Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 30.09.1968, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 30.09.1968, Blaðsíða 4
Mánudagsblaðið Mánudagur 30. september 1968 BlaóJynr alla VikublaS um helgar. Ritstjóri og ábyrgðármaður: Agnar Bogason. Verð í lausasölu kr. 15,00. — Áskriftargjald kr. 600,00 á árL Símar ritstjómar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Dauðateygjur kommúnismans — Þegar berklum var útrýmt á íslandi. var starf- semi til varnar gegn beim sjúkdómi snúið yfir í öryrkjabandalag. Þegar kommúnisminn er að deyja á íslandi var miklum hluta starfseminnar snúið yf- ir í Alþýðubandalag. Þannig verða endalok höfuðmeinsemda, en að öllu jöfnu koma aðrar meinsemdir í staðinn, máske ekki eins miklar og þær sem útrýmt var, en engu ao síður hvimleiðar. Kommúnisminn í heiminum er nú stöðugt að missa völdin, þótt ekki sé því neitað, að ýmis form sósíalismans hafa útbreiðst og eiga stöð- ugu fylgi að fagna. í höfuðvígi kapítalismans, Bandaríkjunum, hefur viss tegund sósíalisma náð nokkrum framgangi, og í V-Evrópu nær hann sífellt traustari tökum, þótt hvergi nærri eins gífurlega og á Norðurlöndum. f höfuðstöðvum kommúnismans er litið á aukið frjálsræði í leppríkjum þeirra hörð- um augum. Sannur kommúnismi þolir enga mynd frjálsræðis og gagnrýni, jafnvel í smæsta formi skapar frelsið hættur fyrir kommúnismann og get- ur kollvarpað kerfinu. Þetta er nú að koma bezt í ljós í Tékkóslóvakíu, en þar ríkti í nokkra mánuði veikburða spegilmynd nokkurs frjálsræðis. Nú hafa Rússar barið allt slíkt á bak aftur, kúgað forustumenn frelsisangans, rek- ið gagnrýnendur, lokað landamærunum og náð und- irtökunum svo gjörsamlega að engin von er til, að neisti þessa óburðuga frjálsræðis verði nokkúrn- tíma að báli. Það var skrítið hve geysileg samúðaralda reis upp um allan hinn vestræna heim þegar Rússar her- námu Tékkóslóvakíu. Öll önnur sjónarmið og gerð- ir voru óhugsanleg frá sjónarmiði Rússa. Ef ofan á óþægðina í Tító og bölvað bröltið í Rúmeníu bætt- ist svo við að Tékkóslóvakía bryti af sér járnin, þá var öll leppríkjablokkin í hættu og þar með her- vald og mikill styrkur horfinn úr rússnesku sam- stæðunni. Rússar áttu ekki annan leik. En nú í fyrsta skipti er þeir reyndu að sýna snefil af mann- úð, mistókst þeim og biðu alvarlegan pólitískan hnekki á alþjóðavettvangi. Þeir höfðu ekki lepp- stjórn tilbúna í Tékkóslóvakíu og sýndu leiðtog- unum þar óvænta miskunn, sem reyndar varð þeim dýrkeypt. Alræði kommúnismans er að riðlast smátt^ og smátt en í stað hans heldur sósíalismi innrás sína. Vestrænir „kommar" hníga æ meira til „hægri” í skoðunum sínum, veita meira frelsi í athöfn og hugsun, hagnýta sér það í iðnaði og viðskiptum sem hagstæðast hefur reynzt í hinum vestræna heimi. Kerfi sósíalismans með öllu sínu frjálsræði eins og hann er t.d. í Svíþjóð er skammgóður vermir, þótt bað land njóti meiri gæða af náttúrunnar hendi en flest önnur. Gengdarlaust eftirlæti við almenn- ing, taumlausir almenningsstyrkir og almanna- tryggingar er ekki hollur grundvöllur til lengdar, eins og Svíar eru að finna. Velsældin þar byggist a auðæfum jarðar, en ekki á sjálfu kerfinu. Danir eru að súpa seyðið af því sama og brátt er komið að okkur ef hvergi er spyrnt við fótum. v Það er því aualjóst, að þótt kommúnisminn hverfi og tegund sósíalisma ryðji sér til rúms, þá er ekki bar með sagt, að fundin sé allsherjarlausn. Hvorugt þessara pólitísku kerfa