Mánudagsblaðið - 10.06.1968, Side 1

Mánudagsblaðið - 10.06.1968, Side 1
BlaÓ fyrir alla 20. árgangur Mánudagur 10. júní 1968 15. tölublað Hrakfarir SAMs í pólit. ástamálum Melina Mercouri neitar atlotum — Sigurður vonsvikinn — Sexappeal fyr- irfinnst ekki — Nýta verður þær afdonkuðu í flokknum - Hlálegir tilburðir Það er ekki laust við að almenningur sé farinn að hlæja mjög að tilburðum Sigurðar A. Magnússonar, þessa sjálfskipaða Jóns Sigurðssonar okkar. Sigurður hefur haft þann starfa und- anfarið, að leita ásta, á pólitíska sviðinu, við gríska hefðar- mey og leikkonu, Melinu Mercouri, seiða hana hingað vegna fundar NATO nú í þessum mánuði. Ekki verður sagt, að þessi international elskhugi okkar, þrátt fyrir góðan tilgang, hafi ver- ið heppinn í þessum tilraunum sínum, því leikkonan neitar að „ganga til móts við hann“ eins og hermt er í frönskum kyn- orkusögum. Fræg leikkona Melina Mercouri á sér fræga sögu. Upprunalega var hún ómerkileg og óþekkt leikkona, en sló í gegn í á- gætri og léttri mellumynd, og Iék þar vændiskonu, sem vann alltaf nema á sunnudögum. Hlaut Melina heimsfrægð fyrir þetta svo og myndin, sem var afburðafögur, tek- in á grísku eyjunum. bláum sæ og björtu lofti, sól og blíðu. Lítið ágent Þegar gríska herforingjaklík an tók völdin til að forða Grikkjúm frá algjörðum yfirráð um komúnista, gerðist Melina litla einskonar útlagi og hefur síðan prédikað um endurheimt frelsis Grikklands, ásamt af- dönkuðum prófessor, sem það an er flúinn, með blessun hers höfðingjanna. Leikkonunni hef- ur orðið lítið ágengt, því Grikk ir virðast hvorki í uppreisnar- hug né stríðsglaðir, enda,geng ur nú ríkisreksturinn miklu bet ur en áður. Urðu jafnvel sjálfir kommar að játa, að af hverjum 70 milljónum dollara, sem styrkja áttu landbúnaðinn, hurfu allt að 60 milljóni'r í þá- verandi stjórnendur, sem voru og unnu beint fyrir kommún- ista. Fyrir málflutning sinn var Melina litla beinlínis gerð að útlaga ríkisins, og er nú ekki annað en sjúk listakona, reið kerling og sár út í eignamissi. Vildi ekki þýðast SAM Sigurður, sem nú er kallaður, okk ar eini sanni hægindastólskommi, hélt að barátta hans fyrir „sjálf- stæði" íslands væri heimskunn, enda maðurinn mjög gjarn á slíkt ofur- mat. Sár vonbrigði urðu að því að Melina vildi ekki þýðast hann, því ef menn hugsa málið nokkuð, þá kemur grísk barátta gegn herfor- ingjaklíku harla Iítið við brölti hálf óðra og óþroskaðra komma og skríls gegn þátttöku fslands í NATO. Vera má, a8 Sigurði okkar hafi þótt nokkur nauðsyn, að gæða mótmælabröltið einhverjum kyn- þokka, því ekki hefur „mótmælalið- ið" hér heima öðru á að skipa nema ef til vill einni afdankaðri þokka- dís, sem þó hefur orðið að láta á sjá fyrir tímans tönn. Byggir liðið mest á óhreinum, sj^eggjuðum flökkulýð og hrakfallamönnum í skáldskap og listum. Skandinavískur sjúkdómur Það mun hafa vakað fyrir Sigurði, að þar sem hann hlaut mennt sína í Grikklandi, að eigin sögn, þá væri gríska listmennið Melina siðferði- lega skyldug, að veita honum lið í baráttunni gegn NATO. Sigurði hefði átt að vera ljóst, að Melina litla hefur öðrum hnöppum að hneppa nú, að „hræringar um heim allan" eins og grískir „ættjarðarvin- ir" kalla það, hafa sér fáa formæl- endur nema Skandinava, þetta að- hlátursefni alheims í stjórnmálum og „afstöðu" til mála, sem þeir hvorki skilja né kemur við. Lokatilraun Þeir sem nánastir eru Sigurði telja, að þetta hafi verið lokatil- raun hans til álits hér heima, því að það héfur mjög þorrið, er menn gerðu sér ljóst hvað legið hefur að baki svokallaðrar barátrn hans gegn Óhróður Það er alkunna að begar { fyrstu að EÍireusikip hóf starfsetmi sína vamn Sameinada og emm ffleiri fólög sikipuilaigit að því að leggja hið uiniga fólaig, sitofmað af framlaigi fátækra borgara á ís- lamda og í Mamdsibyggðuim, í rúsit. Allskyns óbróðri var. korniið af sitað, en félaginu óx fiskur uim hattifrmAkó H E RRA DEILD Leikfélagi Mánudagsblaðsms nr. 11 vestrænni menningu. Er það nú Iýð um ljóst, að pilturinn hefur gengið á mála hjá kommúnktum og er not aður eins og þrífættup Trójuhestur í herbúðum hinna saklausu. Ástir og athlægi Ástamál þeirra Sigurðar og Milinu á pólitíska sviðinu eru því orðin að almennu athlægi. Synjaði þessi gríska Brunhilda Sigurði allra kossa og mætti því Sigurður taka undir með Þór hinum sterka er hann kyssti tröllið — „Laut und línu lysti að kyssa, en þann útan stökk endlangan sal o. s. frv.' — því ekki varð Sigurði nokk- Framhald á 5. síðu. Leynimakk F.l. og SAS og E.