Mánudagsblaðið - 22.01.1968, Síða 1

Mánudagsblaðið - 22.01.1968, Síða 1
jBIclSfyrir alla 20. árgangur Mánudagur 22. janúar 1968 2. tölublaS Burt með Bæjardtgerðina Tugmilljónatap — Sjálfstæðisflokkuriim svíkur stefnu skipin ryðga niður Það er staðreynd, að fáar ef nokkrar opinberar stofnanir hafa verið reknar með gífurlegra tapi en Bæjarútgerð Reykja- víkur. Upprunalega var hún stofnuð á stríðsárunum, en á vel- gengnisárunum undanfarið hefur)>etta verið að mestu íhlaupa- vinna fyrir drykkjuræfla, sem dregnir voru túr og túr, unnu sér fyrir víni, en hlupu síðan í land. Síðustu árin hafa skipin legið í ryði hér inn á höfnum eða utan við Kleppsvíkina. Fyrir löngu var hverjum rétt- sýnum .•nanni Ijóst, að þetta glap ræði kostaðj borgina tugi, ef ekki hundrnð milljóna, hreint tap, en vinnumakteíðurinn algjörlega mettaður. Þrátt fyrjr þetta hefur borgarstjórn haldið þessu flota uppi á kostnaði, gert út eitt eða tvö skip — með stórtapi, haldið dýrar skrifstofur og forstjóralið. Þetta er einn voðalegasti baggi Reykjavikur og kalla þó borgar- yfirvöldin ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Hér í borg er t.d. rekið stórt togaraútgerðarfélag, sem til þessa hefur verið sæmilegt gróðafyrir- tæki, og sýnir það enn, að jafn- vel meðan ekkbfannst annað fólk en rusl á þessi skip, mátti þó með skynsemi gera þau arðbær. Var hér sambærilegt dæmi og Silla & Valda hagsýnin og KRON. sukkið, yfirbyggingin of mikil og rekstrinum ofviða enda engin á- byrgð. Nú er vitað, að gjöld öll hækka á næstunni enda undir- búningur liafinn í þá átt, en ekki sést enn í sparnað borgarstjórn- ar. Eitt af því sem gera þarf er að LEGGJA AÐ FULLU niður þessi bæjaróþrif, og láta skipin og all- \ an reksturinn í ábyrgð einstak- linga, sem síðan bera á þeim fulla ábyrgð sem sinni eign. Borgar- stjórn getur ekki lengur fóðrað þessi óþarfa útgjöld, þetta tug- milljóna tap fyrir borgarbúum. Borgarstjórnin hefur ekki hliðr að sér við að hækka öll hugsan- leg gjöld og veitast að pyngju borgarbúa án tillits til aðstæðna, og vel má meirihlutinn hugsa til þess, að þunnur er þráður sá, sem heldur meirihlutamanninum við völd. Nú er svo komið, að hugur Reykvjkinga verður æ fráhverf- ari núverandi valdhöfum og kem ur margt til þótt afsaka megi sumt. Það er undarlegt að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn skuli ríghalda í opinbert fyrir- I tæki fyrirtæki, sem er að verða sama botnlausa hítin og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, á sama tíma og flokkurinn er enn algjörlega einráður í borgar- stjórn. Er hér um svívirðileg svik og frávik að ræða frá öllu því sem flokkurinn á að standa fyrir. Það er að sjá sem ríghalda verði í hverja óhæfu sem framin hefur verið undir misjöfnu yfir- Framhald á 5. síðu. Tækifærið fyrir hendi — Burt með skrílinn Atvinnuskortur og ruslarafólk — End- urskoðaðar reglur um landvistarleyfi. Nú hefur myndast lítilsháttar atvinnuleysi, að frásögn blaða og leiðtoga Dagsbrúnar. Þetta er að vonum, því nú er farið að draga í land, víða, og er það ósköp eðlileg af'leið- in einstakra happaára og giftulegs gróða í viðskiptum okk- ar við útlönd og svo í ofanálag heimskulegarar eyðslu og bruðls. , En nú skapast hér gullið tækifæri til að hrekja á brott þann smánar- og endemislýð, sem reikað hefur um götur höfuðstaðarins og unnið í ígripavinnu, og þann, sem setið hefur eins og mara á ýmsum útgerðarstöðum, þar sem upp- grip voru. íslendingar og íslenzkur vinnumarkaður þolir ekki innflutt vinnufólk, sízt þegar um rusl er að ræða. Allt öðru máli gegnir um Færeyinga og Norðurálfumenn. Það' er kominn tími til að f jarlægja Austurstrætisprinsana, sem sitja að iðju