Mánudagsblaðið - 10.06.1968, Page 4

Mánudagsblaðið - 10.06.1968, Page 4
I 4 Mánudagsblaðið Mánudagur 10. júní 19<?8 ÍU&ÓJyrir alla Vikublað um helgar. Ritstjóri og ábyrgSarmaSur: Agnar Bogason. VerS í lausasölu kr. 15,00. — Áskriftargjald kr. 600,00 á ári. Símar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. „Lýðræðið“ og morð Kennedys KAKAL/ Morðiö á Kennedy öldungardeildarmanni hefur að vonum vakið hryggð og óhug um heim allan. Ofstækismaður banar þar ungum og glæsilegum stjórnmálamanni ,í miðri baráttu hans til framboðs í forsætiskosningunum í Bandaríkjunum á hausti komanda. Morð þetta vekur því meiri athygli, að bróðir hins myrta var og myrtur í forsetastóli, mitt í glæsilegum ferli sínum á stjórnmálasviðinu. Það ríkir óöld um heim allan. Óöld sem vart á sína líka í sögunni. Allstaðar um heiminn vaða uppi ýmis öfl, sem telja hvern glæpinn á fætur öðrum sjálfsagðan lið í frelsisbar^ttu, lýðræðisbaráttu, sjálfstæðisbaráttu og öðrumálíka ,,háfleygum" yfir- lýsingum. Sannleikurinn er sá, að lýðræðið, hið taumlausa og agalausa lýðræði, sem riðið hefur húsum er að komast úr öllum skorðum. Lýðræði er í senn ábyrgðarmikið og hættulegt. Við höfum glögg dæmi um „lýðræðisbaráttu" Afríkuríkjanna, en þar hefur hver einræðisherrann á fætur öðrum ruðst til valda, tekið andstæðinga af lífi og svívirt orðið lýðræði með stöðugri yfirlýsingu þess sam- fara gerðum sínum. Allir þekkja „lýðræðið" í S- Ameríku, enn fleiri þekkja lýðræði Maos hins kín- verska. Ofbeldishneigð í þessum löndum er einstök og vesfrænu ríkin hafa tekið það ráð eitt, að sitja þegjandi, veita blessun sína og styrkja þessar „sjálfstæðu" þjóðir fjárhagslega, hernaðarlega og á hvem einn hátt, sem öfgamennin í ráðherrastóli hafa óskað. Það er ekki óskemmtilegt, að skoða hvar lýð- ræðisöflin eru nú. Lýðræðið er einkunnarorð allra kommúnistaríkjanna. Kína hefur, að vísu sett enn nýja merkingu í orðið, e.n forsprakkar þar hafa æst upp fáfróðan almúgan, sem ekki einu sinni hefur lýðræði til í orðabók sinni. Stúdentar, þ.e. afbrigði af stúdentum hafa vaðið uppi í skólum sínum og efnt til óeirða í nafni lýðræðisins. Upp er komið, að forsprakkar þar hafa verið „eilífðarstúdentar" skríll, sem þrífst af engu nema hálfgerðu anarkíi, upplausn og ringulreið eins og glöggt hefur komið fram í Frakídandi og Þýzkalandi. Allt er þetta gert í nafni lýðræðis enda sjást nú afleiðingar verka þeirra. Stúdentaskríllinn gerði uppreisn í Frakk- landi, en vissi ekki þegar til kom hvers vegna. Rætt var um endurbætur í skólamálum og því lof- að, síðan héldu lætin áfram, skemmdir og brenn- ur tilgangslaust. Svo langt gekk, að verkalýðssam- tökin afþökkuðu alla samvinnu við stúdenta og báðu aímenning að blanda sinni baráttu ekki sam- an við óvitaskap og skrílmennsku stúdenta. Á íslendi hefur morðið á Kennedy öldunaadeild- arþingmanni aefið tilefni til hræsnisskrifa. Komm- únistar hafa fyllzt vandlætingu yfir allri þessari mannillsku og fordæðuskap. Vissulega er morð Kennedys ódæðisháttur af verstu tegund, en fyrir þá, sem fylla flokk einna stórfelldustu nólitísku morðingja heims, kommúnista, er morð Kennedys barnaleikur. Kommar ættu að hugsa sia tvisvar um áður en beir ráðast með svívirðingum á Bandaríkin vegna bessa hryllilega atburðar. Við höfum enn ekki séð margar frétfamyndir hvar frambjóðendur „lýðræðisins" í Rússlandi, bregða ér varnarlausir meðal almennra „kiósenda", en eflaust mætti finna einhvern þar í landi, sem um sárt á að binda vegna aðgerða „flokksins" í garð einhvers skyldmenna hans. i I hreinskilni sagt Bönnln orðin þjóðarlöstur — Auglýsingar og áfengi — Nafna-„bönn“ — Dansleikjaauglýsingar „Bannaðar44 — Vísir í vikulokin og kampa- vínsdrykkjan —Rússagildishræsnin oglagaprófessorar — Unglinga- bönnin — Sálfræðilega stórhættulegt — Brosað að „bann44-fólkinu — ( Bönnum ekki framfylgt — Bannsett vitleysa. Maður fellur af