Morgunblaðið - 11.09.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 11.09.2005, Síða 23
Haust 2005inguna þá var sams konar hús reist á sama stað síðar. Van Der Rohe er einnig frægurfyrir frasana „God is in the details“ og „less is more“ – (Guð er í smáatriðunum og minna er meira) en síðari frasinn mætti í hreinskilni sagt vera notaður sjaldnar en oft- ar. Í dag eru frægustu hönnuðirnir, eins og til dæmis Philippe Starck, hálfgerðar rokk- stjörnur sem nota nafn sitt sem gæðastimpil á allt frá tannburstum til heilu bygging- anna. Eins og Michaelangelo hafði hundruð lærisveina til að hjálpa sér við Sistínsku kapelluna þá hafa þessir herrar þúsundir á sínum snærum til að útfæra hugverk sín. 1001 stóll | Fyrir þá sem eru að spá í að fjárfesta í stól er þjóðráð að fljúga til Mílanó og skella sér á Coffee Design kaffihúsið – og fá sér einn espresso og sæti. Það kaffihús er nefnilega óður til stólsins. Þar eru engir tveir stólar eins og hver og einn er mikið listaverk. Yfir sextíu mismunandi stólar frá fjörutíu hönnuðum prýða staðinn og gera reynslu hvers gests einstaka og eftirminnilega. Á Coffee Design er hægt að sötra espresso-kaffið sitt löturhægt og gefa sér góðan tíma til að sjá hvort stólinn sé aftur- endanum þóknanlegur. Heimsókn á þetta kaffihús mætti í raun líkja við reynslu mannsins sem er í aðalhlutverki í raunveruleikaþættinum Piparsveinninn sem sýndur hefur verið á Skjá Einum. Sá þáttur er tilraun í að sjá hvað gerist þegar ógiftur, föngu- legur karlmaður er settur inn í herbergi með 25 þokkagyðjum – sem telja sig á síðasta séns. Þær eru allar af mismunandi litarhætti, stærð og þyngd en gullfallegar á sinn hátt. Þarna eru þær komnar til að þóknast honum og getur hann komið fram við þær eins og hverja aðra mublu. Hann getur þreifað, kreist, strokið og mátað að vild. En að lokum þarf hann að gera upp á milli þeirra og velja þá sem honum geðjast best að. En þeim sem finnst helst til langt að fljúga til Mílanó til að taka þátt í stólaútgáfunni af Piparsveininum er hægt að benda á að kíkja í bókina 1000 chairs (e. Charlotte & Peter Fiell) sem er endalaus fróðleikur fyrir áhugafólk um stóla og fæst í öllum betri bókabúðum. Fyrir unga þjóð, sem fyrir aðeins rúmlega hundrað árum skreið út úr moldarkof- unum, erum við enn að reyna að finna okkar stíl og leita leiða til að krydda líf okkar með fallegum hlutum. Og eins og handboltalandsliðið veit alltof vel þá vill íslenska þjóðin aðeins það besta – meira að segja fyrir óæðri endann. | halldor.birgir.bergthors- son@deloitte.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.