sinni á kaffistofu þar og veiða smástelpur, og hér hafa sitið í skjóli vinnuaflsskorts. Nú hefur ríkið nægar og fullkomnar ástæður til að sparka þessu fólki úr landi og setja nýjar og strangar reglur um það, hverjir fáá hér land- vistarleyfi framvegis. MorSingjar lausir / Reykjavík Morðgátan óleyst — Þrír horfnir — Refsing of væg — — Endurskoðun nauðsynleg — Voðamenni ljósum logurn ÞUNGAR ÁSAKANIR Á DÝRAVERNDUNARFÉLAG Hagbönn í framdölum nyrðra svo vikum skiptir — Gilda þar aðrar reglur — Ásetning- armenn vanrækja störf sín? — Taumlaus úti- gangur algjör þjóðarskömm. Það væri gaman að vita hvort lög Dýraverndunarfélags ís- lands giltu fyrir norðan. í mestu hrossasveitum landsins hefur nú verið haglaust með öllu vikum saman, frost mikil og harð- æri. Vitað er að þarna eru útigönguhross svo þúsundum skipt- ir og má ímynda sér líðan þeirra. Það er gott og blessað að saka sunnanmenn um illa meðferð hrossa og sjálfsagt að benda á það séu til þess dæmi. Hitt er svo annað, að það er lítt mannúðlegt að láta norðaosveitirnar sleppa, útigöngusveit- irnar, sem alræmdar hafa verið frá upphafi landsbyggðar. Taka ber auðvitað fram að á Norðurlandi er fjöldi ágætra hestamanna, sem huga vel að skepnum sínum. Ásetningsmenn En hér er einnig aS athuga ann að." Samkvæmt landslögum er bann-að að setja á annað fé á haustin en það, sem bæði hefur hús og hey, að einhverju eða öllu leyti. Það þarf ekki annað en víkja þeirri spúrningu til Dýra- verndunarfélags íslands hvort á- setningarmenn nyrðra séu þvílík ir vanrækslumenn í starfi, að þeir láti svona ásetning hjá bænd um líðast. Hrossa- og fuglaáhyggjur Fjallahrossin fyrir norðan eru mestmegnis alin til slátrunar, og alin í úthögum. Þau koma aldrei i hús og kostar eldi þcirra Iítið sem ekkert. Engin afsökun er þótt að þau séu brúkunarlaus og feit að haustum, skepnuskapur- inn er hinn sami. Dýraverndun- arfélagið lætur sér títt um líðan smáfugla og gæsakvikinda hér á Tjörninni í Reykjavík og svo skemmdarvarginn álftina, sem víðfræg er af því, að frjósa inni og drepa sig á því. En þörfin er minnst hér í Reykjavík og út af fuglum. Árferði er milt, æti víð- ast nóg og skjól og annað, auk Reykvíkinga, sem ætíð hafa allan ársins hring gaman af að ala fugla þessa. Hvað dvelur? Með útigönguliross skiptir allt öðru máli, cinkum til sveita og í framdölum, þar sem mannaferð- ir eru Iitlar eða engar. Hér eru bílar jafnan á ferð á næstu grös- um við hross og auðvelt að sjá og kæra ef um misferli er að ræða, eins og gert hefur verið. En þá má telja það harla litla hjálp af hálfu Dýravernduharfé- lags íslands, ef það ætlar ekki að gera gangskör að hrossalíðan og meðferð nyrðra þar sem þörfin er sýnu meiri. Nægar upplýsingar Einkum verður að draga ásetn. ingarmenn nyrðra til ábyrgðar fyrir meinta vanrækslu eins og hlýtur að vera þegar ástandið er eins og nú og hefur oft verið áður. Búnaðarfélag og Hagstofa geta upplýst um heybirgðir í hreppum. nyrðra og um fjölda skepna, sem settar hafa verið á. Búnaðarfélagið ætti líka áð kunna skil á ásetningarmönnum eða auðveldlega getað fengið slíkt upp. Dýraverndunarfélagið er fyrir alit landið, því er vel kleift að kippa þessum málum í viðunandi horf. Það er hart ef hesturinn á að halda áfram að horfalla, eins og hann gerði á hörmungartímunum meðan þjóð- in sjálf býr við allsnægtir. H. Þau válegu tíðindi spurðust út á fimmtudagsmorgun, að bílstjóri hafi verið myrtur í bifreið sinni hér í Reykjavik. | Ekki hafði morðinginn fundizt þegar þetta er ritað, og fátt mun um ummerki á bílnum sem leiða til handtöku hans. Fingrafararannsóknir áttu að hefjast þegar síðast spurðist en gera má ráð fyrir, að um mörg fingraför sé að