugsanir um heimsástandið, óttann, um rétt- læti og ranglæti, um framtíðina. Og með kímnigáfuna að vopni má líka efast, sem ekki er eins auðvelt í hvers- dagslegum samræðum, um stefnu Bandaríkjastjórnar, möguleikana á sigri, um sekt og sakleysi, hæfni, van- hæfi og tilgang. Brandarar eru stundum líka fagnaðarstuna, léttir yfir því að eitthvað hafi breyst. Hér er einn frá árinu 2003 af vefsíðunni Funny Part.com: „Þú veist að veröldin hefur tapað glórunni þegar besti rapparinn er hvítur, besti golfleikarinn er svartur, Bandaríkjaforseti á Íraks- olíuna og Þýskaland vill ekki fara í stríð.“ Þessi brand- ari er broslegur, en að furðulega mörgu leyti sannur. Hann verður ekkert fyndinn eftir nokkur ár, en á með- an heimsmynd eða menningarhefðir eru að taka breyt- ingum, er umsnúningurinn fyndinn. En ekki hafa allir húmor fyrir húmor. Þegar breska blaðakonan Christina Odone hjá The Observer hóf hversdagslegan pistil í október 2001 á brandara um rabbína og prest, rigndi yfir hana tölvupósti þar sem guðlast hennar var harmað. „Trúaðir [gyðingar], þjak- aðir af aldagamalli fyrirlitningu í sinn garð, hafa ákveð- ið að nú sé nóg komið – að enginn skuli hlæja að þeim framar. Og þeir vita að nú er heppilegt að láta til skarar skríða, nú þegar okkar verald- lega samfélag skelfur á beinunum þegar nafn Allah er nefnt,“ skrifaði hún 21. októ- ber 2001. Henni þótti sem hryðjuverkin í New York væru þannig nýtt af ólíkum hóp- um til þess að ráðast að tjáningarfrelsinu, að allir vildu verða ósnertanlegir undir formerkjum nýkurteisi og pólitískrar rétthugsunar. „En frjálslynda vestrið er hér á villigötum. Það voru ekki fáeinir mullah-brandarar sem kveiktu í múslímsku heit- trúarmönnunum [11. september]. Það var fyrirlitningin sem trúbræður þeirra hafa mátt sæta, frá Jedda til Jerúsalem.“ Odone krafðist þess að tjáningarfrelsið yrði varið og talaði gegn strangari lagasetningu um guðlast, sem þá var í umræðunni í Bretlandi: „Með henni munum við sitja uppi með húmorslaust, lögréttarlegt kviksyndi sem gleypir jafnt uppistandara sem Söngva Satans. Víkkum frekar guðlasts-lögin og sýn- um borgurum af annarri trú þannig að þeir séu gildir meðlimir í þjóðfélaginu,“ skrif- aði Odone og benti á að afslappað viðhorf gagnvart húmor hlyti að gera samskipti milli trúarhópa eðlilegri. Og þar með minnka líkur á árekstrum. Fyrrnefndur kurteisisskjálfti gerði víðar vart við sig í hinni nýbreyttu veröld. Þótt brandarar gefi jafnan „leyfi“ til þess að setja fram pólitískt vafasamar skoðanir – í skjóli fyndninnar – fá þeir ekki alltaf að standa á eigin fótum. Vefsíðan The Joke Box baktryggði sig t.d. með eftirfarandi athugasemd þegar hún birti beittan brandara um Íraksstríðið 2003: „VINSAMLEGAST ATH. AÐ ÞESSU ER ÆTLAÐ AÐ VERA FYNDIÐ. VEFSTJÓRI SÍÐUNNAR DEILIR EKKI Á NEINN HÁTT VIÐ- HORFUNUM Í ÞESSUM BRANDARA.“ Brandarinn var eftirfarandi: Náungi gengur inn á bar og sér George W. Bush og Colin Powell við bjórdrykkju í dimmu horni. Hann spyr: „Eruð þið ekki forsetinn og utanríkisráðherrann?“ „Nú lítur út fyrir að hernaðaraðgerðirnar séu að virka. Hermt er að liðsheild Bin Ladens sé að liðast í sundur. Gervihnattamyndir frá í gær sýna flærnar yfirgefa skegg hans.