Morgunblaðið - 11.09.2005, Síða 16
16 | 11.9.2005
eyðnibrandara. „Þeir virka ekki sem skemmtun, almennt séð, en þeir tjá viðhorf og
tilfinningar. Þeir eru að sumu leyti viðbrögð við mikilli fjölmiðlaumfjöllun, á köflum,
um eyðni. Þeir eru ennfremur, og fyrst og fremst, viðbrögð við hómófóbíu og ótt-
anum við eyðni, sem kallaður hefur verið „AfrAIDS“.“ Hann bætir því við að brand-
arar um samkynhneigð og eyðni viðhaldi staðalímyndinni um samkynhneigða, karl-
kyns eyðnisjúklinginn. „Þannig eru brandararnir ákveðin aðferð til þess að takast á
við ástandið, en virkin er samt takmörkuð. Þeir losa næga spennu, óþægindi og kvíða
til þess að fólk forðist að horfast í augu við hinn raunverulega vanda: að eyðni er ban-
vænn sjúkdómur sem leggst á fólk óháð aldri, kynþætti, kynferði, kynhneigð eða öðr-
um breytum. Og önnur meginstaðreynd sem er sneitt hjá, er sú að samkynhneigðir
eru fólk eins og aðrir.“
Hér er Goodwin að vísa í „skrýtlur“ á borð við: „Hvers vegna hefur ekki verið
þróuð lækning við eyðni? Það finnast engar rottur sem fást til að taka hvor aðra aftan
frá.“ Og ennfremur: „Vissirðu að Rock Hudson fær ekki lengur bílatryggingu. Hann
hefur of oft verið klesstur að aftan.“ Andúðin í þessum „brönd-
urum“ er megn og augljós.
En Goodwin minnist einnig á jákvæðari virkni: „Brandar-
arnir bjóða upp á leið til að hefja samræður um málefni sem er
svo alvarlegt og kvíðvænlegt að það myndi ella ekki rata fram á
varir fólks. Ég hef nokkrum sinnum heyrt samtöl fólks færast
að eyðni, eftir að einhver sagði eyðnibrandara. Í allri þessari
mismunandi virkni felst viss meðferðartækni.“
Og þá má ekki gleyma þeim bröndurum sem upplýsa:
Hefurðu heyrt um pólsku heróínfíklana? Þeir voru að
sprauta sig, annar tók nál og stakk sig. Þá tók hinn nálina af
honum og sprautaði sig líka. Hinn fyrri: „Ertu brjálaður? Af hverju notarðu sömu nál
og ég? Veistu ekki að ég er HIV-smitaður?“ Hinn svarar. „Hva, það er allt í lagi, ég er
með smokk.“
Þessi brandari hnykkir á upplýsingum um smitunarleiðir – þótt húmorinn sé kol-
svartur eru innbyggðu skilaboðin þau að HIV-veiran getur bæði smitast við kynmök
og blóðblöndun.
Goodwin birti grein sína árið 1989, en í vefritinu NewFolk má finna viðauka sem
hann gerði eftir 11. september 2001. Þar minnir hann á að margir staðbundnir eða
fréttatengdir brandarar fjalli um ákveðna þjóðfélagshópa, t.d. samkynhneigða,
blökkumenn og gyðinga. En nú hafi raunin verið önnur: „Hin mörg þúsund fórnar-
lömb 11. september-árásanna verða ekki auðveldlega flokkuð. Þau voru fulltrúar
borgara og hersveita, karla og kvenna, fólks með margvíslega kynhneigð, úr mörgum
trúfélögum, ólíkum kynþáttum og um það bil sextíu þjóðernum. Árásirnar fóru ekki
í manngreinarálit. Og þar sem atburðirnir voru svona ógeðfelldir, kynntu til sög-
unnar áþreifanlega, persónulega ógn, og beindust ekki að einum, kúguðum hópi,
kemur ekki á óvart að þeir hafi ekki framkallað brandara af þeim toga sem við höfum
þekkt.“
Þegar viðaukinn var skrifaður haustið 2001 voru aðeins fáeinir brandarar um
hryðjuverkaárásina komnir í umferð. Þar á meðal þekkt barnagæla – textinn saminn
upp á nýtt um Osama Bin Laden – og brandari sem í raun á rætur sínar í Flóastríðinu
1991, en hefur „nýst“ eftir ýmsar aðrar innrásir:
Klukkan sjö að morgni 11. september hringir Saddam (getur verið Pútín, Milose-
vits eða annar, eftir atvikum) í George W. Bush og segir: „Ég vil votta bandarísku
þjóðinni mína dýpstu samúð vegna hinna hrikalegu hryðjuverkaárása… “ Bush:
„Árás? Hryðjuverk?…“ Saddam: „Eh, ó, fyrirgefðu, ég steingleymdi tímamismun-
inum.“
Í upphaflega brandaranum er það Bush eldri sem hringir í Saddam Hussein og til-
kynnir honum um innrás Bandaríkjamanna í Írak, eldsnemma 16. janúar 1991.
En þegar frá leið fjölgaði bröndurum um árásina á Tvíburaturnana, og eins og
Goodwin hafði spáð fjölluðu þeir ekki um fórnarlömbin heldur fyrst og fremst um
hryðjuverkamennina, vitorðsmenn þeirra og leitina að þeim.
