Mánudagsblaðið - 30.09.1968, Side 3
Mánudagur 30. september 1968
Mánudagsblaðið
3
\
MYSTICUS:
Fórnarlamb rœningianna
Það lítur út fyrir það, að Reykja
vík fari að verða eins hættuleg borg
og verstu stórborgir erlendis. Hér
er farinn að vaða uppi glæpalýður,
sem einskis svífst, svo að maður er
eiginlega aldrei öruggur um eigur
sínar og jafnvel ekki líf sitt og limi.
Hann Grímur kunningi minn fékk
áþreifanlega að kenna á þessu núna
í vor. Það er líklega óþarfi að vera
að segja ykkur frá þessu, því að þið
hafið víst lesið frásagnir af því í
blöðunum. Það var mikið talað um
þetta fyrst á eftir eins og vonlegt
var því að þetta, sem kom fyrir
Grím, þótti mönnum alvarlegt tím-
anna tákn. Og. Grímur naut al-
mennrar samúðar fólks í bænum og
nýtur enn. Það eru hörð hjörtu,
sem ekki fyllast meðaumkvun með
meðbróður sínum, sem lendir í öðr
um eins ósköpum.
Grímur hafði verið að lábba of-
an úr Þingholtum heim til sín
vestur í bæ, þegar þetta bar við.
Klukkan var að ganga tvö um nótt-
ina, en þetta var yndisleg vornótt,
og hann fór sér hægt. Hann gekk
í gegnum Tjarnargarðinn og sá þar
ekki neina lifandi sálu. En fyrr en
varði sprutu fjórir menn þar upp
úr runnakjarri. Þeir voru dökkir á
brún og brá og harla skuggalégír'
ásýndum. Einn var svo dökkur á
hörund, að Grímur hélt, að hann
væri hálfsvertingi eða eitthvað í
þá áttina. Og þeir töluðu eitthvert
framandi tungumál, sem Grímur
skildi alls ekki. En þó að hann
skildi ekki orðin skildi hann til-
gang þeirra bara allt of vel. Þeir
ætluðu að ráðast á hann og ræna
hann öllu fémætu, um það var ekki
að villast. Og Grímur gat ekki bor-
ið hönd fyrir höfuð sér, hann er
heldur smár vexti og lítill bógur í
slagsmálum. Það er ekki að orð-
lengja það, að þeir réðust umsvifa-
laust á hann og börðu hann niður.
Hann missti meðvitund, qg hann
heldur að hann hafi legið í hálf-
tíma eða meira. Og hann var held-
ur en ekki illa til reika, þegar hann
raknaði úr rotinu. Óþokkarnir
höfðu fært hann úr öllum fötunum
nema skyrmnni og liaft fötin á
brott með sér, jakka, buxur, nær-
buxur, sokka og skó. Og auðvitað
var peningaveskið hans horfið líka,
en í því voru á fimmta þúsund kr.
Hið eina verðmætia, sem eftir var,
var armbandsúrið hans, en það var
á sínum stað á úlnliðnum. Af ein-
hverjum ástæðum höfðu ræningj-
arnir ekki tekið það, kannske höfðu
þeir séð til mannaferða og orðið
að flýta sér í burtu. En það vár
ekki aðeins eignamissir, sem Grím-
ur hafði orðið fyrir, hann var einn-
ig allur lemstraður á líkamanum.
Augun voru hálfsokkin í bólgu eft-
ir högg, állar framtennurnar brotn-
ar. Þær voru allar slegnar gulli, og
haldið var að óþokkarnir hefðu ætl-
að sér að koma þeim í peninga. Og
síðast en ekki sízt hafði verið spark
að í Grím á viðkvæmasta stað milli
fótanna, og hann var lengi að jafna
sig eftir það áfall. Þetta höfðu
greinilega verið þorparar og ill-
menni, sem hér höfðu verið að
verki.
Lögreglan lagði sig auðvitað í
framkróka að hafa . hendur í hári
árásarmannanna. Ýmsir grunsam-
legir útlendingar voru yfirheyrðir,
en þeir gám allir sannað, að þeir
hefóu verið hvergi þarna nærri,
þegar árásin var gerð á Grím. Og
þetta mál er ennþá alveg óráðin
gáta. Sennilegasta skýringin þykir
sú, að árásarmennirnir hafi verið
skipverjar á einhverju útlendu
skipi, sem hafi látið úr höfn fljót-
lega eftir ódæðisverkið. En samt
er það svo, að óhug hefur slegið
á fólk' eftir þetta, og margir hafa
verið deigir við að vera einir seint
á ferli af .ótta við, að þeir lendi í
einhverju svipuðu og Grímur. Það
er allur Varinn góður.
