Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 8
I úr EINU+ í ANNAÐ Uppmálað vændi — Góður ferðaþóttur — Sælker- inn og Askur — Kostnaður við ríkisarfann — For- setakosningar — Ásgeir sýslumaður og Bjami Svo er að sjá, að afla eigi efnis í svokallaða „hernáms“- kvikmynd með harðindum. Höfundur, kvikmyndari og leik- stjóri auglýsir nú eftir gömlum „dömum“, sem skipti áttu við herinn sem hér var, að okkar ósk, á stríðsérunum, og biður þasr að segja frá ýmsum atburðum frá þeim gömlu, góðu dög- um. Mun hér um einstæða heimilasöfnun að ræða, sem bezt sýnir hve einlægir þessir „dokumentary“-þættir um þetta sérstæða tímabil eiga að vera. Væntanlega munu gamlar, góð- ar gleðikonur setja upp striðsmálninguna og „sitja fyrir“ kvik myndavélinni næstu vikur. Af þeim „ferðaþáttum", sem of oft eru sýndir í sjónvarpinu eru þó stundum undantekningar frá þeirri algildu reglu, að þeir eru lélegir og leiðinlegir. Feneyjaþátturinn var ágætur í s.l. viku, eins góður og L-aos-þáturin var ómerkilegur og frámunalega tætingslegur. „Erfiðleikarnir" við að finna þenn. an tapaða þjóðflokk voru engir og „filaferðin var mest megnis farin á hestum. Hvernig væri að sýna bátsferð út í Surtsey sem farin væri á þyrlu? Matmenn ræða nú um tvo staði, sem þeir telja afbragðs mat- staði af þeim sem ekki eru tengdir við hótel. Er hér átt við Sælkerann og Ask, sem báðir ekki aðeins selja út mat heldur selja máltíðir á staðnum. Einstaklingar, sem matast á þessum stöðum ljúka á þá miklu lofsorði, og þær fjölskyldur, sem einhverra hluta vegna, verða að næla sér í tilbúinn mat úti, segja þetta hreinasta afbragð. Gott er að vita til að svona vel tekst hjá þessum tiltölulega nýstofnuðu stöðum. Það var dálítið „smekklegt“ hjá sparnaðarmálaráðherran- um okkar að vera að telja eftir kostnaðinn við opinbera mót- töku norska prinsins s.l. ár. Tjáði ráðherrann alþjóð í sparn- aðaryfirlýsingu sinni, að heimsókn þessi hefði kostað nær 200 þúsund krónur. Vera má, að t.d. Kanadastjórn fari að upp. lýsa útgjöld sín varðandi heimsókn íslenzka forsetans s.l. sumar og svo fari um aðrar ríkisstjórnir. í norska sendiráðinu roðnuðu menn af skömm og undrun þegar þetta fáheyrða frumhlaup eða athugunarleysi barst til þeirra og alþjóðar á öldum Ijósvakans. Nú er farið að ræða af dálitlu kappi um væntanlega styrj- öld milli þeirra dr. Gunnars og dr. Kristjáns í forsetabarátt- unni. Télja sumir, að dr. Kristján sé öruggur, því að hann hafi komma, hálfa Framsókn og hálfan Sjálfstæðisflokkinn. Ættingjar Ólafs Thors eru heitir út í Gunnar, kerlingasam- kundur haldnar honum til höfuðs. Geta þær ekki fyrirgefið Gunnari það einstæða afrek, að kyrkja kosningavél flokksins, Ólafur fyrirgaf, en ættingjarnir héifa, að virðist, ekki þá greind. — Og bíðum við — má vera, að Gunnar ákveði að snúa sér aftur að stjórnmálum — hvað þá? Talsvert er rætt um hina kynlegu og óvæntu leyfissviptingu gagnvart Löndum og leiðum. Þykir mönnum þetta hart að gengið og telja sumir, að ekki séu heilindi að baki. Fyrirtækið hélt blaðamannafund nýlega og skýrði hreinlega frá því, að nú hefði það tækifæri til að leiðrétta mikið fyrri mistök, bæði með auknum utanlandsferðum og mikilli aukningu gestamót- töku til íslands. Það er undarlegt, að þessu einu fyrirtæki skuli settur stóllinn fyrir dyrnar meðan svo margir aðrir fá endurnýjuð tækifæri til að hjálpa sjálfum sér. Ásgeir Pétursson, sýslumaður, var eitt sinn deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu þegar Bjarni Ben. var menntamála- ráðherra. Ásgeir smakkar stundum vín og er þá nokkuð ber- sögull og ekki laus við sjálfshól. Ásgeir sat einu sinni að sumbli með nokkrum kunningjum og ræddi mjög um starf sitt. Kvað hann mistök húsbónda síns, Bjarna, með eindæmum og