Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 2
I í Mánudagsblaðið Mánudagur 1. april 1968 JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu: Voru þetta viðunandi lífskjör Það er til dálítil grein eftir mig nærri sextiu ára gömul. Hún er stundum endurprentuð eða vitn- að til hennar. Hún heitir: „Er hægt að lifa á 500 kr. í Reykja- vík?“ Þar eru leidd rök að því að helmingur verkamanna í Reykjavík hafi ekki nema 500 kr. tekjur að jafnaði en sem betur fer mun helmingurinn komast upp í eitt þúsund kr. Fólki ofbauð lága talan, af því að menn vissu að hún var rétt. Greinin birtist í litlu og fátæklegu blaði á veg- um verkamanna. Titill greinarinn ar lifði og lifir enn. Með honum hafði höfuðstaðurinn uppgötvað fátaekt. Það er því líkast að þetta nafn á yfirlætislausri grein í fá- tæklegu blaði hafi opnað augu höfuðstaðarbúa fyrir þeirri stað. reynd, að mörg hundruð fjöl- skyldur í henni höfðu árum sam an lifað við hungurröndina. Síð- an þá er lífsafkomubaráttan vak- andi þáttur í borgarlífinu. Alveg nýverið hafa leiðtogar verka- manna fylkt liði undir þessu merki í öllu þéttbýli um allt land. Síðast var liðskostur þeirra meiri heldur en nokkru sinni fyrr eða tuttugu og þrjú þúsund karla og kvenna. Hér var engin orusta háð sem betur fór, heldur andleg átök í hlýjum og vistlegum fundarsal. Annarsvegar voru fulltrúar at- vinnurekenda við stórt borð, en hinu megin trúnaðarmenn verka- fóíks. Um það skal fátt sagt hér. Friður er góður, það sagði snjall þingmaður þegar hásetar fengu lögtryggðan átta stunda svefn á sólarhring. f sögu landsins er rúm lega hálf öld síðan helmingurinn af verkamönnum borgarinnar hafði 500 kr. í þurftarlaun. Bilið er langt milli ársteknanna þá og nú. Hér er numið staðar en eng- in stöðvun. Þróun mannlífsins er sem betur fer óstöðvandi. Um 1910 var ég barnakennari í óvistlegum kjallara í Kennara- skólanum í góðum kynnum við efnilega æsku og álitlega þrosk- aða menn. Eg kom frá Englandi og hafði setið þar um stund á skólabekk með ungum mönnum. Skólinn var ætlaður starfs- mönnum verkamanna. Þeir lásu kjarnakafla úr þróunarsögu Dar- wins og valda þætti úr ritum Marx og Engels og fleiri snjallra manna. Húsbúnaður og fæði var sambærilegt við Möðruvelli og Flensborg, þar sem margir ís- lenzkir sjálfmenntamenn fengu holla vist og leiðbeiningar í heimanámi. Skólabræður mínir í Ruskin College voru um 50 og námstíminn eitt ár. Tvennt bar við lserdómsríkt í skóla mínum þennan vetur. Einhver fyrsti verkamannaleiðtogi Breta hugð- Ist halda útifund í Oxford og sannfæra yfirstéttarstúdenta um að það væri ein milljón atvinnu- lausra manna í landinu. Stúdent- arnir voru álitlegir piltar, sýni- lega vanir íþróttum og vel búnir. Þeir svöruðu ræðunni með skot- hríð þar sem saman var blanda af eplum og eggjum. Ekki var framhald á fundinum. En hálfri öld síðar leysti fyrrverandi efna- lítill Oxforstúdent ánauðarbönd af Indverjum og fleiri nýlendu- þjóðum Breta. Hitt atvikið var mér meira viðkomandi. Skóla- stjóri minn Dennis Hirt, var kristilegur sósíalisti og hafði áð- ur misst embætti af því að yfir- menn kirkjunnar vildu ekki láta þjóna sína