Morgunblaðið - 11.09.2005, Page 24

Morgunblaðið - 11.09.2005, Page 24
24 | 11.9.2005 Annað suður-franskt rauðvín sem nú er nýbyrjað í reynslusölu er Mas de Gourgonnier 2003 sem er líf- rænt ræktað vín frá framleiðslusvæðinu Les Baux de Provence. Ungt og öflugt, þungur, þurr og kröftug- ur dökkur berjaávöxtur, töluverð eik og þurrkaðar jurtir, jarðbundið og heitt. Í munni bjart og sýru- mikið með kröftugum tannínum. Hefði gott af 1–2 ára geymslu en blómstrar vel og mýkist með mat. Þetta er einstaklega gott vín á hvaða mælikvarða sem er, en á því verði sem það býðst er það með bestu kaupum í vínbúðunum í dag. 1.590 krónur. 19/20 Hér hefur áður verið fjallað um Allegrini-fjöl- skylduna en víngerð hennar er einhver sú besta í Veneto á Norður-Ítalíu. Nú er í reynslusölu Allegrini La Grola 2000, vínið er mikið um sig, ilmur þurr og dimmur með þurrkuðum dökkum berjum, kaffi og eik. Eikin er þarna alls staðar frá upphafi til enda ásamt vanillunni sem henni fylgir, en hún verður aldrei ríkjandi heldur smýgur meira inn þar sem er pláss, þurr og sviðin. Það eru töluverð tannín og sýra í víninu, því veitir ekki af umhellingu og myndi batna næstu fimm árin í kjallaranum. 2.190 krónur. Benchmark Chardonnay er mildur Ástrali í dæmigerðum áströlskum stíl, fram- andi og suðrænn ávöxtur, ananas, þroskaðir bananar, ástríðuávöxtur, ávöxturinn sætur og eikin nokkuð áberandi. 1.090 krónur. 15/20 Benchmark er einnig til í rauðri útgáfu og þar er blandan Cabernet-Shiraz. Það er ekki oft sem vín frá Provence sjást í ÁTVR, hvað þá toppvín. Það ber því að fagna er vín á borð við Domaine Tempier sést í hillunum. Þetta er framleiðandi á AOC-svæðinu Bandol við Miðjarðarhafsströnd Frakklands milli Marseille og Toulon sem talinn er vera einn fremsti – ef ekki sá fremsti á svæðinu. Raunar ganga sumir svo langt að segja að Tempier sé sá framleiðandi sem nota eigi sem viðmið þegar gæði Bandol-vína eru metin. Það er Peyraud-fjölskyldan sem hefur annast Domaine Tempier frá því á fjórða áratug síðustu aldar (er ungur maður úr Peyraud-fjölskyldunni gift- ist inn í Tempier-fjölskylduna) og hefur lagt mikinn metnað í að Bandol-vínin komist á kortið ekki bara sem gæðavín heldur vín sem hefur sýnt og sannað að það geti þroskast og batnað við langtímageymslu ekki síður en frægustu vín Bordeaux og Rónardalsins. Þrúgan sem myndar uppistöðuna í Tempier heitir Mourvédre og er hún einnig töluvert notuð í Rón og er m.a. að finna í flestum Chateauneuf-de-Pape blöndum. Domaine Tempier 2003 er stórt vín, rúsínur, rauðir ávextir, rósir og áfengi (þetta er 14% bolti) í nefi í bland við hesthús og leður sem eru rétt farin að gægjast fram. Allt yfirbragð ungt, það er frábært núna en geymsla í 5–8 ár myndi verðlauna þá er hafa ánægju af þroskuðum vínum. 2.690 krónur. 19/20 VÍN Í byrjun sumars opnaði nýr veitingastaður á Laugavegi 20a þar sem Kaffi List varáður til húsa. Það er búið að breyta húsnæðinu nokkrum sinnum á síðustu ár-um og nú er komin enn ein útgáfan. Kári Eiríksson arkitekt sá um útfærslu stað- arins en einnig eru mósaíkverk eftir myndlistarkonuna Alice Clark áberandi á veggj- um. Þetta er milliklassastaður fyrir yngri kynslóðina í nútímalegum stíl. Lengi vel sóttu slíkir staðir mikinn innblástur til norður-evrópskra Miðjarðarhafsstaða, nú eru áhrif- in hins vegar að berast frá bandarískum stórborgum og London, stundum með milli- lendingu í Skandínavíu. Thorvaldsen, B5 og 101 eru dæmi um staði er sækja á ný mið, ekki síst í hönnun staðanna. Viður, svart leður, stál og speglar | Viður og svart leður eru áberandi á Oliver, viðurinn er ekki einungis í gólfi og borðum heldur teygir sig einnig upp á veggi og svartir stólarnir í bland við stál og spegla og fremur hátt spil- aða lounge-tónlist ramma inn þá stemmn- ingu sem verið er að mynda. Um helgar tekur tónlistin reyndar meira og minna völdin og plötusnúðar og hljómsveitir sjá um að skemmta gestum. En framan af degi er Oliver matstaður og alveg