hestbaki, fest- ist í ístaðinu og slasast. Strax eru upp raddir um að banna fram- leiðslu lokaðra ístaða. Volaður maður drepur mann með skamm byssu. Allar byssur kallaðar inn og ráðagerðir um aukin lög og eftirlit með byssum, þótt kinda- byssur séu allstaðar fáanlegar. Annar drepur konu með brauð- hníf og „bannmenn" komast í standandi vandræði vegna'vopns ins, sem þó er nauðsyn. Eg held að engin þjóð, sem í tíma og ótíma, gortar af freisi og frjálsræði sé „bann-glaðari" en fslendingar og engin þjóð jafn full af hræsni gagnvart öll- um þessum bönnum sínum og reglugerðum en einmitt við, þótt vitanlega sé álitamál með þá aumustu allra í þessum mál- um, Svía. Eftir lögum má t.d. ekki aug- lýsa áfengi og var þeim lögum framfylgt um stund, en smátt og smátt hefur áhuginn dofnað og má heita að hann sé úr sögunni. Svo langt var gengið í þessu fáránlega banni, að þjónum á veitingastöðum var „bannað" að telja upp víntegundir á boðstól- um, nema ALLAR til þess, að ekki yrði gert upp á milli, og þá aðeins ef gesturinn bað um að þær yrðu taldar upp, því þjón- inum var harðbannað að koma með uppástungur, því þá var hann að hvetja til drykkjuskap- ar. Sígarettuauglýsingar voru bannsettar í opinberum mál- gögnum, en ekki þó í blöðum og er vandséð hvað hið opinbera hyggst græða á því. Einn ráð- herrann okkar bannaði að útlend ingar sem hér urðu borgarar, fengju að halda nöfnum sínum sem ættmenn þeirra höfðu bor- ið í heimalandi þeirra, sumra öld fram af öld. Sá sami, sjálfum sér og ráðuneyti sínu til athlæg- is, Iagði blátt bann við að dans- leikir til sveita yrðu auglýstir vegna þess, að þá fengju sprútt- sálar hugmyndir um hvert þeir ætm að færa yarning sinn til sölu. Svona fáránlega gemr heimska og öfgar gripið tiltölu- lega skynsama menn og gert þá að aulum. Fyrir mörgum árum var Mánudagsblaðið sektað um krón ur 5000 fyrir að birta mynd af barþjóni, sem það hafði birt við tal við, vera að hella úr kokkteib krukku í vínglas. Þótti yfirvöld- untun, sem þjónuðu lögum af dyggð, þetta vera hvatning til manna um að drekka áfengi. Nú vildi syo til, að hvorki þjónninn tímdi að blanda né blaðið að kaupa kokkteil, svo áfengið, sem í staupið lak var aðeins appel- safi, sem hvorugan Iangaði í og lenti afmr í krakku sinni. Enn þann dag í dag er þessi reglu- gerð eða lög í fullu gildi, en eins og venja er í þessu bannglaða landi og hjá bannglaðri stjórn, þá eru menn, að mestu, hættir að nenna að framfylgja þessari fásinnu og láta sig engu máli skipta, þótt „lögin" séu brotin. í rauninni er hér um svo stór- hættulega stefnu að ræða, að undarlegt má heita, að lögfróðir menn hafa ekki varað við hversu fer, ef málin þróast þannig, að málamyndabönn og lög,' verða sett en aldrei framfylgt. Það þarf ekki þjóðfélagsfræðing og enn síður íslenzkan sálfræðing til að lýsa hvernig fer, ef Iögin eru sett en jafnframt höfð að spotti, ignoreruð með öllu. Það vita víst flestir að það veldur aðeins mjög hætmlegri þróun, sem smátt og smátt getur leitt til hæmlegs ófarnaðar hjá al- menningi, skapar ástand sem einna helzt líkist hugarfari stjórnleysingja. Hér er síður en svo verið að verja þessi bönn, sem eru fáránleg, heldur vara við því tómlæti, sem ríkir í sam bandi við þau. Vínauglýsingabannið er nú gleggst þeirra dæma, sem lýsa bezt tilgangsleysi þeirra. „Vísir í vikulokin" heitir draugur, sem fylgir því dagblaði um helgar og fjallar aðallega um mat og önnur kvennamálefni. Fyrir viku birti vikublað þetta Iitskreytta mynd af smábrauði af öllum tegundum, en fyrirsögn in á greininni var „MEÐ KAMPAVÍNI" og á myndinni gat að Iíta nokkur fyllt kampa- vínsglös. Var allt þetta hið á- kjósanlegasta ásýndum og áreið- anlega hefur það vætt góm hinna vandlám. Greinin fjall- aði um smárétti, sem framreiða má um leið og drukkið er kampavín. Það skal tekið fram, að grein þesis var í hvívetna hin ágætasta sinnar tegundar