Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 3
Mámudagnr 1. apríl 1968 Mánudagsblaðið MYSTICUS: The Case of the Terrified Taxidermist Ég hef alltfcaf haft gamam af Perry Mason-sögunum hans Gardmers. Ég held að ég sé bú- inn að lesa meira en þrjátfu aí þeim, en mér er sagt að þær séu kommar upp uindir hundrað í allt. Og ég er ekki einn um það að hafa garnarn af þessum sögum. Það er alkunna, að Perry Mason er orðin ein helzta s.iónvarpsstjama basði í Ameríku og Evrópu, jafnvel dýrlingurinn stendur hon.um ekki á sporði. Þegar ég nae í nýja Perry Mas- cmsögu gleypi ég hana oftast í mig í einum teyg. Það tekur mig vemjulega svona fjóra til fimm kilukikutíma að lesa hverja sögu, og það eru skemmtilegar stundir, ég sitend alltaf á öndinni af spenningi þar til hin rétta ráðn- ing gátummar kemur, oftast á allra síðustu blaðsíðuna. Ég var eimu sdnni í haust að grúska í bókum á fcmnsölu héma i borginni. Og þá rakst ég á Perry Mason-sögu, sem ég hafði aldrei séð áður. Hún bar hið undárlega nafn „The Case of the Terrified Taxidermist", þessir bókatitlar leika oft í Ijóðstöfum hjá Gardner. Eitthvað rámaði mig í það, að taxidermist þýðir maður, sean hefur þá atvimnu að stoppa upp hami af dýrum. En nú var efitir að vita, hversvegna silíkur maður hefði orðið svona ofsalega hræddur. Ég keypti bókina fyrir lítinn pening, og fór með hana heim. Þar hallaði ég mér upp í legubekk og byrj- aði að lesa. Og satt að segja hlakkaði ég ég til næstu klukku- sfemdanna. Perry Mason mundi ■'•erða skemmtilegur selskapur, ef að vanda lóti. Og það vamtaði heldur ekki, að sagan var spenn- andi þegar frá byrjun. Roskinn dýrahamss'toppari, lítiill maður með sterk gleraugu og grátt yf- irskegg kom á skrifstofu Masons í Los Anigeles. Delia Street, skrifstofudaima Masons ætlaði ekki að hleypa gamla mannin- um inn til hins fræga húsbónda sins, en stopparinn var svo æst- ur, að hún kenndi að lokum í brjósiti um hann og lét hann fara inn til Masons. Og það var furðuleg saga, sem gaimli maðurinn hafði að segja. Hann var búinn að stunda þessa sér- kennilegu iðn sina í áratugi, og aidrei hafði meitt óvenjulegt bor- ið fyrir hamm í þvi sambandi — þar til nú. Kvöldið áður hafði hann verið á vinmustofu sinni, en þar voru allmörg dýr, sem hann hafði stoppað upp. Eitt af þeim var skógarúlfur, sem veiði- maður hafði skotið einhvers staðar norður í Alaska. Dýrið var svo óvenjulega stórt, að hann varðveitti haminn, og nú stóð úlfurinn þama í vinnustofu stopparans og beið eftir kaup- anda, furðu líkur á að sjá og hann hafði verið í ldfanda ldfi norður í auðnumum. Þetita kvöld hafði stopparimn — hann hét Perkins — setið önjnum kafinn við vinnu sina, þegar hann heyrði al’lt i einu einhverja rödd rétt hjá sér og leit upp. Og hon- um brá rneira en lítið í brún, þegar hann heyrði, að röddin kom úr munni hins löngu dauða úlfs. Þó var þetta mannsrödd, dimm og hörkuleg. Og það sem ; hún sagði, var heldur en ekki j ís.kyggiiegt. „Hefndin er að komá. j Þú verður tekinn af lífi innan þriggja daga“. Eims og vonlegt var brá gaimla manninum held- ur en ekki í brún við þetta. Hann var aleinn á vinnustofunm, svo að ekki gati verið um búk- tal að rasða eða meitt af því tagi. Og ekkert seguiband eða neinar þess háttar tilfærin'gar var að finna í námunda við úlfshaminn. Perkins féll verk úr hendi, það sem eftir var kvöldsdns og eftir andvökunótt hraðaði hanin sér á fumd Perry Masons. Hann var sannfærður um, að ef sá snilling- ur gæti ekki ráðið gátuna, gæti enginn maður það. Perry Mason, hlustaði þegjandi á sögu gamla manns'ins. Svo lagði hann nokkr- ai spurmiingar fyrir hann. Hann spurði hann, hvort hann vissi til þess, að hann ætti nokkra óvimi, sem kynnu að bera heiftarhug tii hains. Perkins kvaðst ekki vita til þess, en ednhvem veginn fannst Mason, að hér væri hann að tala gegn betri vitumd. Hann þóttist