hefur enn reiknað með hinu veigamesta. En það er einfaldlega mannlegt eðli. i I ! ! I KAKALI SKR/FAR: I hreinskilni sagt SAM og Grikkir — Sænska fordæmið — Rássar og lýðræðið — Afhroð í Tékkóslóvakíu — Frelsishugtak Svía — Samvinnan við nazista þar til ... — Grikkir virðast ánægðir — Hinir kúguðu og veröldin öll vissi ekki um heppni sína og hamingju þegar hann Sigurður A Magnússon var í heiminn bor inn. Ekki var þá vitað sem nú, að þessi efnilegi piltur, alinn upp á útskika í túni Hallgerðar langbrókar, myndi á röskleika- árum sínum verða einn merkasti og um leið furðulegasti fyrir- .svari hinna undirokuðu. Fræg- astur varð þó SAM fyrir afstöðu sína og baráttu í sjónvarpsmál- inu á Keflavíkurflugvelli. Kom þar skjótt í ljós hvílíkum reg- inhæfileikum hann hafði á að skipa. Þegar sextíu þúsund manns nutu þess að skoða frítt erlendar kvikmyndir, fræðslu- þætti, Iistaþætti o. s. frv., en kommar og 60-menningarnir töldu það. hættulegt, þá greip SAM þegar í hönd sér sverð 60- menninganna, barðist af dáð fyr ir lokun sjónvarpsins, sem síðar varð. En hér barðist Sigurður aðeins fyrir menningarmálum, sem er ein sérgrein hans af mörgum. í var sáu Rússar að ekki dyggði að láta Tékka leika Iaus- um hala í Tékkóslóvakíu, enda þjóðin orðin fyrir geigvænleg- um vestrænum áhrifum og var komin á góða Ieið að verða vel sjálfbjarga, og vinsæl grann- þjóð. Rússar sáu ekki aðeins, að þessi stefna Tékka væri bein hætta hinum rétta og sanna kommúnisma, heldur myndi jafnframt brölt Tékka stefna valdablökk þeirra austan tjalds í hættu. Eftir að hafa sett á svið vinaheimsókn og málefnalega fundi brostu Rússar og Tékkar framan við Ijósmyndavélar, kysstust og þar með reiknuðu sumir að æfintýrið væri búið og Tékkar fengju að leika sér á- fram. Nú, það fór ekki betur en svo, að fyriravaralaust réðust Rússar á Tékka, hernámu land- ið, bundu aðalleiðtogana hönd- Um og fótum eins og stórgripi og fluttu þá fangna til Moskvu. Eftir tilhlýðilegt tiltal, komu þeir aftur aúðmjúkir og illa h^ldnir en síðan hljóp Jás fyrir nægtabrunn Tékka. Um líkt leyti og þetta skeði rak grísk-amerískur flóttamaður, frá Grikklandi, upp skaðræðis og örvæntingaróp suður í Sví- þjóð. Nálega enginn skipti sér af ópum þessum, en þau særðu hjarta og sál Sigurðar. Grikki þessi er sonur kunns en aldraðs grísks stjórnmálamanns, sem settur var frá völdum en sonur- inn flúði, enda hafði hann líka dablað í stjórnmálum þar. Nokkrrir aðrir .vinstri menn og kommar, ásamt konungsnefn- unni flúðu og langt. Tilefni ör- væntingarópsins af Svíþjóðu var eins hlálegt og það sýndi vel hversu grískum pólitíkusum er farið. Herforingjar og hægri menn höfðu tekið höndum sam an, sparkað stjórninni og tekið sjálfir völdin. Stjórn sú, sem sparkað var, er sennilega sú spilltasta sem Grikkir hafa búið við og eru þeir nú engir aukvis ar í þeim efnum. Framfarir all- ar voru í kaldakoli, lán og styrk ir komu Iítið eða ekki til skila, verkföll, og allskyns óáran þjáði almenning og við var búið að kommar, sem réru undir öllum árum, myndu yfirtaka landið á sinn lýðræðislega hátt. Hið skjóta viðbragð hershöfð * ingjanna, var nauðvörn, en hef- ur þó haft þau.