“ – David Letterman. Einn frá Jay Leno: „FBI tilkynnti í dag að þeir væru að leita að fjár- málaráðgjafa Osama Bin Ladens. Hversu fær er sá náungi? Helsti skjólstæðingur hans býr í helli og ekur um á asna. Mér sýnist hann ekki beinlínis vera að græða á fjármálaráðgjöfinni.“ Þá eru það brandarar þar sem Bin Laden kemur að- eins betur út en Bandaríkjastjórn: „Sáuð þið mynd- bandið úr matarboði Osama Bin Ladens? Hann situr að snæðingi með fótalausum sjeik. Og við náum ekki einu sinni þeim náunga!“ – David Letterman. Þessi tegund brandara er blönduð votti af aðdáun í garð hinna eftirlýstu, þeirra sem setja allt á endann og flýja réttvísina. Nokkurs konar Billy The Kid nútímans. Margir eru þá brandararnir sem gera beinlínis lítið úr Bandaríkjastjórn og misheppnuðum hernaðarað- gerðum. Af vefsíðunni humor.com: „Bandaríkjamenn fagna nú sínum fyrsta sigri í Afganistan. Rauði kross- inn hefur gefist upp.“ Sumir lýstu andstöðu við hernaðaraðgerðir Banda- ríkjastjórnar, t.d. í Afganistan, en vísuðu um leið til „lægra menningarstigs“ þar eystra: „Á þessu [stríði] höfum við lært að sprengjuárásir virka. Við höfum flogið 2.800 árásarferðir, varpað 15 tonnum af sprengioddum, vald- ið skemmdum fyrir milljarða. En við erum brjóstgóð þjóð… þegar þetta er allt yf- irstaðið munum við setja grjótið og leðjuna á sinn stað.“ – Al Franken. Og rammpólitískir brandarar, um meintar olíuástæður innrásarinnar í Írak: „CNN segir að þegar stríðinu lýkur sé ráðgert að skipta Írak í þrjá hluta, venjulegt, hágæða og blýlaust.“ – Jay Leno. Hitler er stór í Bretlandi Íraksstríðið hefur einnig reynst góð afsökun til þess að gera grín að öðrum menn- ingarheimum. Einn frá Conan O’Brien: „Í gær hófu bandarískir og breskir hermenn að kasta mat til mörg hundruð Íraka. Ekki kom á óvart að Írakarnir köstuðu breska matnum til baka.“ Og sumar skrýtlur hitta menn fyrir í bólinu heima: „Sífellt fleiri staðreyndir koma nú upp á yfirborðið um Osama Bin Laden. Til dæmis sefur hann aldrei á sama stað tvær nætur í röð – rétt eins og Bill Clinton.“ – Jay Leno. En af hverju eru sagðir svona margir brandarar um Osama Bin Laden? Jim Brogan: „Þetta er undravert. Kannski vegna þess að því nær sem við erum ein- hverju háskalegu, því meiri þörf höfum við til þess að gera grín að því. Það er til dæmis mun meiri Hitlers-húmor í Bretlandi en hér [í Bandaríkjunum]. Hitler er mjög „stór“ í Bretlandi.“ Allir brandararnir um Bin Laden, innrásina í Afganistan, Íraksstríðið o.s.frv. eru HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ – Í gær hófu bandarískir og breskir hermenn að kasta mat til mörg hundruð Íraka. Ekki kom á óvart að Írakarnir köstuðu breska matnum til baka. – Hægt er að horfast í augu við eftirlýstan mann, sé hann skopbrúða. Spitting Image-útgáfa af Osama bin Laden ásamt skapara sínum, Roger Law, tveimur mán- uðum eftir hryðjuverkaárásirnar í New York. H ildur Hreinsdóttir þýðandi og spænskukennari er ný-flutt heim frá Spáni og BA-ritgerð hennar í spænsku við Háskóla Íslands fjallaði um húmor í þýðingum. „Ég var að- allega að skoða hvernig húmor flyst milli landa, frá sjónarmiði tungumálsins. Hvort hægt sé yfir höfuð að þýða tvíræðni og orðaleiki, og hvaða lausnir þýðendur nota. Spurningin er hvort húmorinn heldur sér á nýja málinu, eða lyppast niður.