finma á sér, að í fcrtíð gamla maonsins væri eitthvert skuggaiegt leyndarmál, sem hann skammaðisft sím fyrir. Hann lét þetta svar þó gott heita og lofaði að athuga málið síðar um daginn og heimsækja þá Perkins á vinnustofu hains. En þremur klukkustundum síð- ar heyrði Perry Mason í útvarp- iiiU, að Perkins dýrastoppari hefði verið myrtur. Hann hafði fundizt dauður á vimmustofu sinni undir d'ularfullum kriing- umstæðum. Það var ekki amnað að sjá en að eitthvert óargadýr hefði bitið hann á barkann. Og lögreglan hafði ekkert fundið á vinnustofunni, sem gæti stuðlað að ráðmingu gátunnar. Perry Mason hraðaði sér á vinustofu Perkins. Likið hafði verið flutt í burtu til frekari rannsókmar og hinn skarpskyggm Mason gat ekki í fljótu bragði fundið neina skýrimgu á þessum aitburði. Þegar hann stóð þarna í þunigum þönkum heyrði hamn allt í einu rödd! „Perry Mason, ef þú ert nokkuð að sletta þér fram í þetta mál, ferð þú sömu leiðima og Perkins". Og röddin virtist komna beint úr mumm úlfsims. Mason stóð snöggvast sem steirni lostinn. Mér var farin að þykja þessi saiga ærið du'larfull og hörku- spemnandi. En í sama bili var ég kaillaður í sírnann, sem er frammi á gamgi. Ég bölvaði i hálfuim hljóðum yfir þvi að vera truflaður í þessum skemmtilega lestri. Ég lagði bókima opna á dývaninm og fór í símamm. Fimm miím'útum síðar kom ég inn aftur og hugði mú gott til glóðarinmar, að halda áfram lestrimum, þar sem frá var horfið. En bókin var ekki lemgur á dívamimuim. Ég hólt fyrst, að hún hefði dottið á góifið, en hana var hvergi að finna. Ég vissi ekki til, að neinin hefði komið inn í her- bergið á meðan ég var í sífnam- um. Þó gat ég enga skýringu aðra fumdið á hvarfi bókarinnar en að einihver hefði tekið hana og farið á burt með hana. Ég var í vondu skapi það sem eftir var kvöldsins. Ég hafði verið svikinm um skemmtilegan lestur, eiumdtt þegar ég stóð á önd- inni af spemnimgi. Og ég var a-llt- af að velta því fyrir mér, hver væri ráðnimg gátunmar, hvaða rcdd þetta hefði verið, sem komi úr munni úlfsins. Daginn eftir fór ég aftur til fornþóksalans, ef vera kynrni, að hann ætti annað eintak af bókinmi. Hann mundi ekkert sérstaklega eftir þessari bók, hann sagði, að bækur væru ailltaf að koma og fara hjá sér. En hamm lofaði að hafa mlg >. huga, ef hann femgi anmað ein- tak af hemnd. En óg var bráð- látur og vildi sem íyrst fá að vita ráðmimgu gátumpar. Égspurði eftir ;þessari bók i ö3:lum mögu- legum bókaverzlunum hérna i bænum, en engirnn kannaðist við hana. Þetta var kannski ekkert UTidarlegt, því að það eru til svo rnargar Perry Mason-sögur. Loksins stóðst ég ekki mótið og fékk bókaverzlun til að panta bókirna fyrir mig beint frá for- laginu í Ameriku. Mér var sagt, að ég yrði búinn af fá hana eftir svo sem sex vikur. Svarið frá ameríska forlagin.u barst núna fyrir skömu. Og það var næsta furðulegt. í því var sagt, að Earle Stanleý Gardmer hefði aldrei skrifað neina sögu, sem héti ,,The Case of .the Terrified Taxiderm- ist‘.‘ Og það fylgdi með, að slík saga hefði aldrei verið skrifuð aí ein- urn eða neinum, hún fyndist ekk-i í nákvæmustu bókaskrám. Ég held að kaupmaðurimn í bóka- búðinmi héma, sem ætlaði að panta bókima fyrir mig, haldi að ég sé eithvað meira en lítið skrýtinn. Ég held, að hann haldi, að þessi bók sé bara hrein í- myndun hjá mér. Mér stendur nú nokkurn veginn á sama um, hvað hann heldur. En nú sit ég uppi með tvær róðgátur í stað- inn fyrir eina. Ég fæ víst aldrei að vita, hvernig stóð á þessari rödd úr munni úlfsins, og ég fæ víst heldur aldrei ráðið gátuna um það, hvaðan þessi bók um skelfda dýrastopparann kom, og hvert hún fór. Mysticus. Þeir sem þnrfa að koma auglýs- ingísm eða öðrn efni í Mánndags- blaðið _ þurfa að koma því til dMj. í síðasta lagi á miðviku- dag næstan á undan útkomudegi 4

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.