leggja áherzlu á fjár- hagsskoðanir Krists. Nú létu prófessorar við Oxford þá orð- sendingu koma til skólastjóra að þeir vildu ekki hafa hann við kennslustörf á landareign háskól ans. Skiptist nú hópur nemenda í tvo hluta. Helmingur sætti sig við bann skólastjórnar en hinir leigðu sér herbergi úti í bæ og yfirgáfu ekki sinn rektor. Eg var einn af þeim. í hagfræðimálum skiptist nemendahópurinn ekki um þá skoðun að Karl Marx hefði haft á réttu að standa um þá meginkenningu sína að vinnan væri móðir allrar auðlegðar, en tveir væru vegir að flytja fjár- magnið aftur til réttra eigenda, þ. e. þeirra sem skapað höfðu auð inn. Nemendur skólans álitu að í frjálsum þingstjórnarlöndum kæmi aldrei til greina að beita byltingarvaldinu við þessa yfir- færslu. Þar ætti að beita valdi skattheimtunnar og fara að lög- um í skiptum stéttanna. Stall- bræður mínir í Englandi töldu að þar kæmi bylting ekki til greina. Hinsvegar töldu þeir sennilegt að í aðals- og keisararíkjum megin- landsins mundi iðjumúgur svara skothríð valdhafanna með vopna- valdi. Mér féll vel þessi tvískipt ing á framkvæmdum enskra Marxista, að þeir mundu beita verkstöðvun og háum sköttum á mikla auðsöfnun en ekki byss- um og sverðum, þar sem vald- hafarnir beittu þeim aldrei til að svara kröfum um frelsi og rétt- láta skiptingu fjármagnsins. Frið semdarkenningin var mér hug- stæð af því að þar var beitt rétt- um rökum. Þá var uppeldi mitt í Þingeyjarsýslu og landvinningar samvinnumanna þar í viðskiptum um allt gagnsýrt af friðsamri og lögbundinni þróun. Þegar ég kom til Reykjavíkur haustið 1909 voru gömlu flokkarn ir og flestir forystumenn þeirra i andlegum andarslitrum. Aðal- deilumálið við Dani var um stund sjálffallið í dá. Sýnilegt var að hinar fjölmennu stéttir landsins bændur, verkamenn, sjómenn og iðnaðarmenn mundu gera kröfur til áhrifa og bættra lífskjara. Eg byrjaði að sækja fundi í stærsta verkamannafélaginu og tók þar síðan þátt í umræðum og í fund- argerðum Dagsbrúnar kemur í ljós að ég hef mælt með ensku aðferðinni: Fastri stefnu í hags- munamálum og að taka þátt í kosningum til bæjarstjórnar og Alþingis. Jafnframt vann ég með sjómönnum að félagsmyndun og skipulegum kröfum um þátttöku í vaxandi sjávarafla. Mér var boðið gott sæti í bæjarstjórn og von um þingsæti en ég var ekki viðlátinn í þeim efnum, því að samvinnubændurnir voru ekki byrjaðir að marka glögga línu í þingmálum. Eg vildi kveikja vak- andi áhuga í öllum vinnandi stétt um landsins um að tryggja rétt sinn og framtíð með vel undir búinni stéttaþátttöku í þjóðmála. starfi, þar sem þess var þörf. Stefnt væri að fullu réttlæti í skiptum stéttanna. Myndun stétta flokkanna gekk að óskum. Dags- brún fékk kjörna þrjá fulltrúa í bæjarstjórn, reynda og trausta félagsmenn, en Jörund Brynjójfs son alþingisfulltrúa. Samvinnu. bændur fengu landskunnan skör- ung, Sigurð Jónsson á Yztafelli, kosinn á þing. Síðar varð Sigurð ur ráðherra um þriggja ára skeið Framhald á 5. síðú. LARTIÐIMDI Þórólfur Skallagrímsson fallinn Aðalsteinn Engíakonungur fellir Ólaf Skotakonung — Egill og Þórólfur á mála hjá Aðalsteini — Geypilegt mannfall á Vínheiði