Það varð Grími nokkur huggun
í þessum raunum öllum, að hann
fann samúð streyma að sér úr öllum
átmm. Margir kunningjar heim-
sóttu hann á meðan hann var að
ná sér eftir meiðslin, og nokkrir
þeirra tóku sig saman um að hefja
samskot til að bæta honum tjónið,
sem hann hafði orðið fyrir í rán-i
inu. Hann hafði misst þarna ekki
aðeins peninga, héldur einnig föt
og gulltennur. En ég hugsa að kunn
ingjar hans hafi bætt honum allt
þetta tjón og meira tií. Meira að
segja bláókunnugt fólk komst hér
í spilið. Einn rausnarlegur fésýslu-
maður, sem þckkti hann ekki neitt
sendi honum ávísun upp á tíu þús-
und krónur. Það eru ennþá til í
heiminum góðir menn og hjarta-
hlýir, sem hjálpa þeim, sem í raun
ir rata algerlega að ósekju. Og á-
rásin hefur orðið Grími til góðs að
því leyti, að hann er orðinn frægur
maður og vinsæll, öllum verður ó-
sjálfrátt hlýtt til þessa vammlausa
heiðursmanns, sem svívirðilegir ó-
þokkar léku svona grátt.
Það var um kvöld. núna fyrir
nokkrum dögum, að ég brá mér
inn á veitingastað hérna í borginni.
Og þar sat Grímur í stól með glas
af óblönduðu whiskyi fyrir framan
sig. Eg *á strax, að han vár þétt-
fullur. Sat að segja varð ég hálf-
hissa, því að Grímur hefur aldrei
verið neinn óreglumaður. En ég
skildi það vel, að taugakerfið hefði
farið úr skorðum hjá honum "við
þetta allt saman, og að engin furða
væri, þó að hann fengi sér stramm-
ara til að styrkja það. Eg settist við
borðið hjá honum. Og þá sá ég, að
hann var ennþá fyllri en mér hafði
sýnzt í fyrstu, hann var að verða
dauðadrukkinn. Hann var að rausa
eitthvað, en það var allt sundur-
laust, og ég vissi varla, hvort hann
var að tala við mig eða bara við
sjálfan sig. Svo var, eins og svolítið
bráði af honum. „Heyrðu" sagði
hann, „þú ert vinur minn, er það
ekki?" JÚ, ég hélt nú það. „Á ég
að segja þér nokkuð? En þú verður
að lofa að segja ekki nokkurri lif-
andi manneskju frá því. Þú manst
þetta með árásina á mig, það hefur
ekki staðið svo Iítið um hana í blöð I urðu. Eg hef núna í ein þrjú ár I
unum, og ég er orðinn frægur mað- haldið annað veifið við konu uppi;
ur — he-he." Svo var eins og hann
‘ætlaði að hætta. „Hvað ætlarðu að
segja mér?" spurði ég. „Já, þú
manst þettá með árásina, sagði
hann. „Það var nú reyndar gerð á-
rás á mig, helvíti mikil árás. En
þetta var nú ekki alveg eins og ég
sagði, það var nú svoleiðis í pott-
inn búið, að mér var aldeilis ó-
mögulegt að segja sannleikann.
Þetta var nú allt dálítið öðruvísi.
Það var kvenmaður í spilinu, skil-
í Þingholtunum. Maðurinn hennar
er smiður, og hann er oft að vinna
utanbæjar, svo að hún er hálfein-
mana greyið. Eg er orðinn hund-
leiður á minni eigin kerlingu, en
það er þó eitt gott við hana, að hún
er svo heimsk, að það er enginn
vandi að halda framhjá henni, hana
grunar ekki eitt. Hún trúir því allt-
að statt og stöðugt, þegar ég segi
henni, að ég sé á fundum eða að
spila bridge hjá kunningjum mín-
um, þegar ég er í rauninni að gera
allt annað. Jæja, þetta með árásina.
Hún vinkona mín hringdi til mín
og sagði, að allt væri í lagi, maður-
inn væri að vinna austur í Árnes-
sýslu, og mér heyrðist, að hana
langaði talsvert mikið til, að ég
kæmi. Svo ég fór til hennar, enda
er ég orðinn þar húsiim kunnugur.
Svo háttum við og allt er í himna
lagi. En hvað heldurðu? Þegar við
erum þarna í rúminu og eigum ökk
ur einskis ills von, snarast karl-
skrattinn hennar allt í einu inn í
herbergið. Hann hafði farið svo
hljóðlega, að við höfðum ekkert
heyrt til hans fyrr en hann stóð
þarna allt í einu' við rúmstokkinn
hjá okkur. Og sá varð nú ekki blíð-
ur á svipinn, þegar hann sá, hvers
kyns var. Hann réðst á mig brjálað
ur af reiði, gaf mér glóðaraugu
báðum megin, braut úr mér allar
framtennurnar og endaði með því
að sparka í mig, þar sem sízt skyldi,
þú skilur. Svo dró hann mig svona
dasaðan og meiddan að útidynm-
um og sparkaði mér niður tröpp-
urnar. Þarna stóð ég á skyrtunni
einni, því að öllum fötunum mín-
um hélt hann eftir. Mér var fyrst
skapi næst að gefa upp alla von
og kalla bara á hjálp úr næstu hús-
um. En ég sá, hvílíkt reginhneyksli
það yrði og að allur bærinn mundi
hafa mig að háði og spotti það sem
eftir væri ævinnar. Eg sá, að eng-
inn maður var á ferli á götunni,
Framhald á 7. síðu.