Morgunblaðið - 11.09.2005, Blaðsíða 20
20 | 11.9.2005
Þótt fátt ef nokkuð sé nýtt undir sólinni tekur tískan stöðugum breytingum, ímynduðum eða
raunverulegum. Á haust- og vetrartískusýningum þekktustu hönnuðanna þar sem línurnar eru
lagðar fyrir veturinn mátti greina nokkrar vísbendingar í förðunartískunni.
Augnháralitur hefur gengið í endurnýjun lífdaga og áberandi löng augnhár flökta framan í
viðhlæjendur sem aldrei fyrr. Daðurstuðullinn hækkar; ábyrgðina ber ofurmaskarinn, sem finna
má í ýmsum gerðum. Áherslan er aðallega á efri augnhárin og útkoman bæði fáguð og glæsileg.
Þær sem þurfa á örlítilli hjálp að halda ná landi með því að líma stök gerviaugnahár á augnlokið við
gagnaugun.
Ef marka má tískusýningar Donnu Karan, Roland Mouret og Soniu Rykiel eru berjalitar varir ekki
lengur forréttindi Gwen Stefani. Augun eru vissulega þungamiðja förðunartískunnar í augnablikinu,
en til tilbreytingar má leggja mesta áherslu á varalitinn. Dökkmálaðar varir fara til að mynda vel með
löngum efri augnhárum, svo sem hindberjalitar, fúksíubleikar eða djúprauðar.
Kisuaugu kvikmyndagyðjunnar a la 1950 voru aðalþemað á sýningum Alexanders McQueen, Roch-
as og Miu Miu. Svört lína frá augnkrókum sem endar með haki við gagnaugun er sígild útfærsla, en
líka er hægt að nota grátt, brúnt, blágrátt og dökkgrænt. Stöðugar hendur geta leyft sér að renna
fljótandi lit meðfram hárlínunni, þeim sem skjálfa eilítið gengur betur með blýanti eða augnskugga
og svampbursta.
Hjá Luellu, Fendi og Ann Demeulemeister var litróf jarðarinnar allsráðandi og gráum, grábrúnum,
gulbrúnum og brúnum litum blandað í reykkenndar skuggaslæður („smoky“). Mjúk, línulaus förð-
un af því tagi á vel við leður-, ull- og sauðargærutískuna.
Breiðar en vel snyrtar augnbrúnir voru áberandi á sýningum Calvin Klein og Chloé. Hægt er
að ná fram afgerandi boga í hárlínuna með aðstoð snyrtifræðings en galdurinn er síðan fal-
inn í því að greiða gegnum hárin og halda þeim niðri með þartilgerðu geli eða vaxi.
Ísdrottningin leið fram á sjónarsviðið hjá Chanel, Max Mara og Zac Posen, þar sem
frostkaldir og perlubleikir litir voru bornir á augu og út með gagnaugunum. Í
djarfari útgáfunni mátti sjá tilbrigði við strauma sjöunda áratugar síðustu
aldar, til dæmis hjá Chanel, með sterkum svörtum línum í kringum augun
og teiknuðum neðri augnhárum sem minntu á Twiggy. Varirnar voru
síðan fölbleikar eða með glæru glossi.
Þá er bara að ríða á vaðið. | helga@mbl.is
Sex vegvísar
fyrir augu og varir
TÍSKA | HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR
Gylltir litir eru áberandi í haust- og vetrartískunni og
bæði augu og varir máluð dökkum litum í sumum til-
vikum. 1 Coromandels de Chanel, aðalkynningar-
vara Chanel í augnablikinu, með augnskugga
og kinnalit í svörtu, gylltu og rauðu. 2 Gyllt
og bronslitt frá Guerlain, Touche de
Bronze 280, 3 Ofurmaskari í
tveimur þrepum frá Gosh, Eye
Catching 2 Step Mascara. 4,
5 og 6 Kiss Kiss 525, 546
og 565 frá Guerlain. 7
Koparlitt glimmerduft frá
Gosh.
Áslaug María Sigurbjargardóttir, Sigríður Anna Sigurðardóttir og Vilborg Birna
Þorsteinsdóttir voru farðaðar með haust- og vetrarlitunum frá Gosh, Chanel og
Guerlain. Förðun: Guðrún Edda Haraldsdóttir og Gréta Boða.
7
2
1
6
L
jó
sm
yn
d:
Á
sd
ís
Á
sg
ei
rs
dó
tt
ir
4
3