Tíðindi mikil spyrjast nú af Englandi, en þar hefur Aðalsteinn konungur átt orustu við Ólaf Skotakonung og gjörsigrað Ólaf, sem féll í orustunni, og fellt marga höfðingja en stökkt hinum á flótta. í bardaga þessum voru þeir bræður Egill og Þórólfur Skallagrímssynir frá Borg á Mýrum og er Þórólfur fallinn, en Egill er með Aðalsteini við rausn mikla. Ólafur konungur var mikill höfðingi og réð yfir nær þriðjungi Engiands, hafði nú hérjað suður á bóginn og tekið Norðimbraland herskildi. Að- alsteinn frá tíðindi þessi, safnaði liði og fór á móts við Ólaf konung. Hófust síðan milligöngur og bauð Aðalsteinn Ólafi konungi góð boð svo friður héldist, en Ólafur jók jafnan kröf- ur sínar, og þóttist geta kúgað Aðalstein. Var þetta raunar bragð Aðalsteins, því á meðan safnaðist að honum lið mikið víðast hvar úr ríki hans. Liðssafnaður Áður 'en þeir konungarnir átt- ust við hafði Ólafur tekið Norð- imbraland herskildi, eins og fyrr segir, en í Jórvík sátu jarlar trveir Goðrekur og Álfgeir, menn Aðalsteins konungs og áttu þeir að verja land þar fyrir innrásum og yfirgangi. Fóru þeir með liði sínu í móti Ólafi, en lauk þeirri orustu þannig að Goðrekur féll, en Álfgeir flúði og mest allt lið hans á fund Aðalsteins og sagði honum ófarir sínar. Hringur og Aðils, jarlar tveir, sem voru skatt skildir undir Aðalstein konung spurðu sigra Ólafs og snérust þeir í lið með honum og hafði nú Ólafur ógrynni liðs. Það varð ráð Aðalsteins konungs, að hann setti þá Þórólf og Egil fyrir lið sitt, en Álfgeir jarl fyrir lið það, sem honum hafði fylgt, en fór sjálfur um sunnanvert England til að draga saman Iið. Bardagar frestuðust meðan meðalgöngur stóðu yfir, en svo kom, ag Aðal- stein sendi Ólafi orð um að hann gæfi Ólafi orlof að fara heim með her sinn allan, gjalda fé allt, sem hann hafði ranglega upp tekið og verða síðan undirmaður Aðal- steins. Sáu þá Ólafur og jarlar hans, að Aðalsteinn hafði beitt þá brögðum og beðið eftir liðsauka. Orustuvöllur á Vínheiði Konungarnir höfðu haslað sér orustuvöll á Vínheiði við Vínu- skóga og settist Ólafur í borg eina þar, en mestur hliti liðsins var á Vínheiði. Þegar þeir jarl- arnir fréttu orðsendingu Aðal- steins þóttust þeir kenna brögð hans. Bjuggust þeir Hringur jarl og Aðils bróðir hans þá þegar um nóttina og vildu fara að liði því sem Egill og Þórólfur veittu forstöðu og koma þeim á óvart. Hugðust þeir koma flótta á llðið og yrði það síðan ógjarnara til orustu gegn þeim. En varðmenn þeirra Þórólfs urðu varir við her- inn og var þá blásinn herblástur og allt liðið vopnaðist, og var fylkt í tvær fylkingar og réð Álfgrei jarl fyrir annarri en Þór- ólfur fyrir hinni. Var lið Þórólfs miklu fjölmennara. Búnaður þeirra bræðra Þórólfur var svo búinn, að hann hafði skjöld víðan og þykk- an, hjálm á höfði allsterklegan, gyrður sverði því er hann kallaði Lang, mikið vopn og gott. Fjöðr- in var tveggja álna löng og sleg- inn fram broddur ferstrendur, en upp var fjöðrin breið, falurinn bæði langur og digur, en skaftið eigi hærra en taka mátti hendi til fals og furðulega digurt. Járn- teinn var í falnum og skaftið allt járnvafið. Þau spjót eru