“ Hildur þýddi sjálf argentínsku myndasögurnar Tæpar á taug- um eftir Maitena Burundarena sem hluta af ritgerðinni – þær þýðingar birtast nú vikulega hér í Tímaritinu – en tók einnig dæmi úr þýðingum annarra, vitnaði í fræðilegar heimildir og tók m.a. viðtal við Karl Ágúst Úlfsson, sem um þessar mundir þýðir barnabækurnar kostulegu um Kaftein Ofurbrók. Þá skrifaði Hildur kafla um kvenkyns myndasöguhöfunda og enn- fremur um muninn á spænsku í Argentínu og á Spáni, sem er þónokkur. „Í þessum argentínsku sögum finnst mér húmorinn haldast al- mennt ágætlega í íslenskri þýðingu, því málefnin eru svipuð þeim sem við þekkjum hér,“ útskýrir Hildur. En þegar við sögu koma menningarleg fyrirbrigði sem ekki þekkjast; vísað er í staðbundna fjölmiðla, persónur eða innlenda atburði, vandast málið. „Þá er annaðhvort að láta það standa, og þá deyr því miður hluti brandarans, eða finna eitthvað nýtt í staðinn. En sem þýðandi sögu eftir ákveðinn höfund hlýtur maður samt að þurfa að vera honum trúr.“ Sem dæmi um snúin viðfangsefni nefnir hún tvíræðni, brandara sem vísa í kynlíf eða ákveðna líkamsparta. Í ljós kemur að Spánverjar eru alls ekki kaþólsk- ari en páfinn í því tilliti, að sögn Hildar er orðaforði þeirra á kynferðissviðinu „þúsund sinnum meiri en okkar Íslendinga“ og margir brandarar lúta þar að. „Við erum einfaldlega tepru- leg í samanburðinum,“ segir hún hlæjandi. Þótt húmor sé vissulega menningarbundinn, virðist því þáttur mis- munandi trúarbragða ekki eins áhrifaríkur og ætla hefði mátt – fyrst og fremst er það tungumálið sjálft sem glímt er við. „Oft þarf að staðfæra þegar ekki er hægt að þýða beint. En svo er húmor líka mjög einstaklingsbundinn, auk þess að vera menningarbundinn, þannig að það sem mér þykir fyndið þykir öðrum ekkert endi- lega sniðugt.“ Margir álíta farsælast að náttúrufræðingar þýði náttúru- fræðitexta, ljóðskáld þýði ljóð og svo framvegis. „Á sama hátt finnst mér að það þurfi húmorista til að þýða húmor,“ segir Hildur. „Stundum þegar ég hef verið að þýða, hefur mér ekki fundist ég hafa nógu mikinn húmor... því oft þarf maður að skapa talsvert sjálfur svo yfirfærslan verði fyndin. En þetta kemur með æfingunni og svo er oft gott að leggja þetta fyrir vini sína, athuga hvort þeir fatti brandarann í þýðingu, eða fá uppástungur að betri hugtökum.“ Ein af niðurstöðum Hildar er að sá sem tekur að sér þýðingar á húmor þurfi að hafa mjög góð og listræn tök á eigin máli, ráða yfir margvíslegum blæbrigðum og hafa einnig tök á sértæku tungutaki, t.d. unglingamáli. „Þetta á auðvitað við um flestar þýðingar. En brandarar eru sérstakir því það er svo mikil sköp- unargáfa í þeim, svo mikill leikur og orðaforði. Þannig að það er heilmikið mál að skila því öllu.“ ÞÁ DEYR HLUTI BRANDARANS HILDUR HREINSDÓTTIR ÞÝÐANDI „Við erum einfald- lega tepruleg í samanburðinum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.