Í. og Sameinaða? Almenningur uggandi vegna nýrrar stefnu Mörgum íinnst undarlegt samspil Eimskipafé- lags íslands og Sameinaða gufuskipafélagsins, en þau hafa nú hafið fullt samstarf og kemst þar ekki hnífurinn á milli. Þá vekur það ekki síður undrun að Flugfélag íslands og SAS, hafa tekið upp mjög nána samvinnu, en samvinna við SAS hefur löng- um verið lítil heillaþúfa um að þreifa flestum þeim sem komizt hafa í klær SAS-manna. Eldri sjentilmaður fór í skemmtigöngu á Place Pigalle í París, seint um kvöld. Lagleg og seiðandi stúlka gekk að honum og sagði: „Eigum við ekki að hafa pað huggulegt í kvöld? Þú sérð ekki eftir þvT'. GamE mað- urinn brosti, stakk hendinn í vasann, dró upp punds-nótu og mælti: „Þetta, vina mín, er handa þér — fyrir það mikla traust sem þú hefur á karlmennsku minni." — Þetta eru ungu stúlkurnar sem ganga um beina í Las Vegas en hinir ungu, með bros á vör, eru Jón Magn- ússon, framkvæmdastjóri Las Vegas og Rolf Johan-sen, stórkaupmaður, sem er í stjórn klúbbsins. Má sjá, að þessir ungu og ráðsettu menn er ekki afhuga því, að vera umkringdir fallegum stúlkum. (Ljósm. G. E.). Sjá frétt á 8. síðu. hrygg <?8 „óskalbam'* íslenzku þjóðarinnar hélit veffli. Nú héldu mieinin að svo vaari komid að E.Í. gasití stadið eitt og óstutt geign samikfippni Sameinaða. F.í og SAS Enn óheiifflegri byfcir þó saim- starf Fluiglfélaigs Isiands við erfci- óvindinn SAS. H'inn mifcla og volduga samsteypa hefur gert allt til þess að kollsteypa _ís- lenzkum ffluigfólögum, verið illt og öfiundsjúfct út í starfsemi þeiirra og þroska. Svíar, sem eru aðallmenn SAS hafa si og æ haft úti ölil spjót tál að minnfca okk- ur og tortryggja, lagt sig í líma við að. bregðia fyrir ofcfcar félög fætí. Það verður því að kaillast óhedllílalþródn, að F.í. sfcuili ánofck- um hátt bdnda ság þessu fyrir- tsöki, sem, að því allir telja, steflnir að því einu að gleypa F.í. eða knésetja það. Leyniferðir? Við sfcuilum gera ofctour Ijóst, að sænsfca eðlið er hið sama og breytist efckd. F.l. verður að vera á verði gfgn bellibrögðum SAS, og reyna sitt bezta að losna úr ölluim tengslum vdð það. Menn eru ailmemn orðnir ugg- andi vegna samsitarfe F.í. og Sameinaða og F.í. og SAS. Eru þarna ein hverjir leyniþrasðir. Skammaryrði og blettur að vera sósíalisti? Geysileg reiði greip um sig í Sósíalista- flokknum er fyrsta kosningablað stuðnings- manna dr. Kristjáns Eldjáms kom út. í blað- inu „vitnuðu" ýmsir nafnkunnir menn úr öllum flokkum m.a. Pétur Ben, alþingismað- ur í Sjálfstæðisflokknum, Eysteinn Jónsson f.h. Framsóknarflokksins, þekktir kratar, en ekki einn.einasti sósíalisti. Sagt er að yfir- stjórn stuðningsmanna dr. Kristjáns hafi á- litið að það væri vafasamur greiði við fram- boðið að flíkað yrði með því, að Sósíalista- flokkurinn stæði að baki dr. Kristjáni eins og einn maður, en flokkurinn styður hann ein- dregið. Forustumenn sósíalista urðu ókvæða við þessa afstöðu blaðsins og létu óspart í ljós andúð sína á framferði blaðstjórnarinn- ar. Það er nú orðið vægast sagt nokkuð al- gengt, að Sósíalistaflokkurinn og afskipti af hormrn sé einskonar skammaryrði í ís- lenzkum málum, jafnvel álíka og að vera kallaður óþokki eða misindismaður. Þetta mun þó raunar nær sanni en almenningur veit, því ekki fyrir löngu var maður dæmd- ur í sektir fyrir að kalla annan mann komma, sem er sama tóbakið og sósíalisti, aðeins í fínni umbúðum. Kunnugir segja þó, að í ráði sé, að leyfa sósíalistum að „vitna" í næsta blaði.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.