hreint ágætur sem slíkur. Allt frá byrjun var reynslan góð. Þegar hringt var og spurst fyrir um borð voru móttökurnar einstaklega vinalegar og stúlkan sem svaraði í símann vildi allt fyrir okkur gera. Sama var uppi á ten- ingnum á staðnum, þjónustustúlkurnar (ég sá eng- an karlmann sem var treyst fyrir þessu hlutverki á Oliver) voru ungar, greinilega ekki með mikla reynslu en með mikla þjónustulund og gott skap. Góður hræringur | Matseðillinn er hræringur í anda þess sem maður rekst gjarnan á í Bandaríkj- unum. Smá Evrópa, smá Ameríka og smá Asía og stundum allt í bland. Við byrjuðum á saltfiski brandat með stökku klettasalati. Salatið var nú ekki stökkara en maður á að venjast af klettasalati en saltfiskurinn var væn og fín stappa af saltfiski og kartöflum á ristuðu brauði (sem hefði nú mátt sleppa) og vænum taumum af balsamic-vinaigrette. Parma-skinku og geitaostarúllur urðu einnig fyrir valinu. Geitaosturinn var hrærð- ur ostur, mjög bragðmildur/daufur og nokkuð kaldur en lék þó vel við seltuna í skinkunni. Allt þetta á volgu salatbeði, aðallega frisé og rucola. Það var þó magnið sem kom okkur í opna skjöldu. Báðir forréttirnir kostuðu einungis 890 krónur en magnið var á við aðalrétt á mörgum stöðum. Aðalréttirnir komu næst og þá fyrst rétturinn „mesquite reyk chili nauta rib eye steak“. Þetta var ekki kjötbiti, sem hafði verið hægeldaður í reyknum af mesquite- viði, líkt og nafnið gæti gefið til kynna heldur ágætis rib eye steik smurð með mesq- uite sósu. Fín sem slík og ekki spilltu fínar, þunnar og steiktar sneiðar af gulrótum og eggaldin fyrir. Þarna var einnig mikið magn af frönskum kartöflum (góðum sem slík- um) og þunnri béarnaise-sósu sem ég gat engan veginn fengið skynfæri mín til að falla að kjötinu í þessari útfærslu með sætri mesquite-sósunni. Hinn aðalrétturinn var andabringa. Ekki var spurt hvernig steikingu við vildum heldur kom hún nákvæmlega eins og góð önd á að vera með bleikum og fínum kjarna. Þannig á að gera hlutina. Með bringunni var rauðrófu- og kartöflutarte þar sem rauðrófurnar voru ríkjandi með litlum gulrótum og vanillu-app- elsínusósu. Frumlegur og vel útfærður réttur. Enn og aftur gladdi verðið því nautakjötið kostaði 1.890 krónur og öndin 2.490 krónur. Í eftirrétt var reyndur vanilluís sem var ágætur og með litlum og bragðmiklum jarð- arberjum sem og klassísk eplakaka með rjóma. Báðir eftirréttirnir voru fínir, vel úti- látnir og kostuðu einungis 590 krónur. Vínverðið veldur ekki yfirliði | Það er frábært að sjá þessa nýju staði sem leggja jafnt metnað í matinn sem stemmninguna og ekki síst verðið. Vínlistinn á Oliver er sömuleiðis rétt eins og maður á að búast við á stað sem þessum, mikið af Nýjaheims-vínum og suður-evrópskum og verðið veldur ekki yfirliði. Nær öll vín eru á bilinu 3.100 til 3.900 og flestir ættu að geta fundið eitthvað. Eina sem olli smá vonbrigðum var að þrátt fyrir að á öllum borðum í kringum okkur væri dúkað upp með fínum krist- alsglösum fengum við lítil og ljós glerglös. Þegar spurt var hverju það sætti var svarið: „Við eigum bara 30“. Mér fannst það svolítið krúttlegt svar en hvet Oliver til að fjárfesta í fleiri glösum. Espresso var alveg eins og það á að vera og þegar spurt var hvort til væri grappa var svarið ekki „hvað er það“ heldur „að sjálfsögðu“. | sts@mbl.is CAFÉ OLIVER    Laugavegi 20a www .cafeoliver.is Sími 5522300 EINKUNN:  Viðunandi  Góður  Mjög góður  Frábær  Afburða veitingastaður Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vínlista og mat, að teknu tilliti til verðlags. OLIVER Í GÓÐU SKAPI Milliklassastaður í nútímalegum stíl fyrir yngri kynslóðina þar sem tónlistin tekur völdin um helgar MATUR OG VÍN | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON L jó sm yn d: Á rn i S æ be rg Ekki var spurt hvernig steikingu við vildum heldur kom hún nákvæm- lega eins og góð önd á að vera með bleikum og fínum kjarna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.