áhrif, að þróun í landinu er ör, óánægja engin, spilling hverfandi og fólkið er farið að fá trú á öryggi og reglu í opinberu lífi. Nokkrir óánægju hópar gerðu usla í fyrstu, verstu óróaseggjum'var varpað í fang- elsi, síðan sleppt, túristar komu og fjölgaði er á leið, en almenn- ingur er hinn ánægðasti , vel- megun aukin. Konungurinn reyndi að gera uppreisn en eng- inn sinnti því, jafnvel sumir and stasðingar stjórnarinnar hreyfðu sig ekki. Ferðamenn sem þaðan koma skipta hundruðum þús- unda segja allt rólegt og fólkið ánægt. Að dómi Svía og Sigurðar að ógleymdum flóttamanninum er þetta algjörlega óþolandi ástand. Sigðurður gekk milli félaga hér stofnandi Grikklandsvinafélag, sem berðist fyrir lýðræði í Grikk landi. í hópinn fékk hann nokk- ■ur íslenzk félög, kerlingasam- kundu eina og allt var sniðið að fyrirmynd Svía. Hver tilgangur er í þessum efnum, er ómögu- legt að segja, því sjálfur flótta- maðurinn vill ekki hingað koma enn sem komið er. Ástæðan fyrir þessu skrifi mínu er ekki sú, að ég hafi á móri stjórnarbreytingu í Grikk- Iandi. Mér finnast afskipti manna eins og Svía og SAMs svo hlægileg og óraunsæ, sem frekast verður séð. Svía má skilja. Þeir hafa verið að þessu brölti árum saman, enda orðnir að athlægi fyrir samþykktir og kynóra. Ef heilindi fylgdu þá myndi ég líta öðruvísi á málið en svo er ekki. Skoðum afstöðu Svía, sem eru fordæmi að brölti SAMs hér heima. Spánn hefur búið við einræði síðan 1937, Portúgal lengur. Svíar hafa aldrei sagt orð. Þýzkaland bjó við einræði, Ítalía, en allt stríð- ið fylgdu Svíar mest þýzkum, hjálpuðu þeim í viðskipmm og öllu öðra, en snéru við þeim bakinu er þeir vora að tapa. Heilindi heitir þetta á sænsku. Eftir stríðið hrifsuðu Rússar hvern nágranna á fæmr öðram, án þess að Svíar hreyfðu hönd né fót. Síðan, ekki aðeins læsm þeir Ausmr-Evrópu inni, heldur svipm hverja þjóðina á fæmr annarri öllu frelsi. Við öllu þessu þögðu sænsku friðarvin- irnir. Síðan hófust sjálfstæðis- baráttur í vanþróuðum Iönd- um. Þá fóra þeir sænsku enn á stúfana, og lenm nú í Af- ríku. Og þá kom Svíinn enn í Ijós. Andúð á kynþáttahatri varð nú aðalsmerki sænskra sympatiserara. Nú fóru Svíar að slá sér upp í heiminum. Þeir fylkm með nýju „lýðveldunum" frá Afríku á þingi S.Þ. um að fordæma S-Afríku. S.Afríku- stjórnin bauð fulltrúum Skandi- navíulandanna suður þangað, frjálsar hendur, en Svíar svör- uðu: við vimm þetta allt bemr. Nú vita það orðið allir að S,- Afríka, Rhodesia og eitt eða tvö önnur ríki í Afríku hafa langhæsm lífsskilyrði svartra manna, svo háa, að ólíklegt má teljast að nýju ríkin svörm komi í grennd við þau næsrn' árin. Vandamál S-Afríku er m.a. að bægja innfæddum frá næsm löndum að laumast inn í S-Af- ríku og fá þar atvinnu. Er þetta hreinasta vandamál. Þessi smtta frásögn sýnir Svíann eins glöggt í þessu hlutverki og friðarhlut- verkinu. En hví Grikkland. Þetta er ein ágæt viðskiptaþjóð okkar, hefur aldrei gert okkur mein. Hví eigum við að elta sænska og danska krata? Málfrelsi? Var ekki helzti samstarfsmaður krat- ans Krag, rekinn úr dönsku stjórninni fyrir að hafa skoðun? Við íslendingar ætm að láta inn anríkismál þjóða afskiptalaus, einkum varast allt samneyti við sænska hræsnara. Hlutverk SAM er algjörlega óskiljanlegt. Hversvegna ekki mótmæla ein- ræði um allan heim? Hví pikka í einstök Iönd, og þá vinaþjóðir okkar. Við erum ekki nú það vel settir að þola gagnráðstaf- anir af þjóðum, sem við að á- stæðulausu höfum svívirt. Eg skrifaði bréf um þetta í fyrra en það birtist ekki. Máske birtið þið þetta, því þetta er sannleikur hvort heldur snertir Tékka, Grikki eða S-Afríku. (Stytt, aðsent). BSB. ! i i | I AUGLÝSID ! MÁNUDAGSBLADINU » I /

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.