Bush: „Jú, ég er George Bush, valdamesti maður veraldar og leiðtogi hins frjálsa
heims, og þetta er Colin Powell.“
Náungi: „Og hvað eruð þið að gera?
Bush: „Fagna því að stríðið er að hefjast og við ætlum að drepa 4 milljónir Íraka og
eina ljósku með stór brjóst.“
Náungi: „Ljósku með stór brjóst – af hverju?“
Bush snýr sér að Powell og segir: „Sko, eins og ég sagði þér, enginn hirðir um 4
milljónir Íraka.“
Málin á Ungfrú Eþíópíu
En það er fleira en harmleikir sem fólk hefur í flimtingum. Til eru langar raðir
brandara sem beinast að kynferði – fleiri beinast reyndar að konum, sumir sér í lagi
að ljóshærðum konum. Eftirfarandi „skrýtla“ móðgar bæði konur og daufblinda, en
Helen Keller var blind og heyrnarlaus: „Hvers vegna var Helen Keller svona vondur
bílstjóri? Hún var kona.“
Ljóskubrandarar svonefndir virðast margir hverjir saklausir
við fyrstu sýn, en í þeim býr andstaða við jafnrétti, allt að því
kvenfyrirlitning – margir þeirra snúa að kynferðisathöfnum og
lýsa (ljóshærðu) konunni sem vergjarnri, heimskri og eintóna í
hugsun. Dæmi: Hvað segir ljóskan þegar hún vaknar? Eh, strák-
ar, eruð þið allir í sama liðinu?
Hafnarfjarðarbrandarar – sem í flestum löndum eru til og oft
hending hvaða þjóðfélagshópur er skotspónninn – eru hins veg-
ar almennari, þeir eru græskulausara grín og þótt þeir lýsi við-
fanginu yfirleitt sem kjánalegu, hefur það lítið með upprunann,
í þessu tilfelli Hafnarfjörð, að gera. Á Ítalíu eru til dæmis herlögreglumenn í hlutverki
„Hafnfirðinga“ og í Svíþjóð eru það Norðmenn. Þetta vita væntanlega Hafnfirðingar
og taka því ekki endilega nærri sér að alþjóðlegar flökkusagnir og brandarar séu
heimfærð upp á þá.
Á síðari tímum hefur sprottið upp sérstök tegund hungursneyðarbrandara, þar er
neyð sveltandi fólks höfð að skotspæni með því að ýkja líkamlegt ástand þeirra. Þeim
er þá gjarnan líkt við eldspýtur, ljósastaura eða aðra ómennska mælikvarða. Eðli þess-
ara brandara – sem oft eru í einföldu formi spurningar og svars – sýnir líklega að í vel-
megun Vesturlanda er þjáningarfullur sultur svo óhugsandi ástand að með óraunsæj-
um bröndurum er hangið á þeirri hugmynd að svona ástand sé í raun ekki til.
Fáein dæmi:
Hvað er 4-4-2? Málin á Ungfrú Eþíópíu.
Hvað gerir Eþíópíumaður við poka af hrísgrjónum? Opnar veitingahús.
Hversu margir Eþíópíumenn komast inn í símaklefa? Allir.
Hversu margir Eþíópíumenn geta verið saman í sturtu? Enginn, þeir hverfa í nið-
urfallið.
Hvað gera Eþíópíumenn við rimlagardínur? Nota þær sem kojur.
Og svo framvegis.
Allt í lagi, ég er með smokk
Veikindi, líkt og aðrar hremmingar, verða brandarasmiðum einnig oft að yrkisefni.
Eftir að eyðnifaraldur upphófst og greindist í heiminum snemma á 9. áratugnum, leið
ekki á löngu þar til AIDS-brandarar svonefndir létu á sér kræla. Margir miður þekki-
legir brandarar voru til dæmis snemma sagðir um leikarann Rock Hudson, bæði um
samkynhneigð hans og sjúkdóm, en hann lést af völdum eyðni árið 1985. Slíkir
brandarar lýstu, og lýsa enn, fordómum fólks og fáfræði. Og hræðslunni við að eitt-
hvað þessu líkt geti höggvið nálægt manni. Með því að heimfæra eyðni undantekn-
ingarlaust upp á homma og gera svo grín að öllu saman, er hugsuninni um HIV-smit
sem raunverulegum möguleika haldið fjarri.
„Af hverju segir fólk svona brandara?“ spurði Joseph P. Goodwin, bandarískur
sérfræðingur í þjóðfræði og menningu samkynhneigðra, í ritsmíð árið 1989 um
Þáttastjórnandinn Jay Leno með stolinn hamar (!) úr réttarhöldunum
yfir Michael Jackson. Leno hefur sagt ófáa brandara um Jackson í
gegnum tíðina og bar einnig vitni við réttarhöldin.
„Ég heiti Shazia Mirza – eða það stendur í það minnsta
á flugmannsskírteininu mínu,“ sagði múslimski uppi-
standarinn Mirza, tveimur vikum eftir 11. september.
HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ
David Letterman í þætti sínum Late Show á CBS-
stöðinni. Fyrstu dagana í kjölfar 11. september 2001
lagði hann áherslu á sögur af samhug New York-búa.
Brandararnir bjóða upp á
leið til að hefja samræður
um málefni sem er svo al-
varlegt og kvíðvænlegt að
það myndi ella ekki rata
fram á varir fólks.