Mánudagsblaðið - 17.06.1968, Side 3
ætj&temStiimM
Manudagur 17. Juní 1968.
Mánudagsblaðið
\
1 Úr Heimspressunni
Framhald af 8. síðu.
aub fiska og annarra kvik-
inda. Flest fá dýr þessi hin
ágætustu laun, Jjótt Lassie
hafi verið hæst. Meðal þeirra
sem fengið hafa verðlaun er
Bessie, apinn í Beverly Hill-
billies. Má þannig sjá, að
það eru ekki aðeins „menn“
sem verðlauna má fyrir leik.
★
Það gekk kátt fyrir sig í
Hollandi á dögunum í þorp-
inu Noodrdwijk, kvöldið var
heitt, og gestirnir voru að
Ijúka kvöldverði, þegar inn
skauzt Mia Farrow, þreytt og
úrvinda eftir heilan dag í
kvikmyndun í myndinni Sec-
ret Ceremony. Frá því að Mia
Iitla gekk í salinn virðast
nokkuð óljósar fréttir um
■ hvað skeði, en vitni skýra
svo frá, að mótleikari henn-
ar, Robert Mitchum, stökk á
fætur, greip Miu litlu og
kyssti hana af slíkum fítons-
anda að Mia Iét sígarettu
sína brenna gat á jakka eins
gestanna, sem þar sat, nokk-
uð óstyrkur, að kvöldverði.
„Ég kann ekki við þetta“
sagði gesturinn og stóð
skjögrandi á fætur og hafði í
hótunum við vesalings litlu
Miu. Og ekki líkaði Mitchum
þetta betur, því hann skellti
diski af saladi beint yfir
hausinn á Hollendingnum. Til
að svara fyrir sig, þá greip
gesturinn aðra sáladskál og
' Skellti henn; yfir hausinn á
MIu, 'ep síðan varð allt vit-
laust og áður en þjónar gátu
stöðvað lætin var allur salur-
inn fljúgandi i tómötum,
grænmeti og öðru álika góð-
meti. — Gaman að vera ridd-
ari!
«
★
Þegar menn hugsa um
Bikini, þá er það venjulega
í sambandi við þessa skó-
þvengi, sem konur binda ut-
an um sig og kalla baðföt. En
til eru þeir, sem leggja aðra
merkingu í orðið. Fyrir 22
árum var fjórða aftomsprengj-
an reynd á eyjuntti Bikini í
Kyrrahafi, en áður höfðu
íbúar þessarar sólarparadís-
ar verið fluttir á brott í
óþökk. Síðan hafa íbúamir
búið á strönd annarrar eyj-
ar, Kili, hrjáðir af moskíto-
flugum og allskyns ój>verra
og saknað paradísar sinnar
og krafizt að fá að fara heim
aftur. Þetta er gæft og gott
fólk, sem orðið hefur að þola
ranglæti nútímatækninnar.
Enn hefur Bandaríkjastjórn
bannað þeim heimförina þvi
þeir inlja brúka eyjuna tll
frekari sprenginga ef samn-
ingar um bann við vetnistil-
raunum verður rofið.
Við sprenginguna fyrir 22
árum gjöreyddist Bikini-eyj-
an, en nú er hún öll sprott-
in yndislegum hitabeltis-
gróðri, pálmatrjám, ávaxta-
trjám og öðru. Rannsóknir
hafa farið fram um hvort
hættulaust sé að fara til eyj-
arinnar vegna geislavirkninn-
ar, og virðist að svo sé. Samt
er allt í óvissu fyrir hina
300 bikinimenn. Þó er þetta
ekki alveg vonlaust, þvinefnd
sú, sem ræðir vfirráða- og
eftirlitsrétt Bandarík.ianna yf-
ir eyjum i Kyrrahafi,. að
stríði loknu. á eftir að Iáta
í l.jós álit sitt. Sameinuðu
þjóðirnar hafa nú áhuga á
málinu og því von til, að
þessi fámenni og þolinmóði
kynflokkur fái að koma aft-
' ur til heimkynna sinna.
Nýlega er látinn Maior
general Sir Stewart Menzies.
78 ára, sem hafði yfirstjórn
brezku leyniþjónustunnar
(Ml,6) frá 1939-1951. Hann
var sagður vera fyrirmyndin
að yfirspión (M) í James
Bond-sögunum, þess ers tjórn-
aði Bond. Það er' almennt
játað, að Menzies hafi sigrað
andstæðinga sína, nazista-
njósnarana, en ekki Rússana
alveg, sem tókst að koma
gagnnjósnaranum Kim Phil-
by i njósnaþjónustu Ml,6, en
sádeeldi Rússum brezk leýnd-
armál, þar til 1963 er hann
slapp til Sovétríkjanna.
Kvikmyndir
Framhald af 8. síðu.
því miður hefur handritshöfund-
urinn alls ekki ráðið nægilega
við upprunalega hugmynd og get-
ur ekki haldið á spöðunum þar
sem skyldi. Þá fer gamanið oft
út í öfgar, kaflar verða of lang-
dregnir. Leikurinn er yíða ,góð-
ur, mikið hvílir á Burl Ives, sem
virðist þó aldrei ná sér al-
mennilega á strik. Hinsvegar
koma fram . nokkrir hálfgerðir
slap-stikk kaflar, sem eru alveg
Sjónvarp
Framliald af 8. síðu. . .
ið og ómerkilegt að miða við
þær útsendingar, þvi allir vita,
að þær eru neðar öllu lagi, bæði
leiðinlegar og einmuna þungar
og sjálfbyrgingslegar, fullar af
„speki — fræðslu“ og loftköst-
ulum, sem vek.ja fremur vor-
kunn en hrifningu.
á takmörkum lélegs farsa. Nokkr-
ir ágætir sprettir eru í mynd-
inni t.d. afstaða frönsku stúlk-
unnar til ásta, en hún vill, að
hætti franskra yndiskvenna,
skipta sér milli elskhuga og eig-
inmanns, sve allir geti vel við
unað. Það er klaufaskapur hjá
þýðanda að vilja breyta þess-
ari hefð, því stúlfcan segir
greinilega að tími elskhugans til
heimsókna sé um eftirmiðdag-
inn en dvöl með eiginmanninum
á kvöldin, en efcki öfugt, eins
og kemur fram í íslenzka text-
anum. Þetta er ein af heilög-
X r
ustu atriðum í frönsku hjóna-
bandi og við megum alls ekki
breyta því.
Að öðru leyti veldur myndin
nokkrum vanbrigðum og eins og
fyrr er sagt vegna lélegs texta,
handritið nær hvergi, að heita
má. þeim standard sem hugmyind
Vemes á skilið. — A. B.
I
SIMCA 1501
!
|
I
!
I
SIMCA HOO
SIMCA 1100 er einn vinsælasti „litli bíllinn“ á meginlandinu um þessar mundir, enda
er hann ný gerð sem býður upp á marga kosti, sem hingað til hafa aðeins fengizt í
stærri gerðum. — Fyrstu bílarnir af þessari gerð koma bráðlega til landsins.
Þessi glæsilegi vagn er 1968 árgerðin af SIMCA 1501. Hinir frönsku SIMCA-bílar hafa löngum
verið vinsælir, bæði hvað snertir gæði og útlit.
CHRYSLER-UMBOÐIÐ VÖKULL HF. Hringbraut 121 - SÍMI 10600
4