og þörf Ieiðbeining fyrir þá, sem slík kampavínspartý halda. En þrátt fyrir ágæti grein- arinnar og þrátt fyrir það, að hún er í sjáifu sér þörf ábending og aulaháttur að banna hana, ber að gæta þess, að hún er samt lög- brot, sama lögbrotið, ef ekki verra, er þetta blað var sektað fyrir nokkrum árum áður. Þessi grein, sem Vísir birti, var ekki aðeins venju- leg blaðagrein, heldur er henni sérstaklega beint inn á heimilin, til húsmæðra og ungra stúlkna, sem vonast til að verða' húsmæður og geta haldið sín eigin partý þegar tímar líða. Bann-vinir hafa engum mótmælum hreyft, engan kært, og látið sig grein þessa engu skipta. Nú væri hininhrópandi rang læti að ýta við grein þessari á nokkurn hátt, því hún var að dómi allra réttsýnna manna engin hvatning til kampavínsdrykkju sérstak- lega né víndrykkju almennt. Sama máli var að gegna um grein okkar. Hún var hvorki hvatning né ósk um aukna víndrykkju og enn síður aug lýsing áfengis. Hún var bara um mann í starfi og hvorki jákvæðar né neikvæðar at hugasemdir þar um. Engu að síðurtaldi áfeng isvarnarnefnd eða sá aðili, sem kærði fyrir hennar hönd, að myndin væri aug- lýsing áfengis og þar af leiðandi lögbrot og dómari varð henni sammála. Annað dæmi um yfir- drepsskap bannyfirvald- anna er jafnvel augljósara. Sjá má víða á hótelum nú miða á borðum, sem sýna að þau séu frátekin. Þetta er alsiða. En á miðanum er mynd af flösku. ásamt heiti á drykk, gómsætum áfeng- um drykk, eflaust gjöf til þessara hótela frá umboði því, sem vínið selur, og sýni lega ekki ætluð til annars en hvetja menn til að drekka þessa tegund víns fremur en aðra. Hér er ský- lausasta lögbrotið, sem þó er látið átölulaust af bann- lýðnum, þótt háar sektir lægju fyrir áður. Lögunum og banninu hefur ekki verið breytt, en nú er bara „annar andi“ sem ræður ríkjum. Það er hérna sem hættan rík- ir mest og afleiðingar heimsku- Iegra og fljótfærnislegra banna eru hættulegastar. Allir þekkja t.d. þá reginhræsni sem liggur að baki aldurstakmarkana varð andi víndrykkju. Háskóli íslands hefur um fjölda áratuga gengið öllu fremst í að brjóta þetta bann, hæða og spotta lögin. Skólafólki er ekki aðeins leyft að brjóta lögin heldur í senn hvatt til þess og í þokkabót að drekka. Rússagildin, en við þau er átt hér, era hátíðahöld í sam bandi við inntöku nýrra stúd- enta í háskólann, en 99,9% af þeim eru undir tvítugsaldri, þótt algjört bann sé við að veita slík um unglingum áfengi. Prófess- or við háskólann er gjarnl mag- ister bibindi, siða- og drykkju- meistari, margur hver úr laga- deild, og ganga þeir fram fyrir skjöldu að brjóta og hæða lög, sem þeir dagana á eftir eiga að kenna sömu unglingum, sem þeir eru að skála við. Hér er ekki verið að krítisera Rússagildin. Síður en svo. Þau eru skemmtileg og mikil sam- kvæmi. Það er aðeins hræsnin og máttleysið sem að baki ligg- ur. Því ekki að afnema þessi heimskulegu og gagnlausu lög og bönn. Þá gætu menn, með góðri samvizku notið þessarar gleðistundar. Ónei, það friðar þennan einkennilega lýð, að á bókum skuli standa, að þetta sé bannað. og þessi afsökun veitir hinum frómu sálum frið og innri ró. Bönn í öllum skilningi eru hvimleið, en vissulega, srandum nauðsynleg. „Ofnotkun" banna er hættuleg ag hafa ýmsar þjóðir ekki sízt Bandaríkin hörmulega reynslu af bannárunum, þegar vínbann og ölbann var allsráð- andi. Bönn gera þann hlut, sem bannaður er, eftirsóknarverðan. Þannig er mannlegt eðli. Ef enn þá eru til hér á íslandi menn, sem ekki hafa gert sér þeta Ijóst, og enn eru í ráðastöðum, þá geldur þess öll þjóðin. Bann á aldrei að vera sett, nema þvx sé stranglega framfylgt. Annars er það aðeins sýndarmennska og stórhættuleg sýndarmennska. Okkur fslendingum hefur oft skjátlazt í þessum efnum, svo oft, að við erum að verða að athlægi í augum allra fyrir þessa ónáttúra. I

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.