kvaðst oft hafa „reddað" ráðherranum frá afglöpum. Nefndi hann mörg dæmi um klaufahátt Bjarna, en hóf eigin snilld til hæða. Knúti Hallssyni, deildarstjóra í stjórnarráð- inu leiddist raup Ásgeirs, og þegar útlit var, að Ásgeir myndi ekki hætta, sagði Knútur: Af hverju í helvítinu rekurðu ekki mannskrattann? Sjónvarp Reykjavík Bluó fym alla Mánudagur 1. apríl 1968 Sálsýkidrama í Kópavogsbíói — Brynner, Heston og Boyer í Háskólabíói Tvö viðtöl vöktu talsverð von- brigði í sjónvarpinu og þó sitt á hvorn hátt. Valtýr Pétursson ræddi við Sigurjón Ólafsson, lista mann, og mistókst í nær flestu. Viðræður við ágætan listamenn eins og Sigurjón er, ættu að gefa hverjum manni gott tækifæri til að skila snjöllu og eftirminni- legu, hressilegu viðtali, sem fest- ast myndi í minni manna. í stað þess tókst Valtý aldrei að ná Sig- urjóni í „stuð“, hjalaði alltof mik ið sjálfur og virtist mjög gjarn á að koma sjálfum sér á fram- færi á borð við þann sem rætt var við. Það er sýnilega á engan hátt nóg, að vera kenndur við listgrein og ætla jafnframt að fara inn á svið reynds blaða- manns. Blaðamenn kunna, oftast, að spyrja og koma þeim, sem rætt er við í ske'mmtilegt skraf- skap. Valtýr gekk að verki sínu í einhverri blöndu af lotningu og óskiljanlegu stássbrosi, hvim- leiðri framkomu í heild. Listamað urinn, sem allir þekkja, náði sér aldrei á strik og mat sjónvarps- mannsins Valtýs var ósköp óraun hæft og var þarna eytt skínandi efni í lítið sem ekki neitt. Punkt- ar voru þó dágóðir, en má þakka þá meira Sigurjóni, þá er hann komst að, og svo Einari ríka, sem kom í heimsókn. Þá sáu íslendingar í fyrsta skipti hinn týpiska bitlingamann rekja raunir sínar. Öryggisvörð- ur þjóðarinnar með aðsetri í Reykjavík rakst inn á fund með tveim blaðamönnum og Eiði sjón varpsmanni og bar þar skarðan skjöld frá borði. í viðtalinu upp- lýstist, að síðustu sex árin hafi verið eytt 18 milljónum króna til öryggismála, undirbúningur væri enginn og þjóðin háskalega stödd hvort heldur gengju yfir náttúru hamfarir eða styrjöld. Tómlæti sveitafélaganna, getuleysi skrif- stofunnar hér í höfuðborginni, af skiptaleysi hins opinbera og fá- tækleg og einkar fákæn innkaup á ýmsu ,,öryggisdrasli“ var það eina, sem manngarmurinn gat skýrt frá, en öllum var ljóst, að hér er ekki um annað en helbert kák að ræða, sem betur væri ó- gert. Það er í senn aðdáunar- Framhald á 5. síðu. Sálfræðilegar kvikmyndir eru up og ofan og oft eru þær meira „spennandi“ hugarburðir höf- unda sinna en vísindalegar skýr- ingar á athyglisverðu sálfræði- legu fyrirbæri. Sálfræði kvik- myndanna, eins og leikhússins, er oftar en ekki, meiri söluvara en tilraun til að skýra það, sem fyrir augun ber og persónan í mynd og leikriti þjáist raunveru- lega af. Kópavogsbíó sýnir nú sér stæða og spennandi mynd, Chok, dönsku þýðinguna af „Repulsi- on“, sem, eins og fyrr, nær á eng an hátt hinni upprunalegu nafn- gift og er fremur villandi en hitt. Ung stúlka, Carol, (Catherene Deneuve), býr með systur sinni Helen, (Yvonne Furneaux), og heldur Hellen við giftan mann. Þegar Carol kemur heim af snyrti á steikarpönnuna, heldur við- bjðslegt symbol, sem eflaust stofu þeirri sem hún vinnur á er systir hnenar að ráðgera að fara í ferðalag með friðli sín- um, sem jafnan dvelur hjá henni um nætur. Carol, sem er ein- sinna, ákaflega undarleg, lagleg, ljóshærð og mjög svo þekkileg í útliti, er undarlegur gripur, fá- mælt og utan við sig og er erfitt að finna skýringu á þessu hátta- lagi í bráð. Þó virðist sem hún hafi leynda ást á elskhuga systur sinnar, óbeit á ungum manni, sem ann henni, og yfirleitt sjúk- legt og sálfræðilegt hatur á öll- um karlmönnum öðrum. Sym- bolikk, af hendi höfundar, spilar einhvernveginn inn í málið í