ræða í leigubíl sem ekur fjölda far- þega dag hvern. j Það hafa nú síðustu tvær vikur skeð heldur óhugnanleg ir atburðir hér syðra. Þrír ung ir karlmenn hafa horfið og ekkert til þeirra spurzt og nú leikur morðingi lausum hala með eitt hættulegasta morð- vopn sem fæst, þ.e. skamm- byssu, en þær eru ekki á skrá lögreglunnar því almenning. ur, sem fær leyfi til veiði- vopna fær ekki leyfi fyrir skammbyssum, nema lögregl- an ein. Borgarbúum er ekki neitt um að svona maður leiki laus- um hala, og sáralitlar líkur eru til þess, að hann finnist nema sérstök heppni ráði. Af- staða jslenzþra yfirvalda til morðingja er harla skrítin. Hér eru morð alls ekki óþekkt heldur miklu fremur hitt. Samt geta menn séð á götum höfuðborgarinnar morðingja leika lausum hala skömmum tíma eftir dóm. Einstök lin- kind virðist ríkja gagnvart nauðgurum og öðrum illmenn um, jafnvel sálarlega sjúkum vesalingum, sem þekktir eru að ofbeldisverkum. Barsmíða- hundar, þeir sem láta sig í að berja niður gamalmenni, ræna menn og hálfdrepa með hnefa höggum eru ýnjist kallaðir „gamlir kunningjar lögregl- unnar“ eða öðrum gælunöfn- um. Þá er og upp komið, að menn vopnaðir bareflum hafa ráðizt inn á heimili til rána og barið konur til stórskemmda. Framhald á 5. síðu. VIQGÓ ODDSSON, Salisbury: Þegar kölski farnst í margar aldir hafa íslending- ar og írar verið taldir framarlega í flokki þeirra þjóða sem trúa á Rausnarlegur útgerðarmaður eða hvað? Svo virðist sem ekki séu alir útgerðarmenn alveg staur- blankir, þótt mjög sé um það rætt, einkum þessa dagana. Um þessar mundir er einn góðkunnur útgerðarmaður á einskonar flótta undan tveimur stúlkum, sem hann kynntist á vínstað hér í borginni. Virðast málin horfa svo við, að' hann . hafi þar kynnzt tveim afbragðsfögrum reykvísk- um döipum, sem ekki aðeins þáðu kræsingar hans, heldur seiddu hann með fegurð sinni. í ofsa- gleði og sæluvímu kvöldsins, og þeirri tilfinningu, að hann væri nú sko ekki smákarl, en svo að sjá, að hann hafi boðið dömun- um að skreppa með sér til New Yirk til að smakka ekta T-bone steik og skoða einn næturklúbb og fljúga svo heim aftur með næstu vél. Sagði hann stúlkun- um, að ekki myndi þetta taka meira en 24 tíma, enda mætti eng inn hafa hugmynd um skyndiför þessa. Stúlkurnar tóku þessu eins og hver ju öðru vínsnakki og skop uðust að útgerðarmanninum unz hann til að draga af allan efa gaf þeim skriflegt boð í ferðina, hverri fyrir sig, lét skrifa það í þríriti og hélt einu sjálfur. Nú er óttinn og óvissan alveg hann að drepa, því hann hafði nú alveg nýlega, fengið að vita frá kunnugum, að dömurnar væru ekki allar þar sem þær eru séð- ar og ætti hann eftir að bíta úr nálinni með þetta fáheyrða lúxus boð sitt. Það er ekki öll útgerðin eins. yfirnáttúrlega fyrirburði, en at- ómöldin hefur mikið dregið úf þessum átrúnaði; en í svörtustu Afríku er enga breytingu að sjá. Það er engin ástæða til að líta á oftrúnað þennan með niðrandi merkingu, þetta er þjóðtrú, eða gamall arfur, hvort heldur í svert ingjaþorpi í skógum Afríku eða á norðlenzkum bóndabæ eða á StokkseyrL Þegar Kölski náðist Ein bezta saga sém ég hefi frétt af varð til í S.-Afríku 1965, þá barst út sú frétt meðal svertingja í borgum og sveitum að óvinur- inn sjálfur, eða Kölski, hefði náðst og væri nú lokaður í búri í Dýragarðinum í Pretoriu. Orð- rómurinn varð svo magnaður að svertingjar báðu um frí úr vinnu „til að sjá Kölska í dýragarðin- um,“ og lögreglan og forstjóri dýragarðsins urðu að bera til baka þessa frétt sem uppspuna, í helztu dagblöðum. Sagan var þannig, að „smávax- inn maður með horn og hala Framhald á 5. síðu. I

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.