köll- uð brynþvarar. Egill hafði hinn sama búnað og bar sverðið Nað- ur. Hvorugur hafði brynju. Þeir settu upp merki og bar Þorfinn- ur strangi það, en allt liðið hafði norræna skjöldu og herbúnað. Þeir Aðils sáu þá, að þeir myndu ekki koma liðinu á óvart og tóku að fylkja. Fylkti Aðils á móti Álf geiri en Hringur móti víkingum. Frá bardaga Aðils jarl sótti hart fram móti Álfgeiri og lét Álfgeir undan síga. Var þá ekki lengi unz Álf- geir flýði ásamt sveit manna. Þorði hann ekki á fund Aðal- steins eftir tvennar slíkar ófar- ir og reið suður á Valland en þar átti hann hálft kyn. Aðils rak fyrst flóttann en sneri síðan aftur í orustuna. Er Þórólfúr sá jarl sneri hann á móti honum og lét bera þangað merki sitt. „Þokum að skóginum" segir hann „og lát- um hann hlífa á bak oss, svo þeir megi ekki öllum megin að oss sækja.“ Var þá hörð orusta og sótti Egill á móti Aðilsi og féllu menn drjúgum af Aðils. Frá Þórólfi Þórólfur gerðist þá svo óður, að hann kastaði skildinum á bak sér og tók spjótið tveim höndum. Stukku menn alla vega frá hon- um en hann drap marga. Ruddi hann svo stiginn fram að merki jarlsins Hrings. Hann drap þann mann sem merkið bar og hjó nið ur merkisstöngina. Síðan lagði hann spjótið fyrir brjóst jarlin- um í gegnum brynjuna og svo búkinn svo út gekk um herðarn- ar. Sáu þetta bæði hans menn og óvinir. Þegar Aðils sá fall bróður sins og mannfallið allt, þóttist hann hart niður koma og lagði á flótta og rann til skógarins. Drap hann niður merki sínu og vissi enginn hvað um hann varð. Gerð ist þá myrkt af nóttu og fóru þeir Egill til herbúða sinna. Enn frá bardaga — Aðalsteinn konungur vakti lið sitt snemma og skipaði fyrir.um lið sitt. Skipaði hann sína fylk- ing fyrst en í brjóst hennar setti hann þær sveitir sem snarpastr þóttu. Setti hann þar Egil fyrir bn Þórólfur skyldi velta fortistti öðru liði. Egill svarar konungi. „Ekki vil ég, að við Þórólfur skilj umst í orustu, en vel þykir mér það, ag okkur sé þar skipað sem mest þykir þurfa að harðast sé fyrir.“ Þórólfur bað hann láta konung ráða. Egill mælti: „Þér munuð nú ráða, en þessa skiptis mun ég oft iðrast.“ • -• Fall Þórólfs Ólafur konungur tók að fylkja liði sínu er hann sá, að Áðal- steinn hafði fylkt. Hafði hann tvær fylkingar og fór önnur nær skóginum móti liði því er Þórólf- ur réð fyrir. Voru hvortyeggja herirnir jafn margmennir, en skozkir jarlar voru höfðingjar liðsins. Síðan gangast á fylking- ar og varð brátt orusta míkil. Þórólfur sótti fram hart og lét bera merki sitt fram með skógin- um og ætlaði þar svo fram að ganga, að hann kæmi í opna skjöldu konungsfylkingunni, Höfðu þeir skildina fyrir sér en skógurinn var til hægra yegs. Létu þeir hann þar hlífa. Þór- ólfur gekk svo fram, að fáir vorú menn hans fyrir honum, en þá er varði minnst, þá hlaúpa þár úr skóginum Aðils jarl og sveit sú er honum fylgdi, brugðu þeg- ar mörgum kesjum í senn á Þór- ólf og féll hann þar við skóginn, en Þorfinnur, sem merkið bar, hopaði aftur, þar sem liðið stóð þykkvara. Æptu Skotar þá sigur- óp er þeir höfðu falldan höfðingj ann. Framhald á 5. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.