mynd dauðs héra, sem tilbúinn er Framhald á 5. síðu. STAÐREYNDIR sem ekki mega gleymast // Oútreiknanlegasta þjóð í heimi (2) •AA Rannsóknir Eisenhowers — Uppgjöf lýðræðisríkj- anna — Churchill: „Ég hefi alltaf sagt..." — Sessinn, sem þeim ber — Rústir Hitlers og sigur- borgir Churchills------------------------ „Margra vikna ítarlegar rannsóknir í hinu hverfandi Þýzka Ríki hafa þroskað þá sannfæringu með. mér, að Þýzkaland muni aldrei aftur ná því stigi, sem Þjóðverjarn- ir sjálfir telja „eðlilegt“. Hug- mynd Þjóðverjanna um hug- takið „eðlilegt“ er sú, að Þýzkaland sé þess megnugt að keppa við sérhverja aðra há- menningarþjóð og mjög iðn- vædda í heiminum. Þessu tak- marki mun Þýzkaland aldrei ná aftur, þó það vaki fyrir milljónum ríkisborgara núna, þ.e.a. s., ef farið verðuf eftir þeim hvatningum, sem eiga rætur sinar að rekja til mín og herráðs míns.“ — Dwight D. Eisenhower, fyrsti aðalframkvæmdastjóri Morgenthau-áætlunarinnar, í London hinn 12. Júní 1945, í ávarpi fluttu í tilefni af kjöri hans sem heiðursborgara þar. □ Það má vera, að flestum sé ó- ljúft að muna eftir því nú, að ekki er alveg liðinn aldarfjórð- ungur síðan tveir valdamestu menn heimslýðræðisins, þeir Churchill og Roosevelt, fullgiltu stórhrikalegustu áætlun allra alda um útrýmingu heillar þjóð- ar — karla, kvenna og barna —, alls um 80 milljóna manns. Enn- þá færri vilja viðurkenna, að á- ætlun þessi, Morgenthau-áætlun- in svonefnda, var tekin til fram- kvæmda árið 1945, eða samstund- is og aðstæður leyfðu, og að fram kvæmdunum var unnið af ofur- kappi til ársins 1948 — í þrjú heil ár — og að við endanlega framkvæmd hennar var ekki að fullu hætt fyrr en árið 1953. Morgenthau-áætlunin var því í framkvæmd um 8 ára skeið! Og ýmsir stórfelldir framkvæmda- þættir hennar eru áþreifanlegur, kaldur veruleiki, enn þann dag í dag, og áhrifa hennar mun ó- hjákvæmilega gæta um langa framtíð ennþá. En samt eru þeir ekkert fáir, sem fullyrða í góðri trú: „Já, en Morgenthau-áætlunin var bara eitt af brjálæðisköstum þeirra fé- laga, Churchills og Roosevelts, — hún var aldrei annað en blek og pappír.“ En þetta er fáfræði eða eithvað annað verra af lýðræð- islegum toga spunnið. Morgent- hau-áætlunin var að miklu leyti framkvæmd, því að: 1. Þýzkaland var algerlega svipt öllum varnarmöguleik- um, 2. Þýzkaland var rænt lífsnauð- synlegum landsssvæðum, 3. Þýzkaland var bútað niður í ósjálfráða hluta, 4. atvinnuvegirnir voru lagðir í Morgenthau-liðið að verki: Málmbræðsluverið Salzgitter sprengt í loft upp. rúst, m.a. með niðurrifi og brottflutningi iðnaðarstöðva, verksmiðja og annarra at- vinnutækja, og með því að svipta landbúnaðinn mögu. leikum á öflun áburðar og húsdýrafóðurs, 5. Þjóðverjar, bæði konur og karlar og börn og unglingar, voru fluttir í hundruðum þús- unda tali til þrælkunarvinnu erlendis, 6. allar þýzkar eignir erlendis, þ. á m. inneignir einstaklinga, voru gerðar upptækar, 7. allt uppeldis- og menntunar- kerfi Þýzkalands var þrúgað undir viðhorf og tilgang Bandamanna (Re-education), 8. Þjóðverjar voru algerlega sviptir stjórnmálaáhrifum í sínu eigin landi, 9. efnahagsstarfsemin var að öllu leyti takmörkuð við hagsmuni hernámsliðanna, og öll endurreisn útiloku® á meðan á framkvæmdum stóð eins og nærri má geta, 10. jafnvel svifflug var bannað, einkennisbúningar afnumdir og lúðrasveitir leystar upp, 11. þjóðarleiðtogarnir voru fang- elsaðir, brottnumdir eða líf- látnir, 12. skógarnir voru teknir til eyðingar (til þess að hraða uppblæstri landsins), 13. horfellir og hungursneyð var skipulögð og viðhaldið, o. s. frv., o. s. frv. Hitt er aftur á móti rétt: Lýð- ræðisríkin gáfust upp við fulln- aðarframkvæmd Morgenthau-á- Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.